Veður

Veður


Fréttamynd

Allt að 22 stiga frost í dag

Frost verður allt á bilinu 6 til 22 stig í dag. Ekkert lát virðist ætla að verða á kuldakastinu sem hefur bitið síðustu daga.

Veður
Fréttamynd

Á­fram norð­læg átt og frost að tíu stigum

Norðlægar áttir verða ríkjandi á landinu næstu daga og má reikna með norðan og norðaustan átta til fimmtán metrum á sekúndu í dag. Búist er við éljum fyrir norðan og austan en úrkomulítið sunnan heiða.

Veður
Fréttamynd

Samfellt kuldakast í vændum

Búast má við áframhaldandi kuldakasti fram yfir næstu helgi að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Hann segir kalda loftið sem landinn finnur nú fyrir vera hreinræktað heimskautaloft.

Veður
Fréttamynd

Út­lit fyrir eins­leitt veður næstu daga

Næstu daga er útlit fyrir fremur einsleitt veður þar sem norðlægar áttir verða ríkjandi og éljagangur fyrir norðan og austan. Þá verður yfirleitt þurrt og lengst af bjart veður annars staðar.

Veður
Fréttamynd

Von á norður­ljósa­veislu í kvöld

Geimveðursetur NOAA í Boulder í Colorado hefur undanfarin sólarhring sent frá sér fjölmargar tilkynningar um nokkuð öflugan sólstorm inn í segulsvið jarðar. Von er á kraftmikilli norðarljósasýningu í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Mild suð­læg átt í kortunum

Spáð er mildri suðlægri átt á landinu í dag, viða fimm til þrettán metrar á sekúndu. Búast má við súld eða dálítilli rigningu á köflum en þurru og björtu veðri á norðaustanverðu landinu. 

Veður
Fréttamynd

Veðrið stríðir skíðaþyrstum fjöl­skyldum í miðju vetrarfríi

Tvö vinsælustu skíðasvæði landsins eru lokuð í dag vegna veðurs á sama tíma og flestar fjölskyldur landsins eru í vetrarfríi en mikil hlýindi eru á landinu öllu. Forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segir lægðirnar hafa verið fullmargar það sem af er ári. Rekstrarstjóri skíðasvæða Bláfjalla segir veturinn hafa verið svakalegan. Báðir eru þó bjartsýnir, ekki síst fyrir páskana.

Innlent
Fréttamynd

Met­dagur í gær en tuttugu metrar í kortunum

Metfjöldi heimsótti Hlíðarfjall á Akureyri í gær. Vetrarfrí í skólum standa yfir og höfðu fjölmargir skíðaáhugamenn lagt leið sína norður. Hvessa tók í dag og loka þurfti skíðasvæðinu snemma. Gert er ráð fyrir áframhaldandi suðvestanátt á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Brúnni lokað og bræður læstir inni

Íbúar á Hólmi við Suðurlandsveg komast hvorki lönd né strönd nema á „35 tommu breyttum jeppum“ eftir að brúnni yfir Hólmsá hjá Geithálsi var lokað í dag. Íbúi kveðst hafa gert yfirvöldum viðvart og hefur áhyggjur af matarbirgðum og sjúkraflutningi.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í storm á Snæ­fells­nesi og á Vest­fjörðum

Landsmenn mega búa sig undir að það bæti hægt í vind í dag og verði sunnan átta til þrettán metrar á sekúndu um hádegi og fimmtán til 23 metrar á sekúndu um miðnætti. Hvassast verður í vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi og á Vestfjörðum.

Veður
Fréttamynd

Skúrir í flestum lands­hlutum og rauðar tölur

Veðurstofan reiknar með vestlægri átt í dag þar sem víða verður strekkingur. Spáð er skúrum í flestum landshlutum en sumsstaðar slydduéljum eða éljum um norðanvert landið og þurrt suðaustanlands.

Veður
Fréttamynd

„Sjokkeruð“ að barnið hafi verið sett út og skilið eftir án athugunar

Móðir 11 ára stúlku sem sat föst í fjóra klukkutíma á Hellisheiði ásamt öðrum farþegum í Strætó er fegin að stúlkan sé heil á húfi eftir mikla óvissu gærkvöldsins. Hún er þó hugsi yfir því að enginn hafi hugað að stúlkunni sem var auðsýnilega ein síns liðs í Strætó í erfiðum aðstæðum, ekki einu sinni bílstjórinn. Barnið hafi þurft stuðning í ógnvænlegum aðstæðum að sögn móður.

Innlent
Fréttamynd

Tugir látnir eftir óveður í Brasilíu

Yfirvöld í São Paulo fylki í Brasilíu segja að þrjátíu og sex séu látnið hið minnsta eftir flóð og aurskriður sem fylgdu miklu óveðri sem gekk yfir um helgina.

Erlent
Fréttamynd

Dregur úr vindi og hiti um frost­mark

Miðja lægðarinnar sem olli óveðri á landinu í gær er nú stödd um fjögur hundruð kílómetra austur af Dalatanga. Lægðin er á austurleið og fjarlægist landið svo það dregur úr vindi og úrkoman af hennar völdum norðan- og austanlands er einnig á undanhaldi.

Veður