Landspítalinn

Fréttamynd

„Fjárskorturinn er slíkur að hann bitnar á þeim sem dvelja þarna“

Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að hér á landi þurfi nýja hugsun og nýja nálgun á geðheilbrigðismálin. Algert forgangsmál sé að bæta aðbúnað á geðdeildum og setja umtalsvert meira fjármagn í geðheilbrigðismálin. Í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis er fjallað um eftirlitsferð umboðsmanns á bráðageðdeild Landspítala.

Innlent
Fréttamynd

Hug­leiðing úr allt að því þrota­búi

Þrot blasir við að óbreyttu, er haft eftir Runólfi Pálssyni, forstjóra Landsspítalans, í Vísi á dögunum. Manneklan sé óskapleg, þrotlausir erfiðleikar valdi því að spítalinn verði þrotabú innan skamms. Enginn eftir, enginn við störf! Þrot!

Skoðun
Fréttamynd

Gætu tekið á móti fleiri lækna­nemum á Akur­eyri

Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að sjúkrahúsið geti tekið á móti fleiri læknanemum í grunnnámi, að því gefnu að stofnunin og Háskóli Íslands ráðist í skipulagsbreytingar og tímabil starfsnáms læknanema verði samræmt.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­­menn hins opin­bera fá milljónir í vasann

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er sá starfsmaður fyrirtækja í eigu íslenska ríkisins eða borgarinnar sem var með hæstu tekjurnar árið 2021 samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Hörður var með tæpar fjórar milljónir í mánaðarlaun.

Innlent
Fréttamynd

Segir þrot að óbreyttu blasa við Landspítalanum

Forstjóri Landspítalans segir að Landspítalinn fari í þrot verði ekki brugðist við mannekluvandamálum spítalans. Staðan hafi aldrei verið jafnþung og í sumar þegar hleypa þurfti starfsfólki í langþráð frí eftir heimsfaraldurinn.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­fólk spítalans rífist hvert við annað

Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir ljóst að peninga vanti í heilbrigðiskerfið. Millistjórnendur séu ekki vandamálið á Landspítalanum en pólitískum ákvörðunum sé um að kenna. Þróunin hafi átt sér stað á síðustu tuttugu árum. 

Innlent
Fréttamynd

Læknar búast við neyðar­á­standi

Formaður Læknafélags Íslands segist búast við neyðarástandi í heilbrigðiskerfinu vegna manneklu. Hann segir álag á heilbrigðisstarfsfólk orðið að hættulegum vítahring. Þegar álag aukist fækki fólki og meira álag verði á þeim sem eftir standa.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir skrif­stofu­menn fyrir hvern klínískan starfs­mann

Formaður nýrrar stjórnar Landspítalans, segir að fjórir til fimm skrifstofumenn hafi verið ráðnir á síðustu árum á móti einum klínískum starfsmanni. Hagræðingar á borð við fækkun starfsfólks á spítalanum komi mögulega til greina til að mæta erfiðri fjárhagsstöðu spítalans.

Innlent
Fréttamynd

Hug­­myndir Björns „full­kom­­lega ó­­raun­hæfar“

Þing­maður Sam­fylkingarinnar segir hug­myndir formanns stjórnar Land­spítala um að fækka starfs­fólki spítalans á stuðnings­sviðum í hag­ræðingar­skyni full­kom­lega ó­raun­hæfar. Stuðnings­fólkið létti undir með hjúkrunar­fræðingum. Nóg álag sé á þeim nú þegar.

Innlent
Fréttamynd

Síðasti hjúkrunarfræðingur Landspítalans

2ja vikna törn hjá mér á Mæðravernd Landspítalans, þar sem ég hef unnið sem ritari í afleysingum í gegnum stöðu mína sem verkamaður Landspítalans, er nú lokið og bíða mín önnur verkefni á spítalanum í næstu viku. Að starfa með ljósmæðrum Landspítalans hefur fyllt mig bæði fáheyrðu stolti og gleði, þetta er eins og á Landakoti, starf hjúkrunarfræðings er líklega það göfugasta sem til er í vestrænu samfélagi og ég sé það langar leiðir.

Skoðun
Fréttamynd

Land­spítalinn standi nú á kross­götum

Forstjóri Landspítala tekur undir með formanni nýrrar stjórnar sem sett hefur verið yfir spítalann að stokka þurfi upp rekstrinum og ef til vill fækka starfsfólki. Spítalinn hafi átt á brattan að sækja og standi nú á krossgötum.

Innlent
Fréttamynd

Oln­boga­börn þjóð­fé­lagsins, þá og nú

Með lögum nr. 64/2010 var samþykkt að nýr Landspítali skyldi rísa við Hringbraut. Lengi hafði verið kallað eftir því að umönnun og aðbúnaður sjúklinga myndi færður til nútímahorfs með byggingu nýs hátæknisjúkrahúss enda húsakostur gamla Landspítalans óhagkvæmur og kominn til ára sinna. 

Skoðun
Fréttamynd

Mann­réttinda­brot framin á stofnunum landsins „nær dag­lega“

Sveinn Rúnar Hauksson og Héðinn Unnsteinsson segja að brotið sé á mannréttindum sjúklinga á geðdeildum landsins „nær daglega.“ Í pistli sem þeir skrifa benda þeir á að það séu ekki fullnægjandi heimildir í lögum fyrir þeim þvingandi aðgerðum sem sjúklingar á geðdeildum landsins séu beittir.

Innlent
Fréttamynd

Telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf og mælir með núvitund

Einn virtasti prófessor samtímans í sálfræði og geðlækningum telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf. Hann bendir á að rannsóknir hafi sýnt að dagleg hugleiðsla í stuttan tíma geti haft mun jákvæðari áhrif á andlega heilsu fólks til lengri tíma en lyf.

Innlent
Fréttamynd

Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin

Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu.

Innlent