Hátt í þrjátíu pílagrímar fórust í rútuslysi Minnst tuttugu og átta pakistanskir pílagrímar fórust þegar rúta valt í Íran í gærkvöldi. Tuttugu og þrír til viðbótar slösuðust. 21.8.2024 07:59
Segir fitubúninginn hafa bjargað Breski stórleikarinn Ian McKellen segir að fitubúningur, sem hann klæddist til að leika Shakespeare-persónuna Falstaff, hafi bjargað honum þegar hann datt af leiksviði í Lundúnum í júní. Áverkarnir hefðu verið mun verri hefði hann ekki klæðst búningnum. 21.8.2024 07:36
Ónotuð hraðtískuföt hrannast upp hjá Rauða krossinum Fatasöfnun Rauða krossins hefur tekið ákvörðun um að selja ekki vörur frá netverslunum eins og Shein og Temu í búðum sínum á Íslandi. Teymisstjóri söfnunarinnar segir gríðarlegt magn af slíkum fötum rata í söfnunargáma og oft séu þau jafnvel ónotuð. 18.8.2024 19:10
Kýtingur á stjórnarheimilinu og ofgnótt af hraðtískufötum Dómsmálaráðherra og formaður Vinstri grænna eru ósammála um forgangstöðun í málefnum útlendinga. Í síðustu viku lýsti annar ráðherra sig ósammála formanninum um orkumál. Rætt verður við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. 18.8.2024 18:01
Ósætti meðal ráðherra og víðtækt heitavatnsleysi Dómsmálaráðherra segist ósammála samráðherra sínum og formanni Vinstri grænna um að breytingar á útlendingalögum eigi ekki að vera forgangsmál. Hún boðar frekari breytingar í haust. 18.8.2024 11:42
Á harðahlaupum í handjárnum Nokkur erill var á höfuðborgarsvæðinu í nótt og komu hundrað og fimm mál á borð lögreglu á tólf klukkustunda tímabili frá klukkan fimm síðdegis til klukkan fimm í morgun að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 18.8.2024 09:15
Ný lágvöruverðsverslun áskorun og tónlistarframleiðsla Magga Mix Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverðsverslun sem var opnuð í Kópavogi í dag. ASÍ bindur vonir við að verslunin veiti aðhald og aðrir líti á verð hennar sem áskorun. 17.8.2024 18:01
Fylgjast náið með barnafjölskyldum í Grindavík Úlfar Lúðvíksson lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir þá sem dvelja næturlangt í Grindavík mjög meðvitaða um þá hættu sem steðjar að. Barnaverndaryfirvöld fylgist með þeim fjölskyldum sem dvelji með börn í bænum. Landris og kvikusöfnun heldur áfram á sama hraða undir Svartsengi en engin skjálftavirkni mælist enn. 17.8.2024 13:09
Óvissa um formennsku VG og óþefur í kirkjugörðum Formaður Vinstri grænna hefur ekki ákveðið hvort hann gefi kost á sér til áframhaldandi formennsku á landsfundi flokksins í október, en það hefur innviðaráðherra ekki heldur gert. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 17.8.2024 11:49
Láglaunakonur neiti sér um mat svo að börn þeirra fái að borða Rúm fjörutíu prósent kvenna í láglaunastörfum hafa minna en 150 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði. Margar geta ekki keypt nauðsynjavörur, eins og kuldaskó og úlpur fyrir börn sín, og hafa neitað sér um mat svo börn þeirra fái að borða. 16.8.2024 19:30