Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Cristiano Ronaldo hefur enn það markmið að skora þúsund mörk á ferlinum en viðurkennir þó að tíminn sé orðinn knappur fyrir hann til að ná því. Fótbolti 13. nóvember 2024 23:31
Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum N’Golo Kanté verður fyrirliði franska fótboltalandsliðsins í þessum landsleikjaglugga en landsliðsþjálfarinn gaf þetta út á blaðamannafundi í dag. Fótbolti 13. nóvember 2024 18:36
Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Milutin Osmajic, samherji Stefáns Teits Þórðarsonar hjá enska B-deildarliðinu Preston, mun ekki mæta Stefáni á laugardaginn þegar Svartfjallaland og Ísland eigast við í Þjóðadeildinni í fótbolta. Fótbolti 13. nóvember 2024 16:46
Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs í fótbolta, fékk sig fullsaddan af ítrekuðum spurningum blaðamanns VG um Martin Ödegaard og skipaði honum að róa sig niður. „Þú ert alveg vonlaus,“ sagði Solbakken við blaðamanninn. Fótbolti 13. nóvember 2024 16:01
Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Roy Keane var fyrirliði írska landsliðsins á sínum tíma. Tengdasonur hans var hins vegar valinn í enska landsliðið í fyrsta sinn á dögunum. Fótbolti 13. nóvember 2024 10:31
Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að Martin Ødegaard, fyrirliði Arsenal og norska landsliðsins, sé í erfiðri stöðu. Enski boltinn 12. nóvember 2024 09:02
Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Anthony Elanga, leikmaður spútnikliðs Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni, er ekki í landsliðshópi Svíþjóðar fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Landsliðsþjálfarinn Jon Dahl Tomasson hefur reynt að ná í vængmanninn sem svarar ekki símanum og virðist ekki hafa neinn áhuga á að hringja til baka. Fótbolti 12. nóvember 2024 07:01
Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Þrátt fyrir að tala ekki tungumálið þá er Heimir Hallgrímsson staðráðinn í að læra að syngja írska þjóðsönginn, nú þegar hann er landsliðsþjálfari Íra í fótbolta. Fótbolti 11. nóvember 2024 13:47
Frekari breytingar á landsliðshópnum Åge Hareide, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á landsliðshópi Íslands fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Fótbolti 11. nóvember 2024 10:58
Tvær breytingar á landsliðshópnum Tvær breytingar hafa verið gerðar á hópi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem mætir Svartfjallalandi og Wales í Þjóðadeild UEFA á næstu dögum. Fótbolti 9. nóvember 2024 20:17
Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og stjórn KSÍ hafa ekki rætt um framhaldið á samstarfi sínu. Uppsagnarákvæði er í samningi Hareide sem hægt er að virkja í lok þessa mánaðar og sjálfur er Norðmaðurinn fámall aðspurður hvort hann vilji halda áfram með liðið. Fótbolti 8. nóvember 2024 17:45
„Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vildi hafa Gylfa Þór Sigurðsson í landsliðshópi Íslands fyrir komandi verkefni í Þjóðadeild karla í fótbolta. Gylfi komst hins vegar að samkomulagi við KSÍ um að hann myndi hvíla í leikjunum tveimur. Fótbolti 8. nóvember 2024 16:42
Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Julian Nagelsmann tilkynnti þýska landsliðshópinn sinn í gær fyrir komandi landsleikjaglugga en menn ráku stóru augu þegar þeir sáu eitt nafn í hópnum. Fótbolti 8. nóvember 2024 13:02
Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, tilkynnti hópinn sem mun koma saman fyrir leiki gegn Ísrael og Ítalíu síðar í mánuðinum. Kylian Mbappé var ekki kallaður til, þrátt fyrir að vera heill heilsu. Fótbolti 7. nóvember 2024 18:15
Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt hópinn fyrir síðustu leikina í Þjóðadeildinni. Aron Einar Gunnarsson kemur aftur inn í íslenska hópinn en Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki með. Fótbolti 6. nóvember 2024 13:08
Upp um eitt sæti á heimslistanum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fer upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem var gefinn út í dag. Ísland er nú í 70. sæti listans. Fótbolti 24. október 2024 14:15
Wenger segir að hann hefði ekki getað gert það sama og Tuchel Arsene Wenger, sem stýrði Arsenal í 22 ár, segir að hann hefði átt erfitt með að gera það sem Thomas Tuchel gerði; taka við landsliði annarrar þjóðar. Enski boltinn 24. október 2024 11:33
Færeyingar ráku þjálfara sinn Svíinn Håkan Ericson verður ekki áfram þjálfari færeyska fótboltalandsliðsins. Fótbolti 17. október 2024 14:01
Neville um Tuchel: „Ákveðin vonbrigði“ Gary Neville, sparkspekingur og fyrrum landsliðsmaður Englands, segist fyrir ákveðnum vonbrigðum að Thomas Tuchel hafi verið ráðinn þjálfari enska landsliðsins. Hann sé þó góður kostur í starfið. Enski boltinn 16. október 2024 16:31
Tuchel skrifaði undir samninginn fyrir átta dögum Enska knattspyrnusambandið hefur nú staðfest það að Þjóðverjinn Thomas Tuchel taki við sem nýr landsliðsþjálfari þegar Þjóðadeildinni lýkur. Enski boltinn 16. október 2024 08:56
Gripinn þegar hann hljóp að hundfúlum Ronaldo Cristiano Ronaldo var afar sár og svekktur þegar flautað var til leiksloka í 200. landsleik hans fyrir Portúgal í gærkvöld. Honum mistókst eins og öðrum að skora, í markalausu jafntefli við Skota á Hampden Park í Glasgow. Fótbolti 16. október 2024 07:02
Skotar stöðvuðu Ronaldo og Eriksen tryggði Dönum stig Evrópumeistarar Spánar eru komnir með þriggja stiga forskot á Dani á toppi 4. riðils A-deildar Þjóðadeildarinnar í fótbolta eftir leiki kvöldsins. Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal eru ekki lengur með fullt hús stiga. Fótbolti 15. október 2024 20:48
Dómarinn í Laugardalnum fór ekki eftir vinnureglum Starfsreglur UEFA-dómara er varða endurskoðun á VAR segja til um að dómari á velli skuli horfa á myndbönd af atviki áður en hann taki ákvörðun. Ekki dugi að sjá stillimynd. Dómari leiks Íslands og Tyrklands í Þjóðadeild UEFA í gær virðist ekki hafa farið eftir þeim reglum þegar hann dæmdi Tyrkjum tvær vítaspyrnur. Fótbolti 15. október 2024 13:10
Haaland baðst afsökunar Erling Braut Haaland hefur beðist afsökunar á frammistöðu sinni og norska landsliðsins í 5-1 tapi á móti Austurríki í Þjóðadeildinni. Fótbolti 15. október 2024 13:01
Aðeins tveir hafa skorað fyrr í landsleik en Orri í gær Orri Steinn Óskarsson kom íslenska liðinu í 1-0 á móti Tyrkjum í upphafi leiks á Laugardalsvellinum í gær og er þetta aðeins áttunda markið í sögu landsliðsins sem er skorað á þriðju mínútu eða fyrr. Fótbolti 15. október 2024 12:03
Ræddu dýrkeypt mistök Hákonar í íslenska markinu Hákon Rafn Valdimarsson hefur staðið sig mjög vel í íslenska markinu síðan hann fékk tækifærið með A-landsliðinu en hann gerði stór mistök í tapinu á móti Tyrkjum í Laugardalnum i gær. Fótbolti 15. október 2024 10:31
„Það skilur enginn þessa reglu lengur“ Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði 4-2 á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum í Þjóðadeildinni í gærkvöldi þar sem myndbandsdómgæslan kom talsvert við sögu. Fótbolti 15. október 2024 08:01
Myndasyrpa frá tapinu súra á Laugardalsvelli Ísland mátti þola tap gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli þegar liðin mættust í Þjóðadeild karla í fótbolta. Fótbolti 15. október 2024 07:03
Ósáttur við ósamræmið og segir Skandinavíu í herferð gegn VAR Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var enn ósáttur með dómgæsluna er hann mætti á blaðamannafund eftir 4-2 tap liðsins gegn Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Fótbolti 14. október 2024 22:08
Nýliðinn hetja Þýskalands Fjórir leikir fóru fram í A-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta í kvöld. Frakkland vann Belgíu, Ítalía fór létt með Ísrael og Þýskaland lagði Holland. Fótbolti 14. október 2024 21:45