Appelsínugular viðvaranir og samgöngutruflanir líklegar Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular veðurviðvaranir sem taka gildi á morgun á Norðurlandi eystra og Norðurlandi vestra og verða gular veðurviðvaranir í gildi á landinu öllu. Veður skánar ekki fyrr en á miðvikudag í sumum landshlutum. Innlent 9. október 2023 13:17
Úrhellisrigning í dag og stormur á morgun Veðrið lætur vel á sér kræla næstu daga og má gera ráð fyrir mikilli rigningu í dag og norðan stormi á morgun og á miðvikudag. Gular veðurviðvaranir eru í gildi í dag á suðvestanverðu og sunnanverðu landinu í dag vegna úrhellisrigningar og sömuleiðis hefur verið gefin út gul veðurviðvörun fyrir allt landið vegna norðanstormsins sem gengur á landið á morgun. Veður 9. október 2023 07:20
Gul viðvörun um allt land í kortunum Á morgun mánudag verða gular viðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa. Á þriðjudag verður síðan gul viðvörun um allt land. Innlent 8. október 2023 14:47
Skýjað og skúrir eða rigning sums staðar Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður suðvestanátt í dag, átta til fimmtán metrar á sekúndu. Það verður skýjað og sum staðar skúrir eða rigning á vestanverðu landinu en yfirleitt léttskýjað fyrir austan. Hiti fjögur til átta stig. Innlent 8. október 2023 08:50
Vægt frost víða um land Veðurstofan gerir ráð fyrir dálítilli vætu á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Búist er við hægri austlægri átt og að bjart verði mestu fyrri part dags. Síðan muni þykkna upp seinnipartinn, stig. Líkur á dálítilli vætu í kvöld. Innlent 7. október 2023 07:54
Dregur úr vindi og líkur á næturfrosti víða Veðurstofan gerir ráð fyrir minnkandi vindi, breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu í dag. Það mun rofa til nokkuð víða, en reikna má með stöku skúrum eða éljum við austur- og suðurströndina. Veður 6. október 2023 07:08
Sérfræðingar segja hreint ótrúlegt að fylgjast með veðraþróuninni Sérfræðingar eiga vart orð yfir öllum þeim hitametum sem falla nú hvert af öðru og segja allt stefna í að 2023 verði heitasta ár í manna minnum. Þá kann árið 2024 að verða enn heitara, segja þeir. Erlent 5. október 2023 07:35
Má reikna með allhvössum vindstrengjum syðst á landinu Búast má við allhvössum vindstrengjum syðst á landinu fram á kvöld og geta staðbundið myndast varasamar aðstæður fyrir þau ökutæki sem eru viðkvæmust fyrir vindi, einkum í Mýrdal og undan Öræfum. Veður 5. október 2023 07:28
Svalast norðantil en mildara fyrir sunnan Spáð er áframhaldandi lægðagangi fyrir sunnan og austan land sem mun beina hingað austan- og norðaustanáttum. Lægð gerist nærgöngul á morgun og verður því allhvass eða hvasst við suðurströndina. Veður 4. október 2023 07:14
Arsenal-menn voru strandaglópar á flugvelli í fjóra klukkutíma Undirbúningur Arsenal fyrir leikinn gegn Lens í Meistaradeild Evrópu var ekki eins og best verður á kosið. Fótbolti 3. október 2023 17:00
Lægðirnar suður í hafi en verða nærgöngulli á næstu dögum Talsverður lægðagangur er nú suður í hafi og verða lægðirnar nærgöngulli þegar líður að helginni. Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði yfirleitt fremur hæg austan- og norðaustanátt í dag. Veður 3. október 2023 07:14
Skriðuhætta eykst samhliða mikilli úrkomu Búist er við því að skriðuhætta aukist á Austurlandi næstu sólarhringa samhliða mikilli úrkomu. Veður 2. október 2023 21:37
Dauðadæmdur jökull sem hverfur á næstu tveimur áratugum Torfajökull er einn þriggja jökla á landinu sem mun að öllum líkindum hverfa á næstu tveimur áratugum. Jöklafræðingur segir ekkert geta bjargað jöklinum úr þessu. Ljósmyndarinn RAX flaug nýverið yfir jökulinn og sýnir myndefnið vel stöðuna í dag. Innlent 2. október 2023 19:20
Hvasst á vestanverðu landinu og varasamar aðstæður geta skapast Veðurstofan spáir norðaustan átta til fimmtán metrum á sekúndu en hvassara í vindstrengjum við fjöll á vestanverðu landinu. Staðbundið geta myndast varasamar aðstæður fyrir þau ökutæki sem eru viðkvæmust fyrir vindi. Veður 2. október 2023 07:13
Hvasst á sunnanverðu landinu Búast má við hvassviðri á sunnanverðu landinu fram eftir degi. Skil nálgast landið úr suðaustri og snýst því í norðaustanátt í dag með kalda og stiningskalda víða og dálítilli vætu. Þó mun rofa til um landið suðvestanvert. Innlent 1. október 2023 08:36
Hægfara lægð veldur kalda og vætu Hægfara lægð er nú stödd suðvestur af landinu og verður vindáttin því austlæg í dag, víða gola eða kaldi og væta með köflum, en yfirleitt þurrt á norðanverðu landinu. Veður 30. september 2023 08:17
Hitastigið í svalara lagi næstu daga Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu og vætu á norðan- og austanverðu landinu. Þá megi reikna með smá skúrum eða slydduéljum um kvöldið. Veður 29. september 2023 07:22
Hvessir með kvöldinu Lægðakerfið sem nú stýrir veðrinu liggur alllangt suðvedstur af landinu og má reikna með norðaustan strekkingi og rigningu af og til um landið norðan- og austanvert. Þó verður yfirleitt þurrt vestantil. Veður 28. september 2023 07:25
Rigning víða um land í morgunsárið Tvær lægðir eru nú í námunda við landið þar sem ein er stödd skammt suðvestur af Reykjanesi og önnur austur af Langanesi. Regnsvæði þessara lægða nálgast því bæði úr suðri og norðri og það er því rigning nokkuð víða nú í morgunsárið. Veður 27. september 2023 07:27
Þurfum að aðlagast veðuröfgum: „Sorglegt en staðreynd“ Öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta er meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum, segir sérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Auka þarf rannsóknir og gera þær aðgengilegar svo allir geti skipulagt sig út frá breyttum veruleika. Innlent 26. september 2023 21:15
Gular viðvaranir í gildi fyrir vestan Gular veðurviðvaranir tóku gildi á Breiðafirði og á Vestfjörðum núna klukkan sex og verða þær í gildi fram að miðnætti. Innlent 26. september 2023 07:15
Aukin skriðuhætta og gular viðvaranir Veðurstofa Íslands varar við aukinni skriðuhættu á Ströndum, Tröllaskaga og á Flateyjarskaga í ljósi lægðar sem gengur upp að sunnanverðu landinu í dag og staldrar þar við næstu daga. Veður 25. september 2023 17:45
Gul viðvörun á morgun vegna mjög hvassra vindhviða Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun á morgun vegna veðurs á Breiðafirði og Vestfjörðum. Veður 25. september 2023 10:29
Áfram norðaustlægar áttir á landinu Veðurstofan gerir ráð fyrir áframhaldandi norðaustlægum áttum á landinu í dag, yfirleitt á bilinu átta til þrettán metrum á sekúndu en víða að átján metrum á sekúndu á Vestfjörðum og í Breiðafirði. Veður 25. september 2023 07:17
Snjóflóðavarnargarðar verða útivistarparadís Því er spáð að nýir snjóflóðavarnargarðar á Patreksfirði verði útivistarparadís og aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Svo stoltir eru heimamenn af mannvirkinu að þeir buðu forseta Íslands að skoða veglegan útsýnispall sem búið er að smíða ofan á einum garðinum. Innlent 24. september 2023 06:17
Stöku skúrir eða él á norðanverðu landinu Veðurstofan gerir ráð fyrir að það snúist í austlæga átt í dag, þrjá til átta metra á sekúndu en átta til þrettán norðvestantil. Reikna má með stöku skúrum eða éljum á norðanverðu landinu en að það stytti upp síðdegis. Veður 22. september 2023 07:21
Stöku skúrir norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu. Spáð er stöku skúrum eða éljum á norðan- og austanverðu landinu en bjartviðri um suðvestanvert landið. Veður 21. september 2023 07:27
Óvissustigi aflýst á Austfjörðum Óvissustigi almannavarna hefur verið aflýst á Austurlandi. Ríkislögreglustjóri ákvað þetta í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi. Innlent 20. september 2023 17:12
Öllum rýmingum aflétt Lögreglan á Austurlandi í samráði við Veðurstofu Íslands og Ríkislögreglustjóra hefur ákveðið afléttingu allra rýminga á Seyðisfirði frá því á mánudag. Innlent 20. september 2023 10:25
Íhuga að aflétta rýmingum Verið er að íhuga að aflétta rýmingum á Seyðisfirði, þar sem nóttin þótti tíðindalaus. Mikið rigndi þó í nótt og er vatn víða. Innlent 20. september 2023 09:16