Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Kjara­samningar, gjald­frjálsar skóla­mál­tíðir, Sjálf­stæðis­flokkurinn og Hafnar­fjörður

Sjálfstæðisflokkurinn hefur fundið mál sem hann getur sameinast um á erfiðum tímum hjá flokknum! Það er baráttan gegn gjaldfrjálsum skólamáltíðum í grunnskólum! Þar dregur flokkurinn línu í sandinn! Því ber að mótmæla. Afstaða og stefna Samfylkingarinnar er alveg skýr; grunnskólinn á að vera gjaldfrjáls, þar með talið skólamáltíðir.

Skoðun
Fréttamynd

Sakar þing­menn um að nota ís­lenskuna sem vopn gegn út­lendingum

Uppgjafaprófessor í íslensku segist hafa beðið í angist eftir því að íslenskan yrði notuð opinberlega og á óskammfeilinn hátt sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem hér sé miskunnarlaust alið á þessa dagana. Það hafi nú raungerst með ummælum tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokks um að gera ætti íslenskukunnáttu að skilyrði fyrir leyfi til leigubílaaksturs.

Innlent
Fréttamynd

Stöðvum á­form um mis­notkun ís­lenskunnar!

Aðalfyrirsögnin á forsíðu Morgunblaðsins í dag er „Íslenska verði skilyrði leigubílaleyfis“. Í fréttinni segir: „Áform eru uppi á Alþingi um framlagningu frumvarps til breytinga á lögum um leigubifreiðaakstur þar sem próf í íslensku verði gert að skilyrði fyrir því að menn geti aflað sér réttinda til aksturs leigubíla.

Skoðun
Fréttamynd

Ef sænska krónan er of lítil hvað er þá sú ís­lenska?

Nú hefur Stefan Ingves, fyrrverandi seðlabankastjóri Svíþjóðar til sautján ára sagt það opinberlega að Svíar eigi að taka upp evru og leggja sænsku krónunni. Ástæðan? Jú – hún er of smár gjaldmiðill til að þjóna sænskum hagsmunum. Hann bendir réttilega á að land með lítið og opið hagkerfi megi sín lítils þegar það býr í nábýli við evrusvæðið.

Skoðun
Fréttamynd

Engin svör

Manni sýnist að þrátt fyrir að skrifað hafi verið undir kjarasamninga, með aðkomu sveitarfélaga og 80 milljarða meðgjöf frá ríkisvaldinu, að þá standi þetta allt frekar tæpt. Atburðarásin er ekki sannfærandi, satt best að segja. Sem er miður því kjarasamningar til langs tíma eru nauðsynlegir. Það er ljóst eftir útspil Sjálfstæðisflokksins á sveitastjórnarstiginu að lítil sátt er um skólamáltíðir, sem þó er partur af samkomulaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Frum­hlaup Sjálf­stæðis­manna í héraði?

Við gleðjumst flest yfir því að stórir hópar launafólks á almennum vinnumarkaði hafi skrifað undir kjarasamninga til næstu fjögurra ára með aðkomu aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.

Skoðun
Fréttamynd

Í skýjunum með 111 milljarða króna út­boðið

Ríkissjóður Íslands gaf í dag út grænt skuldabréf að fjárhæð 750 milljónir evra, jafnvirði um 111 milljarða króna. Skuldabréfin bera 3,5% fasta vexti og voru gefin út til 10 ára á ávöxtunarkröfunni 3,636%. Skuldabréfin eru gefin út undir sjálfbærum fjármögnunarramma ríkissjóðs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Katrín noti mögu­lega orð­róm um forsetaframboð í pólitískri skák

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gæti verið að nota umræðu um mögulegt forsetaframboð sitt til að styrkja pólitíska stöðu sína. Þessari tilgátu vörpuðu bæði Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, og Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og fyrrverandi forsetaframboðsstýra, í Pallborðinu á Vísi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Semja sér­stakan for­seta­brag fyrir Katrínu

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Einar Aðalsteinsson tónlistarmaður sömdu sérstakt lag um hugsanlegt og/eða væntanlegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í sínum fyrsta hlaðvarpsþætti.

Lífið
Fréttamynd

„Mjög slæmt“ ef upphlaupið hefði nei­kvæð á­hrif á vinnumarkaðssátt

Ekki er ljóst hvort öll sveitarfélög landsins muni bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í haust eins og samið var um í nýgerðum kjarasamningum, eftir „óvænt upphlaup“ Sjálfstæðismanna, að sögn formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún telur það þó liklegt en hvert og eitt sveitarfélag eigi eftir að útfæra framkvæmdina.

Innlent
Fréttamynd

Fögnum Degi öldrunar

Dagur öldrunar er haldinn í dag í sjötta sinn. Heilbrigð öldrun er málefni sem við viljum öll láta okkur varða. Eldra fólk lifir lengur en áður og er virkara og hraustara en nokkru sinni fyrr. Þjónusta við eldra fólk þarf að þróast í takt við þetta.

Skoðun
Fréttamynd

„Ó­­vænt upp­­hlaup Sjálf­stæðis­fólks“

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir gagnrýni 26 oddvita Sjálfstæðisflokksins á aðkomu hennar að gerð kjarasamninga söguskoðun sem ekki standist. „Þetta er óvænt upphlaup Sjálfstæðisfólks myndi ég segja.“

Innlent
Fréttamynd

Satt um skatta Sjallana

Það er vel skiljanlegt að það þyki ekki góð leið fyrir stjórnarandstöðuflokka til að auka fylgi sitt að viðurkenna fúslega að leiðir Sjálfstæðisflokksins hafi reynst heilladrýgsta leiðin fyrir venjulegt launafólk og samfélagið allt til að bæta kjör og lífsgæði.

Skoðun
Fréttamynd

Gulleyjan okkar

Leiðréttingar á hagtölum síðustu vikur hafa sýnt okkur að staðan hér á landi er nokkuð betri en við héldum áður. Annars vegar er talið að íbúar á landinu séu um 14.000 færri en við héldum. Hins vegar hefur endurmat Hagstofunnar leitt í ljós að hagvöxtur síðustu missera var meiri en áður var talið.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkis­sátta­semjari hefur lagt fram innanhússtillögu

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur lagt fram svo kallaða innanhússtillögu til lausnar deilu VR og Samtaka atvinnulífsins um kjör félagsfólks VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Deiluaðilar hafa frest fram til klukkan átta í kvöld til að taka afstöðu til tillögunnar.

Innlent
Fréttamynd

Sam­staða um aukna vel­sæld

Skrifað hefur verið undir langtíma kjarasamning milli Samtaka atvinnulífsins og SGS, Eflingar og Samiðnar – breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Stál í stál í Karp­húsinu

Aukin harka hljóp í kjaraviðræður verslunarmanna í dag þegar Samtök atvinnulífsins hófu atkvæðagreiðslu um verkbann á þúsundir félagsmanna VR vegna boðunar félagsins á röð verkfalla hjá Icelandair.

Innlent
Fréttamynd

Hvað er að þessari pólitík?

Forsætisráðherra Íslands er spurð hvort hún sé að íhuga forsetaframboð og hún getur ekki svarað þeirri einföldu spurningu með einföldu svari. Hversu undarleg þarf pólitíkin að vera til þess að sitjandi forsætisráðherra getur ekki svarað bara með “nei, ég er ekki að fara að bjóða mig fram í embætti forseta Íslands”?

Skoðun