Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Björk með besta at­riði í sögu Ólympíu­leikanna

Fyrir tuttugu árum steig Björk Guðmunsdóttir á stokk með tónlistaratriði á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 og sló í gegn. Á nýjum lista tímaritsins Dig skýtur Björk kanónum á borð við Pavarotti og Paul McCartney ref fyrir rass og landar fyrsta sæti yfir besta tónlistaratriði í sögu Ólympíuleikanna.

Tískan á Ólympíu­leikunum

Sumarólympíuleikarnir 2024 verða settir með pomp og prakt í dag í París. Tískurisinn Louis Vuitton tók forskot á sæluna og bauð í fyrirpartý fyrir leikana í gær í höfuðstöðvum sínum þar sem stórstjörnur, hátískubransinn og atvinnu íþróttafólk kom saman í sínu alflottasta pússi.

Ó­gleyman­leg gleðivíma að koma út

„Ég fór strax að hugsa um litlu Margréti sem var að fara á sitt fyrsta Pride. Tilfinningin var bara gleðivíma,“ segir tónlistarkonan Margrét Rán sem er á bak við Pride lagið í ár. Hún er sömuleiðis að fara af stað með nýtt sólóverkefni undir nafninu Rán en blaðamaður ræddi við hana um listina og hinseginleikann.

Finnst yfir­leitt erfitt að klæða sig upp

Margrét Einarsdóttir búningahönnuður hefur komið víða að og sér meðal annars um klæðaburð karakteranna í stórmyndinni Snertingu. Tíska hefur alltaf verið stórt áhugamál hjá henni og er auðvitað órjúfanlegur hluti af hennar lífi en Margrét er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

„Ég var rétta konan á réttum tíma“

„Það skiptir miklu máli að hafa breitt bak og geta staðið með sjálfri sér,“ segir framleiðandinn Alexandra Sif Tryggvadóttir, sem er búsett í New York og starfar hjá risanum Spotify. Alexandra er fædd í Los Angeles og hefur alla tíð haft annan fótinn úti en henni finnst mikilvægt að halda alltaf góðum tengslum við Ísland. Blaðamaður ræddi við hana um ævintýrin erlendis.

Myndaveisla: Al­menni­legt rigningardjamm á Kótelettunni

Það var gríðarleg stemning á útihátíðinni Kótelettunni á Selfossi um helgina þar sem úrval tónlistarfólks steig á stokk. Uppselt var á hátíðina og skemmtu gestir sér vel í stanslausri rigningu fram á rauða nótt. 

Tískuheimurinn í London setti sterkan svip á stílinn

Samfélagsmiðlastjórinn og laganeminn Hekla Gaja Birgisdóttir segir klæðaburðinn hennar helstu listrænu útrás í mjög praktísku námi en hún varð ástfangin af fjölbreytileika tískunnar þegar hún bjó í London. Hún er með einstakan og öðruvísi stíl, verslar mikið notuð föt og er óhrædd við sterka og áberandi liti. Hekla Gaja er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Dreymir um eigið kanínuathvarf

Kolfinna Mist Austfjörð er mikill dýravinur sem hefur sömuleiðis mikinn áhuga á Ungfrú Ísland. Hún er að taka þátt í þriðja sinn í ár og segist læra eitthvað nýtt í hvert skipti, þar á meðal að standa með sínum skoðunum.

Iceguys dansandi í hand­járnum

Það er mikið um að vera hjá strákasveitinni Iceguys ef marka má Instagram hjá meðlimunum síðastliðna daga. Þar hafa þeir meðal annars gefið til kynna að von sé á nýju efni úr smiðju strákanna 19. júlí næstkomandi. 

Sjá meira