Fréttir

Fréttamynd

60 deyja daglega

Fjögur hundruð árásir eru að jafnaði gerðar í Írak í hverri viku og daglega týna um sextíu manns lífi í þeim.

Erlent
Fréttamynd

Forsætisnefnd geri tillögur

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra telur eðlilegt að tillögur um breytingar á eftirlaunalögunum verði gerðar af forsætisnefnd.

Innlent
Fréttamynd

Afplánar dóm fyrir fordóma

Mogens Glistrup, stofnandi danska Framfaraflokksins, þarf á næstunni að afplána tuttugu daga fangelsisdóm fyrir brot á lögum um kynþáttafordóma.

Erlent
Fréttamynd

Talsverðar annir hjá slökkviliðinu

Talsverðar annir voru hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gær og í gærkvöldi þegar liðið var hvað eftir annað kallað út vegna sinuelda. Hvergi hlaust þó tjón á mannvirkjum eða trjágróðri en bannað er að kveikja sinuelda á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

500 tonna fljúgandi flykki

Loftið var hlaðið spennu á flugvellinum í Toulouse í Frakklandi í morgun þar sem þúsundir biðu þess að sjá nærri fimm hundruð tonna risaflugvél á tveimur hæðum taka á loft. Vænghafið er rétt tæpir áttatíu metrar sem er lengra en fyrsta flug Wright-bræðranna árið 1903.

Erlent
Fréttamynd

Öryggisvörður settur við Mýrargötu

Settur hefur verið öryggisvörður við húsið að Mýrargötu 26 í Reykjavík vegna síendurtekinna bruna og íkveikjutilrauna við húsið. Síðast var kveikt í húsinu um síðustu helgi.

Innlent
Fréttamynd

Nýjustu Nokia-símarnir kynntir

Farsímarisinn Nokia kynnti í dag nýjustu gerðir gemsa. Flestir eru þeir orðnir meira en bara símar og sömu sögu er að segja af tólunum sem kynnt voru í dag. Einn síminn er eiginlega myndbandsupptökuvél, með hágæðalinsu frá þýska framleiðandanum Zeiss, og getur tekið upp myndskeið í sömu gæðum og VHS-myndavél.

Erlent
Fréttamynd

Fimm börn á verði eins

Teresa Anderson, 25 ára gömul kona frá Phoenix, fæddi í fyrradag fimmbura. Slíkt væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök að Anderson hafði tekið að sér að ganga með börnin fyrir hjón sem ekki gátu gert það sjálf.

Erlent
Fréttamynd

Handtekinn á miðri flugbraut

Lögreglan í Reykjavík handtók mann inni á miðri flugbraut á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi, enda var flugumferð enn í gangi og hefði flugvélum geta stafað hætta af manninum. Hann reyndist mjög ölvaður og vissi vart hvar hann var, hvað þá heldur hvert hann væri að fara.

Innlent
Fréttamynd

Mikil eftirsjá í Eyrarhrauni

Eyrarhraun, húsið sem brann til kaldra kola í Hafnarfirði í gærkvöldi, hafði mikið menningarsögulegt gildi fyrir bæinn að mati sagnfræðings við Byggðasafn Hafnarfjarðar. Hann segir yfirvöld hafa reynt að vernda húsið fyrir skemmdarvörgum - en það sé erfitt verkefni.

Innlent
Fréttamynd

Vetnistilraunir haldi hér áfram

Tilraunaverkefni um vetnisknúna strætisvagna lýkur í sumarlok en frá því að það hófst í október 2003 hafa vetnisvagnarnir ekið rúmlega 65 þúsund kílómetra.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarkreppan á enda

Allar líkur eru á að stjórnlagaþing Íraka muni í dag greiða atkvæði um ráðherralista al-Jaafari, verðandi forsætisráðherra. Írösk þingkona var skotin til bana á heimili sínu á miðvikudagskvöldið.

Erlent
Fréttamynd

Stórhert eftirlit með örorkusvikum

Tryggingastofnun ríkisins er nú að skera upp herör gegn þeim sem svíkja út örorkulífeyri. Þar er um að ræða fólk sem er á bótum en vinnur "svart". Einnig lífeyrisþega með börn sem eru fráskildir á pappírunum og fá þar með hærri barnalífeyri.

Innlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra ekið í vetnisbíl

Forsætisráðherra var ekið í fólksbíl inn í ráðstefnusal í dag. Um var að ræða vetnisknúinn bíl og markaði ökuferðin upphaf ráðstefnu þar sem kynntar eru niðurstöður vetnisstrætisvagna-verkefnisins sem staðið hefur yfir síðustu tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Ný ríkisstjórn mynduð

Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Írak. Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra landsins, greindi frá þessu í dag. Kosið verður um ráðherralistann á írakska þinginu á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Fékk þrjá stóra hákarla

Bjarni Elíasson á Drangsnesi á Ströndum setti heldur betur í veiði í fyrradag þegar hann fór út á trillu sinni að renna fyrir hákarl, djúpt út af Kaldbaksvík. Hann fékk þrjá stóra hákarla í róðrinum og var mikið um að vera á bryggjunni á Drangsnesi þegar hann kom að landi, enda þurfti hann hjálparhönd við löndunina.

Innlent
Fréttamynd

Karlar drekka næstum þrefalt meira

Íslenskir karlar drekka næstum þrefalt meira áfengi en konur, þrátt fyrir að ungar konur hafi stóraukið áfengisneyslu sína síðustu ár. Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun á drykkjuvenjum Íslendinga, sem gerð var á vegum Lýðheilsustöðvar í lok síðasta árs, og borin var saman við könnun sem gerð var árið 2001.

Innlent
Fréttamynd

Nota borgarkerfið í formannsslag

"Afskipti æðstu embættismanna af innanflokksátökum í ákveðnum stjórnmálaflokki með svona áberandi hætti hafa ekki tíðkast til þessa," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Hann er ósáttur við stuðningsyfirlýsingar þriggja embættismanna við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í formannskjöri Samfylkingar.

Innlent
Fréttamynd

Nýr framkvæmdastjóri á Hrafnseyri

Valdimar J. Halldórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hrafnseyrarnefndar og tekur hann við starfinu af Hallgrími Sveinssyni sem gegnt hefur stöðunni til margra ára. Valdimar er mannfræðingur að mennt og kennari við Menntaskólann á Ísafirði.

Innlent
Fréttamynd

Tók bílinn ófrjálsri hendi

Konan sem lést í bílslysi í gærkvöldi tók bílinn ófrjálsri hendi. Engin skilríki voru á konunni og voru ekki borin kennsl á hana fyrr en í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Vafasamar skráningar í flokkinn

Móðir misþroska drengs hringdi öskureið á skrifstofu Samfylkingarinnar í gær og kvartaði undan því að fimmtán ára sonur hennar hefði verið skráður í Samfylkinguna. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar, segir nokkuð ljóst að menn hafi farið offari og skráð einhverja sem ekki vilji vera í flokknum.

Innlent
Fréttamynd

Kosningar í Líbanon í maílok

Þingkosningar í Líbanon hefjast þann 29. maí. Talsmaður þingsins í Líbanon tilkynnti þetta í morgun. Kosningarnar verða haldnar í nokkrum umferðum og gætu því tekið nokkrar vikur.

Erlent
Fréttamynd

Forsendur þurfa nánari skoðun

Öryrkjabandalagið segir að ýmsar forsendur, sem höfundur nýrrar skýrslu um fjölgun öryrkja gefur sér, þarfnist nánari skoðunar. Þá megi efast um að skýrslan gefi raunhæfa mynd af tekjum öryrkja.

Innlent
Fréttamynd

Kæra Reynis tekin fyrir

Jón Trausti Lúthersson hefur verið ákærður fyrir að hafa ráðist á Reyni Traustason, fyrrverandi fréttastjóra DV, á skrifstofu blaðsins í október síðastliðnum. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Verpti fyrsta egginu

Tjaldur, sem á hverju ári gerir sér hreiður á göngustíg rétt við Sævang á Ströndum, hefur verpt fyrsta egginu. Frá þessu er greint á fréttavefnum Strandir.is.

Innlent
Fréttamynd

Stærsta farþegaþota sögunnar

Nýr kafli í sögu farþegaflugsins hófst í gær þegar Airbus A380 flaug sitt fyrsta flug. 555 farþegar rúmast hæglega í þessari risaþotu en ekki er víst hvort smíði hennar muni nokkurn tímann standa undir kostnaði.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldamótmæli í Ekvador

Fjöldamótmæli hafa brotist út í Ekvador eftir að forseta landsins var vikið úr embætti í síðustu viku. Stuðningsmenn forsetans fyrrverandi hafa safnast saman á götum úti og krafist þess að forsetinn komist aftur til valda.

Erlent
Fréttamynd

Uppgangur á Hvanneyri

Það fer vart fram hjá nokkrum þeim er leið á um Hvanneyri að þar ríkir uppgangur mikill. Allnokkur ný hús hafa risið þar að undanförnu og er ráðgert að byggja allt að 20 í viðbót á næstu mánuðum.

Innlent
Fréttamynd

60 taldir af eftir lestarslys

Óttast er að allt að sextíu manns hafi farist og meira en fjörutíu slasast þegar farþegalest keyrði á rútu nærri höfuðborg Srí Lanka í nótt. Áreksturinn varð þar sem járnbrautarteinarnir og akvegur skerast.

Erlent