Fréttir

Fréttamynd

Búið að handtaka fjóra vegna líkamsárásar

Lögreglan í Keflavík hefur handtekið fjóra menn vegna alvarlegrar líkamsárásar í bænum í morgun. Ráðist var á tvo menn og þurfti að flytja annan þeirra á sjúkrahús í Reykjavík vegna áverka á höfði.

Innlent
Fréttamynd

Dvergþerna sést í fyrsta sinn á Íslandi

Lítil þerna fannst við Mikley á Höfn fyrir helgi sem greind var sem dvergþerna, að því er fram kemur á fréttavefnum Horn.is. Þetta er í fyrsta sinn sem sú fuglategund sést hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Ætla ekki að steypa forsetanum af stóli

Leiðtogi íslömsku skæruliðahreyfingarinnar sem lagði undir sig Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í síðustu viku hefur heitið því að samtök hans muni ekki steypa Abdullah Yusuf, forseta landsins, af stóli.

Erlent
Fréttamynd

Hátíðahöld fóru víðast hvar vel fram í gærkvöld

Hátíðahöld virðast hafa farið vel fram víða um land þótt ölvun hafi verið töluverð á mörgum stöðum. Í höfuðborginni var erill hjá lögreglu allt fram til klukkan sjö í morgun og voru sex fluttir á slysadeild í nótt, tveir vegna minni háttar líkamsárása og fjórir eftir að hafa hrasað vegna ölvunar.

Innlent
Fréttamynd

Alvarleg líkamsárás í Keflavík í morgun

Alvarleg líkamsárás átti sér stað í Keflavík um sexleytið í nótt þegar ráðist var á tvo karlmenn á gangi í bænum. Bíl var ekið upp að mönnunum og stigu fjórir karlmenn út og réðust á tvímenningana. Annar þeirra hlaut alvarlega áverka á höfði og var fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann í Fossvogi.

Innlent
Fréttamynd

Íranar eru jákvæðir

Vonir glæddust um lausn á kjarnorkudeilunni við Írana vegna yfirlýsinga um að þeir vilji skoða sáttatilboð Vesturveldanna af mikilli alvöru. Fregnir af eldflaugatilraunum Norður-Kóreumanna vekja hins vegar talsverðan ugg

Erlent
Fréttamynd

Segja framtíð landsins ráðast á næstu misserum

Fullt var út úr dyrum á stofnfundi Framtíðarlandsins, félags áhugafólks um framtíð Íslands, í Austurbæ í hádeginu. Talsmenn félagsins telja að framtíð landsins muni ráðast á næstu mánuðum eða misserum og vilja hafa áhrif á hana og gera Ísland að draumalandi.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald vegna hnífsstungu

Karlmaður um tvítugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 23. júní vegna hnífsstungu á veitingastað við Laugaveginn í nótt.

Innlent
Fréttamynd

50-60 þúsund manns í miðbænum

Talið er að á bilinu 50-60 þúsund manns hafi lagt leið leið sína í miðbæinn nú í eftirmiðdaginn til að fylgjast með hátíðardagskrá í tilefni þjóðháítðardagsins.

Innlent
Fréttamynd

Ellefu Íslendingar sæmdir fálkaorðunni

Ellefu Íslendingar voru sæmdir heiðursorðu hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, sex karlar og fimm konur. Þar á meðal voru Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, fyrir störf að velferð og réttindum kvenna, Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur fyrir störf í þágu kirkju og samfélags, Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar svokölluðu, fyrir frumkvæði í menntamálum.

Innlent
Fréttamynd

Sonur síðasta konungs Ítalíu handtekinn

Ítalska lögreglan handtók í gær Viktor Emmanuel, son Umberto annars, síðasta konungs Ítalíu. Emmanuel er grunaður um að hafa tekið þátt í skipulagðri glæpastarfsemi sem talin er teygja anga sína víða um lönd, meðal annars á sviði vændis.

Erlent
Fréttamynd

Húsfyllir á fundi Framtíðarlandsins í Austurbæ

Um 600 manns sóttu stofnfund Framtíðarlandsins, félags áhugafólks um framtíð Íslands. Fundurinn var haldinn í Austurbæ í hádeginu. Aðstandendur félagsins telja að framtíð landsins ráðist á næstu mánuðum eða misserum.

Innlent
Fréttamynd

N-Kóreumenn prófa eldflaug um helgina

Norður-Kóreumenn hyggjast um helgina skjóta á loft langdrægri tilraunaeldflaug sem getur borið kjarnaodda. Eldflaugin er af tegundinni Taepodong-2 og getur dregið sex þúsund kílómetra, eða allt til borga á vesturströnd Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Dræm þátttaka áhyggjuefni

Íslendingar mega ekki gleyma þeim fórnum sem færðar voru til að koma hér á almennum kosningarétti. Þetta sagði forsætisráðherra í þjóðhátiðarræðu sinni í morgun. Töluvert af fólki var í miðbænum í morgun, þrátt fyrir að veðrið væri með grárra móti.

Innlent
Fréttamynd

Skilmálar ekki í samræmi við lög

Skilmálar borgarinnar vegna útboðs um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar eru ekki í samræmi við lög segir kærunefnd útboðsmála. Þetta kemur fram á forsíðu Morgunblaðsins í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ekki virðist meirihluti fyrir hvalveiðum

Ríki sem hlynnt eru nýtingu hvalastofna virðast ekki í meirihluta á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins, þvert á það sem spáð hafði verið. Í gær höfðu friðunarsinnar betur í tveimur atkvæðagreiðslum á fundinum sem fram fer í karabíska eyríkinu Sankti Kristófer og Nevis.

Erlent
Fréttamynd

Töluverður erill hjá lögreglunni á Akureyri

Töluverður erill var hjá lögreglunni á Akureyri í gær og nótt en nóttinn gekk þó slysalaust fyrir sig. Mikil ölvun var í bænum og þurfti lögregla að hafa afskipti af allmörgum ungmennum sem ekki höfðu lögaldur til að neyta áfengis.

Innlent
Fréttamynd

Pétur Gautur hlaut flest verðlaun á Grímunni

Leikritið Pétur Gautur, sem sýnt hefur verið í Þjóðleikhúsinu í vetur, kom sá og sigraði á Grímunni, íslensku leiklistarverðlaununum, sem voru afhent við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gærkvöld.

Innlent
Fréttamynd

Tugir liggja í valnum eftir átök morgunsins

Í það minnsta 37 hafa fallið í heiftarlegum átökum stjórnarhersins á Srí Lanka og Tamíl-tígra í morgun. Formælandi ríkisstjórnarinnar segir að ákveðið hafi verið að ráðast til atlögu gegn Tamílum eftir að 64 borgarar létu lífið í fyrradag þegar rúta sem þeir voru í ók utan í jarðsprengju sem tígrarnir höfðu komið fyrir.

Erlent
Fréttamynd

17. júní undirbúinn í kvöld

Það er óhætt að segja að það hafi verið blautt í miðbænum í kvöld þar sem verið var að undirbúa dagskrá morgundagsins, 17. júní. Hún hefst nú klukkan tíu þegar lagður verður blómsveigur á leiði Jóns Sigurðssonar og henni lýkur ekki fyrr en tíu í kvöld, meðal annars með tónleikum við Arnarhól.

Innlent