Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Sam­tökin '78 rekin á yfir­dráttar­láni

Samtökin 78 eru rekin með yfirdráttarláni, en samtökin hafa vaxið um sjö hundruð prósent á síðustu sex árum með tilheyrandi þjónustuþörf. Rekstrarvandinn hefur meðal annars í för með sér að biðtími í ráðgjöf hjá samtökunum er allt að sex vikur.

Innlent
Fréttamynd

Þessi tilfinning

Ótti og skömm í bland við ást, þrá og skilningsleysi. Ég get ekki alveg skilgreint hvernig mér leið sem unglingi og ungri konu. Ég var ein. Ég þekkti enga aðra hinsegin manneskju og hvar sem hommar og lesbíur bárust í tal var það yfirleitt niðrandi og gróft kynferðislegt grín. Ég var bara venjuleg stelpa að alast upp í þorpi úti á landi.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­land fram­tíðar

Í annað sinn á skömmum tíma er hafið eldgos á Reykjanesskaga. Svo virðist sem staðsetning gossins sé heppileg að því leyti að mannvirkjum eða fólki stafar ekki bráð hætta af því. Í framhaldinu og reyndar allt frá fyrra Fagradalsfjallsgosi hafa verið uppi vangaveltur ýmissa aðila um öryggi vega að Reykjanesbæ, Keflavíkurflugvelli og öðrum byggðum ásamt öruggi innviða á svæðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Ráðherra innviða ekki æstur í að sjá gosið

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra virðist ekki vera á leiðinni upp að eldgosinu í Meradölum ef marka má orð hans eftir ríkisstjórnarfund í dag. Hann bíður niðurstaðna vísindamanna sem kanna aðstæður í Hvassahrauni með tilliti til náttúruvár vegna nýs flugvallar.

Innlent
Fréttamynd

Það viðrar vel til MIÐNÆTURsunds

Fimmtudagar voru áður þekktir sem dagarnir sem sjónvarpið fór í frí. Það var að vísu fyrir mína tíð, en fimmtudagar halda þó áfram að setja mark sitt á frítíma fólks og í dag er fyrsti fimmtudagurinn þar sem opið verður til miðnættis í Laugardalslaug!

Skoðun
Fréttamynd

Stað­festa ekki skýringar Brynjars

Talskona namibíska utanríkissamskipta- og samvinnuráðuneytinu staðfestir ekki skýringar Brynjars Níelssonar, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra, vegna fundar sem hann átti með namibískum embættismönnum.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar Axel nýr bæjarstjóri Voga

Gunnar Axel Axelsson, viðskipta- og stjórnsýslufræðingur og deildarstjóri á efnahagssviði Hagstofu Íslands hefur verið ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga og tekur við af Ásgeiri Eiríkssyni sem var bæjarstjóri Voga í rúm tíu ár. Alls sóttu fjörutíu umsækjendur um starfið.

Innlent
Fréttamynd

Hæ, [verð­bólgu]bálið brennur, bjarma á kinnar slær

Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá. Um helgina munu samt sem áður margir landsmenn fá að njóta þeirra forréttinda að ylja sér fyrir framan hina ýmsu elda, sem kveiktir verða til skemmtunar. Og nú síðsumars og fram eftir hausti mun forréttindafólkið sem skipar ríkisstjórn Íslands fá að njóta þess að takast á við afleiðingar sinna sjálfsíkveikjuelda.

Skoðun
Fréttamynd

Á­gætt skyggni á Ís­lands­miðum

Það eru blik­ur á lofti í alþjóðahag­kerf­inu vegna verðbólguþrýstings og stríðsátaka. Ísland fer ekki varhluta af þessari stöðu og helsta viðfangsefni hagstjórnarinnar er að vinna bug á verðbólgunni og verja kaupmáttinn.

Skoðun
Fréttamynd

Störf æðstu ráða­manna Ís­lands á EM í knatt­spyrnu

Íslenska landsliðið í knattspyrnu fékk mikinn stuðning á yfirstandandi EM kvenna í Englandi, bæði úr stúkunni og frá fólki heima í stofu. Ráðamenn þjóðarinnar lögðu sín lóð á vogarskálarnar en auk forseta Íslands fóru þrír ráðherrar út til Englands til að styðja við liðið.

Innlent
Fréttamynd

Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun

Nú þegar Verslunarmannahelgin er framundan hlakkar marga eflaust til að koma saman og skemmta sér vel á útihátíðum vítt og breitt um landið. Það er eðlilegt, ekki síst í ljósi þess að síðastliðin tvö sumur hefur slíkt skemmtanahald legið í láginni vegna faraldursins.

Skoðun
Fréttamynd

Hjúkrunarheimilið verður að veruleika!

Áskoranir hjúkrunarheimilisins Skjólgarðs á Höfn í Hornafirði hafa verið ærnar undanfarin ár og löngu ljóst að húsnæðið er ábótavant og tímabært að ráðast í stækkun hjúkrunarheimilisins.

Skoðun
Fréttamynd

Upp­rætum kyn­ferðis­of­beldi og kyn­bundið of­beldi

Kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi eru vágestir í íslensku samfélagi og verður að taka alvöru tökum. Því var það eitt af mínum fyrstu verkum sem dómsmálaráðherra að fela ríkislögreglustjóra að leiða markvissar aðgerðir um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi.

Skoðun