Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Arnór Heiðar nýr forseti UJ

Arnór Heiðar Benónýsson var í dag kjörinn forseti Ungs jafnaðarfólks á landsþingi samtakanna og tekur við embættinu af Rögnu Sigurðardóttur. Á þinginu var einnig kjörið í bæði framkvæmdastjórn og miðstjórn samtakanna.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Ávarp Katrínar Jakobsdóttur á flokkráðsfundi

Flokksráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs fer fram um helgina í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og mun Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins flytja ávarp á þinginu í dag klukkan 14:20. Hægt verður að fylgjast með erindi hennar í spilaranum hér fyrir neðan.

Innlent
Fréttamynd

Ein regla fyrir hin ríku, allt önnur og verri fyrir þig

Ég hef skrifað greinar á Vísi undanfarna daga um skattaafslátt stjórnvalda til fjármagnseigenda, mest til 0,1% tekjuhæsta fólksins. Sjálfstæðisflokknum og fylgitunglum hans finnst það frábærlega snjallt að rukka helmingi lægri skatt af fjármagnstekjum en af launatekjum, vitandi að eigendur flokksins græða mest á þessari reglu; hin fáu ríku og valdamiklu.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtum á­fengis­gjald í fé­lags­lega upp­byggingu handa þeim sem hljóta mestan skaða af á­fengis­neyslu

Rúmlega 31 þúsund manns skrifuðu undir kröfu um Betra líf - mannúð og réttlæti, sem var lögð fram af SÁÁ - Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann árið 2012. Snéri hún að því að sérstakt 10% áfengisgjald rynni til þolenda áfengis- og vímuefnavandans. Þar var lagt til að fjármunum yrði varið í að byggja upp félagslega þjónustu á forræði sveitarfélaganna, þar sem þau hafa ekki haft bolmagn til að sinna henni sem skyldi.

Skoðun
Fréttamynd

Fækkun sýslu­manna – stöldrum við

Ég hafði efasemdir um aðskilnað lögreglu og sýslumanna á sínum tíma og greiddi þeim ekki atkvæði þegar ég sat á Alþingi sem varamaður. Það var vegna þess að ég hafði efasemdir um að þjónustan yrði jafn öflug og þörf var og er á.

Skoðun
Fréttamynd

Örugg bú­seta?

Samfélag manna hefur tekið miklum breytingum í tímans rás. Margir guðir, einn guð, enginn guð. Ættbálkasamfélög, borgríki, lýðveldi. Hestvagnar, bifreiðar, geimflaugar. Breytingar eru óumflýjanlegar. Þær eru hluti af lífinu og við erum sífellt minnt á að ekkert varir að eilífu.

Skoðun
Fréttamynd

Við erum ekki til­búin fyrir skólann

Það eru tímamót í skólamálum Garðabæjar. Okkur hefur fjölgað hratt, sérstaklega barnafjölskyldum. Urriðaholtið hefur byggst upp á miklum hraða og annað hverfi á leið í uppbyggingu. Þetta eru tímamót sem kalla á pólitíska forystu sem sýnir framsækni og kjark. Kjark til ákvarðanatöku og samtals við íbúa um hvert skuli stefna.

Skoðun
Fréttamynd

Harpa Þórs­dóttir er nýr þjóð­minja­vörður

Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, hefur verið skipuð nýr þjóðminjavörður. Hún tekur við stöðunni af Margréti Hallgrímsdóttur sem nýverið var ráðin í starf skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu eftir að hafa farið með stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000. Harpa er dóttir Þórs Magnússonar sem gegndi embætti þjóðminjavarðar á árunum 1968 til 2000.

Innlent
Fréttamynd

Pilsa­þytur Við­reisnar

Ótímabundin úthlutun aflahlutdeilda ýtir mest undir langtímahugsun og hvetur útgerðir til að hugsa vel um fiskistofnana. Þetta hefur verið óumdeilt innan hagfræðinnar síðan fræðimennirnir Dominique Gréboval og Gordon Munro kynntu þessa niðurstöðu í skýrslu á vegum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) árið 1999.

Skoðun
Fréttamynd

Tveggja ára til­raun um sveigjan­leg starfs­lok vegna aldurs

Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að grípa til aðgerða svo auka megi sveigjanleika starfsfólks borgarinnar við starfslok vegna aldurs. Ráðast á í tveggja ára tilraunaverkefni.  Borgarstjóri segir ástand fólks um sjötugt allt annað en fyrir mörgum áratugum.

Innlent
Fréttamynd

Skatt­kerfi sem hyglir hinum ríku og sveltir sveitar­fé­lög

Sveitarfélögin í landinu verða af um 18,9 milljarða tekjum þar sem ekki er tekið útsvar af fjármagnstekjum eins og af launatekjum. Megnið af fjármagnstekjum renna til allra tekjuhæsta fólksins. Það veldur því að hin tekjuhæstu borga hlutfallslega minnst til sveitarfélaganna þar sem þau búa. Sum hver borga ekki krónu, en nota samt skóla, götur og sundlaugar.

Skoðun
Fréttamynd

Sósíalistar hástökkvarar í nýrri könnun

Fylgi Sósíalista hefur nær aldrei mælst hærra og hækkar mesta allra flokka í nýrri könnun Maskínu. Í júlí mældist flokkurinn með um fimm prósenta fylgi en nú með 7,3 prósent. Flokkurinn hefur hæst farið í 7,6 prósent í könnun Maskínu í desember í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

„Æ, þetta er bara svo kjánalegt“

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð á vettvang mótmæla Sambands ungra Sjálfstæðismanna fyrir utan rússneska sendiráðið í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir ekki einkennilegt að sérsveitin hafi verið kölluð á vettvang en á myndbandi heyrist í lögreglumanni kalla mótmælin asnaleg og kjánaleg.

Innlent
Fréttamynd

Not­enda­gjöld í um­ferðinni

Sem hluti af loftlagsstefnu hafa stjórnvöld nú lagt aukna áherslu á orkuskipti í samgöngum. Samliða orkuskiptunum verður þó ekki litið fram hjá að huga þarf að breyttri gjaldtöku í umferðinni, en núverandi gjaldtaka hér á landi er mest í formi eldsneytisgjalds.

Skoðun