Fréttir Maður með hníf í hendi kom á leikskólann Hagaborg Maður í annarlegu ástandi og með hníf í hendi kom á leikskólann Hagaborg um fjögurleitið í dag, en hann huggðist sækja barn sambýliskonu sinnar. Innlent 8.5.2006 18:07 Krefst þriggja ára fangelsisdóms Saksóknari í málinu gegn Jónasi Garðarssyni, vegna strands skemmtibátsins Hörpunnar, fer fram á að Jónas verði dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Bótakröfur sem settar hafa verið fram í málinu nema hátt í 20 milljónum króna. Innlent 8.5.2006 17:34 Ekkert minnst á álverið í Straumsvík í stefnuskránni Öllum börnum í Hafnarfirði sem náð hafa átján mánaða aldri verður tryggð leikskólavist á næsta kjörtímabili, ef markmið Samfylkingarinnar í bænum ná fram að ganga. Ekkert er minnst á framtíð álversins í Straumsvík í stefnuskrá flokksins fyrir næstu fjögur ár. Innlent 8.5.2006 17:28 Jónas við stýrið, segir sonur hans Hljóðupptökur með frásögn ellefur ára gamals sonar Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómannasambands Reykjavíkur, voru spilaðar fyrir Héraðsdómi um klukkan þrjú í dag. Drengurinn segist hafa verið sofandi þegar báturinn strandaði á Skarfaskeri en greindi frá því að faðir hans hefði verið við stýri þegar lagt var úr höfn og í stýrissæti þegar hann kom upp eftir að báturinn steytti á skerinu. Hann sagði einnig að hann vissi ekki til þess að annar en faðir hans hefði stýrt bátnum nokkurn tímann. Innlent 8.5.2006 17:00 Sveitarfélagið Ölfuss dæmt til að greiða starfsmanni bætur Sveitarfélagið Ölfus var í dag dæmt til að greiða karlmanni 2,2 milljónir króna vegna ólögmætrar uppsagnar. Maðurinn var ráðinn forsstöðumaður Egilsbúðar og bókasafns Þorlákshafnar árið 1998 en var sagt upp með vísan til skipulagsbreytinga árið 2003. Innlent 8.5.2006 15:52 Sjálfkjörin sveitarstjórn í Breiðdalnum Sjálfkjörið er í sveitarstjórn í Breiðdalshreppi á Austurlandi en þar er aðeins einn framboðslisti fyrir sveitastjórnarkosningarnar. Á fréttavefnum Austurlandið.is er greint frá því að aðeins einn framboðslisti hafi verið lagður fram þegar framboðsrestur rann út á laugardaginn var. Innlent 8.5.2006 15:30 Verðbólguþróun á næstunni ráði miklu um upptöku evrunnar Framkvæmdastjórar Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins eru sammála um að þróun verðbólgunnar næstu misseri ráði miklu um það hvort evran verði tekin upp í stað krónunnar hér á landi. Innlent 8.5.2006 15:10 Hjallastefna fær hæsta styrkinn Hjallastefnan fær hæsta styrkinn sem úthlutað er úr Þróunarsjóði grunnskóla þetta árið. Hjallastefnan fær eina milljón króna í styrk til þróunar kynjanámskrár. Innlent 8.5.2006 14:39 Birkifrjókorn herja á Dani Birkifrjókorn herja nú á Dani sem aldrei fyrr og eru fjölmargir ofnæmissjúklingar illa haldnir af þeirra völdum, að sögn Jótlandspóstsins. Erlent 8.5.2006 12:32 Varmársamtök stofnuð í kvöld Svokölluð Varmársamtök verða stofnuð í Mosfellsbæ í kvöld, en þar eru á ferðinni samtök íbúa á Varmársvæðinu ofan Vesturlandsvegar. Samtökin hyggjast standa vörð um svæðið sem liggur frá upptökum að ósum Varmár en samkvæmt skipuleggjendum verður sérstaða svæðisins að engu gerð ef tillögur um lagningu umferðarmannvirkja á Varmársvæðinu verða að veruleika. Innlent 8.5.2006 13:10 Hætt við að kennsla flytjist úr landi ef flugvöllur fer Hætt er við að flugkennsla og þjálfun flytjist úr landi ef Reykjavíkurflugvöllur verður fluttur, að mati Matthíasar Arngrímssonar flugmanns hjá Icelandair og yfirkennara hjá flugfélaginu Geirfugli. Innlent 8.5.2006 12:21 Ætlar ekki að setja tímaáætlun um brotthvarf úr embætti Tony Blair forsætisráðherra Bretlands ætlar ekki að setja neina tímaáætlun um brotthvarf sitt úr stjórnmálum. Á blaðamannafundi í Downingstræti 10 sem lauk laust fyrir hádegi sagðist hann mundu láta völdin í hendur eftirmanni sínum, Gordon Brown, fjármálaráðherra, þegar rétti tíminn til þess rynni upp en núna væri mikilvægast fyrir Verkamannaflokkinn að einbeita sér að því að stýra landinu. Erlent 8.5.2006 12:24 Tugmilljóna kostnaður vegna ósættis Íslensk flugmálayfirvöld þurfa að fjárfesta í vopnaleitarbúnaði á Keflavíkuflugvelli fyrir tugmilljónir króna vegna ósamkomulags Bandaríkjamanna og Evrópusambandsins um starfsaðferðir. Hugsanlegt er að leggja þurfi sérstakt öryggisgjald á þá sem millilenda hér vegna kostnaðarins. Innlent 8.5.2006 12:18 Upptökur herma að Jónas hafi verið við stýri Eiginkona Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómannafélags Reykjavíkur fullyrðir í Samtölum við Neyðarlínuna að hann hafi verið við stjórnvölin þegar Harpa fórst á Viðeyjarsundi á síðasta ári. Upptökur af samtölunum voru spilaðar í Héraðsdómi í dag. Jónas hefur sagt fyrir dómi að Matthildur Harðardóttir, sem fórst í slysinu, hafi verið við stýrið þegar báturinn strandaði á Skarfaskeri. Innlent 8.5.2006 12:15 Fjallað um Kauphöll Íslands á Sky News Tveggja og hálfrar mínútu frásögn verður af Kauphöll Íslands í kvöldfréttum Sky News í kvöld, en sendingar Sky News ná til til um það bil 80 milljóna manna. Tilefnið er að Kauphöllin hlaut verðlaun Buisness Britain Magazine fyrir árin tvö 2005-2006 fyrir að stuðla að hagvexti í íslensku efnahagslífi. Innlent 8.5.2006 08:09 Þrýst á Blair að gefa upp hvenær hann láti af embætti Yfir fimmtíu þingmanna hafa undirritað skjal þar sem Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, er beðinn vinsamlegast um að tilkynna hvenær hann ætli að fara frá og láta Gordon Brown fjármálaráðherra taka við forsætisráðuneytinu. Erlent 8.5.2006 08:25 Veturinn sá fjórði hlýjasti frá upphafi mælinga Veturinn í vetur var sá fjórði hlýjasti frá upphafi mælinga hér á landi samkvæmt tölum Veðurstofunnar, en hún skilgreinir vetur sem tímabilið frá byrjun desember til loka mars. Þrátt fyrir að úrkoma hafi verið yfir meðallagi suðvestanlands í vetur telst hann þó snjóléttur en úrkomuminna var fyrir norðan. Innlent 8.5.2006 08:06 Olíutunnan yfir 70 dollurum Verð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu mörkuðum í dag í kjölfar vaxandi spennu vegna kjarnorkuáætlunar Írana, sem er annað stærsta landið innan OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, og það fjórða stærsta á heimsvísu. Stjórnvöld í Íran hafa hótað að draga úr olíuframleiðslu sinni vegna yfirvofandi refsiaðgerða en það hefur töluverð áhrif á olíuframboð. Viðskipti erlent 8.5.2006 09:32 Hunangsflugur á kreik vegna hlýinda Hunangsflugur fóru á kreik víða um land í hlýindunum í gær og sönnuðu enn að þær eru komnar hingað til að vera. Að sögn kunnugra er þetta þó ekki óvenju snemmt miðað við árstíma og skilyrði en hins vegar þykja þær vel fram gengnar eftir veturinn, stórar og nánast bolta lagaðar, sem sérfróðir telja geta vitað á mikla frjósemi þeirra í sumar. Innlent 8.5.2006 08:01 Flýðu heimili sín vegna skógarelda á Flórída Yfir eitt þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín á Flórída í Bandaríkjunum um helgina vegna skógarelda. Yfir eitt hundrað slökkviliðsmenn vinna nú að því að slökkva eldana sem geisað hafa á yfir fjögur hundruð hektara svæði og eyðilagt að minnsta kosti eitt heimili. Erlent 8.5.2006 07:58 Tekinn með góss við ruslatunnurót Lögreglunni á Akureyri barst tilkynning um það í nótt að maður væri að róta í ruslatunnum við íbúðarhús. Þegar hún kom að var maðurinn með þrjá innkaupapoka og sagðist vera að safna tómum gosflöskum til að selja en þegar betur var að gáð reyndist ýmislegt góss vera í pokunum, sem afar ólíklegt er að fólk hafi hent í tunnurnar. Innlent 8.5.2006 07:55 Íranar hóta að hætta öllu samstarfi Íranar hótuðu í bréfi til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær að hætta öllu samstarfi við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina ef Bandaríkin og bandamenn þeirra hættu ekki að þrýsta á Írana um að hætta við kjarnorkuáætlanir sínar. Erlent 8.5.2006 07:50 Fundu breytileika sem eykur líkur á blöðruhálskrabbameini Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og íslenskir, bandarískir og sænskir samstarfsaðilar þeirra hafa fundið erfðabreytileika sem eykur líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli. Innlent 8.5.2006 08:11 Töluverðar skemmdir unnar á Knarraróssvita Töluvert tjón var unnið á Knarraróssvita austan við Stokkseyri um helgina þegar skotið var á hann úr riffli. Sérhannaðar rúður í honum brotnuðu, en sjálfur ljósalampinn skaddaðist ekki. Skotmaðurinn er ófundinn. Innlent 8.5.2006 07:46 Slasaðist töluvert í veltu skammt frá Hólmavík Ökumaður slasaðist talsvert þegar bíll hans valt út af þjóðveginum skammt frá Hólamvík síðdegis í gær. Í fyrstu var talið að hann vær stór slasaður og var óskað eftir að þyrla yrði send á vettvang, en hún var afturkölluð og var maðurinn fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landsspítalans, þar sem hann dvelur enn Innlent 8.5.2006 07:44 Sjö létust í bruna í Taílandi Að minnsta kosti sjö manns létu lífið og yfir fimmtíu eru slasaðir eftir að eldur braust út á næturklúbbi í ferðamannabænum Pattaya í Taílandi í gærkvöld. Erlent 8.5.2006 07:15 Saka Pfizer um að hafa notað börn sem tilraunadýr Læknar í Nígeríu saka stærsta lyfjafyrirtæki heims, Pfizer, um að hafa fyrir tíu árum notað börn þar í landi sem tilraunadýr til að prófa ósamþykkt lyf án vitundar foreldra þeirra og án samþykkis stjórnvalda. Erlent 8.5.2006 07:12 Ég hef aldrei lent í öðru eins Martin Jol knattspyrnustjóri Tottenham ætlar að kyngja þeim bitra bita að liðið missti af Meistaradeildarsæti vegna matareitrunar, þegjandi og hljóðalaust. Tottenham tapaði fyrir West Ham, 2-1 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu og Arsenal hrifsaði af nágrönnum sínum fjórða sæti deildarinnar með 4-2 sigri á Wigan. Sport 7.5.2006 23:10 Valur meistari meistaranna Bikarmeistarar Vals urðu í kvöld meistarar meistaranna í knattspyrnu karla þegar þeir lögðu Íslandsmeistara FH, 1-0 í Kaplakrika. Matthías Guðmundsson skoraði eina mark leiksins á 75. mínútu eftir eitilharðan undirbúning Ara Skúlasonar. Sport 7.5.2006 21:25 Fljúgandi diskar líklega ekki til Engar vísbendingar eru um að fljúgandi furðuhlutir fyrirfinnist í veröldinni. Þetta er niðurstaða leynilegrar skýrslu breska landvarnaráðuneytisins um geimverur og farartæki þeirra sem lekið var til þarlendra fjölmiðla. Erlent 7.5.2006 19:04 « ‹ ›
Maður með hníf í hendi kom á leikskólann Hagaborg Maður í annarlegu ástandi og með hníf í hendi kom á leikskólann Hagaborg um fjögurleitið í dag, en hann huggðist sækja barn sambýliskonu sinnar. Innlent 8.5.2006 18:07
Krefst þriggja ára fangelsisdóms Saksóknari í málinu gegn Jónasi Garðarssyni, vegna strands skemmtibátsins Hörpunnar, fer fram á að Jónas verði dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Bótakröfur sem settar hafa verið fram í málinu nema hátt í 20 milljónum króna. Innlent 8.5.2006 17:34
Ekkert minnst á álverið í Straumsvík í stefnuskránni Öllum börnum í Hafnarfirði sem náð hafa átján mánaða aldri verður tryggð leikskólavist á næsta kjörtímabili, ef markmið Samfylkingarinnar í bænum ná fram að ganga. Ekkert er minnst á framtíð álversins í Straumsvík í stefnuskrá flokksins fyrir næstu fjögur ár. Innlent 8.5.2006 17:28
Jónas við stýrið, segir sonur hans Hljóðupptökur með frásögn ellefur ára gamals sonar Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómannasambands Reykjavíkur, voru spilaðar fyrir Héraðsdómi um klukkan þrjú í dag. Drengurinn segist hafa verið sofandi þegar báturinn strandaði á Skarfaskeri en greindi frá því að faðir hans hefði verið við stýri þegar lagt var úr höfn og í stýrissæti þegar hann kom upp eftir að báturinn steytti á skerinu. Hann sagði einnig að hann vissi ekki til þess að annar en faðir hans hefði stýrt bátnum nokkurn tímann. Innlent 8.5.2006 17:00
Sveitarfélagið Ölfuss dæmt til að greiða starfsmanni bætur Sveitarfélagið Ölfus var í dag dæmt til að greiða karlmanni 2,2 milljónir króna vegna ólögmætrar uppsagnar. Maðurinn var ráðinn forsstöðumaður Egilsbúðar og bókasafns Þorlákshafnar árið 1998 en var sagt upp með vísan til skipulagsbreytinga árið 2003. Innlent 8.5.2006 15:52
Sjálfkjörin sveitarstjórn í Breiðdalnum Sjálfkjörið er í sveitarstjórn í Breiðdalshreppi á Austurlandi en þar er aðeins einn framboðslisti fyrir sveitastjórnarkosningarnar. Á fréttavefnum Austurlandið.is er greint frá því að aðeins einn framboðslisti hafi verið lagður fram þegar framboðsrestur rann út á laugardaginn var. Innlent 8.5.2006 15:30
Verðbólguþróun á næstunni ráði miklu um upptöku evrunnar Framkvæmdastjórar Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins eru sammála um að þróun verðbólgunnar næstu misseri ráði miklu um það hvort evran verði tekin upp í stað krónunnar hér á landi. Innlent 8.5.2006 15:10
Hjallastefna fær hæsta styrkinn Hjallastefnan fær hæsta styrkinn sem úthlutað er úr Þróunarsjóði grunnskóla þetta árið. Hjallastefnan fær eina milljón króna í styrk til þróunar kynjanámskrár. Innlent 8.5.2006 14:39
Birkifrjókorn herja á Dani Birkifrjókorn herja nú á Dani sem aldrei fyrr og eru fjölmargir ofnæmissjúklingar illa haldnir af þeirra völdum, að sögn Jótlandspóstsins. Erlent 8.5.2006 12:32
Varmársamtök stofnuð í kvöld Svokölluð Varmársamtök verða stofnuð í Mosfellsbæ í kvöld, en þar eru á ferðinni samtök íbúa á Varmársvæðinu ofan Vesturlandsvegar. Samtökin hyggjast standa vörð um svæðið sem liggur frá upptökum að ósum Varmár en samkvæmt skipuleggjendum verður sérstaða svæðisins að engu gerð ef tillögur um lagningu umferðarmannvirkja á Varmársvæðinu verða að veruleika. Innlent 8.5.2006 13:10
Hætt við að kennsla flytjist úr landi ef flugvöllur fer Hætt er við að flugkennsla og þjálfun flytjist úr landi ef Reykjavíkurflugvöllur verður fluttur, að mati Matthíasar Arngrímssonar flugmanns hjá Icelandair og yfirkennara hjá flugfélaginu Geirfugli. Innlent 8.5.2006 12:21
Ætlar ekki að setja tímaáætlun um brotthvarf úr embætti Tony Blair forsætisráðherra Bretlands ætlar ekki að setja neina tímaáætlun um brotthvarf sitt úr stjórnmálum. Á blaðamannafundi í Downingstræti 10 sem lauk laust fyrir hádegi sagðist hann mundu láta völdin í hendur eftirmanni sínum, Gordon Brown, fjármálaráðherra, þegar rétti tíminn til þess rynni upp en núna væri mikilvægast fyrir Verkamannaflokkinn að einbeita sér að því að stýra landinu. Erlent 8.5.2006 12:24
Tugmilljóna kostnaður vegna ósættis Íslensk flugmálayfirvöld þurfa að fjárfesta í vopnaleitarbúnaði á Keflavíkuflugvelli fyrir tugmilljónir króna vegna ósamkomulags Bandaríkjamanna og Evrópusambandsins um starfsaðferðir. Hugsanlegt er að leggja þurfi sérstakt öryggisgjald á þá sem millilenda hér vegna kostnaðarins. Innlent 8.5.2006 12:18
Upptökur herma að Jónas hafi verið við stýri Eiginkona Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómannafélags Reykjavíkur fullyrðir í Samtölum við Neyðarlínuna að hann hafi verið við stjórnvölin þegar Harpa fórst á Viðeyjarsundi á síðasta ári. Upptökur af samtölunum voru spilaðar í Héraðsdómi í dag. Jónas hefur sagt fyrir dómi að Matthildur Harðardóttir, sem fórst í slysinu, hafi verið við stýrið þegar báturinn strandaði á Skarfaskeri. Innlent 8.5.2006 12:15
Fjallað um Kauphöll Íslands á Sky News Tveggja og hálfrar mínútu frásögn verður af Kauphöll Íslands í kvöldfréttum Sky News í kvöld, en sendingar Sky News ná til til um það bil 80 milljóna manna. Tilefnið er að Kauphöllin hlaut verðlaun Buisness Britain Magazine fyrir árin tvö 2005-2006 fyrir að stuðla að hagvexti í íslensku efnahagslífi. Innlent 8.5.2006 08:09
Þrýst á Blair að gefa upp hvenær hann láti af embætti Yfir fimmtíu þingmanna hafa undirritað skjal þar sem Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, er beðinn vinsamlegast um að tilkynna hvenær hann ætli að fara frá og láta Gordon Brown fjármálaráðherra taka við forsætisráðuneytinu. Erlent 8.5.2006 08:25
Veturinn sá fjórði hlýjasti frá upphafi mælinga Veturinn í vetur var sá fjórði hlýjasti frá upphafi mælinga hér á landi samkvæmt tölum Veðurstofunnar, en hún skilgreinir vetur sem tímabilið frá byrjun desember til loka mars. Þrátt fyrir að úrkoma hafi verið yfir meðallagi suðvestanlands í vetur telst hann þó snjóléttur en úrkomuminna var fyrir norðan. Innlent 8.5.2006 08:06
Olíutunnan yfir 70 dollurum Verð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu mörkuðum í dag í kjölfar vaxandi spennu vegna kjarnorkuáætlunar Írana, sem er annað stærsta landið innan OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, og það fjórða stærsta á heimsvísu. Stjórnvöld í Íran hafa hótað að draga úr olíuframleiðslu sinni vegna yfirvofandi refsiaðgerða en það hefur töluverð áhrif á olíuframboð. Viðskipti erlent 8.5.2006 09:32
Hunangsflugur á kreik vegna hlýinda Hunangsflugur fóru á kreik víða um land í hlýindunum í gær og sönnuðu enn að þær eru komnar hingað til að vera. Að sögn kunnugra er þetta þó ekki óvenju snemmt miðað við árstíma og skilyrði en hins vegar þykja þær vel fram gengnar eftir veturinn, stórar og nánast bolta lagaðar, sem sérfróðir telja geta vitað á mikla frjósemi þeirra í sumar. Innlent 8.5.2006 08:01
Flýðu heimili sín vegna skógarelda á Flórída Yfir eitt þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín á Flórída í Bandaríkjunum um helgina vegna skógarelda. Yfir eitt hundrað slökkviliðsmenn vinna nú að því að slökkva eldana sem geisað hafa á yfir fjögur hundruð hektara svæði og eyðilagt að minnsta kosti eitt heimili. Erlent 8.5.2006 07:58
Tekinn með góss við ruslatunnurót Lögreglunni á Akureyri barst tilkynning um það í nótt að maður væri að róta í ruslatunnum við íbúðarhús. Þegar hún kom að var maðurinn með þrjá innkaupapoka og sagðist vera að safna tómum gosflöskum til að selja en þegar betur var að gáð reyndist ýmislegt góss vera í pokunum, sem afar ólíklegt er að fólk hafi hent í tunnurnar. Innlent 8.5.2006 07:55
Íranar hóta að hætta öllu samstarfi Íranar hótuðu í bréfi til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær að hætta öllu samstarfi við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina ef Bandaríkin og bandamenn þeirra hættu ekki að þrýsta á Írana um að hætta við kjarnorkuáætlanir sínar. Erlent 8.5.2006 07:50
Fundu breytileika sem eykur líkur á blöðruhálskrabbameini Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og íslenskir, bandarískir og sænskir samstarfsaðilar þeirra hafa fundið erfðabreytileika sem eykur líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli. Innlent 8.5.2006 08:11
Töluverðar skemmdir unnar á Knarraróssvita Töluvert tjón var unnið á Knarraróssvita austan við Stokkseyri um helgina þegar skotið var á hann úr riffli. Sérhannaðar rúður í honum brotnuðu, en sjálfur ljósalampinn skaddaðist ekki. Skotmaðurinn er ófundinn. Innlent 8.5.2006 07:46
Slasaðist töluvert í veltu skammt frá Hólmavík Ökumaður slasaðist talsvert þegar bíll hans valt út af þjóðveginum skammt frá Hólamvík síðdegis í gær. Í fyrstu var talið að hann vær stór slasaður og var óskað eftir að þyrla yrði send á vettvang, en hún var afturkölluð og var maðurinn fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landsspítalans, þar sem hann dvelur enn Innlent 8.5.2006 07:44
Sjö létust í bruna í Taílandi Að minnsta kosti sjö manns létu lífið og yfir fimmtíu eru slasaðir eftir að eldur braust út á næturklúbbi í ferðamannabænum Pattaya í Taílandi í gærkvöld. Erlent 8.5.2006 07:15
Saka Pfizer um að hafa notað börn sem tilraunadýr Læknar í Nígeríu saka stærsta lyfjafyrirtæki heims, Pfizer, um að hafa fyrir tíu árum notað börn þar í landi sem tilraunadýr til að prófa ósamþykkt lyf án vitundar foreldra þeirra og án samþykkis stjórnvalda. Erlent 8.5.2006 07:12
Ég hef aldrei lent í öðru eins Martin Jol knattspyrnustjóri Tottenham ætlar að kyngja þeim bitra bita að liðið missti af Meistaradeildarsæti vegna matareitrunar, þegjandi og hljóðalaust. Tottenham tapaði fyrir West Ham, 2-1 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu og Arsenal hrifsaði af nágrönnum sínum fjórða sæti deildarinnar með 4-2 sigri á Wigan. Sport 7.5.2006 23:10
Valur meistari meistaranna Bikarmeistarar Vals urðu í kvöld meistarar meistaranna í knattspyrnu karla þegar þeir lögðu Íslandsmeistara FH, 1-0 í Kaplakrika. Matthías Guðmundsson skoraði eina mark leiksins á 75. mínútu eftir eitilharðan undirbúning Ara Skúlasonar. Sport 7.5.2006 21:25
Fljúgandi diskar líklega ekki til Engar vísbendingar eru um að fljúgandi furðuhlutir fyrirfinnist í veröldinni. Þetta er niðurstaða leynilegrar skýrslu breska landvarnaráðuneytisins um geimverur og farartæki þeirra sem lekið var til þarlendra fjölmiðla. Erlent 7.5.2006 19:04
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent