Bein útsending: Ávarp fráfarandi formanns Vinstri grænna Landsfundur Vinstri grænna hefst seinnipartinn í dag og stendur yfir alla helgina. Formleg fundarsetning verður samkvæmt dagskrá klukkan 16:20 og klukkan 17:00 heldur Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fráfarandi formaður VG, ræðu. Sýnt verður frá ræðunni í beinni hér á Vísi. Innlent 4. október 2024 16:11
Framtíðarkvíði er ekki gott veganesti Fátt fer meira í taugarnar á mér en sú heimsendaspá sem borin er á borð af aðilum sem oft á tíðum er sama fólkið er kennir öðrum um óttastjórnmál. Þessir málsvarar sannleikans flytja síðan innblásnar ræður um áhyggjur sínar af kvíða og þunglyndi unga fólksins okkar. Skoðun 4. október 2024 16:03
Bankarnir verði að lækka vexti jafnhratt og þeir hækkuðu Fjármála- og efnahagsráðherra segir mikilvægt að stýrivaxtalækkanir skili sér til neytenda, ekki hægar en stýrivaxtahækkanir. Viðskipti innlent 4. október 2024 14:52
Hætta rannsókn á mútumálinu á Selfossi Héraðssaksóknari hefur hætt rannsókn á meintu mútubroti þar sem einn eigenda Sigtúns þróunarfélags var sakaður um að hafa boðið kjörnum bæjarfulltrúa í Árborg fjárhagslega aðstoð í næstu kosningum gegn því að hann myndi stuðla að því að sveitarfélagið félli frá kaupum á húsi Landsbankans á Selfossi árið 2020. Innlent 4. október 2024 13:09
Þrettán fengið samtals 512 eldri orlofsdaga greidda við starfslok Þrettán embættismenn Reykjavíkurborgar sem létu af störfum frá 2014 og til dagsins í dag fengu allir greitt eldra ótekið orlof við starfslok, allt að 824 orlofsstundir eða 103 daga. Innlent 4. október 2024 12:50
Loks opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán Opnað hefur verið að nýju fyrir umsóknir um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Hlutdeildarlán eru veitt til kaupa á nýjum íbúðum og standa til boða fyrir fyrstu kaupendur og þau sem ekki hafa átt íbúð síðastliðin fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum. Viðskipti innlent 4. október 2024 12:35
Þess vegna býð ég mig fram Umhverfis- og náttúruvernd. Kvenfrelsi. Félagslegt réttlæti. Friðarhyggja. Þetta eru grunnstoðirnar sem Vinstri græn byggja pólitík sína og stefnumál á. Þessum áherslum vil ég áfram vinna brautargengi í íslensku samfélagi. Ég hef verið varaformaður VG frá 2019, fyrir utan síðustu mánuði, svo ég þekki starfið vel. Skoðun 4. október 2024 11:31
Borgin fær milljarða fyrir síðasta þéttingarreit miðborgarinnar Borgarráð hefur samþykkt tilboð M3 fasteignaþróunar ehf. í byggingarrétt við Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Heildargreiðslur til borgarinnar nema 3,2 milljörðum króna. Framkvæmdastjóri M3 kveðst spenntur fyrir uppbyggingu á því sem hann kallar síðasta þéttingarreit miðborgarinnar. Viðskipti innlent 4. október 2024 10:18
Lukkuriddarar og spámaðurinn úr suðri Pólitíkin er komin í kosningaham, enda verður varla kosið síðar en í vor. Innherji 4. október 2024 09:51
Lögin um það sem er bannað Ólíkt því sem margir kunna að halda endurspeglast pólitísk sýn og stefna stjórnmálaflokka alla jafna ekki í frumvörpum ráðherra ríkisstjórnar, þ.e. í svokölluðum stjórnarmálum. Margvíslegar málamiðlanir geta skotið þar upp kollinum, sér í lagi í samstarfi við stjórnlynda flokka, svo dæmi sé tekið. Skoðun 4. október 2024 08:31
Dauðarefsing Pírata Flokkur fólksins lagði fram frumvarp í síðustu viku sem felur í sér að heimilt verði að vísa hættulegum glæpamönnum úr landi þó svo þeir hafi fengið hér stöðu flóttamanns. Skoðun 4. október 2024 07:46
Segir nákvæmlega ekkert að óttast við atkvæðagreiðsluna Formaður Viðreisnar segir þjóðina skulda unga fólkinu í landinu að fá tækifæri til að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram. Hún horfi til þess þegar Bretland yfirgaf Evrópusambandið í andstöðu við vilja ungs fólks í því samhengi. Innlent 3. október 2024 16:39
Kveðja frá Heimssýn til landsfundar VG 2024 Fáir voru eins öflugir stuðningsmenn fullveldis og lýðveldis á Íslandi og félgshyggjumenn. Allir gerðu þeir sér glögga grein fyrir mikilvægi þess að landinu væri stjórnað í umboði þeirra sem það byggðu og að valdamenn stæðu fyrst og fremst til ábyrgðar gagnvart þjóðinni, en ekki gagnvart embættismönnum í fjarlægum borgum, sem væri sama um hvort Ísland flyti eða sykki. Skoðun 3. október 2024 12:31
Þóra Jóhanna nýr yfirdýralæknir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur tekið ákvörðun um að skipa Þóru Jóhönnu Jónasdóttur í embætti yfirdýralæknis. Hún tekur við af Sigurborgu Daðadóttur, sem var skipuð yfirdýralæknir árið 2013, fyrst kvenna. Innlent 3. október 2024 12:04
Þjóðaróperan á Alþingi í nær 70 ár Nú þegar frumvarp liggur fyrir um stofnun Þjóðaróperu er mikilvægt að rifja upp áratuga langa sögu umræðu á Alþingi um óperustarfsemi á Íslandi. Hún hefur gjarnan tengst Þjóðleikhúsinu og síðar Íslensku óperunni, en fjöldi þingmanna úr öllum flokkum hefur lagt sitt til málanna. Skoðun 3. október 2024 11:31
Kona tveggja flokka í Samtalinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar mætir í Samtalið með Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. Hún var vonarstjarna Sjálfstæðisflokksins og varaformaður flokksins um tíma en tók þátt í stofnun Viðreisnar sem hún hefur verið í forystu fyrir í sjö ár. Innlent 3. október 2024 10:42
Mikilvægt að íslenskan sé hluti af hverri tæknibyltinguu Menningar- og viðskiptaráðherra skrifaði í gær undir nýjan samning við sjálfseignarstofnunina Almannaróm um að gegna hlutverki miðstöðvar máltækni á Íslandi til ársins 2027. Almannarómur var eini aðilinn sem lýsti yfir áhuga á verkefninu. Viðskipti innlent 3. október 2024 09:57
Minna Íslendinga búsetta erlendis og vilja kjósa á að skrá sig Þjóðskrá hefur minnt Íslendinga sem búsettir eru erlendis og vilja vera tekna á kjörskrá fyrir tímabilið 1. desember 2024 til 1. desember 2028 að senda inn umsókn um slíkt fyrir 1. desember næstkomandi. Þingkosningar munu að óbreyttu fara fram á næsta ári. Innlent 3. október 2024 08:49
Í hendur Willums að fjármagna frjóvgun í stað ófrjósemisaðgerða „Miðað við orð ráðherra sem voru afgerandi er ég vongóð. Ég myndi ekki sleppa takinu af þessu frumvarpi, sem ég er mjög stolt af og finnst skipta máli, nema því ég hef trú á að hann muni stíga rétt skref í þessu en ég mun vera ötul við að tikka í öxlina á honum ef hann gleymir því“ Innlent 3. október 2024 07:06
Búum til börn - án aukinna útgjalda Á síðasta löggjafarþingi lagði ég fram frumvarp til breytinga á lögum um tæknifrjóvgun sem sneri að aukinni greiðsluþátttöku hins opinbera vegna tæknifrjóvgana. Málið snerist í grófum dráttum um aukna greiðsluþátttöku hins opinbera vegna tæknifrjóvgana, en samhliða þeirri breytingu var lagt til að ófrjósemisaðgerðir yrðu ekki lengur gjaldfrjálsar. Skoðun 3. október 2024 07:00
Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir nýja Ölfusárbrú allt of dýra í þeirri mynd sem hún er áformuð og fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. Innlent 2. október 2024 20:20
„Það vill enginn vera eins og Steingrímur J.“ Eigandi netverslunar með áfengi segir ljóst af lestri draga að frumvarpi um innlenda netverslun með áfengi að með þeim sé gengið langt til þess að þóknast „hugarburði þeirra sem aðhyllast ríkisforsjárhyggju“ um vandamál sem séu ekki til staðar. Innlent 2. október 2024 15:21
Metóánægja með ríkisstjórnina en enn færri ánægðir með stjórnarandstöðuna Aðeins tæp fjórtán prósent aðspurðra segjast vera ánægð með störf ríkisstjórarinnar í nýrri könnun Maskínu og hefur hlutfallið aldrei mælst lægra. Enn færri segjast ánægðir með stjórnarandstöðuna en töluvert færri eru óánægðir með hana en ríkisstjórnina. Innlent 2. október 2024 14:58
Sigmundur birtist fyrirvaralaust Nokkrir þingmenn Norðausturkjördæmis hafa staðið fyrir þverpólitískum gauragangi og gríni í ferð sinni um landshlutann í kjördæmaviku í myndböndum sem vakið hafa athygli á samfélagsmiðlum. Myndböndin birtast á reikningi Loga Einarssonar þingmanns Samfylkingarinnar þó Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins taki þau upp. Lífið 2. október 2024 13:39
....og þá var eins og blessuð skepan skildi..... Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnti það sem seðlabankastjóri kallaði í vor „aumingjalega stýrivaxtalækkun“ í morgun. Um leið var tekið fram að hænufet morgunsins væri ekki endilega ávísun á meiri lækkun á næstunni. Skoðun 2. október 2024 13:29
Minnkandi losun en umfram úthlutanir Íslands Losun gróðurhúsalofttegunda var líklega umfram úthlutanir Íslands í fyrra þrátt fyrir að hún drægist saman um þrjú prósent á milli ára. Stjórnvöld hafa þó nægjanlegan sveigjanleika til þess að standast alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Innlent 2. október 2024 12:03
Sigmundur góður sessunautur af því að hann mæti sjaldan „Sigmundur Davíð er sessunautur minn á þessu þingi. Hann hefur verið það einu sinni áður. Hann er mjög góður sessunautur af því að hann situr eiginlega aldrei í sætinu sínu,“ segir þingmaður Pírata um formann Miðflokksins. Hann veltir því fyrir sér hvort leiðin að 19 prósenta fylgi sé að mæta ekki í vinnuna. Innlent 2. október 2024 12:03
Kári og Sveinn til liðs við Arnar Þór Fyrrverandi varaborgarfulltrúi Miðflokksins og organisti eru stofnendur Lýðræðisflokksins ásamt Arnari Þór Jónssyni fyrrverandi varaþingmanni, dómara og forsetaframbjóðenda. Þeir segja flokkinn nauðsynlegt andsvar við doða sem þeir segja hafa lagst yfir íslensk stjórnmál. Innlent 2. október 2024 11:02
Nýir vendir sópa best Stofnun Lýðræðisflokksins er nauðsynlegt andsvar við þeim doða sem lagst hefur yfir íslensk stjórnmál. Skoðun 2. október 2024 11:00
Fylgi Sjálfstæðisflokksins aldrei mælst minna Samfylkingin mælist með 26 prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúps og þá heldur fylgi Sjálfstæðisflokks áfram að minnka og hefur flokkurinn þar aldrei mælst minni. Fylgi Miðflokksins heldur áfram að aukast. Innlent 2. október 2024 07:39