Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Þingmenn krefjast viðbragða stjórnvalda vegna ofneyslu ópíóíða

Þingmenn tveggja stjórnarandstöðuflokka ræddu á Alþingi hinn nýja ópíóíðafaraldur undir dagskrárliðnum störfum þingsins. Þingmaður Pírata segir notkun ávanabindandi lyfja á Íslandi svo mikla, eins og fram hefur komið í fréttum, að stjórnvöld verði að grípa til aðgerða strax. Þingmaður Flokks fólksins segir biðlista eftir aðgerðum einn aðal sökudólginn. 

Innlent
Fréttamynd

Meiri borg

Stærð borga snýst að mörgu leiti meira um afstöðu íbúanna frekar en íbúafjölda, hæð húsa eða flatarmál. Ég hef komið í litla bæi sem eru meiri borg en Reykjavík en líka stórar, fjölmennar borgir sem eru meiri þorp. Ég vil að Reykjavík verði meiri borg.

Skoðun
Fréttamynd

Það er öllum í hag að styðja vel við námsmenn

Í dag mun ég leggja fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér breytingar á námslánakerfi háskólastúdenta. Breytingar sem fela í sér markvissari fjárhagslega stuðning við námsmenn meðan á námi stendur. Markmiðið er að tryggja að námsmenn geti framfleytt sér án þess að þurfa að vinna mikið með námi, en stúdentar í íslenskum háskólum þurfa margir að vinna svo mikið með námi að það hefur áhrif á námsframvindu þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkisborgararéttur og Alþingi

Afskaplega undarleg umræða um Útlendingastofnun og afgreiðslu ríkisborgararéttar fór af stað á Alþingi á þriðjudaginn og það undir liðnum fundarstjórn forseta. Engu var líkara en að þingmenn sem tóku til máls væru að keppast um að fara rangt með staðreyndir málsins.

Skoðun
Fréttamynd

Geð- og atferlisraskanir sjötta algengasta dánarorsök Íslendinga

Árið 2020 létust 106 einstaklingar hér á landi þar sem dánarorsök var skilgreind sem geð- og atferlisröskun. Geð- og atferlisraskanir eru þar með sjötta algengasta dánarorsök Íslendinga samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis. Sama ár létust 47 einstaklingar vegna sjálfsvíga og 37 vegna lyfjanotkunar.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki kasta krónunni

Áskoranir nútímans eru margar, ein þeirra sem sækir ætíð á ungt fólk er sú færni að fara vel með eigið fé. Sé leitað á vef Alþingis eftir efnisorðinu fjármálalæsi koma fram ógrynni af ræðum, þingmálum og umsögnum þar sem hugtakið kemur fram, sérstaklega eftir hrun.

Skoðun
Fréttamynd

Engin framtíð án fólks

Í Garðabæ hefur verið góð þjónusta við barnafjölskyldur og þar gegna framúrskarandi leikskólar lykilhlutverki. Mikill mannauður er í skólum sveitarfélagsins og það er hann sem gerir leikskólana okkar jafn góða og eftirsótta og raun ber vitni. Nú er svo komið að okkur vantar fleira fólk.

Skoðun
Fréttamynd

Kok­teil­boð á kostnað al­mennings

Þegar ég hóf störf sem ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis árið 2012 hafði ég lítið sem ekkert heyrt fjallað um eða orðið vör við þátttöku þingmanna í starfi alþjóðlegra þingmannasamtaka. Þá hafði ég stundað meistaranám í alþjóðasamskiptum, bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi, ásamt því að starfa við alþjóðastofnanir erlendis og utanríkisráðuneytið hér heima.

Skoðun
Fréttamynd

Ný veitingahús sitja í súpunni

Ekki þarf að fjölyrða um hversu erfitt rekstrarumhverfi veitingahúsa hefur verið á umliðnum tveimur árum þar sem samkomutakmarkanir og skertur afgreiðslutími hafa hamlað rekstrinum svo um munar. 

Skoðun
Fréttamynd

Kannt þú flugsund?

Þann 11. janúar síðastliðinn samþykkti skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar að skólasund yrði að valfagi á unglingastigi. Það þýðir að nemendur geta lokið skólasundi í 9. bekk ef að þau ná að standast hæfniviðmiðin

Skoðun
Fréttamynd

Sigurður Ingi segir Sundabraut tilbúna eftir níu ár

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur að Sundabraut geti orðið að veruleika eftir níu ár. Félagshagfræðileg greining sem skilað hafi verið til hans og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í gær sýni ótvíræðan ábata af mannvirkinu á fyrstu þrjátíu árum þess.

Innlent
Fréttamynd

Hvað er sam­úðar­þreyta?

Mannauður er ein mikilvægasta auðlind hverra fyrirtækja. Þessa auðlind ber að nýta af virðingu og líkt og aðrar auðlindir þá geta þær tæmst ef við skiljum ekkert eftir. Fjölmargar erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að heilbrigðis- og menntakerfinu stafi ógn af samúðarþreytu. En hvað er það?

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­bær nýting auð­linda hafsins

Ólíkt því sem tíðkast hjá mörgum öðrum þjóðum eru fiskistofnar við Ísland í góðu ásigkomulagi. Nýting þeirra flestra er vottuð af alþjóðlegum aðilum sem sjálfbær og verðmætasköpunin hefur aukist mjög frá því sem áður var.

Skoðun
Fréttamynd

Hálfur milljarður í menningargeirann

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun um hálfs milljarðs króna framlag til menningargeirans vegna áhrifa sem hann hefur orðið fyrir vegna Covid-19 faraldursins.

Menning
Fréttamynd

Miklar breytingar á sóttkví

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á sóttkví hér á landi. Frá og með miðnætti mun fólk sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis ekki sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát.

Innlent