Fréttir Heppinn að vera á lífi "Ég vaknaði við reykskynjarann en þar sem hann hafði kvöldið áður vakið mig af tilefnislausu ætlaði ég bara að slökkva á honum," segir Teitur Haraldsson íbúi hússins á Dalvík sem brann í fyrrinótt. "Svo gat ég bara ekki dregið að mér andan og þá var mér ljóst hvernig var." Innlent 13.10.2005 19:08 Vatnið verði í eigu þjóðarinnar Stjórn BSRB ætlar að leggja til við stjórnarskrárnefnd að það verði bundið í stjórnarskrá lýðveldisins að vatnið í landinu verði í eigu þjóðarinnar og að aðgangur að drykkjarvatni verði talinn mannréttindi. Stjórnin hefur sent stjórnarskrárnefndinni tillögu að stjórnarskrárbreytingu þar sem kveðið er á um þetta. Innlent 13.10.2005 19:08 Flest líkin af konum og börnum Fjöldagröf með 1500 líkum hefur fundist í suðurhluta Írak. Flest eru líkin af börnum og konum. Alls hafa um 300 slíkar grafir fundist frá því að Saddam Hussein var komið frá völdum í landinu. Erlent 13.10.2005 19:08 Urðað fyrir utan Sorpu "Við erum að finna allt mögulegt fyrir utan stöðina þegar við komum í vinnuna," segir Andrés Garðarsson starfsmaður Sorpustöðvarinnar í Seljahverfi. Þegar hann kom til vinnu sinnar í fyrradag beið hans þrjúhundruð fermetra teppi sem óprúttnir menn höfðu skilið þar eftir til að komast hjá útgjöldum. Innlent 13.10.2005 19:08 Reykskynjari bjargaði Dalvíkingi Reykskynjari bjargaði lífi tæplega þrítugs karlmanns þegar eldur kom upp á heimili hans á Dalvík í nótt. Nágranni hans tilkynnti lögreglunni um eldinn og þegar lögreglan kom á staðinn var íbúinn, sem var einn í húsinu, að stökkva út um glugga á annarri hæð. Slölkkvilið var fljótt á staðinn og gekk slökkvistarf vel, en húsið er mikið skemmt. Innlent 13.10.2005 19:08 Fundu fjöldagröf í Írak Fjöldagröf með 1500 líkum hefur fundist í suðurhluta Íraks. Talið er að líkamsleifarnar séu af Kúrdum sem voru hraktir frá heimilum sínum seint á níunda áratug síðustu aldar. Flest fórnarlambanna voru konur og börn sem var stillt upp á grafarbakkanum og skotin með AK-47 hríðskotariflum. Erlent 13.10.2005 19:08 Endur í KEA-hretinu "Þetta er bara hið árlega KEA-hret," sagði lögreglan á Ólafsfirði um snjóinn sem kyngdi niður í gær. Til frekari útskýringa standa margir Norðlendingar í þeirri trú að það snjói alltaf þegar KEA heldur vorfund sinn. Innlent 13.10.2005 19:08 Steypuvinnan að hefjast Prufusteypa á einingum í byggingu álverksmiðjunnar fyrir austan stóð yfir í einingaverksmiðju BM Vallár á Reyðarfirði í síðustu viku og hefst steypuvinnan á fullu í næstu viku. Innlent 13.10.2005 19:08 Meningókokkum C útrýmt Tekist hefur að útrýma meningókokkum C á Íslandi hjá fólki undir tvítugu en bakterían veldur meðal annars heilahimnubólgu og hefur kostað fjölda mannslífa. Þetta er árangur bólusetningar sem hófst fyrir tveimur og hálfu ári. Með bólusetningunni hefur tekist að bjarga fjölda mannslífa. Innlent 13.10.2005 19:08 Taldi þjóðsögur verk Shakespears Hvaða eyland í Norður-Atlantshafi er tengt sögum og þjóðsögum frá 13. öld? Flestir Íslendingar gætu líkast til getið sér til um það en ekki landafræðispekingarnir ungu sem tóku þátt í landafræðikeppni <em>National Geographic</em> í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Hetjan Jared Martin frá bænum Lititz var viss um að þarna væri átt við Stóra-Bretland og taldi víst að þjóðsögurnar sem um ræddi væru verk Shakespears. Erlent 13.10.2005 19:08 Andstæðingum stjórnarskrár fækkar Andstæðingar stjórnarskrár Evrópusambandsins í Frakklandi eru nú færri en stuðningsmennirnir, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þetta er í fyrsta sinn síðan í mars sem könnun bendir til þessa. Dagblaðið <em>Le Monde</em> birti nýjustu könnunina í morgun og samkvæmt henni eru 52 prósent aðspurðra fylgjandi stjórnarskránni en 48 prósent á móti henni. Erlent 13.10.2005 19:08 Árásir á ferðamannasvæðum Tvennt lést og að minnsta kosti tíu særðust í tveim árásum á vinsælum ferðamannastöðum í Kaíró í Egyptalandi í gær. Talið er að þau bæði sem létust hafi verið árásarfólk. Samkvæmt heimildum AP fréttastofunnar er talið að árásirnar séu tengdar. Erlent 13.10.2005 19:08 Ránið reyndist hafa verið flótti Ástin á sér mörg leyndarmál en fá jafnskrautleg og þau sem Jennifer Wilbanks átti sér um skamma stund. Erlent 13.10.2005 19:08 Á 180 km hraða á Kringlumýrarbraut Maður var stöðvaður á mótorhjóli sínu á 180 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut í Reykjavík um tvöleytið í nótt en hámarkshraði á þeirri götu er aðeins 80 kílómetrar á klukkustund. Maðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum og segir lögreglan manninn verða ákærðan og að hann fái að öllum líkindum háa sekt, en hversu há hún verður fer eftir ferli mannsins í umferðinni til þessa. Innlent 13.10.2005 19:08 Fyrsti malbikunaráfangi kominn Fyrsti malbikunaráfanganum í göngunum milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar var lokið í síðustu viku. Þar með hafa 40 prósent af göngunum verið malbikuð frá endanum Fáskrúðsfjarðar megin. Innlent 13.10.2005 19:08 Minnast loka stríðsins Tugþúsundir tóku þátt í hátíðarhöldum í Ho Chi Minh-borg í Víetnam í tilefni þess að 30 ár eru liðin síðan Víetnamstríðinu lauk. Erlent 13.10.2005 19:08 Dregur saman með fylkingum Réttum mánuði áður en Frakkar ganga til atkvæða um staðfestingu stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins sýndu niðurstöður nýjustu skoðanakönnunarinnar í gær að enn hallaðist meirihluti kjósenda að því að hafna sáttmálanum. Erlent 13.10.2005 19:08 Meiddist lítillega í veltu Jeppi ók út af við Ingólfshvoll í Ölfusi um fjögurleytið í dag og valt í kjölfarið. Einn maður var í bílnum og samkvæmt lögreglunni á Selfossi var hann fluttur á slysadeild með minni háttar meiðsl. Innlent 13.10.2005 19:08 Felldu þrjá borgara í Afganistan Sjö létust, þar af þrír óbreyttir borgarar, í loftárásum Bandaríkjahers á búðir uppreisnarmanna í gær. Frá þessu greindu Bandaríkjamenn í dag. Búðirnar eru í Uruzgan-héraði þar sem uppreisnarmenn úr röðum talibana hafa haldið uppi árásum á bandarískar og afganskar hersveitir. Erlent 13.10.2005 19:08 Funda um ofbeldi á þriðjudag Akureyringar ætla ekki að láta mótmæli gegn ofbeldi og fíkniefnum í bænum í gær nægja því boðað hefur verið til borgarafundar í Ketilshúsinu á þriðjudaginn kemur þar sem ræða á hvernig hægt sé að draga út eða stöðva það ofbeldi og þann vímuefnavanda sem fréttir hafa borist af að undanförnu. Innlent 13.10.2005 19:08 Kantbitar steyptir í Reyðarfirði Búið er að negla niður 380 metra stálþil í nýju höfninni í Reyðarfirði. Verið er að steypa kantbitana á það og á því verki að vera lokið 1. júlí. Innlent 13.10.2005 19:08 Má ekki fara í fóstureyðingu Dómstóll í Flórída í Bandaríkjunum hefur meinað þrettán ára gamalli stúlku að fara í fóstureyðingu á þeim grundvelli að hana skorti þroska til að taka slíka ákvörðun. Stúlkan er komin þrjá mánuði á leið og hugðist láta eyða fóstrinu á þriðjudaginn var en barnaverndaryfirvöld fóru með málið fyrir dómstóla og héldu því fram að stúlkan, sem er á framfæri ríkisins, væri of ung og óþroskuð til þess að taka upplýsta ákvörðun í málinu. Erlent 13.10.2005 19:08 Stjórnvöld endurskoði afstöðu sína Stjórn BSRB hefur sent frá sér ályktun um málefni Mannréttindaskrifstofu Íslands, en henni var synjað um fjárstuðning frá utanríkisráðuneytinu í vikunni. Í ályktuninni hvetur stjórn BRSB stjórnvöld til að endurskoða afstöðu sína um fjárstuðning við Mannréttindaskrifstofuna og tryggja henni traustan starfsgrundvöll. Erlent 13.10.2005 19:08 Einn lést í sprengingu í Kaíró Einn lést og sjö særðust í sprengingu nærri þjóðminjasafninu í Kaíró í Egyptalandi í dag. Hinn látni var Egypti og það voru þrír hinna slösuðu líka en hinir fjórir voru ferðamenn, tveir þeirra frá Ísrael og hinir frá Ítalíu og Rússlandi. Í fyrstu var talið að sá sem lést væri sjálfsmorðsárásarmaður en Reuters-fréttstofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að sprengjunni hafi verið kastað af brú nærri þjóðminjasafninu. Erlent 13.10.2005 19:08 Þrír eiga hlutabréf Þingmenn Vinstri-grænna hafa birt lista yfir eignir sínar á heimasíðu sinni. Þrír þeirra eiga hlutabréf. Innlent 13.10.2005 19:08 Keypti íbúð á Reyðarfirði Karl Heimir Búason seldi íbúðina sína á Eskifirði í haust og hefur nú keypt þriggja herbergja 90 fermetra íbúð á sjöundu hæð í blokk á Reyðarfirði fyrir 14 milljónir króna. Hann fær íbúðina afhenta um miðjan júní. Innlent 13.10.2005 19:08 Sjóbrotsmaður klárar túrinn "Ég er hvergi banginn þótt illa hafi farið síðast," segir Kjartan Jakob Hauksson sem hyggst nú klára siglingu sína umhverfis landið. Fyrir tveimur árum gerði hann síðustu tilraun en henni lauk með brotlendingu í Rekavík norður af Bolungarvík en þá hafði hann siglt frá Reykjavík Innlent 13.10.2005 19:08 Reykvíkingar sinntu vorverkum Reykvíkingar voru duglegir við að taka til í görðunum sínum í dag enda veðrið gott þó hitinn hafi ekki verið mikill. Innlent 13.10.2005 19:08 Ráðist á ferðamenn í Egyptalandi Röð árása á ferðamenn í Egyptalandi kostaði þrjá lífið í dag. Sjö særðust. Mildi þykir að ekki skyldu fleiri týna lífi. Erlent 13.10.2005 19:08 Ríkið standi aðeins að Rás 1 Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og fyrrverandi menntamálaráðherra, kemst ansi nálægt því að taka undir með þeim félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum sem vilja selja Ríkisútvarpið í pistli á heimasíðu sinni í dag. „Þróunin á fjölmiðlamarkaði og sérstaklega innan ríkisútvarpsins er smátt og smátt að sannfæra mig um, að ríkið eigi í mesta lagi að láta við það eitt sitja að standa fjárhagslega (með framlagi á fjárlögum) að baki rás 1.“ Innlent 13.10.2005 19:08 « ‹ ›
Heppinn að vera á lífi "Ég vaknaði við reykskynjarann en þar sem hann hafði kvöldið áður vakið mig af tilefnislausu ætlaði ég bara að slökkva á honum," segir Teitur Haraldsson íbúi hússins á Dalvík sem brann í fyrrinótt. "Svo gat ég bara ekki dregið að mér andan og þá var mér ljóst hvernig var." Innlent 13.10.2005 19:08
Vatnið verði í eigu þjóðarinnar Stjórn BSRB ætlar að leggja til við stjórnarskrárnefnd að það verði bundið í stjórnarskrá lýðveldisins að vatnið í landinu verði í eigu þjóðarinnar og að aðgangur að drykkjarvatni verði talinn mannréttindi. Stjórnin hefur sent stjórnarskrárnefndinni tillögu að stjórnarskrárbreytingu þar sem kveðið er á um þetta. Innlent 13.10.2005 19:08
Flest líkin af konum og börnum Fjöldagröf með 1500 líkum hefur fundist í suðurhluta Írak. Flest eru líkin af börnum og konum. Alls hafa um 300 slíkar grafir fundist frá því að Saddam Hussein var komið frá völdum í landinu. Erlent 13.10.2005 19:08
Urðað fyrir utan Sorpu "Við erum að finna allt mögulegt fyrir utan stöðina þegar við komum í vinnuna," segir Andrés Garðarsson starfsmaður Sorpustöðvarinnar í Seljahverfi. Þegar hann kom til vinnu sinnar í fyrradag beið hans þrjúhundruð fermetra teppi sem óprúttnir menn höfðu skilið þar eftir til að komast hjá útgjöldum. Innlent 13.10.2005 19:08
Reykskynjari bjargaði Dalvíkingi Reykskynjari bjargaði lífi tæplega þrítugs karlmanns þegar eldur kom upp á heimili hans á Dalvík í nótt. Nágranni hans tilkynnti lögreglunni um eldinn og þegar lögreglan kom á staðinn var íbúinn, sem var einn í húsinu, að stökkva út um glugga á annarri hæð. Slölkkvilið var fljótt á staðinn og gekk slökkvistarf vel, en húsið er mikið skemmt. Innlent 13.10.2005 19:08
Fundu fjöldagröf í Írak Fjöldagröf með 1500 líkum hefur fundist í suðurhluta Íraks. Talið er að líkamsleifarnar séu af Kúrdum sem voru hraktir frá heimilum sínum seint á níunda áratug síðustu aldar. Flest fórnarlambanna voru konur og börn sem var stillt upp á grafarbakkanum og skotin með AK-47 hríðskotariflum. Erlent 13.10.2005 19:08
Endur í KEA-hretinu "Þetta er bara hið árlega KEA-hret," sagði lögreglan á Ólafsfirði um snjóinn sem kyngdi niður í gær. Til frekari útskýringa standa margir Norðlendingar í þeirri trú að það snjói alltaf þegar KEA heldur vorfund sinn. Innlent 13.10.2005 19:08
Steypuvinnan að hefjast Prufusteypa á einingum í byggingu álverksmiðjunnar fyrir austan stóð yfir í einingaverksmiðju BM Vallár á Reyðarfirði í síðustu viku og hefst steypuvinnan á fullu í næstu viku. Innlent 13.10.2005 19:08
Meningókokkum C útrýmt Tekist hefur að útrýma meningókokkum C á Íslandi hjá fólki undir tvítugu en bakterían veldur meðal annars heilahimnubólgu og hefur kostað fjölda mannslífa. Þetta er árangur bólusetningar sem hófst fyrir tveimur og hálfu ári. Með bólusetningunni hefur tekist að bjarga fjölda mannslífa. Innlent 13.10.2005 19:08
Taldi þjóðsögur verk Shakespears Hvaða eyland í Norður-Atlantshafi er tengt sögum og þjóðsögum frá 13. öld? Flestir Íslendingar gætu líkast til getið sér til um það en ekki landafræðispekingarnir ungu sem tóku þátt í landafræðikeppni <em>National Geographic</em> í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Hetjan Jared Martin frá bænum Lititz var viss um að þarna væri átt við Stóra-Bretland og taldi víst að þjóðsögurnar sem um ræddi væru verk Shakespears. Erlent 13.10.2005 19:08
Andstæðingum stjórnarskrár fækkar Andstæðingar stjórnarskrár Evrópusambandsins í Frakklandi eru nú færri en stuðningsmennirnir, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þetta er í fyrsta sinn síðan í mars sem könnun bendir til þessa. Dagblaðið <em>Le Monde</em> birti nýjustu könnunina í morgun og samkvæmt henni eru 52 prósent aðspurðra fylgjandi stjórnarskránni en 48 prósent á móti henni. Erlent 13.10.2005 19:08
Árásir á ferðamannasvæðum Tvennt lést og að minnsta kosti tíu særðust í tveim árásum á vinsælum ferðamannastöðum í Kaíró í Egyptalandi í gær. Talið er að þau bæði sem létust hafi verið árásarfólk. Samkvæmt heimildum AP fréttastofunnar er talið að árásirnar séu tengdar. Erlent 13.10.2005 19:08
Ránið reyndist hafa verið flótti Ástin á sér mörg leyndarmál en fá jafnskrautleg og þau sem Jennifer Wilbanks átti sér um skamma stund. Erlent 13.10.2005 19:08
Á 180 km hraða á Kringlumýrarbraut Maður var stöðvaður á mótorhjóli sínu á 180 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut í Reykjavík um tvöleytið í nótt en hámarkshraði á þeirri götu er aðeins 80 kílómetrar á klukkustund. Maðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum og segir lögreglan manninn verða ákærðan og að hann fái að öllum líkindum háa sekt, en hversu há hún verður fer eftir ferli mannsins í umferðinni til þessa. Innlent 13.10.2005 19:08
Fyrsti malbikunaráfangi kominn Fyrsti malbikunaráfanganum í göngunum milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar var lokið í síðustu viku. Þar með hafa 40 prósent af göngunum verið malbikuð frá endanum Fáskrúðsfjarðar megin. Innlent 13.10.2005 19:08
Minnast loka stríðsins Tugþúsundir tóku þátt í hátíðarhöldum í Ho Chi Minh-borg í Víetnam í tilefni þess að 30 ár eru liðin síðan Víetnamstríðinu lauk. Erlent 13.10.2005 19:08
Dregur saman með fylkingum Réttum mánuði áður en Frakkar ganga til atkvæða um staðfestingu stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins sýndu niðurstöður nýjustu skoðanakönnunarinnar í gær að enn hallaðist meirihluti kjósenda að því að hafna sáttmálanum. Erlent 13.10.2005 19:08
Meiddist lítillega í veltu Jeppi ók út af við Ingólfshvoll í Ölfusi um fjögurleytið í dag og valt í kjölfarið. Einn maður var í bílnum og samkvæmt lögreglunni á Selfossi var hann fluttur á slysadeild með minni háttar meiðsl. Innlent 13.10.2005 19:08
Felldu þrjá borgara í Afganistan Sjö létust, þar af þrír óbreyttir borgarar, í loftárásum Bandaríkjahers á búðir uppreisnarmanna í gær. Frá þessu greindu Bandaríkjamenn í dag. Búðirnar eru í Uruzgan-héraði þar sem uppreisnarmenn úr röðum talibana hafa haldið uppi árásum á bandarískar og afganskar hersveitir. Erlent 13.10.2005 19:08
Funda um ofbeldi á þriðjudag Akureyringar ætla ekki að láta mótmæli gegn ofbeldi og fíkniefnum í bænum í gær nægja því boðað hefur verið til borgarafundar í Ketilshúsinu á þriðjudaginn kemur þar sem ræða á hvernig hægt sé að draga út eða stöðva það ofbeldi og þann vímuefnavanda sem fréttir hafa borist af að undanförnu. Innlent 13.10.2005 19:08
Kantbitar steyptir í Reyðarfirði Búið er að negla niður 380 metra stálþil í nýju höfninni í Reyðarfirði. Verið er að steypa kantbitana á það og á því verki að vera lokið 1. júlí. Innlent 13.10.2005 19:08
Má ekki fara í fóstureyðingu Dómstóll í Flórída í Bandaríkjunum hefur meinað þrettán ára gamalli stúlku að fara í fóstureyðingu á þeim grundvelli að hana skorti þroska til að taka slíka ákvörðun. Stúlkan er komin þrjá mánuði á leið og hugðist láta eyða fóstrinu á þriðjudaginn var en barnaverndaryfirvöld fóru með málið fyrir dómstóla og héldu því fram að stúlkan, sem er á framfæri ríkisins, væri of ung og óþroskuð til þess að taka upplýsta ákvörðun í málinu. Erlent 13.10.2005 19:08
Stjórnvöld endurskoði afstöðu sína Stjórn BSRB hefur sent frá sér ályktun um málefni Mannréttindaskrifstofu Íslands, en henni var synjað um fjárstuðning frá utanríkisráðuneytinu í vikunni. Í ályktuninni hvetur stjórn BRSB stjórnvöld til að endurskoða afstöðu sína um fjárstuðning við Mannréttindaskrifstofuna og tryggja henni traustan starfsgrundvöll. Erlent 13.10.2005 19:08
Einn lést í sprengingu í Kaíró Einn lést og sjö særðust í sprengingu nærri þjóðminjasafninu í Kaíró í Egyptalandi í dag. Hinn látni var Egypti og það voru þrír hinna slösuðu líka en hinir fjórir voru ferðamenn, tveir þeirra frá Ísrael og hinir frá Ítalíu og Rússlandi. Í fyrstu var talið að sá sem lést væri sjálfsmorðsárásarmaður en Reuters-fréttstofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að sprengjunni hafi verið kastað af brú nærri þjóðminjasafninu. Erlent 13.10.2005 19:08
Þrír eiga hlutabréf Þingmenn Vinstri-grænna hafa birt lista yfir eignir sínar á heimasíðu sinni. Þrír þeirra eiga hlutabréf. Innlent 13.10.2005 19:08
Keypti íbúð á Reyðarfirði Karl Heimir Búason seldi íbúðina sína á Eskifirði í haust og hefur nú keypt þriggja herbergja 90 fermetra íbúð á sjöundu hæð í blokk á Reyðarfirði fyrir 14 milljónir króna. Hann fær íbúðina afhenta um miðjan júní. Innlent 13.10.2005 19:08
Sjóbrotsmaður klárar túrinn "Ég er hvergi banginn þótt illa hafi farið síðast," segir Kjartan Jakob Hauksson sem hyggst nú klára siglingu sína umhverfis landið. Fyrir tveimur árum gerði hann síðustu tilraun en henni lauk með brotlendingu í Rekavík norður af Bolungarvík en þá hafði hann siglt frá Reykjavík Innlent 13.10.2005 19:08
Reykvíkingar sinntu vorverkum Reykvíkingar voru duglegir við að taka til í görðunum sínum í dag enda veðrið gott þó hitinn hafi ekki verið mikill. Innlent 13.10.2005 19:08
Ráðist á ferðamenn í Egyptalandi Röð árása á ferðamenn í Egyptalandi kostaði þrjá lífið í dag. Sjö særðust. Mildi þykir að ekki skyldu fleiri týna lífi. Erlent 13.10.2005 19:08
Ríkið standi aðeins að Rás 1 Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og fyrrverandi menntamálaráðherra, kemst ansi nálægt því að taka undir með þeim félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum sem vilja selja Ríkisútvarpið í pistli á heimasíðu sinni í dag. „Þróunin á fjölmiðlamarkaði og sérstaklega innan ríkisútvarpsins er smátt og smátt að sannfæra mig um, að ríkið eigi í mesta lagi að láta við það eitt sitja að standa fjárhagslega (með framlagi á fjárlögum) að baki rás 1.“ Innlent 13.10.2005 19:08