Myndaveisla: Blaðamannafundur og gamlir ráðherrar í nýjum búning Ríkisstjórnin hélt blaðamannafund á Bessastöðum til að tilkynna ráðherraskipti Bjarna Benediktssonar og Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur. Hér má sjá myndir frá deginum, vandræðalega svipi, boðflennu og glens ráðherra. Innlent 15. október 2023 00:05
Þingflokkurinn fagni afsögn eigin formanns sem hans besta verki Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skiptust á ráðuneytum í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja stjórninni haldið í öndunarvél og að hún minni á dauðadæmdan þjálfara sem fær stuðningsyfirlýsingu frá félagi sínu. Ólafur Harðarson telur að Bjarni sé nú búinn að koma böndum á villiketti flokksins. Innlent 14. október 2023 21:32
Samfylkingin ætli ekki „að sóa tíma í einhvern pólitískan æsing“ Formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn tilbúinn í verkefni vetursins. Kjarapakki þeirra sé skýr. Mikilvægt sé að horfa á aðalatriðin og hlusta á fólkið í landinu. Á sama tíma eigi Samfylkingin ekki að gleyma sér í góðum niðurstöðum skoðanakannanna. Innlent 14. október 2023 16:44
Kristján viss um að hann veiði áfram hval á næsta ári Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segist viss um að hann fái að halda áfram að veiða hval á næsta ári þrátt fyrir að núgildandi veiðileyfi renni út um áramótin. Það sé nóg af hvali við strendur Íslands og hægt að halda áfram veiðum að eilífu. Innlent 14. október 2023 16:26
Tekur bjartsýn en raunsæ við nýjum verkefnum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segist spennt taka við nýjum verkefnum. Hún muni leggja sig allan fram í þau. Verkefnin séu þung, en augljós. Hún segir það í forgangi að halda áfram með sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Innlent 14. október 2023 14:14
Sannfærður um að vikan hafi þétt raðir ríkisstjórnarinnar Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ræddu framtíð ríkisstjórnarinnar og erindi hennar eftir að Bjarni tilkynnti um afsögn sína. Þau telja sig enn eiga erindi og vilja ljúka verkefnum sem sett voru fram í stjórnarsáttmála fyrir tveimur árum. Innlent 14. október 2023 13:55
„Fyrst og fremst stólaskipti“ án þess að axla ábyrgð Formaður Samfylkingarinnar óskar nýjum fjármálaráðherra velfarnaðar í nýju hlutverki, en á ekki von á mikilli stefnubreytingu í efnahagsmálum frá ríkisstjórninni. Hún segir Bjarna ekki hafa viðurkennt misbresti í sölunni á Íslandsbanka, sem sé liður í því að axla ábyrgð. Innlent 14. október 2023 13:40
Hvaða stöðugleika er ríkisstjórnin að tala um? „Stöðugleiki er það sem við þurfum“ segir formaður Framsóknarflokksins þegar tilkynnt er um stólaskipti vegna þess að formaður Sjálfstæðisflokksins braut hæfisreglur þegar verið var að selja Íslandsbanka. Hvaða stöðugleika er eiginlega verið að tala um? Skoðun 14. október 2023 12:31
Hjartsláttur Bjarna róaðist eftir því sem sannfæringin varð meiri Bjarni Benediktsson segist hafa tekið endanlega ákvörðun um að færa sig í utanríkisráðuneytið í gær. Hann segist sáttur við ákvörðuna. Það verði með stólaskiptunum hægt að skapa frið um verkefnin sem framundan séu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Innlent 14. október 2023 11:51
Bjarni verður utanríkisráðherra og Þórdís fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson verður nýr utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýr fjármála- og efnahagsráðherra. Leiðtogar stjórnarflokkanna segja ríkisstjórnina standa styrka og samhenta og þau vilji klára kjörtímabilið saman. Það er nú hálfnað. Innlent 14. október 2023 11:23
Vaktin: Lyklaskipti á mánudag Bjarni Benediktsson verður utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, verður fjármálaráðherra. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherra, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra í Eddu, húsi íslenskunnar. Lyklaskipti verða á mánudag. Innlent 14. október 2023 09:34
Bjarni og Þórdís muni skiptast á stólum Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármála-og efnahagsráðherra verður utanríkisráðherra og mun Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, núverandi utanríkisráðherra, taka við fjármálaráðuneytinu. Innlent 14. október 2023 08:27
„Þau hanga saman á óttanum við kjósendur“ Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar segir óttann ráða för hjá ríkisstjórnarflokkunum, óttann við kosningar. Hann segir stjórnarkreppu ríkja í landinu. Innlent 13. október 2023 16:41
Mikill meirihluti vill að Bjarni hætti í ríkisstjórn Ríflega sjötíu prósent svarenda nýrrar könnunar Maskínu vilja að Bjarni Benediktsson hætti alfarið í ríkisstjórn í stað þess að taka við öðru ráðuneyti. Innlent 13. október 2023 15:53
Skipar starfshóp vegna „gullhúðunar“ EES-reglna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, hyggst skipa starfshóp til að meta umfang gullhúðunar EES-reglna og leggja til tillögur að úrbótum. Innlent 13. október 2023 14:30
Boða til blaðamannafundar Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra boða til blaðamannafundar á morgun klukkan 11:00 í Eddu, húsi íslenskunnar. Innlent 13. október 2023 13:11
Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. Innlent 13. október 2023 12:57
Þingmennirnir mættir til Þingvalla Stjórnarþingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru mættir til Þingvalla. Þangað ferðuðust þeir í rútu á vinnufund. Forsætisráðherra segir fundinn hafa verið boðaðan fyrir löngu, ráðherraskipti verði ekki rædd þar. Innlent 13. október 2023 11:14
Þrjár klemmur ríkisstjórnarinnar Óhætt er að segja að ríkisstjórnin sé í klemmu vegna afsagnar Bjarna Benediktssonar. Klemmurnar eru í rauninni þrjár og erfitt er að sjá hvernig stjórnarþingmenn munu vinda ofan af þeim. Skoðun 13. október 2023 11:00
Boða formlega til ríkisráðsfundar Forseti Íslands hefur boðað formlega til ríkisráðsfundar, sem haldinn verður á Bessastöðum klukkan 14 á morgun. Innlent 13. október 2023 10:54
Kemur vel til greina að Bjarni taki annan ráðherrastól Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar, segir vel koma til greina að Bjarni Benediktsson taki að sér annan ráðherrastól. Hann segist virða ákvörðun Bjarna um að stíga til hliðar sem fjármálaráðherra. Innlent 13. október 2023 10:19
Eiga ekki von á að ráðherramálin verði rædd Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir fund stjórnarþingmanna sem fram fer á Þingvöllum í dag hafa verið skipulagðan fyrir nokkrum vikum síðan. Hún á ekki von á því að ráðherramálin verði rædd. Innlent 13. október 2023 09:19
Óli Björn segir Covid-aðgerðir hafa gengið of langt Óli Björn Kárason, fyrrum þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er gestur Frosta Logasonar í viðtalsþætti hans Spjallinu og telur að það verði að fara fram risauppgjör við aðgerðir yfirvalda á Covid-tímum. Innlent 13. október 2023 09:15
Segir sveitarfélög draga lappirnar vegna illa lagðra hlaupahjóla Hjólreiðaaðgerðarsinni segir illa lögð rafhlaupahjól á hjólreiðastígum höfuðborgarsvæðisins vera orðin eitt helsta vandamálið á stígunum. Hann segir alveg ljóst að sveitarfélög beri ábyrgð á málinu, þó sum hver firri sig ábyrgð og segir þrjá möguleika til betrumbóta. Innlent 13. október 2023 06:45
Stjórnarþingmenn funda á Þingvöllum í dag Þingflokkar stjórnarflokkanna ætla að funda sameiginlega á Þingvöllum í dag. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Áformaður er ríkisráðsfundur á Bessastöðum á morgun þar sem Bjarni Benediktsson mun hverfa úr embætti fjármálaráðherra. Innlent 13. október 2023 06:40
„Aðferðarfræði til að sýna vandlætingu á fráfarandi fjármálaráðherra“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar stungu saman nefjum fyrir þingfund í morgun og óskuðu eftir dagskrárbreytingu, þannig að að í stað þess að fundurinn hæfist á óundirbúnum fyirrspurnum eins og fyrst hafði verið ákveðið þar sem Bjarni Benediktsson sæti fyrir svörum yrði byrjað á liðnum fundarstjórn forseta. Undir þeim lið sendi stjórnarandstaðan svo Bjarna Benediktssyni tóninn. Þetta útspil var af stjórnarliðum kallað aumingjaskapur. Innlent 12. október 2023 21:01
Opna tímabundna skiptistöð við Skúlagötu Vegna framkvæmda við Hlemm þarf að opna tímabundna skiptistöð fyrir Strætó við Skúlagötu. Innlent 12. október 2023 19:41
Fylgja eftir svartri skýrslu um vöggustofurnar Borgarráð ætlar að fylgja eftir tillögum nefndar um málefni vöggustofa. Nefndin kynnti niðurstöðu sína í síðustu viku og benti á að vera barna á vöggustofum hafi haft veruleg áhrif á framtíð þeirra. Til að mynda væru lífslíkur þeirra einstaklinga minni en jafnaldra þeirra og þeir líklegri til að glíma við örorku. Innlent 12. október 2023 15:36
„Ótrúlegur aumingjaskapur að þora ekki í fyrirspurnir við ráðherra“ Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sakar stjórnarandstöðuna um ráðaleysi og aumingjaskap fyrir að spyrja Bjarna Benediktsson einskis í kjölfar afsagnar hans sem fjármála- og efnahagsráðherra. Innlent 12. október 2023 15:08
Undir fölsku flaggi Oft ratast kjöftugum satt orð af munni hugsaði ég er ég las pistil eftir Ingu Sæland í Mbl. Í gær þriðjudag 10. okt. „Undir fölsku flaggi „ er yfirskriftin á pistlinum og byrjar svo þannig“ Aldraðir hafa lengi þurft að umbera stjórnmálamenn sem sigla undir fölsku flaggi“. Skoðun 12. október 2023 15:02