Fréttir Lögfræðingur RÚV fer yfir skrif Markús Örn Antonsson útvarpssjóri segir lögfræðing stofnunarinnar fara yfir skrif Sigmundar Sigurgeirssonar, forstöðumanns svæðisútvarpsins á Suðurlandi, á bloggsíðu sína. Hann vildi að örðu leyti ekki tjá sig um skrif starfsmannsins. Sigmundur, sem starfað hefur við svæðisútvarpið um nokkurt skeið, hefur á bloggsíðu sinni beðist afsökunnar á skrifum sínum þar sem hann var mjög orðljótur í garð Baugsfjölskyldunnar. Innlent 13.10.2005 19:45 Heimsþing Ladies Circle sett í dag Árlegt heimsþing samtakanna Ladies Circle hefst í Reykjavík í dag. Er þetta í fyrsta skipti sem þingið er haldið á Íslandi en það sækja um 600 konur frá 28 þjóðlöndum. Að lokinni setningu þingsins í Hallgrímskrikju klukkan hálfsjö í kvöld verður gengið í skrúðgöngu að Kjarvalsstöðum og munu margar konurnar klæðast þjóðbúningum landa sinna. Innlent 13.10.2005 19:45 Einkafyrirtæki byggir hús og skóla Einkafyrirtæki mun, ef allt gengur eftir, byggja 400 íbúða hverfi í Mosfellsbæ. Það mun einnig leggja þar götur, byggja skóla og leikskóla. Innlent 13.10.2005 19:45 Mestu dýraflutningar sögunnar Yfirvöld í Kenía hófu í dag að flytja 400 fíla af friðlýstu svæði í landinu við strendur Indlandshafs vegna plássleysis. Um 600 fílar eru í Shimba Hills á svæði sem aðeins ber 200 fíla, en fílarnir hafa að undanförnu valdið nokkrum búsifjum hjá bændum á svæðinu. Fílarnir eru fyrst svæfðir en ætlunin er að flytja eina fjölskyldu á dag á sérstyrktum vörubílum í Tsavo East þjóðgarðinn sem er sá stærsti í landinu. Erlent 13.10.2005 19:45 Flestir umsækjendur hafi komist að Frístundaheimili Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar hafa náð að taka inn flest þau börn sem sóttu um fyrir augslýstan umsóknarfrest í vor. Á 26 af 33 frístundaheimilum eru öll börn komin inn sem sótt var um fyrir á réttum tíma. 10 frístundaheimili eru fullmönnuð, en mjög erfiðlega hefur gengið að manna frístundaheimili borgarinnar. Innlent 13.10.2005 19:45 Dregið til baka vegna þrýstings "Það er bara hollt að stjórnmálamenn skipti stundum um skoðun," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, en borgarráð samþykkti einróma í gær tillögu Alfreðs Þorsteinssonar um að Reykjavíkurborg falli frá fyrirhuguðum breytingum á gjaldskrá leikskólanna. Innlent 13.10.2005 19:45 Sakar lögfræðing um ærumeiðingar Fasteignasali í Reykjavík hefur kært lögfræðing Húseigendafélagsins til Ríkislögreglustjóra fyrir ærumeiðingar og brot á friðhelgi einkalífs. Kæran kemur í kjölfar kæru Húseigendafélagsins á hendur fasteignasalanum fyrir að misnota aðstöðu sína og selja syni sínum íbúð í Hlíðunum. Innlent 13.10.2005 19:45 Hefði getað farið verr Alls komust 58 manns lífs af úr flugslysinu í Perú í vikunni. Kraftaverki þykir ganga næst að ekki fór verr. Erlent 13.10.2005 19:45 Gripinn eftir glæfraakstur Ökumaður með barn í bíl sínum var í gær stöðvaður í Borgarnesi eftir glæfraakstur í Norðurárdal. Lögreglan á Hólmavík mældi manninn á 146 kílómetra hraða en ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum og gaf í þegar hann varð var við lögregluna. Ökumaðurinn stofnaði lífi sínu og annarra í stórhættu með akstrinum, en hann var stöðvaður af lögreglunni í Borgarnesi. Innlent 13.10.2005 19:45 Úttekt nefndar SÞ fagnað "Mér líst mjög vel á skýrsluna," segir Margrét Steinarsdóttir lögfræðingur Alþjóðahússins. "Tillögur þær sem settar eru fram í skýrslunni eru að miklum hluta atriði sem Alþjóðahúsið hefur líka bent á." Hún segir skýrsluna almennt jákvæða í garð aðstæðna hér þótt þar séu birtar athugasemdir og tillögur að úrbótum hér á landi. Innlent 13.10.2005 19:45 Gagnrýnir þátttöku í ráðstefnu Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir þátttöku stjórnarskrárnefndar í fyrirhugaðri ráðstefnu Lögfræðingafélags Íslands um þjóðaratkvæðagreiðslur. Ástæðuna segir hann vera að einungis sé gert ráð fyrir að kynnt verði viðhorf lögfræðinganefndar ríkisstjórnarinnar sem komið var á fót eftir að forseti synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Innlent 13.10.2005 19:45 Fundað um breytingar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, fundar í dag með samstarfsaðilum Reykjavíkurborgar um Menningarnótt. Á fundinum verður rætt hvort tilefni sé til að halda Menningarnótt með öðrum hætti en hefur verið undanfarin ár. Innlent 13.10.2005 19:45 Fundu 36 lík í skurði í Írak Lögreglan í Írak fann í dag lík af 36 mönnum sem teknir höfðu verið af lífi með skoti í höfuðið í skurði nærri bænum Kut. <em>BBC</em> hefur eftir talsmanni lögreglunnar að fólkið hafi verið á aldrinum 25-35 ára og hafði það allt verið handjárnað með hendur fyrir aftan bak. Þá bendir ástand líkanna til þess að það hafi verið drepið fyrir fjórum til fimm dögum. Erlent 13.10.2005 19:45 Schröder hafi ekki brotið lög Æðsti dómstóll Þýskalands hefur úrskurðað að Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og flokkur hans hafi ekki brotið stjórnarskrána með því að fella eigin stjórn með vantrauststillögu á þingi. Þingkosningar verða því 18. september eins og ráð var fyrir gert. Erlent 13.10.2005 19:45 Verða að taka börn heim í tvo daga Víða er læmt ástand á leikskólum Reykjavíkurborgar svo og í öðrum umönnunarstörfum vegna manneklu. Leikskólastjórar segja erfiðara að fá fólk til starfa á leikskólunum á haustin en ella og fer ástandið versnandi ár frá ári. Foreldrar barna í leikskólanum Klettaborg í Grafarvogi verða að vera með börn sín heima tvo daga næstu tvær vikurnar þar sem ekki hefur tekist að manna í fjögur stöðugildi. Innlent 13.10.2005 19:45 58 lifðu af flugslys í Perú Að minnsta kosti 58 manns komust lífs af úr flugslysinu í Perú í fyrradag. Nú hefur verið staðfest að 37 létust en ekki 41 eins og talið var í fyrstu. Þriggja er enn saknað. Orsakir flugslyssins eru enn ókunnar, en veður var slæmt og allt bendir til þess að flugmaðurinn hafi ætlað að reyna að lenda á hraðbraut en ekki náð að hitta á hana. Erlent 13.10.2005 19:45 Bónuspakk og bankastjórahyski Sigmundur Sigurgeirsson, svæðisstjóri Ríkisútvarpsins á Suðurlandi, vinnur ekki framar fréttir fyrir útvarpið vegna ummæla sem hann lét falla á bloggsíðu sinni, www.skeljafell.blogspot.com. Innlent 13.10.2005 19:45 Senda börn heim vegna manneklu Foreldrar barna í leikskólanum Klettaborg í Grafarvogi þurfa að vera með börnin sín heima tvo daga næstu tvær vikurnar sökum manneklu í leikskólanum. Leikskólastjórinn segist vita til þess að ástandið sé svipað í fleiri leikskólum. Innlent 13.10.2005 19:45 Segir símtal ekki tengjast morði Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtal til neyðarlínu tæpum klukkutíma fyrir morðið á Hverfisgötu á laugardagsmorgunn ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt. Innlent 13.10.2005 19:44 Björn bestur í hrútaþukli Eftir harða keppni hrósaði Björn Þormóður Björnsson, bóndi og kjötmatsmaður á Ytra-Hóli í Vindhælishreppi, sigri á Meistaramótinu í hrútadómum í Sævangi á Ströndum á sunnudag. Hann hlaut meðal annars 15 skammta af hrútasæði í verðlaun. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:45 Ákærðir fyrir skattsvik Framkvæmdastjóri og tveir stjórnarmenn markaðsfyrirtækis hafa verið ákærðir af ríkislögreglustjóra fyrir skattsvik upp á sjöttu milljóna króna. Þeim er gefið að sök að láta undir höfuð leggjast að standa skil á virðisaukaskatti upp á tæplega átta hundruð þúsund krónur. Enn fremur eru þeir sakaðir um að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda upp á rétt tæplega fimm milljónir króna. Innlent 13.10.2005 19:45 Segir framkvæmdaávinning mikinn Álversframkvæmdir við Reyðarfjörð skapa tvöfalt fleiri störf en KB banki heldur fram, fullyrðir stjórnarformaður Landsvirkjunar. Hann segir þjóðhagslegan ávinning af framkvæmdunum mikinn. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:45 Lögreglan við það að missa tökin "Okkur fannst á tímabili að við værum jafnvel að missa þetta allt saman yfir okkur. Það var alveg á mörkunum," segir Geir Jón Þórisson um ástandið, sem skapaðist í miðborg Reykjavíkur eftir miðnætti á nýafstaðinni menningarnótt. Innlent 13.10.2005 19:45 Ofsakláði og útbrot eftir baðferð Tugir Íslendinga hafa fengið útbrot og ofsakláða eftir að hafa baðað sig eða buslað í Botnsvatni ofan Húsavíkur. Lirfur í vatninu fara inn í húð á fólki og rannsóknir sýna að ein tegund þeirra getur valdið taugaskemmdum í spendýrum. Innlent 13.10.2005 19:45 Mikil flóð í Mið--Evrópu Hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín í suðurhluta Þýskalands sem og í Austurríki og Sviss vegna flóða og hafa björgunarsveitir og herinn haft í nógu að snúast. Tala látinna vegna flóðanna í löndunum þremur er komin í sex en tveggja til viðbótar er saknað í Sviss. Úrhelli hefur verið í Ölpunum norðanverðum á síðustu dögum og hafa ár flætt yfir bakka sína. Erlent 13.10.2005 19:44 Segir símtal ekki tengjast morði Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtal til neyðarlínu tæpum klukkutíma fyrir morðið á Hverfisgötu á laugardagsmorgun ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt. Geir Jón segir það grafalvarlegt að ásaka lögregluna um að sinna ekki skyldum sínum eins og DV gerir. Innlent 13.10.2005 19:45 Reka öfgamenn úr landi Charles Clarke, innanríkisráðherra Bretlands, hefur kynnt ákvæði nýrrar reglugerðar gegn hryðjuverkum sem heimilar að erlendir öfgamenn séu reknir úr landi þegar í stað. Erlent 13.10.2005 19:45 Þrír ráðnir til LHÍ Rektor Listaháskóla Íslands hefur ráðið þá Gunnar Kvaran sellóleikara, Kjartan Ólafsson tónskáld og Árna Heimi Ingólfsson tónlistarfræðing sem kennara við tónlistardeild háskólans. Gunnar verður prófessor í kammertónlist og strengjaleik, Kjartan verður prófessor í tónsmíðum og Árni Heimir dósent í tónlistarfræðum. Sérskipaðar dómnefndir fjölluðu um hæfi umsækjenda og var ráðning gerð á grundvelli mats þeirra. Innlent 13.10.2005 19:44 Vill láta myrða Chavez Bandarísk stjórnvöld segjast ekki deila skoðunum með sjónvarpspredikaranum Pat Robertson sem stakk upp á því á dögunum að Hugo Chavez, forseti Venesúela, yrði ráðinn af dögum. Erlent 13.10.2005 19:45 Opna þráðlaust net í Kringlunni Stærsta þráðlausa netsvæði fyrir almenning var opnað nú í hádeginu í Kringlunni. Og Vodafone og Kringlan standa straum af kostnaði við þjónustuna sem nær yfir um 20 þúsund fermetra svæði. Netsvæðið nær yfir öll veitinga- og kaffihús svo og alla ganga Kringlunnar. Innlent 13.10.2005 19:44 « ‹ ›
Lögfræðingur RÚV fer yfir skrif Markús Örn Antonsson útvarpssjóri segir lögfræðing stofnunarinnar fara yfir skrif Sigmundar Sigurgeirssonar, forstöðumanns svæðisútvarpsins á Suðurlandi, á bloggsíðu sína. Hann vildi að örðu leyti ekki tjá sig um skrif starfsmannsins. Sigmundur, sem starfað hefur við svæðisútvarpið um nokkurt skeið, hefur á bloggsíðu sinni beðist afsökunnar á skrifum sínum þar sem hann var mjög orðljótur í garð Baugsfjölskyldunnar. Innlent 13.10.2005 19:45
Heimsþing Ladies Circle sett í dag Árlegt heimsþing samtakanna Ladies Circle hefst í Reykjavík í dag. Er þetta í fyrsta skipti sem þingið er haldið á Íslandi en það sækja um 600 konur frá 28 þjóðlöndum. Að lokinni setningu þingsins í Hallgrímskrikju klukkan hálfsjö í kvöld verður gengið í skrúðgöngu að Kjarvalsstöðum og munu margar konurnar klæðast þjóðbúningum landa sinna. Innlent 13.10.2005 19:45
Einkafyrirtæki byggir hús og skóla Einkafyrirtæki mun, ef allt gengur eftir, byggja 400 íbúða hverfi í Mosfellsbæ. Það mun einnig leggja þar götur, byggja skóla og leikskóla. Innlent 13.10.2005 19:45
Mestu dýraflutningar sögunnar Yfirvöld í Kenía hófu í dag að flytja 400 fíla af friðlýstu svæði í landinu við strendur Indlandshafs vegna plássleysis. Um 600 fílar eru í Shimba Hills á svæði sem aðeins ber 200 fíla, en fílarnir hafa að undanförnu valdið nokkrum búsifjum hjá bændum á svæðinu. Fílarnir eru fyrst svæfðir en ætlunin er að flytja eina fjölskyldu á dag á sérstyrktum vörubílum í Tsavo East þjóðgarðinn sem er sá stærsti í landinu. Erlent 13.10.2005 19:45
Flestir umsækjendur hafi komist að Frístundaheimili Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar hafa náð að taka inn flest þau börn sem sóttu um fyrir augslýstan umsóknarfrest í vor. Á 26 af 33 frístundaheimilum eru öll börn komin inn sem sótt var um fyrir á réttum tíma. 10 frístundaheimili eru fullmönnuð, en mjög erfiðlega hefur gengið að manna frístundaheimili borgarinnar. Innlent 13.10.2005 19:45
Dregið til baka vegna þrýstings "Það er bara hollt að stjórnmálamenn skipti stundum um skoðun," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, en borgarráð samþykkti einróma í gær tillögu Alfreðs Þorsteinssonar um að Reykjavíkurborg falli frá fyrirhuguðum breytingum á gjaldskrá leikskólanna. Innlent 13.10.2005 19:45
Sakar lögfræðing um ærumeiðingar Fasteignasali í Reykjavík hefur kært lögfræðing Húseigendafélagsins til Ríkislögreglustjóra fyrir ærumeiðingar og brot á friðhelgi einkalífs. Kæran kemur í kjölfar kæru Húseigendafélagsins á hendur fasteignasalanum fyrir að misnota aðstöðu sína og selja syni sínum íbúð í Hlíðunum. Innlent 13.10.2005 19:45
Hefði getað farið verr Alls komust 58 manns lífs af úr flugslysinu í Perú í vikunni. Kraftaverki þykir ganga næst að ekki fór verr. Erlent 13.10.2005 19:45
Gripinn eftir glæfraakstur Ökumaður með barn í bíl sínum var í gær stöðvaður í Borgarnesi eftir glæfraakstur í Norðurárdal. Lögreglan á Hólmavík mældi manninn á 146 kílómetra hraða en ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum og gaf í þegar hann varð var við lögregluna. Ökumaðurinn stofnaði lífi sínu og annarra í stórhættu með akstrinum, en hann var stöðvaður af lögreglunni í Borgarnesi. Innlent 13.10.2005 19:45
Úttekt nefndar SÞ fagnað "Mér líst mjög vel á skýrsluna," segir Margrét Steinarsdóttir lögfræðingur Alþjóðahússins. "Tillögur þær sem settar eru fram í skýrslunni eru að miklum hluta atriði sem Alþjóðahúsið hefur líka bent á." Hún segir skýrsluna almennt jákvæða í garð aðstæðna hér þótt þar séu birtar athugasemdir og tillögur að úrbótum hér á landi. Innlent 13.10.2005 19:45
Gagnrýnir þátttöku í ráðstefnu Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir þátttöku stjórnarskrárnefndar í fyrirhugaðri ráðstefnu Lögfræðingafélags Íslands um þjóðaratkvæðagreiðslur. Ástæðuna segir hann vera að einungis sé gert ráð fyrir að kynnt verði viðhorf lögfræðinganefndar ríkisstjórnarinnar sem komið var á fót eftir að forseti synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Innlent 13.10.2005 19:45
Fundað um breytingar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, fundar í dag með samstarfsaðilum Reykjavíkurborgar um Menningarnótt. Á fundinum verður rætt hvort tilefni sé til að halda Menningarnótt með öðrum hætti en hefur verið undanfarin ár. Innlent 13.10.2005 19:45
Fundu 36 lík í skurði í Írak Lögreglan í Írak fann í dag lík af 36 mönnum sem teknir höfðu verið af lífi með skoti í höfuðið í skurði nærri bænum Kut. <em>BBC</em> hefur eftir talsmanni lögreglunnar að fólkið hafi verið á aldrinum 25-35 ára og hafði það allt verið handjárnað með hendur fyrir aftan bak. Þá bendir ástand líkanna til þess að það hafi verið drepið fyrir fjórum til fimm dögum. Erlent 13.10.2005 19:45
Schröder hafi ekki brotið lög Æðsti dómstóll Þýskalands hefur úrskurðað að Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og flokkur hans hafi ekki brotið stjórnarskrána með því að fella eigin stjórn með vantrauststillögu á þingi. Þingkosningar verða því 18. september eins og ráð var fyrir gert. Erlent 13.10.2005 19:45
Verða að taka börn heim í tvo daga Víða er læmt ástand á leikskólum Reykjavíkurborgar svo og í öðrum umönnunarstörfum vegna manneklu. Leikskólastjórar segja erfiðara að fá fólk til starfa á leikskólunum á haustin en ella og fer ástandið versnandi ár frá ári. Foreldrar barna í leikskólanum Klettaborg í Grafarvogi verða að vera með börn sín heima tvo daga næstu tvær vikurnar þar sem ekki hefur tekist að manna í fjögur stöðugildi. Innlent 13.10.2005 19:45
58 lifðu af flugslys í Perú Að minnsta kosti 58 manns komust lífs af úr flugslysinu í Perú í fyrradag. Nú hefur verið staðfest að 37 létust en ekki 41 eins og talið var í fyrstu. Þriggja er enn saknað. Orsakir flugslyssins eru enn ókunnar, en veður var slæmt og allt bendir til þess að flugmaðurinn hafi ætlað að reyna að lenda á hraðbraut en ekki náð að hitta á hana. Erlent 13.10.2005 19:45
Bónuspakk og bankastjórahyski Sigmundur Sigurgeirsson, svæðisstjóri Ríkisútvarpsins á Suðurlandi, vinnur ekki framar fréttir fyrir útvarpið vegna ummæla sem hann lét falla á bloggsíðu sinni, www.skeljafell.blogspot.com. Innlent 13.10.2005 19:45
Senda börn heim vegna manneklu Foreldrar barna í leikskólanum Klettaborg í Grafarvogi þurfa að vera með börnin sín heima tvo daga næstu tvær vikurnar sökum manneklu í leikskólanum. Leikskólastjórinn segist vita til þess að ástandið sé svipað í fleiri leikskólum. Innlent 13.10.2005 19:45
Segir símtal ekki tengjast morði Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtal til neyðarlínu tæpum klukkutíma fyrir morðið á Hverfisgötu á laugardagsmorgunn ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt. Innlent 13.10.2005 19:44
Björn bestur í hrútaþukli Eftir harða keppni hrósaði Björn Þormóður Björnsson, bóndi og kjötmatsmaður á Ytra-Hóli í Vindhælishreppi, sigri á Meistaramótinu í hrútadómum í Sævangi á Ströndum á sunnudag. Hann hlaut meðal annars 15 skammta af hrútasæði í verðlaun. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:45
Ákærðir fyrir skattsvik Framkvæmdastjóri og tveir stjórnarmenn markaðsfyrirtækis hafa verið ákærðir af ríkislögreglustjóra fyrir skattsvik upp á sjöttu milljóna króna. Þeim er gefið að sök að láta undir höfuð leggjast að standa skil á virðisaukaskatti upp á tæplega átta hundruð þúsund krónur. Enn fremur eru þeir sakaðir um að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda upp á rétt tæplega fimm milljónir króna. Innlent 13.10.2005 19:45
Segir framkvæmdaávinning mikinn Álversframkvæmdir við Reyðarfjörð skapa tvöfalt fleiri störf en KB banki heldur fram, fullyrðir stjórnarformaður Landsvirkjunar. Hann segir þjóðhagslegan ávinning af framkvæmdunum mikinn. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:45
Lögreglan við það að missa tökin "Okkur fannst á tímabili að við værum jafnvel að missa þetta allt saman yfir okkur. Það var alveg á mörkunum," segir Geir Jón Þórisson um ástandið, sem skapaðist í miðborg Reykjavíkur eftir miðnætti á nýafstaðinni menningarnótt. Innlent 13.10.2005 19:45
Ofsakláði og útbrot eftir baðferð Tugir Íslendinga hafa fengið útbrot og ofsakláða eftir að hafa baðað sig eða buslað í Botnsvatni ofan Húsavíkur. Lirfur í vatninu fara inn í húð á fólki og rannsóknir sýna að ein tegund þeirra getur valdið taugaskemmdum í spendýrum. Innlent 13.10.2005 19:45
Mikil flóð í Mið--Evrópu Hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín í suðurhluta Þýskalands sem og í Austurríki og Sviss vegna flóða og hafa björgunarsveitir og herinn haft í nógu að snúast. Tala látinna vegna flóðanna í löndunum þremur er komin í sex en tveggja til viðbótar er saknað í Sviss. Úrhelli hefur verið í Ölpunum norðanverðum á síðustu dögum og hafa ár flætt yfir bakka sína. Erlent 13.10.2005 19:44
Segir símtal ekki tengjast morði Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtal til neyðarlínu tæpum klukkutíma fyrir morðið á Hverfisgötu á laugardagsmorgun ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt. Geir Jón segir það grafalvarlegt að ásaka lögregluna um að sinna ekki skyldum sínum eins og DV gerir. Innlent 13.10.2005 19:45
Reka öfgamenn úr landi Charles Clarke, innanríkisráðherra Bretlands, hefur kynnt ákvæði nýrrar reglugerðar gegn hryðjuverkum sem heimilar að erlendir öfgamenn séu reknir úr landi þegar í stað. Erlent 13.10.2005 19:45
Þrír ráðnir til LHÍ Rektor Listaháskóla Íslands hefur ráðið þá Gunnar Kvaran sellóleikara, Kjartan Ólafsson tónskáld og Árna Heimi Ingólfsson tónlistarfræðing sem kennara við tónlistardeild háskólans. Gunnar verður prófessor í kammertónlist og strengjaleik, Kjartan verður prófessor í tónsmíðum og Árni Heimir dósent í tónlistarfræðum. Sérskipaðar dómnefndir fjölluðu um hæfi umsækjenda og var ráðning gerð á grundvelli mats þeirra. Innlent 13.10.2005 19:44
Vill láta myrða Chavez Bandarísk stjórnvöld segjast ekki deila skoðunum með sjónvarpspredikaranum Pat Robertson sem stakk upp á því á dögunum að Hugo Chavez, forseti Venesúela, yrði ráðinn af dögum. Erlent 13.10.2005 19:45
Opna þráðlaust net í Kringlunni Stærsta þráðlausa netsvæði fyrir almenning var opnað nú í hádeginu í Kringlunni. Og Vodafone og Kringlan standa straum af kostnaði við þjónustuna sem nær yfir um 20 þúsund fermetra svæði. Netsvæðið nær yfir öll veitinga- og kaffihús svo og alla ganga Kringlunnar. Innlent 13.10.2005 19:44
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent