Fréttir Stjórnarskrá hafi verið samþykkt Búið er að leggja lokahönd á stjórnarskrá Íraks og verður hún samþykkt síðar í dag. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir Laith Kubba, talsmanni ríkisstjórnar Íraks. Upphaflega átti stjórnarskráin að liggja fyrir á mánudaginn í síðustu viku en þar sem ekki hafði náðst samkomulag meðal ólíkra þjóðarbrota í landinu um hana fékk samninganefnd vikufrest til þess að ljúka málinu. Erlent 13.10.2005 19:45 Flóðin eru heldur í rénun Flóðin í Mið-Evrópu sem hafa dregið í það minnsta 42 manns til dauða eru heldur í rénun. Í Bern, höfðuborg Sviss, þurfti aftur á móti að rýma fjölda húsa þegar áin Aare flæddi yfir bakka sína. Erlent 13.10.2005 19:45 Aðhald en velferð Geir Haarde fjármálaráðherra og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fengu í gær heimild þingflokka sinna til þess að vinna áfram að gerð fjárlaga fyrir næsta ár á grundvelli sem kynntur hefur verið stjórnarþingmönnum. Innlent 13.10.2005 19:45 Bandaríkjamanns leitað á hálendinu Björgunarsveitir frá Höfn í Hornafirði og Egilsstöðum leituðu í nótt á hálendinu að bandarískum ferðamanni sem skilaði sér ekki til byggða á tilætluðum tíma. Að sögn lögreglu á Höfn var maðurinn á leið frá Snæfelli, en ætlaði að koma niður af hálendinu á Lónsöræfum við Illakamb um klukkan tvö í gær. Innlent 13.10.2005 19:45 Rætt um að hætta við hækkun Borgarráð er nú að ræða tillögu Alfreðs Þorsteinssonar um að hætta við að hækka leikskólagjöld námsmanna. Gera má ráð fyrir að mikil mannekla í leikskólum borgarinnar verði einnig rædd. Eins stefndi í að ekki tækist að manna frístundaheimili borgarinnar en Íþrótta- og tómstundaráð hefur náð að taka inn flest þau börn sem sóttu um fyrir auglýstan umsóknarfrest. Innlent 13.10.2005 19:45 Óljóst með stjórnarskrá Íraks Enn er ekki ljóst hvort samkomulag hafi náðst um stjórnarskrá Íraks. Fulltrúar sjíta og Kúrda voru búnir að koma sér saman um öll aðalatriði, þar á meðal að Írak skyldi verða sambandsríki. Súnnítar hafa hins vegar lýst því yfir að þeir muni aldrei samþykkja það fyrirkomulag svo stálin stinn hafa mæst undanfarna daga þar sem stjórnarskrárnefndin hefur reynt að ná samkomulagi. Erlent 13.10.2005 19:45 Ofbeldisverkum í miðborg fækkar Ofbeldisverkum í miðborg Reykjavíkur hefur fækkað um 40 prósent frá árinu 2000 samkvæmt nýrri rannsókn. Stór hluti skýringarinnar er eftirlitsmyndavélar, frjáls afgreiðslutími skemmtistaða og það að ferðir næturvagna SVR voru aflagðar. Innlent 13.10.2005 19:45 Sjúkraliðalaust á sumum vöktum Svo mikill skortur er á fólki í umönnunarstörf að dæmi eru um að stofnanir sem sinna hjúkrun aldraðra geti ekki mannað allar vaktir sínar með sjúkraliðum, segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Innlent 13.10.2005 19:45 Lítið gert við athugasemdum Svo virðist sem lítið sem ekkert sé að gert þótt Persónuvernd geri athugasemdir við notkun öryggismyndavéla. Til dæmis hefur lögreglan ekki gengið úr skugga um að búið sé að fjarlægja myndavél úr búningsklefa líkamsræktarstöðvarinnar World Class. Innlent 13.10.2005 19:45 Takmarka innflutning litarefnis Umhverfisstofnun hefur takmarkað enn frekar innflutning á matvælum sem innihalda litarefnið súdan en það er talið krabbameinsvaldandi. Innlent 13.10.2005 19:45 Dómstóll samþykkir kosningar Æðsti sambandsdómstóll Þýskalands komst í morgun að þeirri niðurstöðu að það væri lögmætt að boða til kosninga í landinu þann 18. september. Nokkrir samflokksfélagar Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, höfðu vefengt réttmæti þess að leysa upp þingið og boða til kosninganna þegar í september, en eftir úrskurðinn í morgun er nokkuð ljóst að kosningarnar verða haldnar hvað sem tautar og raular. Erlent 13.10.2005 19:45 Undirbúa atlögu að Alfreð Atlaga að Alfreð Þorsteinssyni oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavíkurborg er í undirbúningi fyrir næstu kosningar. Verið er að safna liði í kringum Önnu Kristinsdóttur borgarfulltrúa Framsóknarflokksins og íhugar hún að gefa kost á sér í efsta sæti listans. Innlent 13.10.2005 19:45 Vont ferðaveður á Austurlandi Mjög vont ferðaveður er nú á milli Hafnar í Hornafirði og Djúpavogs og hefur veðurstofan sent úr stormviðvörun. Þar er nú mikið rok og sviptivindasamt, en vegna veðursins var mikið um grjóthrun í Hvalnes- og Þvottaskriðum á milli Djúpavogs og Hafnar í nótt. Að sögn lögreglunnar á Höfn er enn þá vont ferðaveður og vill lögreglan hvetja ökumenn til að fara varlega. Innlent 13.10.2005 19:45 Fjölga hermönnum í Írak Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að fjölga enn í herliði sínu í Írak. Fimmtán hundruð bandarískir hermenn til viðbótar verða sendir til Írak áður en þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá landsins verður haldin. Þegar eru 138 þúsund bandarískir hermenn í Írak, en þar sem óttast er að stjórnarskráin valdi enn frekari ólgu þótti réttast að bæta enn í hópinn. Erlent 13.10.2005 19:45 Salmonella ekki aðeins í kjúklingi Innflutningur á fersku og frosnu grænmeti til landsins hefur verið takmarkaður vegna hættu á salmonellu. Slíkum tilfellum fjölgar stöðugt í heiminum að sögn forstöðumanns matvælasviðs Umhverfisstofu, sem segir fjarri því að veiran greinist einungis í kjúklingum. Innlent 13.10.2005 19:45 Flestir umsækjendur hafi komist að Frístundaheimili Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar hafa náð að taka inn flest þau börn sem sóttu um fyrir augslýstan umsóknarfrest í vor. Á 26 af 33 frístundaheimilum eru öll börn komin inn sem sótt var um fyrir á réttum tíma. 10 frístundaheimili eru fullmönnuð, en mjög erfiðlega hefur gengið að manna frístundaheimili borgarinnar. Innlent 13.10.2005 19:45 Dregið til baka vegna þrýstings "Það er bara hollt að stjórnmálamenn skipti stundum um skoðun," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, en borgarráð samþykkti einróma í gær tillögu Alfreðs Þorsteinssonar um að Reykjavíkurborg falli frá fyrirhuguðum breytingum á gjaldskrá leikskólanna. Innlent 13.10.2005 19:45 Sakar lögfræðing um ærumeiðingar Fasteignasali í Reykjavík hefur kært lögfræðing Húseigendafélagsins til Ríkislögreglustjóra fyrir ærumeiðingar og brot á friðhelgi einkalífs. Kæran kemur í kjölfar kæru Húseigendafélagsins á hendur fasteignasalanum fyrir að misnota aðstöðu sína og selja syni sínum íbúð í Hlíðunum. Innlent 13.10.2005 19:45 Hefði getað farið verr Alls komust 58 manns lífs af úr flugslysinu í Perú í vikunni. Kraftaverki þykir ganga næst að ekki fór verr. Erlent 13.10.2005 19:45 Gripinn eftir glæfraakstur Ökumaður með barn í bíl sínum var í gær stöðvaður í Borgarnesi eftir glæfraakstur í Norðurárdal. Lögreglan á Hólmavík mældi manninn á 146 kílómetra hraða en ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum og gaf í þegar hann varð var við lögregluna. Ökumaðurinn stofnaði lífi sínu og annarra í stórhættu með akstrinum, en hann var stöðvaður af lögreglunni í Borgarnesi. Innlent 13.10.2005 19:45 Úttekt nefndar SÞ fagnað "Mér líst mjög vel á skýrsluna," segir Margrét Steinarsdóttir lögfræðingur Alþjóðahússins. "Tillögur þær sem settar eru fram í skýrslunni eru að miklum hluta atriði sem Alþjóðahúsið hefur líka bent á." Hún segir skýrsluna almennt jákvæða í garð aðstæðna hér þótt þar séu birtar athugasemdir og tillögur að úrbótum hér á landi. Innlent 13.10.2005 19:45 Gagnrýnir þátttöku í ráðstefnu Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir þátttöku stjórnarskrárnefndar í fyrirhugaðri ráðstefnu Lögfræðingafélags Íslands um þjóðaratkvæðagreiðslur. Ástæðuna segir hann vera að einungis sé gert ráð fyrir að kynnt verði viðhorf lögfræðinganefndar ríkisstjórnarinnar sem komið var á fót eftir að forseti synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Innlent 13.10.2005 19:45 Fundað um breytingar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, fundar í dag með samstarfsaðilum Reykjavíkurborgar um Menningarnótt. Á fundinum verður rætt hvort tilefni sé til að halda Menningarnótt með öðrum hætti en hefur verið undanfarin ár. Innlent 13.10.2005 19:45 Fundu 36 lík í skurði í Írak Lögreglan í Írak fann í dag lík af 36 mönnum sem teknir höfðu verið af lífi með skoti í höfuðið í skurði nærri bænum Kut. <em>BBC</em> hefur eftir talsmanni lögreglunnar að fólkið hafi verið á aldrinum 25-35 ára og hafði það allt verið handjárnað með hendur fyrir aftan bak. Þá bendir ástand líkanna til þess að það hafi verið drepið fyrir fjórum til fimm dögum. Erlent 13.10.2005 19:45 Schröder hafi ekki brotið lög Æðsti dómstóll Þýskalands hefur úrskurðað að Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og flokkur hans hafi ekki brotið stjórnarskrána með því að fella eigin stjórn með vantrauststillögu á þingi. Þingkosningar verða því 18. september eins og ráð var fyrir gert. Erlent 13.10.2005 19:45 Verða að taka börn heim í tvo daga Víða er læmt ástand á leikskólum Reykjavíkurborgar svo og í öðrum umönnunarstörfum vegna manneklu. Leikskólastjórar segja erfiðara að fá fólk til starfa á leikskólunum á haustin en ella og fer ástandið versnandi ár frá ári. Foreldrar barna í leikskólanum Klettaborg í Grafarvogi verða að vera með börn sín heima tvo daga næstu tvær vikurnar þar sem ekki hefur tekist að manna í fjögur stöðugildi. Innlent 13.10.2005 19:45 58 lifðu af flugslys í Perú Að minnsta kosti 58 manns komust lífs af úr flugslysinu í Perú í fyrradag. Nú hefur verið staðfest að 37 létust en ekki 41 eins og talið var í fyrstu. Þriggja er enn saknað. Orsakir flugslyssins eru enn ókunnar, en veður var slæmt og allt bendir til þess að flugmaðurinn hafi ætlað að reyna að lenda á hraðbraut en ekki náð að hitta á hana. Erlent 13.10.2005 19:45 Bónuspakk og bankastjórahyski Sigmundur Sigurgeirsson, svæðisstjóri Ríkisútvarpsins á Suðurlandi, vinnur ekki framar fréttir fyrir útvarpið vegna ummæla sem hann lét falla á bloggsíðu sinni, www.skeljafell.blogspot.com. Innlent 13.10.2005 19:45 Senda börn heim vegna manneklu Foreldrar barna í leikskólanum Klettaborg í Grafarvogi þurfa að vera með börnin sín heima tvo daga næstu tvær vikurnar sökum manneklu í leikskólanum. Leikskólastjórinn segist vita til þess að ástandið sé svipað í fleiri leikskólum. Innlent 13.10.2005 19:45 Vilja reisa byggð í Leirvogstungu Mosfellsbær og fyrirtækið Leirvogstunga ehf. undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um byggingu 400 íbúða í landi Leirvogstungu í Mosfellsbæ. Upppbygging hverfisins verður sveitarfélaginu að kostnaðarlausu þar sem framkvæmdaaðili tekur að sér lagningu vegar, brúargerð og fjármagnar byggingu skóla og leikskóla á svæðinu, en þetta mun vera nýjung í uppbyggingu á Íslandi. Innlent 13.10.2005 19:45 « ‹ ›
Stjórnarskrá hafi verið samþykkt Búið er að leggja lokahönd á stjórnarskrá Íraks og verður hún samþykkt síðar í dag. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir Laith Kubba, talsmanni ríkisstjórnar Íraks. Upphaflega átti stjórnarskráin að liggja fyrir á mánudaginn í síðustu viku en þar sem ekki hafði náðst samkomulag meðal ólíkra þjóðarbrota í landinu um hana fékk samninganefnd vikufrest til þess að ljúka málinu. Erlent 13.10.2005 19:45
Flóðin eru heldur í rénun Flóðin í Mið-Evrópu sem hafa dregið í það minnsta 42 manns til dauða eru heldur í rénun. Í Bern, höfðuborg Sviss, þurfti aftur á móti að rýma fjölda húsa þegar áin Aare flæddi yfir bakka sína. Erlent 13.10.2005 19:45
Aðhald en velferð Geir Haarde fjármálaráðherra og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fengu í gær heimild þingflokka sinna til þess að vinna áfram að gerð fjárlaga fyrir næsta ár á grundvelli sem kynntur hefur verið stjórnarþingmönnum. Innlent 13.10.2005 19:45
Bandaríkjamanns leitað á hálendinu Björgunarsveitir frá Höfn í Hornafirði og Egilsstöðum leituðu í nótt á hálendinu að bandarískum ferðamanni sem skilaði sér ekki til byggða á tilætluðum tíma. Að sögn lögreglu á Höfn var maðurinn á leið frá Snæfelli, en ætlaði að koma niður af hálendinu á Lónsöræfum við Illakamb um klukkan tvö í gær. Innlent 13.10.2005 19:45
Rætt um að hætta við hækkun Borgarráð er nú að ræða tillögu Alfreðs Þorsteinssonar um að hætta við að hækka leikskólagjöld námsmanna. Gera má ráð fyrir að mikil mannekla í leikskólum borgarinnar verði einnig rædd. Eins stefndi í að ekki tækist að manna frístundaheimili borgarinnar en Íþrótta- og tómstundaráð hefur náð að taka inn flest þau börn sem sóttu um fyrir auglýstan umsóknarfrest. Innlent 13.10.2005 19:45
Óljóst með stjórnarskrá Íraks Enn er ekki ljóst hvort samkomulag hafi náðst um stjórnarskrá Íraks. Fulltrúar sjíta og Kúrda voru búnir að koma sér saman um öll aðalatriði, þar á meðal að Írak skyldi verða sambandsríki. Súnnítar hafa hins vegar lýst því yfir að þeir muni aldrei samþykkja það fyrirkomulag svo stálin stinn hafa mæst undanfarna daga þar sem stjórnarskrárnefndin hefur reynt að ná samkomulagi. Erlent 13.10.2005 19:45
Ofbeldisverkum í miðborg fækkar Ofbeldisverkum í miðborg Reykjavíkur hefur fækkað um 40 prósent frá árinu 2000 samkvæmt nýrri rannsókn. Stór hluti skýringarinnar er eftirlitsmyndavélar, frjáls afgreiðslutími skemmtistaða og það að ferðir næturvagna SVR voru aflagðar. Innlent 13.10.2005 19:45
Sjúkraliðalaust á sumum vöktum Svo mikill skortur er á fólki í umönnunarstörf að dæmi eru um að stofnanir sem sinna hjúkrun aldraðra geti ekki mannað allar vaktir sínar með sjúkraliðum, segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Innlent 13.10.2005 19:45
Lítið gert við athugasemdum Svo virðist sem lítið sem ekkert sé að gert þótt Persónuvernd geri athugasemdir við notkun öryggismyndavéla. Til dæmis hefur lögreglan ekki gengið úr skugga um að búið sé að fjarlægja myndavél úr búningsklefa líkamsræktarstöðvarinnar World Class. Innlent 13.10.2005 19:45
Takmarka innflutning litarefnis Umhverfisstofnun hefur takmarkað enn frekar innflutning á matvælum sem innihalda litarefnið súdan en það er talið krabbameinsvaldandi. Innlent 13.10.2005 19:45
Dómstóll samþykkir kosningar Æðsti sambandsdómstóll Þýskalands komst í morgun að þeirri niðurstöðu að það væri lögmætt að boða til kosninga í landinu þann 18. september. Nokkrir samflokksfélagar Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, höfðu vefengt réttmæti þess að leysa upp þingið og boða til kosninganna þegar í september, en eftir úrskurðinn í morgun er nokkuð ljóst að kosningarnar verða haldnar hvað sem tautar og raular. Erlent 13.10.2005 19:45
Undirbúa atlögu að Alfreð Atlaga að Alfreð Þorsteinssyni oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavíkurborg er í undirbúningi fyrir næstu kosningar. Verið er að safna liði í kringum Önnu Kristinsdóttur borgarfulltrúa Framsóknarflokksins og íhugar hún að gefa kost á sér í efsta sæti listans. Innlent 13.10.2005 19:45
Vont ferðaveður á Austurlandi Mjög vont ferðaveður er nú á milli Hafnar í Hornafirði og Djúpavogs og hefur veðurstofan sent úr stormviðvörun. Þar er nú mikið rok og sviptivindasamt, en vegna veðursins var mikið um grjóthrun í Hvalnes- og Þvottaskriðum á milli Djúpavogs og Hafnar í nótt. Að sögn lögreglunnar á Höfn er enn þá vont ferðaveður og vill lögreglan hvetja ökumenn til að fara varlega. Innlent 13.10.2005 19:45
Fjölga hermönnum í Írak Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að fjölga enn í herliði sínu í Írak. Fimmtán hundruð bandarískir hermenn til viðbótar verða sendir til Írak áður en þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá landsins verður haldin. Þegar eru 138 þúsund bandarískir hermenn í Írak, en þar sem óttast er að stjórnarskráin valdi enn frekari ólgu þótti réttast að bæta enn í hópinn. Erlent 13.10.2005 19:45
Salmonella ekki aðeins í kjúklingi Innflutningur á fersku og frosnu grænmeti til landsins hefur verið takmarkaður vegna hættu á salmonellu. Slíkum tilfellum fjölgar stöðugt í heiminum að sögn forstöðumanns matvælasviðs Umhverfisstofu, sem segir fjarri því að veiran greinist einungis í kjúklingum. Innlent 13.10.2005 19:45
Flestir umsækjendur hafi komist að Frístundaheimili Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar hafa náð að taka inn flest þau börn sem sóttu um fyrir augslýstan umsóknarfrest í vor. Á 26 af 33 frístundaheimilum eru öll börn komin inn sem sótt var um fyrir á réttum tíma. 10 frístundaheimili eru fullmönnuð, en mjög erfiðlega hefur gengið að manna frístundaheimili borgarinnar. Innlent 13.10.2005 19:45
Dregið til baka vegna þrýstings "Það er bara hollt að stjórnmálamenn skipti stundum um skoðun," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, en borgarráð samþykkti einróma í gær tillögu Alfreðs Þorsteinssonar um að Reykjavíkurborg falli frá fyrirhuguðum breytingum á gjaldskrá leikskólanna. Innlent 13.10.2005 19:45
Sakar lögfræðing um ærumeiðingar Fasteignasali í Reykjavík hefur kært lögfræðing Húseigendafélagsins til Ríkislögreglustjóra fyrir ærumeiðingar og brot á friðhelgi einkalífs. Kæran kemur í kjölfar kæru Húseigendafélagsins á hendur fasteignasalanum fyrir að misnota aðstöðu sína og selja syni sínum íbúð í Hlíðunum. Innlent 13.10.2005 19:45
Hefði getað farið verr Alls komust 58 manns lífs af úr flugslysinu í Perú í vikunni. Kraftaverki þykir ganga næst að ekki fór verr. Erlent 13.10.2005 19:45
Gripinn eftir glæfraakstur Ökumaður með barn í bíl sínum var í gær stöðvaður í Borgarnesi eftir glæfraakstur í Norðurárdal. Lögreglan á Hólmavík mældi manninn á 146 kílómetra hraða en ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum og gaf í þegar hann varð var við lögregluna. Ökumaðurinn stofnaði lífi sínu og annarra í stórhættu með akstrinum, en hann var stöðvaður af lögreglunni í Borgarnesi. Innlent 13.10.2005 19:45
Úttekt nefndar SÞ fagnað "Mér líst mjög vel á skýrsluna," segir Margrét Steinarsdóttir lögfræðingur Alþjóðahússins. "Tillögur þær sem settar eru fram í skýrslunni eru að miklum hluta atriði sem Alþjóðahúsið hefur líka bent á." Hún segir skýrsluna almennt jákvæða í garð aðstæðna hér þótt þar séu birtar athugasemdir og tillögur að úrbótum hér á landi. Innlent 13.10.2005 19:45
Gagnrýnir þátttöku í ráðstefnu Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir þátttöku stjórnarskrárnefndar í fyrirhugaðri ráðstefnu Lögfræðingafélags Íslands um þjóðaratkvæðagreiðslur. Ástæðuna segir hann vera að einungis sé gert ráð fyrir að kynnt verði viðhorf lögfræðinganefndar ríkisstjórnarinnar sem komið var á fót eftir að forseti synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Innlent 13.10.2005 19:45
Fundað um breytingar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, fundar í dag með samstarfsaðilum Reykjavíkurborgar um Menningarnótt. Á fundinum verður rætt hvort tilefni sé til að halda Menningarnótt með öðrum hætti en hefur verið undanfarin ár. Innlent 13.10.2005 19:45
Fundu 36 lík í skurði í Írak Lögreglan í Írak fann í dag lík af 36 mönnum sem teknir höfðu verið af lífi með skoti í höfuðið í skurði nærri bænum Kut. <em>BBC</em> hefur eftir talsmanni lögreglunnar að fólkið hafi verið á aldrinum 25-35 ára og hafði það allt verið handjárnað með hendur fyrir aftan bak. Þá bendir ástand líkanna til þess að það hafi verið drepið fyrir fjórum til fimm dögum. Erlent 13.10.2005 19:45
Schröder hafi ekki brotið lög Æðsti dómstóll Þýskalands hefur úrskurðað að Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og flokkur hans hafi ekki brotið stjórnarskrána með því að fella eigin stjórn með vantrauststillögu á þingi. Þingkosningar verða því 18. september eins og ráð var fyrir gert. Erlent 13.10.2005 19:45
Verða að taka börn heim í tvo daga Víða er læmt ástand á leikskólum Reykjavíkurborgar svo og í öðrum umönnunarstörfum vegna manneklu. Leikskólastjórar segja erfiðara að fá fólk til starfa á leikskólunum á haustin en ella og fer ástandið versnandi ár frá ári. Foreldrar barna í leikskólanum Klettaborg í Grafarvogi verða að vera með börn sín heima tvo daga næstu tvær vikurnar þar sem ekki hefur tekist að manna í fjögur stöðugildi. Innlent 13.10.2005 19:45
58 lifðu af flugslys í Perú Að minnsta kosti 58 manns komust lífs af úr flugslysinu í Perú í fyrradag. Nú hefur verið staðfest að 37 létust en ekki 41 eins og talið var í fyrstu. Þriggja er enn saknað. Orsakir flugslyssins eru enn ókunnar, en veður var slæmt og allt bendir til þess að flugmaðurinn hafi ætlað að reyna að lenda á hraðbraut en ekki náð að hitta á hana. Erlent 13.10.2005 19:45
Bónuspakk og bankastjórahyski Sigmundur Sigurgeirsson, svæðisstjóri Ríkisútvarpsins á Suðurlandi, vinnur ekki framar fréttir fyrir útvarpið vegna ummæla sem hann lét falla á bloggsíðu sinni, www.skeljafell.blogspot.com. Innlent 13.10.2005 19:45
Senda börn heim vegna manneklu Foreldrar barna í leikskólanum Klettaborg í Grafarvogi þurfa að vera með börnin sín heima tvo daga næstu tvær vikurnar sökum manneklu í leikskólanum. Leikskólastjórinn segist vita til þess að ástandið sé svipað í fleiri leikskólum. Innlent 13.10.2005 19:45
Vilja reisa byggð í Leirvogstungu Mosfellsbær og fyrirtækið Leirvogstunga ehf. undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um byggingu 400 íbúða í landi Leirvogstungu í Mosfellsbæ. Upppbygging hverfisins verður sveitarfélaginu að kostnaðarlausu þar sem framkvæmdaaðili tekur að sér lagningu vegar, brúargerð og fjármagnar byggingu skóla og leikskóla á svæðinu, en þetta mun vera nýjung í uppbyggingu á Íslandi. Innlent 13.10.2005 19:45
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent