Sýrland

Fréttamynd

Tyrk­land komið á lista yfir ríki sem tengjast barna­her­mennsku

Tyrklandi var bætt við lista Bandaríkjanna yfir ríki sem hafa tengingu við notkun barnahermanna á undanförnu ári. Þetta er fyrsta skiptið sem Tyrkland, sem er í Atlantshafsbandalaginu, hefur komist á slíkan lista. Talið er að þetta muni flækja samskipti ríkjanna, sem þegar eru nokkuð slæm, umtalsvert.

Erlent
Fréttamynd

Assad gefur lítið fyrir gagnrýni vesturlanda á kosningar

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir gagnrýni vestrænna ríkja á kosningar í Sýrlandi vera marklausa. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa, auk annarra, gagnrýnt framkvæmd kosninga í Sýrlandi og segja þær hvorki frjálsar né sanngjarnar.

Erlent
Fréttamynd

Danir byrja að sparka sýr­lenskum flótta­mönnum úr landi

Ríkisstjórn sósíaldemókrata í Danmörku er byrjuð að svipta suma sýrlenska flóttamenn sem fengu hæli vegna borgarastríðsins í heimalandinu landsvistarleyfi með þeim rökum að öruggt sé fyrir þá að snúa heim. Sérfræðingar vísa því mati danskra stjórnvalda á bug.

Erlent
Fréttamynd

Stranda­glópur snýr loks heim eftir fjögurra ára ein­veru

Sjómaðurinn Mohammed Aisha hefur undanfarin fjögur ár þurft að dvelja einn í skipinu MV Amman við strendur Egyptalands en hefur nú loks verið frelsaður og er floginn heim til Sýrlands. Hann segist finna fyrir miklum létti enda ekki auðvelt að vera einn í fjögur ár.

Erlent
Fréttamynd

Assad-hjónin sögð smituð af kórónuveirunni

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, og Asma eiginkona hans greindust smituð af kórónuveirunni. Í opinberri yfirlýsingu forsetaembættisins segir að forsetahjónin þjáist aðeins af vægum einkennum.

Erlent
Fréttamynd

Gleymdist að geta Hauks í skýrslu þjóðaröryggisráðs

Stjórnvöld hafa beðist afsökunar vegna villu í skýrslu þjóðaröryggisráðs þar sem fjallað er um hryðjuverkaógn. Í skýrslunni var ranglega tekið fram ekki sé vitað um neina Íslendinga sem hafi tekið beinan þátt í aðgerðum bandamanna gegn ISIS-hryðjuverkasamtökunum í Írak og Sýrlandi.

Innlent
Fréttamynd

ISIS-brúður fær ekki að snúa aftur til Bretlands

Hæstiréttur Bretlands hefur komist að þeirri niðurstöður að Shamima Begum gekk til liðs við Íslamska ríkið þegar hún var fimmtán ára gömul, megi ekki snúa aftur til Bretlands til að berjast fyrir ríkisborgararétti sínum.

Erlent
Fréttamynd

Bítlar ISIS á leið til Bandaríkjanna

Þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, eru í haldi bandarískra hermanna í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Hafa á­hyggjur af sýr­lenskum mála­liðum í ná­granna­erjum

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur áhyggjur af því að tyrknesk stjórnvöld sendi nú sýrlenska málaliða til að leggja Aserum lið í átökum þeirra við nágranna sína Armena um fjallahéraðið Nagorno-Karabakh. Tyrkir styðja Asera í átökunum en neita því að hafa sent erlenda málaliða þangað.

Erlent
Fréttamynd

Hermenn slasaðir eftir samskipti við Rússa

Minnst fjórir bandarískir hermenn slösuðust lítillega eftir deilur milli þeirra og rússneskra hermanna í Sýrlandi. Myndbönd af atvikinu hafa verið í dreifingu á Twitter og sýna meðal annars rússneska hermenn keyra á bandarískan brynvarin bíl og rússneskri þyrlu flogið mjög lágt yfir hermenn.

Erlent