Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eld­ræðu um út­lendinga

Líflegar og hvassar umræður sköpuðust um útlendingamál í fyrstu kappræðum formanna stjórnmálaflokkanna fyrir komandi alþingiskosningar á RÚV í kvöld. Sigmundur Davíð spyr hvort við eigum að hjálpa Rússum að tæma Úkraínu. Sigurði Inga var heitt í hamsi þegar hann spurði hvort kosningabaráttan ætti að snúast um svokölluð útlendingamál, og sagði að umræðan ætti að snúast um staðreyndir en ekki vera ofan í drullupotti. Hann segir suma stjórnmálamenn hræddari við lítinn strák í hjólastól en erlenda auðkýfinga sem kaupa upp jarðir.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni Ben orðinn tvö­faldur afi

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er orðinn afi í annað sinn. Margrét Bjarnadóttir elsta dóttir Bjarna og unnusti hennar Ísak Ernir Kristinsson eignuðust dóttur á þriðjudaginn.

Lífið
Fréttamynd

Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun

Stóru málin á Suðurlandi eru samgöngur og orkumál með sérstaka áherslu á að arður af orkunni verði að hluta til eftir heima í héraði. Þetta segir formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fagnar í leiðinni fjögur hundruð nýjum störfum við Hvammsvirkjun, sem hann segir að verði meira og minna skipuð erlendu vinnuafli.

Innlent
Fréttamynd

Veljum stöðug­leika og fyrirsjáanleika

Flestir íbúar landsins hafa komið illa út úr verðbólgu og hávaxtatímabili síðustu ára, þar sem efnahagslegur stöðugleiki og fyrirsjáanleiki í fjármálum er nánast enginn. Þessi óstöðugleiki kemur að sjálfsögðu verst niður á fjölskyldufólki og tekjulágum.

Skoðun
Fréttamynd

Á að skipta máli hverra manna þú ert?

Á Íslandi í dag skiptir mestu máli hverra manna þú ert þegar kemur að því að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Þetta kemur fram í nýlegu minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers virði er líf kvenna?

Í gær rak á fjörur mínar fréttir af tveimur harmsögum úr íslenskum samtíma, atvikum sem urðu að ákærumálum sem rötuðu fyrir dómsstóla. Í öðru þeirra var maður stunginn tvisvar með hnífi með þeim afleiðingum að hann lést. Í hinu málinu var maður stunginn tvisvar með hnífi og lifði af. Í báðum málunum var dæmt.

Skoðun
Fréttamynd

Verk­lausi milljóna­kennarinn

Opinber umfjöllun um kennarastarfið einkennist þessa dagana mest af sleggjudómum og fáfræði. Svo virðist sem stjórnmálamenn telji það sér til tekna að tala niður störf kennara og fólkið sem gegnir þeim. Verklaust fólk sem gerir kröfu um milljón krónur á mánuði!

Skoðun
Fréttamynd

Að mæta á­standinu

Hvatarnir fyrir því að ég hef nú boðið fram krafta mína fyrir þessar kosningar eru ekki ósvipaðar og þegar ég barðist í Icesave deilunni með InDefence hópnum á árunum 2009-2013. Stjórnmálin eru á krossgötum og það eru viðbrögðin við því ástandi sem hér ríkir sem skipta öllu máli fyrir framhaldið.

Skoðun
Fréttamynd

Þrælar bankanna, lykil­tölur

Við búum við efnahagsstjórn sem mælir velgengni samfélagsins á stöðu og styrk bankanna. Þetta hefur margoft komið fram í málflutningi Seðlabankastjóra og fjármálaráðherra.

Skoðun
Fréttamynd

Þriðji orku­pakkinn: Al­manna­hags­munir á kross­götum

Niðurstöðurnar úr samþykkt þriðja orkupakkans í ágúst 2019 eru nú loks komnar fram og sýna áætlaða hækkun meðalverðs í heildsölu úr 5.284 krónur í 10.990 krónur. Hér að neðan eru helstu markmið pakkans og áhrif þeirra á íslenskan markað, ásamt gagnrýni á framvindu mála.

Skoðun
Fréttamynd

Að­gerðir í húsnæðis­málum strax!

Staðan á húsnæðismarkaði hér á landi er slæm. Framboð og eftirspurn fara ekki saman og fyrir vikið hefur fasteigna- og leiguverð rokið upp úr öllu valdi. Það er því ljóst að grípa þarf til aðgerða strax. Frá árinu 2013 hefur fjölskyldum fjölgað tvöfalt meira en íbúðum sem veldur ójafnvægi á fasteigna- og leiguverði.

Skoðun
Fréttamynd

Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum

Vigdís Häsler, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins um hana sem „þá svörtu“ hafa haft gífurleg áhrif á sig. Hún muni aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum.

Innlent
Fréttamynd

Þess vegna talar ChatGPT ís­lensku

Ég er fullviss um að tæknin muni á næstu árum færa okkur lausnir við ýmsum vandamálum sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag í dag. Ísland hefur staðið sterkt á ýmsum sviðum tækniþróunar og þar hefur þróun í máltækni staðið upp úr.

Skoðun
Fréttamynd

Gleði­lega töfrandi kosninga­bar­áttu

Snörp og spennandi kosningabarátta er að hefjast og eru stjórnmálaflokkar í óðaönn að draga fram helstu stefnur og forgangsmál. Ýmislegt bendir til þess, eins og oft áður, að komandi kosningar muni að þónokkru leyti snúast um efnahagsmál og fjármál heimila og fyrirtækja. Verðbólga og vextir bíta fast og fólk vill svör um framtíðina. Eðlilega.

Skoðun
Fréttamynd

Á­rás á fá­tækasta fólkið í borginni

Félagsbústaðir vilja hækka leigu um 6,5% umfram vísitölu neysluverðs. Félagið leigir út húsnæði til fólks undir ákveðnum tekju- og eignarmörkum. Flokkur fólksins í borginni hefur mótmælt þessu harðlega strax á umsagnarferli.

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­mögnum há­skólana til jafns við hin Norður­löndin

Öflugt háskólanám og kraftmiklar rannsóknir eru undirstaða velsældar hvers samfélags. Þetta er ekki bara einhver frasi, heldur staðreynd. Þess vegna skiptir miklu máli að háskólarnir okkar séu samkeppnishæfir þannig að þeir laði til sín besta fólkið, hvort sem við eigum við kennara, nemendur eða annað starfsfólk.

Skoðun
Fréttamynd

Börnin okkar á bið­listunum

Á mánudaginn síðastliðinn varð alvarlegt bílslys á Reykjanesbrautinni og umferð stöðvuð á meðan verið var að hlúa að fólki og koma slösuðum á sjúkrahús. Þennan veruleika þekkjum við sem eigum þarna leið um nær daglega.

Skoðun
Fréttamynd

Hætta á að Grinda­vík fari í greiðslu­þrot

Grindavíkurnefnd segir hættu á að bærinn fari í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki brugðist við. Bærinn geti verið rekinn í 1,5 til tveggja milljarða halla á næsta ári. Bæjarstjórn Grindavíkur skorar á þingmenn að samþykkja lagabreytingar sem varða afkomu og húsnæðismál Grindvíkinga sem allra fyrst og á yfirstandandi þingi.

Innlent
Fréttamynd

Atvinnubótastarfsemi fram­boða

Þann 30. nóvember nk. ganga Íslendingar að kjörborðinu og velja sína fulltrúa á Alþingi. Vonandi nýta sem flestir kosningarétt sinn enda tilheyrum við minnihluta íbúa heims sem fær að taka þátt í frjálsum og lýðræðislegum kosningum. 

Skoðun
Fréttamynd

Stjórn­sýsla eða pólitík?

Margir hafa gert sig breiða á opinberum vettvangi eftir að fréttir bárust af því að Hvalur hf. sótti um leyfi til hvalveiða, m.a.s. þeir sem breiðir voru fyrir, og lýst yfir hneykslun sinni á því að umsóknin hafi verið tekin til meðferðar.

Skoðun