
Embla: Vissum að þetta kæmi á endanum ef við héldum áfram allan leikinn
Embla Kristínardóttir var hetja Valskvenna þegar hún skoraði þrjú af fimm síðustu stig liðsins sem gerði það að verkum að Valur vann Keflavík 72-68 og einvígið um Íslandsmeistaratitilinn 3-1. Embla setti niður þriggja stiga skot til að koma Valskonum yfir áður en Hildur Björg Kjartansdóttir setti niður tvö víti til að klára leikinn að fullu.