
Sýrland

Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar
Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja.

Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að gera árás á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma.

Segir kalda stríðið komið aftur af fullum krafi
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kalda stríðið sé komið aftur og það af fullum krafti. Þá varar hann við því að stríðið í Sýrlandi stigmagnist.

Skjóta á Sýrland fyrr eða síðar
Óljóst er hvenær Bandaríkin ætla að ráðast í hernaðaraðgerðir gegn stjórnarher Bashars al-Assad Sýrlandsforseta eftir meinta efnavopnaárás laugardagsins.

Getur ekki útilokað að stríð brjótist út milli Bandaríkjanna og Rússlands
Rússar hafa boðað til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Trump dregur í land með árásir í Sýrlandi
Eftir að hafa hótað Rússum eldflaugaárásum á Twitter í gær bakkaði Bandaríkjaforseti í öðru tísti í morgun.

Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás
Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta.

May segir vísbendingar um ábyrgð Sýrlandsstjórnar á efnavopnaárás
Forsætisráðherra Bretlands segir allt benda til sektar ríkisstjórnar Bashars al-Assad forseta.

Trump hótar Rússum með eldflaugum í Sýrlandi
Bandaríkjaforseti kallaði jafnframt forseta Sýrlands Gasdrepandi skepnu í tísti í morgun.

Rússar og Bandaríkjamenn tókust á um viðbrögð vegna efnavopnaárásar
Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjamanna í öryggisráðinu, sagði á fundinum að lausn Bandaríkjamanna væri það minnsta sem þjóðirnar gætu gert vegna málsins.

Trump aflýsir ferð til Suður-Ameríku vegna ástandsins í Sýrlandi
Ástæðan er sögð sú að forsetinn ætli að hafa umsjón með viðbrögðunum við efnavopnaárás í Sýrlandi um síðustu helgi.

Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar
Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér.

Hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna í Sýrlandi hefðu „alvarlegar afleiðingar“
Öryggisráðið fundaði í dag vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma í úthverfi Damaskus í Sýrlandi í fyrradag.

Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum.

Trump ætlar að ákveða viðbrögð við eiturvopnaárás á næstu sólahringum
Von er á meiriháttar ákvörðun frá Bandaríkjastjórn varðandi eiturvopnaárásina í Sýrlandi á næstu 24-48 klukkustundunum.

Á móti umferðarsektum en lofar þrælahald
Einn af "Bítlum“ ISIS, El Shafee El Sheikh, sér ekki eftir neinu.

Segja Ísrael hafa gert loftárás á stjórnarher Assad
Hernaðaryfirvöld Rússlands segja átta flugskeytum hafa verið skotið að sýrlenskum flugvelli.

Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi.

Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma
Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi.

Assad-liðar sakaðir um aðra efnavopnaárás
Hjálparsamtök segja minnst 35 hafa látið lífið í Douma í Sýrlandi.

Trump samþykkir að hafa hermenn í Sýrlandi um tíma
Forsetinn hefur skipað Varnarmálaráðuneytinu að undirbúa brottflutning hermanna.

Trump vill kalla hermenn heim frá Sýrlandi en herinn vill það ekki
Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna vilja það ekki og hafi jafnvel verið að íhuga að fjölga hermönnum í landinu.

Páfinn fordæmir "blóðbaðið“ í Sýrlandi í páskaávarpi
Páfinn ávarpaði tugi þúsunda manna af svölum basilíkunnar við Sankti-Péturstorgi í Vatíkaninu í dag.

Trump sagður vilja draga Bandaríkin út úr Sýrlandi
Herforingjar óttast hins vegar afleiðingarnar ef stöðugleika verður ekki fyrst komið á í landinu.

Tyrkir hafna boði Frakklandsforseta
Ibrahim Kalin, talsmaður tyrkneska forsetaembættisins, hafnaði boði Macron um milligöngu og sagði Tyrki hafna öllum tillögum um viðræðum við hryðjuverkasamtök.

Frakkar senda herlið til að hefta sókn Tyrkja í Sýrlandi
Frakkar hyggjast senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum.

Brottflutningur hafinn frá Austur-Ghouta
Aðgerðin er hluti af brottflutningssamningi.

Hætta ekki að leita svara
Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa fallið í Sýrlandi í síðasta mánuði, segir að lík Hauks sé ekki í forgangi hjá fjölskyldu hans, heldur staðfesting á því að Haukur sé látinn.

Bresk kona féll í stríðsátökum í Afrin-héraði
Barðist með systursamtökum YPG.

Tyrkir hafa hertekið Afrin-borg
Hersveitir Tyrkja hafa hertekið borgina Afrin í Sýrlandi, segir Erdogan Tyrkalandsforseti.