Fréttir

Fréttamynd

Hótel Borg verður Keahótel

Hótel Borg er orðið sjötta hótelið í keðju Keahótela ehf. sem hefur undirritað leigusamning við Hótel Borg ehf. um rekstur hótelsins til fimmtán ára.

Innlent
Fréttamynd

Kanna skaðabótamál í Símamáli

Lögmenn Símans eru nú að kanna skaðabótamál gegn fjórmenningunum í Landssímamálinu svokallaða. Hægt verður að viðhalda skaðabótakröfum á þá í áratugi verði þær ekki greiddar.

Innlent
Fréttamynd

Birti myndir af látnum hermönnum

Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur birt tæplega 300 myndir af látnum hermönnum og kistum þeirra, en hermennirnir létust m.a í Írak og Afganistan. Þetta gerði ráðuneytið í kjölfar þess að háskólaprófessorinn Ralph Begleiter lagði fram kæru á hendur því, en hann taldi að samkvæmt upplýsingalögum yrðu bandarísk stjórnvöld að birta myndirnar.

Erlent
Fréttamynd

Sundabraut í útboð 2007

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að ef allt gengur að óskum verði hægt að bjóða Sundabraut út síðla árs 2007. Þetta kom fram í máli ráðherrans á borgarafundi á Akranesi í fyrrakvöld.

Innlent
Fréttamynd

Vilja 7 milljarða bætur fyrir verk

Borgaryfirvöld í Osló hyggjast fara fram á 700 milljónir norskra króna, andvirði sjö milljarða íslenskra króna, í bætur fyrir málverkin Ópið og Madonnu eftir Edvard Munch, sem stolið var af Munch-safninu í ágúst í fyrra. Málverkin hafa ekki enn fundist en þrír menn sitja í gæsluvarðahaldi vegna gruns um aðild að ráninu.

Erlent
Fréttamynd

FL Group íhugar olíuinnflutning

Stærsti kaupandi eldsneytis á landinu íhugar að hefja innflutning sjálfur og hefur fest sér lóð fyrir birgðastöð. Forsvarsmenn FL Group útiloka ekki að hefja sölu á flugvélabensíni til annarra flugfélaga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telur ÁTVR brjóta áfengislög

Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlögmaður telur að séu niðurstöður nýfallins dóms Héraðsdóms Reykjavíkur um útstillingu og umfjöllun um tóbaks heimfærðar upp á áfengislöggjöfina megi draga þá ályktun að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins brjóti þá löggjöf.

Innlent
Fréttamynd

Þjófur fúlsar við græjum

Brotist var inn í og kveikt í bifreið í Höfðahverfi í Reykjavík aðfaranótt föstudags. Þjófurinn reif úr græjurnar og fúlsaði svo við þeim.

Innlent
Fréttamynd

Pútín heitir Palestínumönnum hjálp

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hét því í gær að sjá leiðtogum Palestínumanna fyrir þyrlum og öðrum búnaði og þjálfun til að hjálpa palestínskum yfirvöldum að framfylgja lögum og reglu á Gazaströndinni og þeim hlutum Vesturbakkans sem Ísraelar hafa heitið að fara frá í sumar.

Erlent
Fréttamynd

Egg verður að vera boðið

Það er ekki hægt að biðja einhvern um egg til frjóvgunar, það verður að vera boðið, segir Anna Þorvaldsdóttir, sem þarf á eggi frá annarri konu að halda til að geta eignast barn. Fjöldi eggjagjafa hefur aukist lítillega síðan tæknifrjóvgunarstofan Art Medica hóf að bjóða gjöfunum greiðslu, en biðlistarnir eru enn langir.

Innlent
Fréttamynd

Haturshermaður dæmdur

Bandarískur hermaður hefur verið dæmdur til dauða fyrir að drepa tvo félaga sína og særa fjórtán í herbúðum í Kúvæt á upphafsdögum Íraksstríðsins.

Erlent
Fréttamynd

Ofbeldi mótmælt á Akureyri

Mótmæli gegn ofbeldi hefjast á Ráðhústorginu á Akureyri klukkan fimm í dag. En efnt var til mótmælanna í kjölfar hrottalegra líkamsárása sem orðið hafa í bænum að undanförnu og gefa bæjarbúar ofbeldismönnum rauða spjaldið.

Innlent
Fréttamynd

Lengstu neðansjávargöng í heimi

Færeyingar íhuga að grafa lengstu neðansjávargöng í heimi fyrir bílaumferð. Um er að ræða göng milli Straumeyjar og Sandeyjar en þau yrðu tólf kílómetra löng. Kostnaður er áætlaður um 60 milljarðar íslenskra króna.

Erlent
Fréttamynd

Landnemar tókust á við lögreglu

Til átaka kom á milli ísraelskra hermanna og landnema á Vesturbakkanum í dag þegar hermennirnir reyndu að handtaka landnemana fyrir að grýta palestínskan vörubíl. Ísraelskur hermaður særðist lítillega í átökunum en alls voru sjö landnemar handteknir.

Erlent
Fréttamynd

Vinna saman að tilboði í Símann

Hópur fjárfesta vinnur nú að tilboði í Símann. Í hópnum eru Atorka Group, Frosti Bergsson, Jón Helgi Guðmundsson, Jón Snorrason og Sturla Snorrason. Hópurinn útilokar ekki samstarf við aðra, en í fréttatilkynningu frá þeim segir að fjárfestarnir hafi ekki starfað saman áður. Þeir vonast til að einkavæðingarferlið verði gagnsætt þannig að allir sitji við sama borð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

"Páfabíll" á eBay

Á uppboðsvefnum eBay býðst netverjum nú að bjóða í bifreið sem þykir merkileg fyrir þær sakir hver er skráður fyrri eigandi hennar. Það er enginn annar er Josef Ratzinger kardináli, nú Benedikt XVI páfi.

Erlent
Fréttamynd

Blásið á athugasemdir dómara

Umfjöllun fjölmiðla kann að hafa þrýst á um að máli var áfrýjað. Hæstiréttur taldi mann ekki eiga sér málsbætur fyrir að berja eiginkonu sína. Héraðsdómur tók áður fram að hún hefði reitt hann til reiði.

Innlent
Fréttamynd

Tíu sveitarfélög undir eftirliti

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent tíu sveitarfélögum boð um samning um fjárstyrk vegna fjárhagsvanda. Byggist þetta á reglum sem samþykktar voru í tengslum við sérstakt 200 milljóna króna framlag ríkisins í jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Innlent
Fréttamynd

Samvinna án aðildar Bandaríkjanna

Fidel Castro, forseti Kúbu, og Hugo Chavez, forseti Venesúela, hvöttu í morgun ríki í Suður-Ameríku til þess að gera með sér fríverslunarsamning án afskipta Bandaríkjanna og án alls samstarfs við Bandaríkjamenn. Leiðtogarnir funduðu í Havana á Kúbu í morgun. Chavez er þar í opinberri heimsókn í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu ríkja sem eru andvíg fríverslunarsamkomulagi sem Bandaríkjamenn fara fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Tók áminningu til baka

Ólína Þorvarðardóttir, skólastjóri Menntaskólans á Ísafirði, segir dómssátt hafa náðst í máli sem komið var fyrir Héraðsdóm Vestfjarða, en enskukennari við skólann höfðaði mál gegn Menntaskólanum á Ísafirði. Enskukennarinn ítrekaði afsökunarbeiðni og í framhaldinu felldi Ólína áminningu úr gildi sem hún hafði veitt kennaranum vegna yfirferðar á prófum.

Innlent
Fréttamynd

Súrrealískt ástand

Gríðarleg bjartsýni ríkir í Fjarðabyggð nú þegar framkvæmdirnar eru þar í fullum gangi en ástandið er auðvitað ekki "eðlilegt". Stríður straumur er af þungavinnuflutningum um bæinn á hverjum degi. Fasteignaviðskipti hafa aldrei við blómlegri og samkeppni er í matvöruverslun.

Innlent
Fréttamynd

Ekki lengra gengið í aðhaldi

Háskólaráð og deildarforsetar við Háskóla Íslands telja að til þess að skólinn geti áfram staðið undir þeim kröfum og væntingum sem til hans séu gerðar verði ekki gengið lengra í aðhaldi og sparnaði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun Háskóla Íslands vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar um stofnunina.

Innlent
Fréttamynd

Utangarðsmenn gegn leiðindunum

Mörgum hefur þótt skorta á spennu í kosningabaráttuna í Bretlandi enda bendir flest til að Tony Blair fái endurnýjað umboð til að stjórna þriðja kjörtímabilið í röð. Þeim til upplyftingar sem þykir svo spennulaus barátta leiðinleg vill til að upp á hana lífga menn eins og "gólandi lávarðurinn" Alan Hope, Biro lávarður og Kapteinn Beany.

Erlent
Fréttamynd

Keahótel reka Hótel Borg

Keahótel og Hótel Borg undirrituðu í gær samning um að fyrrnefnda félagið taki við rekstri Hótel Borgar við Austurvöll. Ekki er um kaup á hótelinu að ræða heldur var gerður leigusamningur til næstu 15 ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Keahótelum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ver hagsmuni sína í kjölfar dóms

Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir ljóst að Síminn muni verja hagsmuni sína í framhaldi af Hæstaréttardómi yfir þremur sakborningum í Landssímamálinu sem féll í gær. Lögfræðingar fyrirtækisins eru nú að kanna málið en eftir að dómur féll í héraðsdómi á síðasta ári segir hún grunn hafa verið lagðan að bótaskyldu.

Innlent
Fréttamynd

Múslímar hvattir til frekari árasa

Minnst 22 féllu þegar fjórar bílasprengjur sprungu í Bagdad í Írak í morgun. Leiðtogi al-Qaida í Írak hvetur múslíma til að herða sóknina enn frekar gegn Bandaríkjaher.

Erlent
Fréttamynd

Engin sátt um Íraksrannsókn

Ítölsk og bandarísk yfirvöld hafa ekki náð fullum sáttum um útskýringar á því hvernig til þess kom að bandarískir hermenn skutu ítalskan leyniþjónustumann til bana í Írak í byrjun mars. Fulltrúar beggja ríkisstjórna luku fundarhöldum í Róm í gær án þess að komast að neinni sameiginlegri niðurstöðu um málið.

Erlent
Fréttamynd

Friðargæsluliðar aldrei í fríi

Friðargæsluliðar eru aldrei í fríi, segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra, í tengslum við umræðu um tryggingarmál þeirra sem særðust í árásinni á Kjúklingastræti í Kabúl í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Sofnaði undir stýri og ók út af

Ökumaður slapp með skrámur þegar bíll hans flaug út af veginum í Norðurárdal í Borgarfirði í gærkvöldi og skall svo harkalega niður að hluti hjólabúnaðarins sópaðist undan honum. Bensínleiðsla rofnaði líka þannig að eldur kom upp í bílnum en ökumaður flutningabíls sem kom að gat slökkt eldinn með handslökkvitæki. Að sögn lögreglu sofnaði ökumaðurinn undir stýri en hann var að koma austan af Fjörðum eftir að hafa unnið fá því snemma í gærmorgun og síðan lagt upp í þennan langa akstur.

Innlent
Fréttamynd

Hard Rock í Kringlunni lokað

Veitingastaðnum Hard Rock í Kringlunni verður lokað eftir rúman mánuð og var starfsfólkinu tilkynnt um uppsögn í gærkvöldi. Það þótti nokkur viðburður þegar staðurinn var opnaður fyrir átján árum en að undanförnu hefur hann farið halloka í samkeppninni við aðra veitingastaði á svæðinu.

Innlent