Hinsegin Mikilvægt að fólk geti stigið fram og greint frá hatursorðræðu Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir afar áríðandi að rými sé í samfélaginu fyrir fólk til að greina frá hatursorðræðu og fordómum. Mikilvægt sé að skrá öll tilfelli og að brugðist sé við þeim. Innlent 23.9.2023 16:30 Íslendingar standa ekki gegn hatri Miðað við atburði undanfarnar þrjár vikur er ljóst að baráttan er ekki búin og mikilvægt er að standa gegn hatri. Fólk sem hefur ekkert unnið sér til saka annað en að gera tilraun til þess að vera þau sjálf og fá viðurkenningu frá samfélaginu verður nú fyrir aðkasti á samfélagsmiðlum. Hatursöflum er að vaxa fiskur um hrygg. Skoðun 20.9.2023 10:00 „Megum alls ekki leyfa þessari vitleysu að dreifast til Íslands“ Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segist þakklát flokkum í borgarstjórn fyrir að sameinast gegn bakslagi í réttindabaráttu hinsegin fólks sem hún segir hafa sprungið fram með offorsi hérlendis síðustu daga með hætti sem hún hafi ekki átt von á. Innlent 19.9.2023 14:04 Hvetja til opinnar umræðu án fordóma Hinseginfélag FG vill í ljósi umræðunnar um bloggskrif Páls Vilhjálmssonar árétta að það að vera hinsegin, trans eða eitthvað annað fellur undir sjálfsögð og eðlileg mannréttindi. Rétturinn til tjáningar á kynvitund, kynhlutverkum og kynhneigð fellur einnig undir sömu réttindi. Innlent 18.9.2023 14:01 Vonar að Ísland geti verið griðastaður fyrir son sinn Faðir fjórtán ára trans stráks vonar að Ísland geti orðið að griðastað fyrir son sinn í framtíðinni. Hann segir það átakanlegt að hafa fylgst með umræðunni á Íslandi undanfarið og vonast til að Íslendingar takist á við andbyrinn. Innlent 17.9.2023 18:21 Segir flökkusögu um sig sýna hvert umræðan sé komin Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir árásir gegn meðlimum hinsegin samfélagsins sem borið hefur á í umræðunni undanfarna viku, hafa skorið sig í hjartað. Hún segist sjálf hafa verið viðfangsefni falskra flökkusagna um kynferðislega misnotkun barna og segir Íslendinga þurfa að ákveða hvernig samfélag sitt eigi að vera. Innlent 17.9.2023 16:33 Fjárlagafrumvarpið, ólögmætt samráð og hinseginleikinn Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. Innlent 17.9.2023 09:31 Mikilvægt að finna fyrir stuðningi þögla meirihlutans Hinsegin fólk og aðstandendur þeirra komu saman á samstöðufundi í kvöld vegna harðrar umræðu sem hefur átt sér stað að undanförnu. Varaformaður Samtakanna '78 segir fundinn hafa verið gríðarlega mikilvægan og það sé gott að finna fyrir stuðningi hins þögla meirihluta. Innlent 16.9.2023 19:45 Nemendur þurfa ekki að sitja tíma hjá Páli en hann ekki rekinn Skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ segir skrif Páls Vilhjálmssonar, sem kennir við skólann, skaða skólann. Sá skaði sé þó léttvægur miðað við þá vanlíðan sem skrifin geti valdið hinsegin nemendum innan skólans. Innlent 15.9.2023 14:35 Blöskrar umfjöllun um pistil Páls í Morgunblaðinu: „Svona gera menn ekki“ Rektor Listaháskólans hefur beðið Morgunblaðið að birta ekki viðtal við sig sem átti að birta undir merki Dagmála eftir helgi. Blaðið birti í Staksteinum sínum í dag umfjöllun um pistil bloggarans Páls Vilhjálmssonar. Pistilinn kallar formaður Viðreisnar falsfréttir. Innlent 14.9.2023 18:39 „Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar“ Framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir síðustu daga hafa verið erfiða. Samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu í skólum en koma ekki á neinn hátt nálægt slíkri fræðslu. Innlent 13.9.2023 22:34 Óupplýsti drengurinn sem bað guð um að láta sig ekki vera homma „Í ljósi mikillar upplýsingaóreiðu og heiftar sem ríkir núna gagnvart Samtökunum 78' og hinseginfræðslu í skólakerfinu langar mig að kynna ykkur fyrir sex ára barni.“ Svona hefst pistill leikarans Bjarna Snæbjörnssonar vegna umræðu um hinsegin fræðslu í skólakerfinu. Lífið 13.9.2023 13:32 Ég var hinsegin barn Í ljósi mikillar upplýsingaóreiðu og heiftar sem ríkir núna gagnvart Samtökunum 78 og hinseginfræðslu í skólakerfinu langar mig að kynna ykkur fyrir sex ára barni. Þessi lífsglaði, skapandi og skemmtilegi strákur er hér að koma heim úr sínum fyrsta skóladegi í Grunnskóla Tálknafjarðar haustið 1984, fyrir 39 árum síðan. Skoðun 13.9.2023 12:30 Vanda sig Ég get ekki orða bundist eftir það sem ég er búinn að sjá á samfélagsmiðlum og í kommentakerfum undanfarna tvo daga. Ég hef séð ótrúlegar aðdróttanir og yfirgengilega hinseginfóbíu, sem virðist því miður hafa grasserað undir sléttu og felldu yfirborðinu allan tímann að einhverju marki. Skoðun 13.9.2023 07:01 Hefur fengið fjölda skeyta þar sem kennarar eru sakaðir um innrætingu Forsætisráðherra telur umræðu síðustu daga um hinsegin fræðslu vera hluta af bakslagi sem orðið hafi gagnvart réttindum hinsegin og kynsegin fólks. Hún segir mikilvægt að fólk fræðist um fjölbreytileika samfélagsins, og skilji hann. Innlent 12.9.2023 22:10 Segja rangt að Samtökin '78 fái ekki fjárveitingu Forsætisráðuneytið segir alrangt að fjárframlagi sé ekki úthlutað til verkefna Samtakanna '78 í fjárlögum næsta árs. Samtökin fái þó minna á næsta ári en þessu. Innlent 12.9.2023 17:15 „Þetta er gríðarlegt högg“ Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 segir það gríðarlegt högg að sjá að fjárframlagi sé ekki úthlutað til verkefna samtakanna í fjárlagafrumvarpi ársins 2024. Hann kveðst þó vongóður um að því fáist breytt, verkefni samtakanna haldi áfram að stækka líkt og umræðan síðustu daga sýni fram á. Innlent 12.9.2023 14:15 Kynfræðsla- hvað felst í henni? Síðustu daga og vikur hefur borið á mikilli umræðu á samfélagsmiðlum um kynfræðslu, hvað sé kennt, hvernig, hvenær og af hverjum. Umræðan hefur mikið snúist um það að börn séu ekki hólpin í skólunum, af hendi skólans séu þau kynnt fyrir klámi og í grófustu tilfellunum að kennararnir séu í raun að undirbúa þau fyrir það að verða fórnarlömb kynferðisofbeldis. Skoðun 12.9.2023 11:01 Samtökin '78 hafi ekkert að gera með kynfræðslu Fræðslustýra Samtakanna '78 segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. Innlent 11.9.2023 16:00 Samtökin 22 geti ekki mætt í hvaða skóla sem er Reykjavíkurborg hefur varað skóla borgarinnar við hópi sem mætti nýverið í grunnskóla, tók myndbönd af starfsfólki og mótmælti efni veggspjalda sem hanga uppi í skólanum. Sviðsstjóri hjá skóla- og frístundasviði segir slíkar uppákomur ekki boðlegar. Innlent 10.9.2023 20:16 Fyrsti opinberi homminn í NFL hættur Carl Nassib, sem var fyrsti leikmaðurinn í NFL-deildinni til að koma út úr skápnum, er hættur. Hann greindi frá þessari ákvörðun sinni í dag. Sport 6.9.2023 15:31 Bakslagið raungerðist í beinni útsendingu Hatursorðræða átti sér stað í beinni útsendingu í símatíma í þættinum Félagsheimilið á Rás 2 í gær. Þáttastjórnendurnir Siggi Gunnars og Friðrik Ómar brugðust skjótt við en Siggi segist sleginn vegna atviksins. Friðrik segir það hafa minnt sig á Klaustursmálið. Innlent 2.9.2023 14:51 Kanada gefur út viðvörun vegna ferða hinsegin fólks til Bandaríkjanna Stjórnvöld í Kanada hafa gefið út ferðaviðvörun til hinsegin fólks sem hyggst ferðast til Bandaríkjanna. Ástæðan eru ný lög og reglur í sumum ríkjum Bandaríkjanna, sem gætu mögulega haft áhrif á hinsegin ferðalanga. Erlent 30.8.2023 08:09 Hinsegin fólk á flótta Þegar ég hóf störf hjá Samtökunum ‘78, fyrir um ári síðan, hafði ég enga beina tengingu við fólk á flótta. Það eina sem ég vissi var það sem ég sá í fréttatímum og heyrði í umræðum á kaffistofunni. Skoðun 29.8.2023 07:31 Hneykslaður á framferði aðgerðarsinna eftir útleigu til Samtakanna 22 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður segist hneykslaður á framferði aðgerðasinna þegar í ljós kom að Miðflokkurinn hugðist leigja húsnæði sitt undir málþing Samtakanna 22, sem oft hafa verið sökuð um transfóbíu. Innlent 27.8.2023 17:23 Hreinsaði óvelkomna málningu af regnbogafánanum Skemmdarvargur málaði dónaleg skilaboð á regnbogafánann á Skólavörðustíg í skjóli nætur. Maður á vegum Reykjavíkurborgar var ekki lengi að mæta á staðinn í morgun og þrífa upp eftir ódáminn. Innlent 27.8.2023 14:54 Skemmdarverk unnin á hinseginfánanum: „Þetta er mjög leiðinlegt“ Útsýni íbúa við Skólavörðustíg í Reykjavík í morgun var ekki eins fagurt og það er venjulega. Skemmdarvargur hafði málað ófögur, en óskýr, skilaboð á fána hinsegin fólks, sem skreytir götuna. Innlent 27.8.2023 10:27 Hinseginvænn vinnustaður: Sæll, sæl, sælt „Eldri fordómafullir karlar sem ráða stærri fyrirtækjum sem geta sýnt fordóma sína á hátt sem bitnar á hinsegin fólki,” eru meðal ummæla sem birt eru í samantekt um niðurstöður könnunar sem gerð var um stöðu hinsegin samfélagsins á vinnumarkaði í fyrra. Sú viðamesta til þessa. Atvinnulíf 23.8.2023 07:00 „Sjáðu mamma, þarna er fáninn okkar!“ Á ferð um landið í sumar tókum við fjölskyldan eftir regnbogagötum, gangbrautum og veggjum víða þar sem við komum. Í hvert einasta sinn bentu dætur mínar okkur mæðrunum á litina, stoltar og glaðar. Þær eru meðvitaðar um að okkar fjölskylda er aðeins öðruvísi en flestar aðrar fjölskyldur, enda þurfa þær að útskýra fyrir öllum nýjum vinum af hverju þær eiga tvær mömmur og hvernig þær sjálfar urðu til. Skoðun 21.8.2023 13:32 FIDE bannar trans konum þátttöku og sviptir trans menn titlunum Alþjóðaskáksambandið (FIDE) hefur ákveðið að banna trans konum að taka þátt í mótum fyrir konur, að minnsta kosti tímabundið. Erlent 18.8.2023 07:43 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 34 ›
Mikilvægt að fólk geti stigið fram og greint frá hatursorðræðu Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir afar áríðandi að rými sé í samfélaginu fyrir fólk til að greina frá hatursorðræðu og fordómum. Mikilvægt sé að skrá öll tilfelli og að brugðist sé við þeim. Innlent 23.9.2023 16:30
Íslendingar standa ekki gegn hatri Miðað við atburði undanfarnar þrjár vikur er ljóst að baráttan er ekki búin og mikilvægt er að standa gegn hatri. Fólk sem hefur ekkert unnið sér til saka annað en að gera tilraun til þess að vera þau sjálf og fá viðurkenningu frá samfélaginu verður nú fyrir aðkasti á samfélagsmiðlum. Hatursöflum er að vaxa fiskur um hrygg. Skoðun 20.9.2023 10:00
„Megum alls ekki leyfa þessari vitleysu að dreifast til Íslands“ Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segist þakklát flokkum í borgarstjórn fyrir að sameinast gegn bakslagi í réttindabaráttu hinsegin fólks sem hún segir hafa sprungið fram með offorsi hérlendis síðustu daga með hætti sem hún hafi ekki átt von á. Innlent 19.9.2023 14:04
Hvetja til opinnar umræðu án fordóma Hinseginfélag FG vill í ljósi umræðunnar um bloggskrif Páls Vilhjálmssonar árétta að það að vera hinsegin, trans eða eitthvað annað fellur undir sjálfsögð og eðlileg mannréttindi. Rétturinn til tjáningar á kynvitund, kynhlutverkum og kynhneigð fellur einnig undir sömu réttindi. Innlent 18.9.2023 14:01
Vonar að Ísland geti verið griðastaður fyrir son sinn Faðir fjórtán ára trans stráks vonar að Ísland geti orðið að griðastað fyrir son sinn í framtíðinni. Hann segir það átakanlegt að hafa fylgst með umræðunni á Íslandi undanfarið og vonast til að Íslendingar takist á við andbyrinn. Innlent 17.9.2023 18:21
Segir flökkusögu um sig sýna hvert umræðan sé komin Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir árásir gegn meðlimum hinsegin samfélagsins sem borið hefur á í umræðunni undanfarna viku, hafa skorið sig í hjartað. Hún segist sjálf hafa verið viðfangsefni falskra flökkusagna um kynferðislega misnotkun barna og segir Íslendinga þurfa að ákveða hvernig samfélag sitt eigi að vera. Innlent 17.9.2023 16:33
Fjárlagafrumvarpið, ólögmætt samráð og hinseginleikinn Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. Innlent 17.9.2023 09:31
Mikilvægt að finna fyrir stuðningi þögla meirihlutans Hinsegin fólk og aðstandendur þeirra komu saman á samstöðufundi í kvöld vegna harðrar umræðu sem hefur átt sér stað að undanförnu. Varaformaður Samtakanna '78 segir fundinn hafa verið gríðarlega mikilvægan og það sé gott að finna fyrir stuðningi hins þögla meirihluta. Innlent 16.9.2023 19:45
Nemendur þurfa ekki að sitja tíma hjá Páli en hann ekki rekinn Skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ segir skrif Páls Vilhjálmssonar, sem kennir við skólann, skaða skólann. Sá skaði sé þó léttvægur miðað við þá vanlíðan sem skrifin geti valdið hinsegin nemendum innan skólans. Innlent 15.9.2023 14:35
Blöskrar umfjöllun um pistil Páls í Morgunblaðinu: „Svona gera menn ekki“ Rektor Listaháskólans hefur beðið Morgunblaðið að birta ekki viðtal við sig sem átti að birta undir merki Dagmála eftir helgi. Blaðið birti í Staksteinum sínum í dag umfjöllun um pistil bloggarans Páls Vilhjálmssonar. Pistilinn kallar formaður Viðreisnar falsfréttir. Innlent 14.9.2023 18:39
„Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar“ Framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir síðustu daga hafa verið erfiða. Samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu í skólum en koma ekki á neinn hátt nálægt slíkri fræðslu. Innlent 13.9.2023 22:34
Óupplýsti drengurinn sem bað guð um að láta sig ekki vera homma „Í ljósi mikillar upplýsingaóreiðu og heiftar sem ríkir núna gagnvart Samtökunum 78' og hinseginfræðslu í skólakerfinu langar mig að kynna ykkur fyrir sex ára barni.“ Svona hefst pistill leikarans Bjarna Snæbjörnssonar vegna umræðu um hinsegin fræðslu í skólakerfinu. Lífið 13.9.2023 13:32
Ég var hinsegin barn Í ljósi mikillar upplýsingaóreiðu og heiftar sem ríkir núna gagnvart Samtökunum 78 og hinseginfræðslu í skólakerfinu langar mig að kynna ykkur fyrir sex ára barni. Þessi lífsglaði, skapandi og skemmtilegi strákur er hér að koma heim úr sínum fyrsta skóladegi í Grunnskóla Tálknafjarðar haustið 1984, fyrir 39 árum síðan. Skoðun 13.9.2023 12:30
Vanda sig Ég get ekki orða bundist eftir það sem ég er búinn að sjá á samfélagsmiðlum og í kommentakerfum undanfarna tvo daga. Ég hef séð ótrúlegar aðdróttanir og yfirgengilega hinseginfóbíu, sem virðist því miður hafa grasserað undir sléttu og felldu yfirborðinu allan tímann að einhverju marki. Skoðun 13.9.2023 07:01
Hefur fengið fjölda skeyta þar sem kennarar eru sakaðir um innrætingu Forsætisráðherra telur umræðu síðustu daga um hinsegin fræðslu vera hluta af bakslagi sem orðið hafi gagnvart réttindum hinsegin og kynsegin fólks. Hún segir mikilvægt að fólk fræðist um fjölbreytileika samfélagsins, og skilji hann. Innlent 12.9.2023 22:10
Segja rangt að Samtökin '78 fái ekki fjárveitingu Forsætisráðuneytið segir alrangt að fjárframlagi sé ekki úthlutað til verkefna Samtakanna '78 í fjárlögum næsta árs. Samtökin fái þó minna á næsta ári en þessu. Innlent 12.9.2023 17:15
„Þetta er gríðarlegt högg“ Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 segir það gríðarlegt högg að sjá að fjárframlagi sé ekki úthlutað til verkefna samtakanna í fjárlagafrumvarpi ársins 2024. Hann kveðst þó vongóður um að því fáist breytt, verkefni samtakanna haldi áfram að stækka líkt og umræðan síðustu daga sýni fram á. Innlent 12.9.2023 14:15
Kynfræðsla- hvað felst í henni? Síðustu daga og vikur hefur borið á mikilli umræðu á samfélagsmiðlum um kynfræðslu, hvað sé kennt, hvernig, hvenær og af hverjum. Umræðan hefur mikið snúist um það að börn séu ekki hólpin í skólunum, af hendi skólans séu þau kynnt fyrir klámi og í grófustu tilfellunum að kennararnir séu í raun að undirbúa þau fyrir það að verða fórnarlömb kynferðisofbeldis. Skoðun 12.9.2023 11:01
Samtökin '78 hafi ekkert að gera með kynfræðslu Fræðslustýra Samtakanna '78 segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. Innlent 11.9.2023 16:00
Samtökin 22 geti ekki mætt í hvaða skóla sem er Reykjavíkurborg hefur varað skóla borgarinnar við hópi sem mætti nýverið í grunnskóla, tók myndbönd af starfsfólki og mótmælti efni veggspjalda sem hanga uppi í skólanum. Sviðsstjóri hjá skóla- og frístundasviði segir slíkar uppákomur ekki boðlegar. Innlent 10.9.2023 20:16
Fyrsti opinberi homminn í NFL hættur Carl Nassib, sem var fyrsti leikmaðurinn í NFL-deildinni til að koma út úr skápnum, er hættur. Hann greindi frá þessari ákvörðun sinni í dag. Sport 6.9.2023 15:31
Bakslagið raungerðist í beinni útsendingu Hatursorðræða átti sér stað í beinni útsendingu í símatíma í þættinum Félagsheimilið á Rás 2 í gær. Þáttastjórnendurnir Siggi Gunnars og Friðrik Ómar brugðust skjótt við en Siggi segist sleginn vegna atviksins. Friðrik segir það hafa minnt sig á Klaustursmálið. Innlent 2.9.2023 14:51
Kanada gefur út viðvörun vegna ferða hinsegin fólks til Bandaríkjanna Stjórnvöld í Kanada hafa gefið út ferðaviðvörun til hinsegin fólks sem hyggst ferðast til Bandaríkjanna. Ástæðan eru ný lög og reglur í sumum ríkjum Bandaríkjanna, sem gætu mögulega haft áhrif á hinsegin ferðalanga. Erlent 30.8.2023 08:09
Hinsegin fólk á flótta Þegar ég hóf störf hjá Samtökunum ‘78, fyrir um ári síðan, hafði ég enga beina tengingu við fólk á flótta. Það eina sem ég vissi var það sem ég sá í fréttatímum og heyrði í umræðum á kaffistofunni. Skoðun 29.8.2023 07:31
Hneykslaður á framferði aðgerðarsinna eftir útleigu til Samtakanna 22 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður segist hneykslaður á framferði aðgerðasinna þegar í ljós kom að Miðflokkurinn hugðist leigja húsnæði sitt undir málþing Samtakanna 22, sem oft hafa verið sökuð um transfóbíu. Innlent 27.8.2023 17:23
Hreinsaði óvelkomna málningu af regnbogafánanum Skemmdarvargur málaði dónaleg skilaboð á regnbogafánann á Skólavörðustíg í skjóli nætur. Maður á vegum Reykjavíkurborgar var ekki lengi að mæta á staðinn í morgun og þrífa upp eftir ódáminn. Innlent 27.8.2023 14:54
Skemmdarverk unnin á hinseginfánanum: „Þetta er mjög leiðinlegt“ Útsýni íbúa við Skólavörðustíg í Reykjavík í morgun var ekki eins fagurt og það er venjulega. Skemmdarvargur hafði málað ófögur, en óskýr, skilaboð á fána hinsegin fólks, sem skreytir götuna. Innlent 27.8.2023 10:27
Hinseginvænn vinnustaður: Sæll, sæl, sælt „Eldri fordómafullir karlar sem ráða stærri fyrirtækjum sem geta sýnt fordóma sína á hátt sem bitnar á hinsegin fólki,” eru meðal ummæla sem birt eru í samantekt um niðurstöður könnunar sem gerð var um stöðu hinsegin samfélagsins á vinnumarkaði í fyrra. Sú viðamesta til þessa. Atvinnulíf 23.8.2023 07:00
„Sjáðu mamma, þarna er fáninn okkar!“ Á ferð um landið í sumar tókum við fjölskyldan eftir regnbogagötum, gangbrautum og veggjum víða þar sem við komum. Í hvert einasta sinn bentu dætur mínar okkur mæðrunum á litina, stoltar og glaðar. Þær eru meðvitaðar um að okkar fjölskylda er aðeins öðruvísi en flestar aðrar fjölskyldur, enda þurfa þær að útskýra fyrir öllum nýjum vinum af hverju þær eiga tvær mömmur og hvernig þær sjálfar urðu til. Skoðun 21.8.2023 13:32
FIDE bannar trans konum þátttöku og sviptir trans menn titlunum Alþjóðaskáksambandið (FIDE) hefur ákveðið að banna trans konum að taka þátt í mótum fyrir konur, að minnsta kosti tímabundið. Erlent 18.8.2023 07:43