Fréttir Watford rassskellti Crystal Palace Vonir Crystal Palace um sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu nánast hurfu í dag þegar liðið steinlá á heimavelli fyrir Watford, 3-0 í fyrri leik liðanna í undanúrslitaumspili 1. deildar. Síðari leikur liðanna fer fram á heimavelli Watford eftir helgi og mun sigurvegarinn úr þessari rimmu mæta annað hvort Leeds eða Preston í úrslitaleik um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni. Sport 6.5.2006 13:57 Fékk veiðarfærin í skrúfuna Björgunarskipið Hannes Hafstein frá Sandgerði fór til aðstoðar togaranum Frá frá Vestmannaeyjum í gærkvöld en hann hafði fengið veiðarfæri í skrúfuna. Togarinn var um 20 sjómílum út af Sandgerði þegar óhappið varð. Innlent 6.5.2006 13:49 San Antonio og Cleveland áfram San Antonio Spurs og Cleveland komust í gærkvöldi í aðra umferð úrslitakeppninnar í NBA körfuboltanum. Oddaleikur Phoenix Suns og Los Angeles Lakers verður sýndur á Sýn extra klukkan eitt í nótt. Sport 6.5.2006 12:59 Bresk herþyrla skotin niður í Basra Að minnsta kosti fjórir létu lífið þegar bresk herþyrla var skotin niður í borginni Basra í Írak í morgun. Erlent 6.5.2006 12:20 Varað við of mikilli bjartsýni Fulltrúar stjórnvalda í Súdan og stærsta uppreinsarhópsins í Darfur héraði undirrituðu friðarsamkomulag í gær. Varað er við of mikilli bjartsýni þar sem tveir uppreisnarhópar höfnuðu samkomulaginu. Erlent 6.5.2006 12:16 Hive býður upp á frí símtöl í alla heimasíma Fjarskiptafyrirtækið Hive hyggst hasla sér völl á heimasímamarkaði. Hive kynnti þessa nýju þjónustu sína á blaðamannafundi í morgun þar sem meðal annars kom fram að boðið verður upp á gjaldfrjáls símtöl í alla heimasíma. Innlent 6.5.2006 12:09 Fylkir sló Íslandsmeistarana út Fylkir komst í úrslit deildabikarkepnni karla í handbolta í gærkvöld þegar liðið sló út Íslandsmeistara Fram. Valur og Haukar þurfa að mætast einu sinni enn til þess að knýja fram úrslit í rimmu liðanna. Sport 6.5.2006 13:09 Zimsenhúsið flutt úr Hafnarstræti Zimsenhúsið hefur verið flutt úr Hafnarstræti en þar hefur það staðið í hundrað og tuttugu og tvö ár. Flutningurinn gekk það vel að blómavasi sem stóð í einni gluggakistu hússins haggaðist ekki. Húsið var flutt í morgun út á Granda þar sem það mun standa þar til því verður fundinn framtíðarstaðsetning. Innlent 6.5.2006 11:57 Friðarsamkomulag undirritað í tengslum við ástandið í Darfur Fulltrúar stjórnvalda í Súdan og stærsta uppreinsarhópsins í Darfur-héraði undirrituðu friðarsamkomulag í gær. Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar samningamenn munduðu pennann í gær og rituðu nafn sitt á samkomulagið. Erlent 6.5.2006 10:11 Björgunarmenn nálgast námamennina Björgunarmenn eru enn að bora sig að tveimur áströlskum námamönnum sem hafa setið fastir í námagöngum í 11 daga. Mennirnir eru sagðir við góða heilsu þó dvölin neðanjarðar sé orðin þetta löng. Erlent 6.5.2006 10:08 Skæður eldsvoði í Belgíu Skæður eldsvoði í flugskýli grandaði flugvél og skemmdi þrjár aðrar á Zaventern-flugvelli í Belgíu í gærmorgun og var hitinn frá eldhafinu svo mikill að skýlið koðnaði niður eins og vax. Einn maður slasaðist alvarlega og tveir slökkviliðsmenn lítillega. Erlent 6.5.2006 10:05 Erill hjá lögreglunni á Akureyri Erill hefur verið hjá lögreglunni á Akureyri síðastliðinn sólarhring vegna umferðarlaga- og fíkniefnabrota. Afskipti voru höfð af 45 ökumönnum fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var tekinn á 122 kílómetra hraða í Hörgárbyggð. Hefur þessi sami maður nú verið tekinn ellefu sinnum fyrir hraðakstur á einu ári. Innlent 6.5.2006 10:02 2000 ára gamlar rústir í París Leifar af 2000 ára gamalli rómverskri götu og húsum hafa fundist neðanjarðar í París. Skammt frá fundust heillegar rústir af rómverskum böðum frá sama tíma. Leifarnar fundust við framkvæmdir við Pierre og Marie Curie háskólann við bakka Signu, skammt frá Sorbonne. Erlent 6.5.2006 10:04 Hive á heimasímamarkað? Fjarskiptafyrirtækið Hive hefur boðað til blaðamannafundar í dag þar sem nýjungar og aukin samkeppni félagsins á fjarskiptamarkaði verða kynntar. Samkvæmt heimildum NFS hyggst Hive hasla sér völl á heimasímamarkaðnum. Hingað til hefur almenningur aðeins geta fengið heimasíma hjá Símanum og Og Vodafone. Innlent 6.5.2006 09:55 Segir sökina ekki liggja hjá Íbúðalánasjóði Staðan á húsnæðismarkaðnum er ekki Íbúðalánasjóði að kenna heldur viðskiptabönkunum. Þetta segir Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður en hann gagnrýnir skýrlsu Seðlabanka og segir seðlabankastjóra vera fullmikið í sínu gamla hlutverki. Innlent 6.5.2006 09:56 Stærsti 10. bekkjar árgangur frá upphafi Stærsti árgangur sem nokkurn tímann hefur útskrifast úr 10. bekk grunnskólanna mun útskrifast í vor. Aðstoðarmaður menntamálaráðherra telur að allir sem sæki um í framhaldsskólum fyrir næsta vetur fái þar inni. Innlent 5.5.2006 21:12 Bush aldrei óvinsælli Bandarísk stjórnvöld verja sem fyrr meðferð sína á grunuðum hryðjuverkamönnum sem þau hafa í sínu haldi en vísa ásökunum um pyntingar á bug. Aðeins þriðji hver Bandaríkjamaður styður Bush forseta ef marka má nýjustu skoðanakannanir. Erlent 5.5.2006 18:58 Listin hefur lækningarmátt hjá Ljósinu Listin hefur lækningamátt, segir yfirumsjónarmaður Ljóssins, stuðningsmiðstöðvar fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Starfsemin í miðstöðinni hefur vaxið ört það rúma hálfa ár sem hún hefur verið opin og nú venja allt að þrjátíu manns komur sínar þangað daglega. Innlent 5.5.2006 19:26 Beckett verður utanríkisráðherra Bretlands Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, gerði róttækar breytingar á ráðuneyti sínu í dag eftir að Verkamannaflokkurinn beið mikinn ósigur í sveitarstjórnarkosningunum á Englandi. Margaret Beckett verður utanríkisráðherra. Hún er fyrst kvenna til að gegna því embætti. Erlent 5.5.2006 18:56 Meirihluti unglingsstúlkna vill hækka kynferðislegan lögaldur Meirihluti stúlkna vill hækka kynferðislegan lögaldur, samkvæmt nýrri könnun um kynhegðun unglinga á Íslandi. Forstjóri Barnaverndarstofu segir þetta ákall frá stúlkunum. Innlent 5.5.2006 19:16 Utankjörfundakosningar fara vel af stað Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í dag að veita fé í auglýsingar á utankjörfundaatkæðagreiðslu en nú hafa rúmlega 400 manns kosið utankjörfundar. Auk þess að veita fé til auglýsinga mun ríkið veita stjórnmálaflokkunum aðgang að kjörskrárstofni sveitarfélaga og styrkja sendiráð Íslands víðs vegar um heim í að senda fólki auglýsingar sem hvetja fólk sem býr erlendis til að kjósa. Innlent 5.5.2006 19:03 Porter Goss hættur hjá CIA Porter Goss, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hefur verið leystur frá störfum. Erlent 5.5.2006 18:54 Neitar að hafa verið við stjórnvölinn Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, neitar því að hafa verið við stjórnvölinn þegar skemmtibátur hans Harpa steytti á skeri á Viðeyjarsundi. Jónas, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot á siglingalögum, segir Matthildi Harðardóttur hafa stýrt bátnum, en hún lést í slysinu. Innlent 5.5.2006 18:49 Spá 1,1 prósents verðbólgu í maí Greiningardeild Landsbankans spáir 1,1 prósents verðbólgu í endurskoðaðri verðbólguspá sinni fyrir maí. Fyrri spá deildarinnar hljóðaði upp á 0,8 prósenta hækkun. Nýr grunnur vísitölunnar hefur einnig áhrif til hækkunnar vísitölunnar. Viðskipti innlent 5.5.2006 17:07 Vestfirðir kynntir í Perlunni Sýningin Perlan Vestfirðir verður sett í Perlunni í dag. Á sýningunni verða kynntir möguleikar á sviði ferðaþjónustu, atvinnu- og mannlífs á Vestfjörðum. Innlent 5.5.2006 16:22 Verkamannaflokkurinn galt afhroð Kosið var í 176 sveitastjórnum í gær og samkvæmt nýjustu tölum hlaut Verkamannaflokkurinn 1174 sæti í 26 stjórnum og tapaði 288 sætum og þar með 18 sveitastjórnum. Á sama tíma hlaut Íhaldsflokkurinn 68 stjórnir. Erlent 5.5.2006 14:52 Mannfall í handsprengjuárás á Srí Lanka Þrír öryggissveitarmenn féllu og fjórtán særðust, þar af tíu óbreyttir borgarar, í tveimur sprengingum og handsprengjuárás á norðurhluta Srí Lanka í dag. Talið er að uppreisnarmenn Tamíl tígra bergi ábyrgð á árásunum sem voru gerðar í bæ rúmum tvö hundruð kílómetrum norður af höfuðborginni Colombo. Erlent 5.5.2006 14:43 Eigið fé neikvætt hjá RÚV Eigið fé Ríkisútvarpsins (RÚV) var neikvætt um 186,2 milljónir í lok síðasta árs en það nam 10,2 milljónum við upphaf árs. Í ársuppgjöri RÚV fyrir síðasta ár segir að stofnunin standi á tímamótum. Stjórnvöld áformi að breyta því í hlutafélag um mitt þetta árið. Samhliða því verða eignastaða þess metin og eiginfjarstaðan bætt með framlagi úr ríkissjóði. Viðskipti innlent 5.5.2006 14:08 Rafstuðsólar geta gert hunda árásargjarna og sálsjúka Hundaólar með rafstuði, sem seldar eru í verslun í Reykjavík, geta gert hunda árásargjarna og sálsjúka, að sögn hundaatferlisfræðings. Hann vill að bannað verði með lögum að flytja ólarnar inn og selja þær. Innlent 5.5.2006 13:29 Ríkissjóður á 50 milljarða króna Ríkissjóður er orðinn svo vel stæður að hann á 50 milljarða króna á reikningi í Seðlabankanum, sem eru umfram það sem þarf til afborgana og vaxtagreiðslna. Bankinn á andvirði Símans þar að auki. Innlent 5.5.2006 13:15 « ‹ ›
Watford rassskellti Crystal Palace Vonir Crystal Palace um sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu nánast hurfu í dag þegar liðið steinlá á heimavelli fyrir Watford, 3-0 í fyrri leik liðanna í undanúrslitaumspili 1. deildar. Síðari leikur liðanna fer fram á heimavelli Watford eftir helgi og mun sigurvegarinn úr þessari rimmu mæta annað hvort Leeds eða Preston í úrslitaleik um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni. Sport 6.5.2006 13:57
Fékk veiðarfærin í skrúfuna Björgunarskipið Hannes Hafstein frá Sandgerði fór til aðstoðar togaranum Frá frá Vestmannaeyjum í gærkvöld en hann hafði fengið veiðarfæri í skrúfuna. Togarinn var um 20 sjómílum út af Sandgerði þegar óhappið varð. Innlent 6.5.2006 13:49
San Antonio og Cleveland áfram San Antonio Spurs og Cleveland komust í gærkvöldi í aðra umferð úrslitakeppninnar í NBA körfuboltanum. Oddaleikur Phoenix Suns og Los Angeles Lakers verður sýndur á Sýn extra klukkan eitt í nótt. Sport 6.5.2006 12:59
Bresk herþyrla skotin niður í Basra Að minnsta kosti fjórir létu lífið þegar bresk herþyrla var skotin niður í borginni Basra í Írak í morgun. Erlent 6.5.2006 12:20
Varað við of mikilli bjartsýni Fulltrúar stjórnvalda í Súdan og stærsta uppreinsarhópsins í Darfur héraði undirrituðu friðarsamkomulag í gær. Varað er við of mikilli bjartsýni þar sem tveir uppreisnarhópar höfnuðu samkomulaginu. Erlent 6.5.2006 12:16
Hive býður upp á frí símtöl í alla heimasíma Fjarskiptafyrirtækið Hive hyggst hasla sér völl á heimasímamarkaði. Hive kynnti þessa nýju þjónustu sína á blaðamannafundi í morgun þar sem meðal annars kom fram að boðið verður upp á gjaldfrjáls símtöl í alla heimasíma. Innlent 6.5.2006 12:09
Fylkir sló Íslandsmeistarana út Fylkir komst í úrslit deildabikarkepnni karla í handbolta í gærkvöld þegar liðið sló út Íslandsmeistara Fram. Valur og Haukar þurfa að mætast einu sinni enn til þess að knýja fram úrslit í rimmu liðanna. Sport 6.5.2006 13:09
Zimsenhúsið flutt úr Hafnarstræti Zimsenhúsið hefur verið flutt úr Hafnarstræti en þar hefur það staðið í hundrað og tuttugu og tvö ár. Flutningurinn gekk það vel að blómavasi sem stóð í einni gluggakistu hússins haggaðist ekki. Húsið var flutt í morgun út á Granda þar sem það mun standa þar til því verður fundinn framtíðarstaðsetning. Innlent 6.5.2006 11:57
Friðarsamkomulag undirritað í tengslum við ástandið í Darfur Fulltrúar stjórnvalda í Súdan og stærsta uppreinsarhópsins í Darfur-héraði undirrituðu friðarsamkomulag í gær. Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar samningamenn munduðu pennann í gær og rituðu nafn sitt á samkomulagið. Erlent 6.5.2006 10:11
Björgunarmenn nálgast námamennina Björgunarmenn eru enn að bora sig að tveimur áströlskum námamönnum sem hafa setið fastir í námagöngum í 11 daga. Mennirnir eru sagðir við góða heilsu þó dvölin neðanjarðar sé orðin þetta löng. Erlent 6.5.2006 10:08
Skæður eldsvoði í Belgíu Skæður eldsvoði í flugskýli grandaði flugvél og skemmdi þrjár aðrar á Zaventern-flugvelli í Belgíu í gærmorgun og var hitinn frá eldhafinu svo mikill að skýlið koðnaði niður eins og vax. Einn maður slasaðist alvarlega og tveir slökkviliðsmenn lítillega. Erlent 6.5.2006 10:05
Erill hjá lögreglunni á Akureyri Erill hefur verið hjá lögreglunni á Akureyri síðastliðinn sólarhring vegna umferðarlaga- og fíkniefnabrota. Afskipti voru höfð af 45 ökumönnum fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var tekinn á 122 kílómetra hraða í Hörgárbyggð. Hefur þessi sami maður nú verið tekinn ellefu sinnum fyrir hraðakstur á einu ári. Innlent 6.5.2006 10:02
2000 ára gamlar rústir í París Leifar af 2000 ára gamalli rómverskri götu og húsum hafa fundist neðanjarðar í París. Skammt frá fundust heillegar rústir af rómverskum böðum frá sama tíma. Leifarnar fundust við framkvæmdir við Pierre og Marie Curie háskólann við bakka Signu, skammt frá Sorbonne. Erlent 6.5.2006 10:04
Hive á heimasímamarkað? Fjarskiptafyrirtækið Hive hefur boðað til blaðamannafundar í dag þar sem nýjungar og aukin samkeppni félagsins á fjarskiptamarkaði verða kynntar. Samkvæmt heimildum NFS hyggst Hive hasla sér völl á heimasímamarkaðnum. Hingað til hefur almenningur aðeins geta fengið heimasíma hjá Símanum og Og Vodafone. Innlent 6.5.2006 09:55
Segir sökina ekki liggja hjá Íbúðalánasjóði Staðan á húsnæðismarkaðnum er ekki Íbúðalánasjóði að kenna heldur viðskiptabönkunum. Þetta segir Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður en hann gagnrýnir skýrlsu Seðlabanka og segir seðlabankastjóra vera fullmikið í sínu gamla hlutverki. Innlent 6.5.2006 09:56
Stærsti 10. bekkjar árgangur frá upphafi Stærsti árgangur sem nokkurn tímann hefur útskrifast úr 10. bekk grunnskólanna mun útskrifast í vor. Aðstoðarmaður menntamálaráðherra telur að allir sem sæki um í framhaldsskólum fyrir næsta vetur fái þar inni. Innlent 5.5.2006 21:12
Bush aldrei óvinsælli Bandarísk stjórnvöld verja sem fyrr meðferð sína á grunuðum hryðjuverkamönnum sem þau hafa í sínu haldi en vísa ásökunum um pyntingar á bug. Aðeins þriðji hver Bandaríkjamaður styður Bush forseta ef marka má nýjustu skoðanakannanir. Erlent 5.5.2006 18:58
Listin hefur lækningarmátt hjá Ljósinu Listin hefur lækningamátt, segir yfirumsjónarmaður Ljóssins, stuðningsmiðstöðvar fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Starfsemin í miðstöðinni hefur vaxið ört það rúma hálfa ár sem hún hefur verið opin og nú venja allt að þrjátíu manns komur sínar þangað daglega. Innlent 5.5.2006 19:26
Beckett verður utanríkisráðherra Bretlands Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, gerði róttækar breytingar á ráðuneyti sínu í dag eftir að Verkamannaflokkurinn beið mikinn ósigur í sveitarstjórnarkosningunum á Englandi. Margaret Beckett verður utanríkisráðherra. Hún er fyrst kvenna til að gegna því embætti. Erlent 5.5.2006 18:56
Meirihluti unglingsstúlkna vill hækka kynferðislegan lögaldur Meirihluti stúlkna vill hækka kynferðislegan lögaldur, samkvæmt nýrri könnun um kynhegðun unglinga á Íslandi. Forstjóri Barnaverndarstofu segir þetta ákall frá stúlkunum. Innlent 5.5.2006 19:16
Utankjörfundakosningar fara vel af stað Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í dag að veita fé í auglýsingar á utankjörfundaatkæðagreiðslu en nú hafa rúmlega 400 manns kosið utankjörfundar. Auk þess að veita fé til auglýsinga mun ríkið veita stjórnmálaflokkunum aðgang að kjörskrárstofni sveitarfélaga og styrkja sendiráð Íslands víðs vegar um heim í að senda fólki auglýsingar sem hvetja fólk sem býr erlendis til að kjósa. Innlent 5.5.2006 19:03
Porter Goss hættur hjá CIA Porter Goss, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hefur verið leystur frá störfum. Erlent 5.5.2006 18:54
Neitar að hafa verið við stjórnvölinn Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, neitar því að hafa verið við stjórnvölinn þegar skemmtibátur hans Harpa steytti á skeri á Viðeyjarsundi. Jónas, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot á siglingalögum, segir Matthildi Harðardóttur hafa stýrt bátnum, en hún lést í slysinu. Innlent 5.5.2006 18:49
Spá 1,1 prósents verðbólgu í maí Greiningardeild Landsbankans spáir 1,1 prósents verðbólgu í endurskoðaðri verðbólguspá sinni fyrir maí. Fyrri spá deildarinnar hljóðaði upp á 0,8 prósenta hækkun. Nýr grunnur vísitölunnar hefur einnig áhrif til hækkunnar vísitölunnar. Viðskipti innlent 5.5.2006 17:07
Vestfirðir kynntir í Perlunni Sýningin Perlan Vestfirðir verður sett í Perlunni í dag. Á sýningunni verða kynntir möguleikar á sviði ferðaþjónustu, atvinnu- og mannlífs á Vestfjörðum. Innlent 5.5.2006 16:22
Verkamannaflokkurinn galt afhroð Kosið var í 176 sveitastjórnum í gær og samkvæmt nýjustu tölum hlaut Verkamannaflokkurinn 1174 sæti í 26 stjórnum og tapaði 288 sætum og þar með 18 sveitastjórnum. Á sama tíma hlaut Íhaldsflokkurinn 68 stjórnir. Erlent 5.5.2006 14:52
Mannfall í handsprengjuárás á Srí Lanka Þrír öryggissveitarmenn féllu og fjórtán særðust, þar af tíu óbreyttir borgarar, í tveimur sprengingum og handsprengjuárás á norðurhluta Srí Lanka í dag. Talið er að uppreisnarmenn Tamíl tígra bergi ábyrgð á árásunum sem voru gerðar í bæ rúmum tvö hundruð kílómetrum norður af höfuðborginni Colombo. Erlent 5.5.2006 14:43
Eigið fé neikvætt hjá RÚV Eigið fé Ríkisútvarpsins (RÚV) var neikvætt um 186,2 milljónir í lok síðasta árs en það nam 10,2 milljónum við upphaf árs. Í ársuppgjöri RÚV fyrir síðasta ár segir að stofnunin standi á tímamótum. Stjórnvöld áformi að breyta því í hlutafélag um mitt þetta árið. Samhliða því verða eignastaða þess metin og eiginfjarstaðan bætt með framlagi úr ríkissjóði. Viðskipti innlent 5.5.2006 14:08
Rafstuðsólar geta gert hunda árásargjarna og sálsjúka Hundaólar með rafstuði, sem seldar eru í verslun í Reykjavík, geta gert hunda árásargjarna og sálsjúka, að sögn hundaatferlisfræðings. Hann vill að bannað verði með lögum að flytja ólarnar inn og selja þær. Innlent 5.5.2006 13:29
Ríkissjóður á 50 milljarða króna Ríkissjóður er orðinn svo vel stæður að hann á 50 milljarða króna á reikningi í Seðlabankanum, sem eru umfram það sem þarf til afborgana og vaxtagreiðslna. Bankinn á andvirði Símans þar að auki. Innlent 5.5.2006 13:15