Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fyrsta stikla síðustu myndanna um Ethan Hunt

Ethan Hunt er enn í fullu fjöri, ef marka má fyrstu stiklu myndarinnar sem á að vera sú næst síðasta í Mission Impossible seríunni. Síðasta mynd Tom Cruise í þessum söguheimi verður frumsýnd á næsta ári.

Fönguðu kraft púðurskota í „Slow Mo“

Þeir Gavin og Dan í „Slow Mo Guys“ hafa um árabil fangað hina ýmsu hluti með háhraðamyndavélum og hafa þeir til að mynda komið til Íslands og fangað íslenska náttúru. Í nýjasta myndbandi þeirra sýna þeir fram á kraft púðurskota.

Hertu lög um þungunarrof með auknum meirihluta

Repúblikanar á ríkisþingi Norður-Karólínu í Bandaríkjunum tóku í gær stórt skref í því að banna þungunarrof í flestum tilfellum eftir tólf vikna meðgöngu. Þingmennirnir flokksins nýttu aukinn meirihluta sinn til að ógilda neitunarvald ríkisstjóra ríkisins.

Afríkuleiðtogar munu funda með Pútín og Selenskí

Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, segir að Vladimír Pútín og Vólódímír Selenskí, forsetar Rússlands og Úkraínu, hafi samþykkt að funda í sitthvoru lagi með sendinefnd skipaðri afrískum þjóðarleiðtogum um mögulegar leiðir til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu.

Tölv­u­þrjót­arn­ir kall­a Vest­ur­lönd nas­ist­a

Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) hefur lýst yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi.

„Ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum mann“

Borgarbúar í Kænugarði vöknuðu upp með andfælum í nótt við einstaklega umfangsmikla eldflaugaárás Rússa en loftvarnakerfi Úkraínumanna skaut niður sex ofurhljóðfráar flaugar. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari segir það hafa verið ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum sig.

„Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“

Rússneskir hermenn og málaliðar Wagner hafa náð tökum á stærstum hluta Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Úkraínskir hermenn eru sagðir halda til í nokkrum fjölbýlishúsum í vesturhluta bæjarins en þeir hafa gert vel heppnaðar en umfangslitlar gagnárásir á jaðri Bakhmut.

Kattaslagur í beinni

Bræður munu berjast, og kettir líka, í streymi GameTíví í kvöld. Strákarnir munu ferðast milli heima og kíkja til Tamriel í Elder Scrolls Online. Þar berjast strákarnir í hópi sem kallast Clueless Crusaders og eru þeir flestir kettir sem kallast Khajiit.

Sjá meira