Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Við erum á kross­götum

Sameininga-hamarinn er á lofti. Verkefni þeirra fulltrúa sem fá umboð til að stjórna í smærri sveitarfélögum í komandi kosningum verða því ólík því sem áður hefur verið. Kjósendur í þessum fámennu sveitarfélögum þurfa því að spyrja sig, hverjir munu gæta hagsmuna þeirra sveitarfélags og tryggja að ef til sameininga kemur, þá verði þjónusta og lífsgæði meiri en áður!

Skoðun
Fréttamynd

Oddvitáskorunin: Syndir, skýtur og semur ljóð

Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

Lífið
Fréttamynd

Fjöl­breytt leigu­hús­næði

Við þurfum öll að eiga heimili, hvort sem það er í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði. Sum okkar vilja eiga húsnæði á meðan aðrir annað hvort kjósa að leigja eða eru fastir á leigumarkaði af einhverjum ástæðum.

Skoðun
Fréttamynd

Hversu löng eru fjögur ár?

Mig langar að stunda stjórnmál þar sem íbúar bæjarins fá að segja skoðun sína oftar en á fjögurra ára fresti. Líf fólks getur gjörbreyst á þeim tíma, aðstæður þess og kröfur orðið aðrar og fyrir vikið getur fólk þurft að reiða sig á annars konar þjónustu en þegar það gekk síðast að kjörborðinu í sveitarstjórnarkosningum.

Skoðun
Fréttamynd

Náum jafn­vægi á hús­næðis­markaði

Íbúar í Kópavogi eru tæpleg 39 þúsund eða ríflega 10% landsmanna. Bærinn hefur síðustu áratugina vaxið ört, ekki síst í tíð Sigurðar heitins Geirdal, bæjarstjóra Framsóknar í Kópavogi til fjölda ára.

Skoðun
Fréttamynd

Ungt fólk til á­hrifa í Múla­þingi

Í Já eða nei í Kastljósi síðastliðinn mánudag kom afdráttarlaust fram hjá öllum framboðum að ekki er gert nóg fyrir unga fólkið í Múlaþingi. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gera betur fyrir unga fólkið.

Skoðun
Fréttamynd

Tími kominn á inn­hverfin

Reykjavík byggðist í marga áratugi út á við. Í meira en 50 ár fólst allur vöxtur borgarinnar í því að byggja ný og ný úthverfi. Sífellt meira land var brotið undir nýja byggð, vegalengdir jukust, erfiðara varð um alla þjónustu og kostnaður við gerð innviða jókst stöðugt.

Skoðun
Fréttamynd

Til móts við nýja tíma í Garða­bæ

Við höfum góða sögu í Garðabæ. Samfélagið okkar hefur eflst og dafnað í gegnum tíðina undir forystu okkar í Sjálfstæðisflokknum og rekstur bæjarins er traustur. Fólk vill búa í Garðabæ því það veit að hér er gott, öflugt og traust samfélag og bæjarbúar eru ánægðari með þjónustuna en víðast annars staðar.

Skoðun
Fréttamynd

Á­hyggjur af borða­klippingum

Ég hef áhyggjur. Ég hef miklar áhyggjur af meirihlutanum í Hafnarfirði. Þau hafa ekki undan að klippa á borða og fagna verkefnum. Þau stunda allskyns opnanir, passa sig á að mæta á ýmsa viðburði til að skreyta sig með fjöðrum og skenkja sér freyðivín. Ég hef áhyggjur af þeim þar sem þau eru ekki í neinu formi til að gera þetta. Hvenær sefur þetta fólk?

Skoðun
Fréttamynd

Huld skipuð í em­bætti for­stjóra Trygginga­stofnunar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur skipað Huld Magnúsdóttur í embætti forstjóra Tryggingastofnunar frá og með 1. júní næstkomandi. Hún hefur síðustu ár starfað sem framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.

Innlent
Fréttamynd

Víst er ég Reyk­víkingur

Mikið hefur verið rætt um meintan flótta íbúa úr borginni. Í Pallborði hjá Vísi og Stöð2 benti Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar fyrir nokkru réttilega á að Reykvíkingum hafi fjölgað um 10.000 á síðustu fjórum árum. Þá svaraði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins: „En megnið af því fólki er að koma að utan.“

Skoðun
Fréttamynd

Þegar sam­vinna býr til sam­fé­lags­leg verð­mæti

Endurbætur og stækkun Þorlákshafnar á árunum 2015-2017 undir forystu Framfarasinna er framkvæmd sem gjörbreytt hefur samfélaginu í Ölfusi með jákvæðum hætti. Hjörtur Jónsson var ráðinn hafnarstjóri Þorlákshafnar í ársbyrjun 2014 og upp úr því fóru magnaðir hlutir að gerast í góðu samstarfi starfsmanna og kjörinna fulltrúa.

Skoðun
Fréttamynd

Sléttu­vegur 11-13

Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu hringt inn og spurt hana spjörunum úr. Ýmislegt má segja um viðtalið, bara eins og gengur og gerist í stjórnmálum, enda höfum við öll mismunandi skoðanir og eigum okkar málefni.

Skoðun
Fréttamynd

Reykja­vík – fram­sækin menningar­borg

Í nútímasamfélagi gegnir menningarstarfsemi lykilhlutverki. Hér á landi erum við svo lánsöm að eiga magnaða listamenn í öllum listgreinum sem skapa ómetanleg verðmæti fyrir samfélagið okkar. Listir og menning eru mótunarafl í samfélaginu og skapandi drifkraftur.

Skoðun
Fréttamynd

Lilja heimsótti Pussy Riot

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hitti meðlimi hljómsveitarinnar Pussy Riot á æfingu sveitarinnar í Reykjavík. Hljómsveitin undirbýr tónleikaröð sína um Evrópu hér á landi og hefur verið við æfingar undanfarna daga í Þjóðleikhúsinu. Sveitin flaug af landi brott í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Umbót svarar kallinu! - Skólafélagsráðgjafa í skólana okkar

Þörfin: Á síðastliðnum áratugum hefur orðið breyting á okkar samfélagi á landsvísu. Félagsmótunarhlutverk skóla hefur aukist sem hefur aukið álag á kennara og starfsfólk grunnskóla til að sinna ekki bara kennslu heldur einnig velferð og vellíðan nemenda. Ein af grundvallar stefnumálum Umbótar fyrir kosningarnar er að ráða skólafélagsráðgjafa í skólana okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Neyðarkall frá móður jörð

Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir í dag og það er mikilvægt að stjórnvöld bregðist við vandamálum sem þeim fylgja sem fyrst.

Skoðun
Fréttamynd

Reykjanesbær þarf að girða sig í brók

Ásbrú eða gamli völlurinn eins og þetta svæði er oft kallað er svæði tækifæranna. Svæðið sem býður upp á atvinnu, menntun, hreyfingu og dásamlegar íbúðir í fjölbýli sem hægt og rólega er verið að gera upp.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers virði eru 13.200 mínútur?

Mikið er rætt um bættar samgöngur í Garðabæ og bætta samgönguinnviði. Umferðarþungi milli Garðabæjar og Reykjavíkur er viðvarandi vandamál. Flestir íbúar Garðabæjar þurfa að sækja vinnu eða nám til Reykjavíkur. Sá tími sem tekur að aka í mikilli umferð til og frá vinnu skerðir lífsgæði fjölskyldna í bæjarfélaginu. Þessi mikli akstur er einnig mjög óumhverfisvænn og stækkar kolvetnisspor bæjarins til muna.

Skoðun
Fréttamynd

Öryggis­vistunar­málið í Reykja­nes­bæ - Bæjar­full­trúinn sem stóð með í­búunum

Nauðsynlegt er að rifja upp öryggisvistunarmálið fyrir kosningar. Það sýnir hversu mikilvægt það er að við íbúarnir eigum öflugan bæjarfulltrúa sem gætir hagsmuna íbúanna þótt móti blási. Margrét Þórarinsdóttir var eini bæjarfulltrúinn sem barðist gegn því að öryggisvistun yrði staðsett í íbúabyggð. Barátta hennar skilaði árangri og fallið var frá málinu.

Skoðun
Fréttamynd

Hæst­bjóðendur komi til baka á hnjánum

Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segir markmiðið að fella núverandi meirihluta í Hafnarfirði og koma jafnaðarmönnum aftur til valda í bænum. Oddvitar átta framboða í Hafnarfirði mættu til kappræðna í beinni útsendingu á Vísi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Hvað ræður þínu atkvæði?

Kosningapróf fjölmiðla fyrir sveitarstjórnarkosningarnar afhjúpa það sem margt fatlað fólk hefur lengi vitað: að lítill áhugi er fyrir mannréttindum fatlaðs fólks meðal kjósenda, hins opinbera og fjölmiðla.

Skoðun