Andlát

Fréttamynd

Kardinálinn George Pell er látinn

Hinn umdeildi ástralski kardináli, George Pell, lést í Rómarborg á Ítalíu í gærkvöldi, 81 árs að aldri. Hann var á sínum tíma sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn börnum en síðar sýknaður.

Erlent
Fréttamynd

Ólafur Hrafn Ásgeirsson er látinn

Ólafur Hrafn Ásgeirsson, kerfisstjóri og fyrrum hnefaleikakappi, lést 2. janúar síðastliðinn á líknardeild Landspítala. Hann lést í faðmi fjölskyldu sinnar. Útförin fer fram í kyrrþey.

Innlent
Fréttamynd

Gianluca Vialli látinn

Gianluca Vialli, sem var einn besti framherji heims á sínum tíma, er látinn eftir baráttu við krabbamein í brisi. Hann var 58 ára.

Fótbolti
Fréttamynd

Þakkaði Benedikt fyrir að opna dyr fyrir aðra páfa

Um fimmtíu þúsund manns tóku þátt í jarðarför Benedikts sextánda, fyrrverandi páfa, sem fer fram í Vatíkaninu í dag. Um tvö hundruð þúsund manns eru sagðir hafa vottað páfanum fyrrverandi virðingu sína. Frans páfi stýrði jarðarförinni en í hann hrósaði forvera sínum í hástert fyrir það að hafa sest í helgan stein og opnað þá leið fyrir öðrum páfum.

Erlent
Fréttamynd

Geim­fari úr fyrsta mannaða Apollo-leið­angrinum látinn

Bandaríski geimfarinn Walter Cunningham sem flaug út í geim í Apollo 7-leiðangrinum á sjöunda áratug síðustu aldar er látinn, níræður að aldri. Þó að Cunningham hafi aldrei fengið að fara til tunglsins sjálfur ruddi hann brautina fyrir seinni Apollo-leiðangrana sem héldu þangað.

Erlent
Fréttamynd

Greta Baldursdóttir fallin frá

Greta Baldursdóttir fyrrverandi hæstaréttardómari lést á nýársdag. Frá þessu er greint á vef Hæstaréttar. Greta var 68 ára gömul en hún varð fjórða konan til að verða skipuð hæstaréttardómari árið 2011 og starfaði við réttinn til 2020.

Innlent
Fréttamynd

Matador-höfundurinn Lise Nørga­ard látin

Danski blaðamaðurinn, ritstjórinn og rithöfundurinn Lise Nørgaard, sem meðal annars er þekkt fyrir að hafa verið höfundur Matador-þáttanna, er látin. Hún lést í gær, 105 ára að aldri.

Menning
Fréttamynd

Fréttakonan Barbara Walters látin

Bandaríska frétta- og sjónvarpskonan Barbara Walters er látin 93 ára að aldri. Hún hóf störf sjónvarpsfréttamaður á sjónvarpsstöðinni ABC árið 1976, fyrst kvenna í Bandaríkjunum. 

Lífið
Fréttamynd

Sonar­sonur Bob Marl­ey er látinn

Jamaíski tónlistarmaðurinn Joseph Marley, betur þekkur sem Jo Mersa, er látinn. Jo Mersa, sem varð 31 árs gamall, var barnabarn reggígoðsagnarinnar Bob Marley,

Lífið