Fréttir Umhverfismat seinkar ekki gangagerð Íbúasamtök Laugardalshverfa og Grafarvogs segja það misskilning að framkvæmdir á Sundabraut muni tefjast vegna umhverfismats á jarðgöngum. Innlent 3.5.2006 07:21 Þúsundir missa allar vaxtabætur sínar Margir eiga eftir að fá óvæntan fjárhagslegan skell þegar álagningarseðlarnir berast í sumar, því þúsundir heimila munu missa allar vaxtabætur vegna hækkunar húsnæðisverðs. Þetta kom fram í máli Atla Gíslasonar þingmanns Vinstri grænna á Alþingi í gær. Innlent 3.5.2006 07:16 Bora göng til fastra námumanna Björgunarmenn í Tasmaníu freista þess nú að bjarga tveimur mönnum sem hafa verið fastir niðri í gullnámu í átta daga. Stórum bor hefur verið komið fyrir ofan námunnar og er ætlunin að bora göng niður til mannanna sem eru fastir á kílómetra dýpi. Erlent 3.5.2006 07:23 Hálfur annar milljarður í slökkviliðið Það kostar ríkissjóð tæpan einn og hálfan milljarð króna að yfirtaka rekstur slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í umsögn fjármálaráðuneytisins um flutning slökkviliðsins undir flugvallarstjórann á Keflavíkurflugvelli. Innlent 3.5.2006 07:06 113 fórust í flugslysi 113 manns létust þegar armensk farþegaflugvél brotlenti í Svartahafinu í nótt. Flugvélin var frá armenska flugfélaginu Armavia Airlines og var á leið frá Yerevan til Schoci í Rússlandi. Erlent 3.5.2006 07:01 Íslensk stjórnvöld ættu að skammast sín Íslensk stjórnvöld ættu að sjá sig um hönd, jafnvel skammast sín fyrir hvernig staðið hefur verið að framkvæmdum við álverið á Reyðarfirði. Þetta segir Hjörleifur Guttormsson sem gagnrýnir harðlega frummatsskýrslu Alcoa um umhverfisáhrif frá álverinu og framgang stjórnvalda í þeim efnum. Innlent 2.5.2006 22:40 Krefjast þess að verðhækkanir verði dregnar til baka Neytendasamtökin hafa sent stórri ferðaskrifstofu bréf þar sem þau krefjast þess að ákvörðun þeirra um verðhækkun á pakkaferðum skrifstofunnar verði dregin til baka. Á heimasíðu Neytendasamtakanna segja samtökin að ferðaskrifstofan hafi sent mörgum neytendum sem greitt hafa svonefnt staðfestingagjald bréf þar sem þeim er tilkynnt um að verð ferðanna hafi verið hækkað eða verði hækkað vegna gengisbreytinga að undanförnu. Innlent 2.5.2006 22:38 Þingfundur stendur enn Þingfundur stendur enn á Alþingi en hann hófst í dag laust eftir hádegi. Verið er að ræða breytingar á lögum um almannatryggingar vegna uppsagnar sjálfstætt starfandi sérfræðinga í hjartalækningum á samningi við ríkið. Innlent 2.5.2006 22:19 Sumarbústöðum fjölgar um ríflega þriðjung á átta árum Sumarbústöðum í landinu hefur fjölgað um rúman þriðjung í landinu frá árinu 1997. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Í tölum frá Fasteignamati ríkisins kemur í ljós að 7617 sumarbústaðir voru í landinu árið 1997. Innlent 2.5.2006 21:22 Hungur er hlutskipti 146 milljóna barna Heimsbyggðin hefur brugðist börnum jarðar með því að tryggja þeim ekki nægan mat, segir í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. 146 milljónir barna um víða veröld búa við sult og seyru. Erlent 2.5.2006 19:14 Í-listinn fengi hreinan meirihluta Í-listinn, sameiginlegt framboð Samfylkingarinnar, Vinstri - grænna, Frjálslyndra og óháðra á Ísafirði, næði hreinum meirihluta í bæjarstjórn ef kosið yrði nú. Þetta kemur í ljós í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir NFS. Átta ára valdatíð sjálfstæðismanna og framsóknarmanna virðist á enda samkvæmt þessu. Innlent 2.5.2006 21:03 Bandaríkjamenn heimta refsiaðgerðir Bandaríkjamenn segjast fullvissir um að sátt náist í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um að beita Írana refsiaðgerðum. Fulltrúar sex af voldugustu ríkjum heims ræddu stöðuna í kjarnorkudeilunni í París í dag. Erlent 2.5.2006 19:09 6 tonna steypuplata féll á starfsmann Ístaks Það má með sanni segja að starfsmaður Ístaks á Keflavíkurflugvelli hafi ekki verið feigur þegar að sex tonna steypuplata féll á hann um klukkan fjögur í dag. Verið var að setja gólf í eitt flugskýlið þegar að steypuplatan hrundi ofan á manninn og brotnaði og var í fyrstu talið að um mjög alvarlegt vinnuslys væri að ræða Innlent 2.5.2006 20:04 Skatan í útrýmingarhættu Íslenska skatan er í mikilli hættu á að deyja út, samkvæmt nýjum válista umhverfisverndarsamtakanna, World Conservation Union. Sextán þúsund dýra- og plöntutegundir er að finna á listanum, þar á meðal hvítabirni og flóðhesta í fyrsta sinn. Erlent 2.5.2006 19:07 Berlusconi segir formlega af sér Silvio Berlusconi lét af embætti sem forsætisráðherra Ítalíu í dag. Hann gekk á fund Carlo Ciampi, forseta landsins, í dag og tilkynnti honum formlega afsögn sína. Erlent 2.5.2006 19:05 Dagur gegn megrun og fordómum í garð feitra Megrunarlausi dagurinn, baráttudagur gegn átröskun, megrun og fordómum í garð feitra, er á laugardag.Lögð er áhersla á að konur hætti að eltast við óraunhæfar útlitskröfur. Innlent 2.5.2006 18:07 Segir ummæli formanns KSÍ lykta af rangstöðu Verkefnisstjóri Biskupsstofu segir þau ummæli formanns KSÍ, að það veki furðu að vændi á HM sé í brennidepli hjá kirkjunnar mönnum, lykta af rangstöðu. Að hans mati á Íþróttahreyfingin, líkt og kirkjan, að standa vörð um velsæmi Innlent 2.5.2006 18:00 Kjósa milli þriggja nafna á Ströndum Heimabyggð, Strandabyggð, Strandahreppur og Sveitarfélagið Standir eru þær tillögur að nýju nafni á sameinað sveitarfélag Broddanes- og Hólmavíkurhreppa sem samstarfsnefnd um sameiningu hefur sent til umsagnar til örnefnanefndar. Þetta kemur fram á vefnum Strandir.is. Innlent 2.5.2006 17:33 Allir viðskiptabankarnir skiluðu methagnaði Viðskiptabankarnir þrír skiluðu allir methagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Samtals nemur hagnaðurinn rúmlega fjörutíu milljörðum króna. Ef Straumur-Burðarás er tekinn inn í dæmið er fjórða metið fallið. Innlent 2.5.2006 17:19 Kynna skýrslu um íslenskt efnahagslíf í New York Viðskiptaráð Íslands ætlar á morgun að bregðast við gangrýnisröddum innan lands sem utan og kynna skýrslu um íslenskt efnahagslíf sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefur unnið í samvinnu við einn virtasta hagfræðing í heimi á sviði fjármálastjórnar og fjármálastöðugleika. Skýrslan verðir kynnt fyrir bandarískum fjölmiðlum og fjármálamönnum í New York og er enginn kattarþvottur fyrir íslenskt efnahagslíf segir forstöðumaður Hagfræðistofnunar. Innlent 2.5.2006 17:12 Rafmagnslaust á Fellströnd, Skarðsströnd og Saurbæ Um tvöleitið í dag fór af Fellströnd, Skarðsströnd og Saurbæ þegar grafa tók háspennustreng í sundur við Ásgarð. Áætlað er að viðgerð ljúki um klukkan 19.00 Innlent 2.5.2006 17:00 Olíufélagið hækkar bensínverð Olíufélagið hækkaði verð á bensíni í dag. Eftir hækkunina verður sjálfsafgreiðsluverð á bensínstöðvum félagsins á höfuðborgarsvæðinu tæpar 128 krónur. Á heimasíðu félagsins segir að ástæðan sé hækkandi heimsmarkaðsverð. Innlent 2.5.2006 16:46 Stúlkan sem saknað var fundin Lögreglan á Selfossi lýsti í morgunn eftir fjórtán ára stúlku sem hvarf af heimili sínu á sunnudag. Að sögn lögreglu fannst stúlkan nú fyrir skömmu í heimahúsi í Reykjavík heil á húfi. Innlent 2.5.2006 16:32 Tímabundin lækkun á olíugjaldi Tímabundin lækkun á olíugjaldi verður framlengd til áramóta ef frumvarp fjármálaráðherra þar að lútandi nær fram að ganga. Fyrsta umræða um frumvarpið er á þingi í dag en það ríður á að samþykkja það fyrir 1. júní því þá rennur núverandi framlengingartímabil út. Innlent 2.5.2006 16:24 Stjórnarliðar og stjórnarandstaða sameinuð meðal barna Fulltrúar stjórnarliða og stjórnandstöðu sameinuðust í göfugu verkefni meðal prúðra barna í dag. Gott hljóð var í mannskapnum og mikið var helgið þegar forsætisráðherra ljóstraði því upp við börnin að Össur Skarphéðinsson væri prúðastur þingmanna. Innlent 2.5.2006 15:51 Tvennt slasaðist í bílveltu Tvennt var flutt á slysadeild eftir að jeppi valt í beygjunni á gatnamótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar um klukkan tvö í dag. Fjórir voru í bílnum en að sögn lögreglu var ökumaður jeppans á það mikilli ferð að hann náði ekki beygjunni og því valt bíllinn. Innlent 2.5.2006 15:24 Bílvelta á Suðurlandsvegi Bílvelta varð á Suðurlandsvegi rétt ofan við gatnamót Suðurlands- og Vesturlandsvegar klukkan 2 í dag. Tilkynn var um að fjórir væru slasaðir og voru þrír sjúkrabílar sendir á staðinn. Ekki er enn vitað hvað olli slysinu eða hversu alvarlegt það er en lögreglan er á staðnum. Við segjum nánar frá þessu síðar í dag. Innlent 2.5.2006 14:18 Borgarafundur á Ísafirði í kvöld Bæjarmálin á Ísafirði verða í brennidepli á fimmta borgarafundinum sem NFS efnir til í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Þá verða kynntar niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar á fylgi flokkanna í bænum. Innlent 2.5.2006 13:56 Enginn áhugi lengur fyrir kröfugöngum Fjölskylduhátíðir í stað kröfugangna á baráttudegi verkalýðsins, er krafa formanns Rafiðnaðarsambandsins. Hann segir félagsmenn verkalýðsfélaganna engan áhuga hafa lengur á því að fara í kröfugöngur. Innlent 2.5.2006 12:00 Aldrei meiri hagnaður Glitnir hefur aldrei skilað meiri hagnaði á einum ársfjórðungi en hann gerði fyrstu þrjá mánuði ársins. Á sama tíma gerðist það í fyrsta sinn í sögu bankans að meira en helmingur hagnaðar er frá útlöndum. Innlent 2.5.2006 12:07 « ‹ ›
Umhverfismat seinkar ekki gangagerð Íbúasamtök Laugardalshverfa og Grafarvogs segja það misskilning að framkvæmdir á Sundabraut muni tefjast vegna umhverfismats á jarðgöngum. Innlent 3.5.2006 07:21
Þúsundir missa allar vaxtabætur sínar Margir eiga eftir að fá óvæntan fjárhagslegan skell þegar álagningarseðlarnir berast í sumar, því þúsundir heimila munu missa allar vaxtabætur vegna hækkunar húsnæðisverðs. Þetta kom fram í máli Atla Gíslasonar þingmanns Vinstri grænna á Alþingi í gær. Innlent 3.5.2006 07:16
Bora göng til fastra námumanna Björgunarmenn í Tasmaníu freista þess nú að bjarga tveimur mönnum sem hafa verið fastir niðri í gullnámu í átta daga. Stórum bor hefur verið komið fyrir ofan námunnar og er ætlunin að bora göng niður til mannanna sem eru fastir á kílómetra dýpi. Erlent 3.5.2006 07:23
Hálfur annar milljarður í slökkviliðið Það kostar ríkissjóð tæpan einn og hálfan milljarð króna að yfirtaka rekstur slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í umsögn fjármálaráðuneytisins um flutning slökkviliðsins undir flugvallarstjórann á Keflavíkurflugvelli. Innlent 3.5.2006 07:06
113 fórust í flugslysi 113 manns létust þegar armensk farþegaflugvél brotlenti í Svartahafinu í nótt. Flugvélin var frá armenska flugfélaginu Armavia Airlines og var á leið frá Yerevan til Schoci í Rússlandi. Erlent 3.5.2006 07:01
Íslensk stjórnvöld ættu að skammast sín Íslensk stjórnvöld ættu að sjá sig um hönd, jafnvel skammast sín fyrir hvernig staðið hefur verið að framkvæmdum við álverið á Reyðarfirði. Þetta segir Hjörleifur Guttormsson sem gagnrýnir harðlega frummatsskýrslu Alcoa um umhverfisáhrif frá álverinu og framgang stjórnvalda í þeim efnum. Innlent 2.5.2006 22:40
Krefjast þess að verðhækkanir verði dregnar til baka Neytendasamtökin hafa sent stórri ferðaskrifstofu bréf þar sem þau krefjast þess að ákvörðun þeirra um verðhækkun á pakkaferðum skrifstofunnar verði dregin til baka. Á heimasíðu Neytendasamtakanna segja samtökin að ferðaskrifstofan hafi sent mörgum neytendum sem greitt hafa svonefnt staðfestingagjald bréf þar sem þeim er tilkynnt um að verð ferðanna hafi verið hækkað eða verði hækkað vegna gengisbreytinga að undanförnu. Innlent 2.5.2006 22:38
Þingfundur stendur enn Þingfundur stendur enn á Alþingi en hann hófst í dag laust eftir hádegi. Verið er að ræða breytingar á lögum um almannatryggingar vegna uppsagnar sjálfstætt starfandi sérfræðinga í hjartalækningum á samningi við ríkið. Innlent 2.5.2006 22:19
Sumarbústöðum fjölgar um ríflega þriðjung á átta árum Sumarbústöðum í landinu hefur fjölgað um rúman þriðjung í landinu frá árinu 1997. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Í tölum frá Fasteignamati ríkisins kemur í ljós að 7617 sumarbústaðir voru í landinu árið 1997. Innlent 2.5.2006 21:22
Hungur er hlutskipti 146 milljóna barna Heimsbyggðin hefur brugðist börnum jarðar með því að tryggja þeim ekki nægan mat, segir í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. 146 milljónir barna um víða veröld búa við sult og seyru. Erlent 2.5.2006 19:14
Í-listinn fengi hreinan meirihluta Í-listinn, sameiginlegt framboð Samfylkingarinnar, Vinstri - grænna, Frjálslyndra og óháðra á Ísafirði, næði hreinum meirihluta í bæjarstjórn ef kosið yrði nú. Þetta kemur í ljós í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir NFS. Átta ára valdatíð sjálfstæðismanna og framsóknarmanna virðist á enda samkvæmt þessu. Innlent 2.5.2006 21:03
Bandaríkjamenn heimta refsiaðgerðir Bandaríkjamenn segjast fullvissir um að sátt náist í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um að beita Írana refsiaðgerðum. Fulltrúar sex af voldugustu ríkjum heims ræddu stöðuna í kjarnorkudeilunni í París í dag. Erlent 2.5.2006 19:09
6 tonna steypuplata féll á starfsmann Ístaks Það má með sanni segja að starfsmaður Ístaks á Keflavíkurflugvelli hafi ekki verið feigur þegar að sex tonna steypuplata féll á hann um klukkan fjögur í dag. Verið var að setja gólf í eitt flugskýlið þegar að steypuplatan hrundi ofan á manninn og brotnaði og var í fyrstu talið að um mjög alvarlegt vinnuslys væri að ræða Innlent 2.5.2006 20:04
Skatan í útrýmingarhættu Íslenska skatan er í mikilli hættu á að deyja út, samkvæmt nýjum válista umhverfisverndarsamtakanna, World Conservation Union. Sextán þúsund dýra- og plöntutegundir er að finna á listanum, þar á meðal hvítabirni og flóðhesta í fyrsta sinn. Erlent 2.5.2006 19:07
Berlusconi segir formlega af sér Silvio Berlusconi lét af embætti sem forsætisráðherra Ítalíu í dag. Hann gekk á fund Carlo Ciampi, forseta landsins, í dag og tilkynnti honum formlega afsögn sína. Erlent 2.5.2006 19:05
Dagur gegn megrun og fordómum í garð feitra Megrunarlausi dagurinn, baráttudagur gegn átröskun, megrun og fordómum í garð feitra, er á laugardag.Lögð er áhersla á að konur hætti að eltast við óraunhæfar útlitskröfur. Innlent 2.5.2006 18:07
Segir ummæli formanns KSÍ lykta af rangstöðu Verkefnisstjóri Biskupsstofu segir þau ummæli formanns KSÍ, að það veki furðu að vændi á HM sé í brennidepli hjá kirkjunnar mönnum, lykta af rangstöðu. Að hans mati á Íþróttahreyfingin, líkt og kirkjan, að standa vörð um velsæmi Innlent 2.5.2006 18:00
Kjósa milli þriggja nafna á Ströndum Heimabyggð, Strandabyggð, Strandahreppur og Sveitarfélagið Standir eru þær tillögur að nýju nafni á sameinað sveitarfélag Broddanes- og Hólmavíkurhreppa sem samstarfsnefnd um sameiningu hefur sent til umsagnar til örnefnanefndar. Þetta kemur fram á vefnum Strandir.is. Innlent 2.5.2006 17:33
Allir viðskiptabankarnir skiluðu methagnaði Viðskiptabankarnir þrír skiluðu allir methagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Samtals nemur hagnaðurinn rúmlega fjörutíu milljörðum króna. Ef Straumur-Burðarás er tekinn inn í dæmið er fjórða metið fallið. Innlent 2.5.2006 17:19
Kynna skýrslu um íslenskt efnahagslíf í New York Viðskiptaráð Íslands ætlar á morgun að bregðast við gangrýnisröddum innan lands sem utan og kynna skýrslu um íslenskt efnahagslíf sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefur unnið í samvinnu við einn virtasta hagfræðing í heimi á sviði fjármálastjórnar og fjármálastöðugleika. Skýrslan verðir kynnt fyrir bandarískum fjölmiðlum og fjármálamönnum í New York og er enginn kattarþvottur fyrir íslenskt efnahagslíf segir forstöðumaður Hagfræðistofnunar. Innlent 2.5.2006 17:12
Rafmagnslaust á Fellströnd, Skarðsströnd og Saurbæ Um tvöleitið í dag fór af Fellströnd, Skarðsströnd og Saurbæ þegar grafa tók háspennustreng í sundur við Ásgarð. Áætlað er að viðgerð ljúki um klukkan 19.00 Innlent 2.5.2006 17:00
Olíufélagið hækkar bensínverð Olíufélagið hækkaði verð á bensíni í dag. Eftir hækkunina verður sjálfsafgreiðsluverð á bensínstöðvum félagsins á höfuðborgarsvæðinu tæpar 128 krónur. Á heimasíðu félagsins segir að ástæðan sé hækkandi heimsmarkaðsverð. Innlent 2.5.2006 16:46
Stúlkan sem saknað var fundin Lögreglan á Selfossi lýsti í morgunn eftir fjórtán ára stúlku sem hvarf af heimili sínu á sunnudag. Að sögn lögreglu fannst stúlkan nú fyrir skömmu í heimahúsi í Reykjavík heil á húfi. Innlent 2.5.2006 16:32
Tímabundin lækkun á olíugjaldi Tímabundin lækkun á olíugjaldi verður framlengd til áramóta ef frumvarp fjármálaráðherra þar að lútandi nær fram að ganga. Fyrsta umræða um frumvarpið er á þingi í dag en það ríður á að samþykkja það fyrir 1. júní því þá rennur núverandi framlengingartímabil út. Innlent 2.5.2006 16:24
Stjórnarliðar og stjórnarandstaða sameinuð meðal barna Fulltrúar stjórnarliða og stjórnandstöðu sameinuðust í göfugu verkefni meðal prúðra barna í dag. Gott hljóð var í mannskapnum og mikið var helgið þegar forsætisráðherra ljóstraði því upp við börnin að Össur Skarphéðinsson væri prúðastur þingmanna. Innlent 2.5.2006 15:51
Tvennt slasaðist í bílveltu Tvennt var flutt á slysadeild eftir að jeppi valt í beygjunni á gatnamótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar um klukkan tvö í dag. Fjórir voru í bílnum en að sögn lögreglu var ökumaður jeppans á það mikilli ferð að hann náði ekki beygjunni og því valt bíllinn. Innlent 2.5.2006 15:24
Bílvelta á Suðurlandsvegi Bílvelta varð á Suðurlandsvegi rétt ofan við gatnamót Suðurlands- og Vesturlandsvegar klukkan 2 í dag. Tilkynn var um að fjórir væru slasaðir og voru þrír sjúkrabílar sendir á staðinn. Ekki er enn vitað hvað olli slysinu eða hversu alvarlegt það er en lögreglan er á staðnum. Við segjum nánar frá þessu síðar í dag. Innlent 2.5.2006 14:18
Borgarafundur á Ísafirði í kvöld Bæjarmálin á Ísafirði verða í brennidepli á fimmta borgarafundinum sem NFS efnir til í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Þá verða kynntar niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar á fylgi flokkanna í bænum. Innlent 2.5.2006 13:56
Enginn áhugi lengur fyrir kröfugöngum Fjölskylduhátíðir í stað kröfugangna á baráttudegi verkalýðsins, er krafa formanns Rafiðnaðarsambandsins. Hann segir félagsmenn verkalýðsfélaganna engan áhuga hafa lengur á því að fara í kröfugöngur. Innlent 2.5.2006 12:00
Aldrei meiri hagnaður Glitnir hefur aldrei skilað meiri hagnaði á einum ársfjórðungi en hann gerði fyrstu þrjá mánuði ársins. Á sama tíma gerðist það í fyrsta sinn í sögu bankans að meira en helmingur hagnaðar er frá útlöndum. Innlent 2.5.2006 12:07