Í hvernig samfélagi viljum við búa? Sláandi niðurstöður könnunar um lífskjör og heilbrigðisþjónustu sem Rúnar Vilhjálmsson prófessor við HÍ og ÖBÍ réttindasamtök fólu Félagsvísindadeild HÍ að framkvæma, voru kynntar í dag, þriðjudaginn 23. maí. Skoðun 23. maí 2023 17:00
Ráðherra verður við áskorun þingmanns og ljósmóður Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ætlar að leggja til að heimaþjónusta ljósmæðra verði veitt nýjum foreldrum og börnum óháð því hve lengi þau dvöldu á fæðingarstofnun. Innlent 23. maí 2023 16:15
„Betri vinnutími“ Mikil umskipti hafa orðið til hins betra á mörgum vinnustöðum með styttingu vinnuvikunnar. Þannig hafa verið stigin stór skref í að gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna. Fólki hefur verið gert kleift að njóta í meira mæli samveru með fjölskyldu og vinum. Stytting vinnuvikunnar felur sannarlega í sér aukin lífsgæði. Skoðun 23. maí 2023 16:00
Leiðtogafundurinn hvalreki fyrir vopnabúr löggunnar Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra greindi frá því á þinginu nú rétt í þessu að ekki stæði til að selja aftur þann búnað sem keyptur var fyrir lögregluna vegna leiðtogafundarins. Alls fóru í það um 350 milljónir króna. Innlent 23. maí 2023 14:38
Ósátt við að nýtt stjórnarfrumvarp einskorðist við einhleypar konur Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp um tæknifrjóvgun sem heimilar notkun kynfrumna eftir andlát, skilnað eða sambúðarslit gegn skriflegu og vottuðu samþykki. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins fagnar því skrefi sem þar er stigið en hefði sjálf viljað ganga enn lengra í frelsisátt. Innlent 23. maí 2023 14:33
Velferðarmálin efst á forgangslista raunsærrar Samfylkingar „Samfylkingin hefur gjörbreytt sinni forgangsröðun eftir að Kristrún Frostadóttir varð formaður flokksins og við erum bara mjög raunsæ á Evrópumálin,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar um gagnrýni Sigmars Guðmundssonar á afstöðu flokksins. Innlent 23. maí 2023 12:47
Vilhjálmur segir kannski ekki skynsamlegt að gera langtíma kjarasamninga Formaður Starfsgreinasambandsins segir verkalýðshreyfinguna hljóta að endurskoða áætlanir um gerð langtíma kjarasamninga ef Seðlabankinn haldi áfram að hækka vexti. Bankarnir hagnist vel á vaxtahækkunum sem ýti heimilunum í landinu í verðtryggð lán. Ef til vill verði að skoða hvort ekki þurfi að skipta um gjaldmiðil þar sem vextir í Evrópu séu mun lægri en hér þrátt fyrir svipaða verðbólgu. Innlent 23. maí 2023 12:02
Skoðar hvort hægt sé að takmarka hvalveiðar Matvælaráðherra segir til skoðunar að takmarka hvalveiðar í sumar þrátt fyrir hún telji ekki lagastoð fyrir afturköllun á veiðileyfi. Hollywood-stjarna hvetur fólk til þess að mótmæla veiðunum. Innlent 23. maí 2023 12:01
Svandís í hvalnum Skýrsla MAST um hvalveiðar segir berum orðum að veiðarnar samræmast ekki markmiðum um dýravelferð, enda þarf að skutla fjórðung dýra oftar en einu sinni og fjórðung þeirra þrisvar eða fjórum sinnum! Skoðun 23. maí 2023 11:30
Segir Kristrúnu fara með gamla tuggu úr Valhöll Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi fjölmiðlamaður, er nokkuð harðorður í garð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í aðsendri grein á Vísi vegna „stefnubreytingar“ síðarnefndu í Evrópumálum. Innlent 23. maí 2023 10:21
Ekki lagastoð til að stöðva hvalveiðar í sumar Matvælaráðherra ítrekaði að hann teldi hendur sínar bundnar í að stöðva veiðar á langreyðum í sumar á fundi þingnefndar í morgun. Engin lagastoð væri fyrir því að afturkalla gildandi veiðileyfi. Enginn ákvörðun hafi verið tekin um veiðar á næsta ári en við blasi að endurskoða þurfi lög um hvalveiðar almennt. Innlent 23. maí 2023 09:55
Tvöföldun Reykjanesbrautarinnar, takk fyrir! Það var á sumarmánuðum 2019 sem þáverandi bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hófu viðræður við innviðaráðherra, Sigurð Inga Jóhannsson, um að flýta framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hvassahrauni að mislægum gatnamótum við Krýsuvík. Þetta krafðist mikillar vinnu og meðal annars góðs samstarfs við Vegagerðina, Carbfix og álverið í Straumsvík um skipulagsmál á svæðinu. Skoðun 23. maí 2023 09:05
Bein útsending: Hvalaskýrslan til umræðu á opnum fundi atvinnuveganefndar Ný skýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi 2022 verður til umfjöllunar á opnum fundi atvinnuveganefndar Alþingis sem hefst klukkan 8:30. Innlent 23. maí 2023 08:31
Gamalt handrit úr Valhöll Það var áhugavert að lesa viðtal við nýjan formann Samfylkingarinnar, Kristrúnu Frostadóttur, um helgina. Þar var hún eðlilega spurð um stefnubreytingu flokksins í Evrópumálum. Svarið var vægast sagt áhugavert. Skoðun 23. maí 2023 08:00
Sjálfstæðisflokkurinn sé skíthræddur við Kristrúnu Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, segir að Sjálfstæðisflokkurinn óttist Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar. Að hans sögn endurspeglast það í skrifum aðstoðarmanns dómsmálaráðherra um viðtal við formanninn. Innlent 22. maí 2023 22:52
Sambandið hafi boðið BSRB „mjög góð kjör“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir sambandið hafa boðið BSRB „mjög góð kjör“ í tilboði sínu. Fundur sambandsins og BSRB með ríkissáttasemjara í dag bar hins vegar ekki árangur. Þá var ekki boðað til annars fundar sökum þess hve langt er á milli samninganefnda beggja aðila. Innlent 22. maí 2023 20:03
Fylgi Samfylkingar nærri þrefaldast frá kosningum Enn eykst fylgi Samfylkingar sem mælist nú tuttugu og sjö prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgið hefur nærri þrefaldast frá síðustu kosningum þegar flokkurinn hlaut 9,9 prósent atkvæða. Innlent 22. maí 2023 19:29
Ríkisstjórnin verði að dempa áfallið sem hlýst af vaxtahækkunum Formanni Samfylkingarinnar finnst ekki ólíklegt að stýrivextir Seðlabankans verði hækkaðir á miðvikudag líkt og greiningaraðilar eru á einu máli um. Hún hefur ekki gefið upp von um að ríkisstjórnin dempi höggið sem heimilin finna fyrir þessar þrjár síðustu vikur þingsins. Auknar vaxtabætur og leigubremsa þurfi að koma til svo hægt verði að verja heimilin í þessu viðkvæma efnahagsástandi. Innlent 22. maí 2023 13:01
Djöflaeyjan, raunveruleikaþáttur í boði ríkisstjórnar Allflestir íslendingar kunna þríleik Einars Kárasonar um Djöflaeyjuna, Gulleyjuna og Fyrirheitna landið utanbókar. Þríleikurinn sem öllu jöfnu er nefnd Djöflaeyjan er nýtt sem kennsluefni í skólum, hún sviðsett í áhuga- sem og atvinnuleikhúsum og auk þess hefur verið gerð um hana bíómynd. Bækur, leikrit og bíómynd sem slegið hafa öll vinsældamet. Skoðun 22. maí 2023 08:01
Gömlu stefnumálunum pakkað ofan í pappakassa Talsmenn allra flokka á þingi mættu í Silfrið á RÚV í dag til að fara yfir veturinn. Aðallega var tekist á um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við verðbólgu og húsnæðisvandanum sem vofir yfir. Innlent 21. maí 2023 14:06
Að skilja engan eftir? Landssamtökin Þroskahjálp skora hér með ríkisstjórnina og sérstaklega á félags- og vinnumarkaðsráðherra að sýna, ekki aðeins í orði heldur í verki, vilja sinn til að tryggja fólki með þroskahömlun og skyldar fatlanir tækifæri til menntunar en skilja það ekki eftir, eins og nú er gert. Skoðun 20. maí 2023 15:00
Lýst eftir fjármálaráðherra Aukinnar svartsýni gætir nú á fjármálamörkuðum um þróun verðbólgu. Gert er ráð fyrir að hún verði enn yfir 6% eftir ár. Hið sama má sjá í áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem segir að vextir gætu þurft að hækka enn frekar frá því sem nú er. Skoðun 20. maí 2023 12:00
Hættir sem formaður ef Samfylkingin kemst ekki í ríkisstjórn Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, ætlar að hætta sem formaður ef flokkur hennar kemst ekki í ríkisstjórn að loknum næstu kosningum. Hún útilokar ekki ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki, en viðurkennir að samstarf með flokknum myndi reynast erfitt. Innlent 20. maí 2023 10:29
Spírallinn heldur áfram Það er ekkert sérstaklega uppörvandi að sjá hvernig tónninn er að breytast hjá þeim sem hafa það að atvinnu að reyna að sjá fyrir vaxta og verðbólguþróun hér á Íslandi. Fyrirsögn á rúv.is á dögunum segir kannski alla söguna „orðnir svartsýnni á þróun verðbólgunnar“. Skoðun 20. maí 2023 09:01
„Þetta er blaut tuska í andlitið á Þóru Melsteð stofnanda Kvennaskólans“ Fyrirhugaðri sameiningu Menntaskólans við Sund og Kvennaskólans í Reykjavík var harðlega mótmælt á fjöldafundi í dag. Nemendur og kennarar skoruðu á menntamálaráðherra að falla frá hugmyndinni; menningarverðmæti beggja skóla muni glatast við samrunann. Innlent 19. maí 2023 23:01
Stóraukið myndavélaeftirlit í miðborginni Myndavélar sem keyptar voru í tilefni leiðtogafundar Evrópuráðsins verða ekki fjarlægðar. 24 nýjar vélar voru keyptar að sögn upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hefur miklar áhyggjur af auknu eftirliti. Innlent 19. maí 2023 19:45
Hefði „að sjálfsögðu ekki“ átt að vera kuldalegri við Meloni Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins en búið er að selja fjölda lúxusbíla. Innlent 19. maí 2023 18:46
Farið fram á nauðungarsölu á heimili borgarfulltrúa Skatturinn hefur óskað eftir nauðungarsölu á heimili Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, í Vesturbæ Reykjavíkur, Kjartan segir að beiðnina megi rekja til skattskuldar sem varð til á meðan hann var utan borgarstjórnar. Innlent 19. maí 2023 15:23
Takmörk fyrir fjölda blómakerja sem „spretti upp eins og gorkúlur“ Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir að eins mikið og hún hafi gaman af blómum þá séu takmörk fyrir því hvað rétt sé að koma upp mörgum blómakerjum í borgarlandinu. Borgin gerir ráð fyrir að áfram verði unnið að uppsetningu blómakerja í borgarlandinu. Innlent 19. maí 2023 14:40
Óvinur þjóðarinnar númer eitt er á leiðinni Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd er á leið til landsins. Hann hefur löngum talist einn helsti óvinur þjóðarinnar, einn sá sem þjóðinni er helst í nöp við, en það kann að hafa breyst eftir að út spurðist um ómannúðlegar veiðar á hvölum. Innlent 19. maí 2023 12:06