
Sýrland

Guðlaugur Þór skorar á öryggisráðið
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur ákveðið aukaframlög Íslands í neyðaraðstoð til bágstaddra Sýrlendinga.

Efnavopnasérfræðingar tóku sýni í Douma
Í tilkynningu frá stofnuninni kemur fram að mat verði lagt á sýnin og hvort hópurinn þurfi að fara í aðra ferð til Douma.

Einn af skipuleggjendum ellefta septembers er í haldi Kúrda
Hersveitir Kúrda í Sýrlandi segjast hafa handsamað mann sem tilheyrði sömu hryðjuverkasellu og gerði árás á tvíburaturnana og Pentagon þann ellefta september 2001.

Sýrlandsforseti skilaði æðstu orðu Frakka
Forsetinn segist ekki vilja bera orðu frá landi sem sé þræll Bandaríkjanna, eins og það er orðað í yfirlýsingu frá Sýrlendingum.

Fá ekki enn að rannsaka vettvang efnavopnaárásarinnar í Douma
Rannsókn Efnavopnastofnunarinnar á meintri efnavopnaárás á sýrlenska bæinn Douma var frestað enn á ný í gær.

Pútín vill lækka spennustigið
Eftir að Bandaríkin og Rússland komust nálægt beinum átökum í Sýrlandi og í ljósi mikilla áhrifa viðskiptaþvingana á rússneska hagkerfið vill Vladímír Pútín, forseti Rússlands, reyna að minnka togstreitu milli Rússa og Vesturlanda.

Belgísk fyrirtæki sökuð um að flytja bönnuð efni til Sýrlands
Eitt efnið sem um ræðir, isopropanol, er meðal annars notað við framleiðslu saríngass.

Fulltrúar Efnavopnastofnunar vonast til að komast til Douma
Sérfræðingar Efnavopnastofnunarinnar gera ráð fyrir því að fara til Douma í dag. Þeir segja að sýrlensk og rússnesk stjórnvöld hafi hingað til bannað þeim að skoða svæðið þar sem efnavopnum var beitt. Óttast er að sönnunargögn

Samstarfið trompar stefnu VG
Þingmenn VG segja að flokkurinn væri óstjórntækur á Íslandi ef áhersla hans gegn NATO væri ófrávíkjanleg. Nokkur umsvif verða á næstu misserum vegna NATO og áhugi Bandaríkjanna á Íslandi eykst á ný.

Fá að rannsaka Douma
Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) munu fá aðgang að Douma í Sýrlandi í fyrramálið.

Eiturgas da Vincis og Churchills - blóðug saga efnavopnahernaðar
Loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi hafa vakið sterk viðbrögð um allan heim en yfirlýstur tilgangur þeirra var að bregðast við efnavopnaárás stjórnarhersins. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að efnavopnum hafi verið beitt minnst 85 sinnum síðan borgarastríð braust út í Sýrlandi árið 2011. Í flestum tilvikum voru árásirnar á yfirráðasvæði uppreisnarmanna en þær hafa einnig beinst gegn stjórnarhermönnum.

Rannsakendur fá ekki aðgang að Douma
Minnst 40 og allt að 75 manns eru sagðir hafa fallið í efnavopnaárás stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Douma þann 7. apríl og um 500 manns leituðu sér aðhlynningar samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.

Theresa May svarar fyrir ákvörðun sína í dag
Búist er við hvössum orðaskiptum á breska þinginu í dag.

Þjóðarleiðtogar heims ræðast víða við í dag vegna Sýrlands
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í dag um tillögu að nýrri ályktun um Sýrland. Leiðtogar Evrópusambandsríkja funda sömuleiðis. Utanríkisráðherrar Norðurlandanna hittast í Stokkhólmi.

Stefna VG verði að koma skýrar fram
Titringur er innan VG vegna yfirlýsingar ríkisstjórnar um stuðning við aðgerðir í Sýrlandi

Macron segist hafa sannfært Trump um að halda herliðinu í Sýrlandi
Macron segist hafa haft veruleg áhrif á utanríkisstefnu Bandaríkjanna.

Ekki rætt hvernig Ísland bregðist við ef aftur komi til hernaðaraðgerða
Fundi utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra lauk á tíunda tímanum í kvöld. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði afstöðu sína til hernaðaraðgerða vestrænna ríkja í Sýrlandi og viðbragða íslenskra stjórnvalda óbreytta eftir fundinn.

Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi
Fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst í Alþingishúsinu um klukkan 20 í kvöld.

Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland
Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands.

Segir hagsmuni Sýrlendinga „ekki forgangsmál frekar en síðustu sjö árin“
Þórunn Ólafsdóttir, formaður samtaka áhugafólks um starf í þágu flóttamanna, gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir viðbrögð sín við loftárásum vesturveldanna, Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands, á Sýrland nú um helgina.

Utanríkismálanefnd fundar um Sýrland í kvöld
Fundurinn hefst kl. 20. Þar verður að líkindum fjallað um loftárásir þriggja NATO-ríkja í Sýrlandi og stuðning íslenskra stjórnvalda við þær.

Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir Ísland hafa samþykkt yfirlýsingu NATO
Forsætisráðherra hefur áður sagt að Ísland hafi ekki lýst yfir "sérstökum stuðningi“ við loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi.

Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag.

Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir
Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi.

Sarín- og klórgas sagt notað í Douma
Loftárásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka eru sagðar hafa náð markmiðum sínum um að laska efnavopnagetu sýrlenskra stjórnvalda.

Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum
Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi.

„Látbragðsleikur og vonbrigði“ í Damaskus
Vesturveldin þrjú; Bandaríkin, Bretland og Frakkland, gerðu loftárásir á sýrlenskar borgir í nótt. Sprengingar heyrðust í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, skömmu eftir ávarp Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann tilkynnti um árásirnar.

Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar
Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag.

Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr
Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður.

Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður
Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt.