Börn og uppeldi

Fréttamynd

Ráðherrar til bjargar Reykvíkingum?

Á síðustu dögum þingsins samþykkti Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins um breytingu á lögum um útlendinga. Breytingin sneri m.a. að rýmkuðum reglum um dvalarleyfi á grundvelli samnings um vistráðningu (au pair). Nú verður því heimilt að endurnýja leyfin í eitt ár, að hámarki í tvö ár, en áður var ekki heimilt að endurnýja slík dvalarleyfi.

Skoðun
Fréttamynd

„Maður talar ekki svona við tólf ára barn“

Tólf ára stelpa varð fyrir að­kasti á­samt frænku sinni af hálfu sund­laugar­gests í Grafar­vogs­laug í gær vegna upp­runa þeirra. Faðir stelpunnar kveðst gáttaður á því að ein­hver leyfi sér að tala á slíkan hátt við barn.

Innlent
Fréttamynd

Það er komið síma­bann

Á síðustu árum hefur reglulega sprottið upp umræða um snjallsímabönn í skólum. Skólar segjast vera komnir með snjallsímabann, bannið gangi einstaklega vel og að allir séu svoleiðis himinlifandi með framtakið. Það sem ratar hins vegar ekki í fréttirnar er að margir skólar gefast upp á slíkum bönnum, jafnvel sömu skólar og lofaðir hafa verið í fjölmiðlum fyrir að taka skrefið.

Skoðun
Fréttamynd

Nýir dag­for­eldrar fá milljón í stofn­styrk

Formaður borgarráðs segir nýjar tillögur sem borgarráð samþykkti í gær um starfsemi dagforeldra spara barnafólki tugi þúsunda. Á meðal þess sem tillögur kveða á um er að nýir dagforeldrar fái milljón í stofnstyrk. 

Innlent
Fréttamynd

Ólga meðal dagforeldra

Eftir að hafa hlustað á viðtal við Einar Þorsteinsson í Reykjavík síðdegis Fimmtudag 15.júní erum við starfandi dagforeldrar frekar uggandi

Skoðun
Fréttamynd

„Mikil­vægt að þetta skili ein­hverjum breytingum til fram­tíðar“

Dagbjartur Sigurður Ólafsson er kominn með pláss í framhaldsskóla í haust eftir að hafa verið í lausu lofti frá því í vor. Móðir hans fagnar fréttunum en segir breytinga þörf á verkferlum. Menntamálastofnun segir alla nemendur komast að en þeir fari á á biðlista þar til mál þeirra eru leyst. Skólameistari FÁ segir plásslesysi helst tefja innritun barna á sérnámsbraut.

Innlent
Fréttamynd

Notuðu þyrlu, dróna og sporhund við leit að sofandi dreng

Lögregla og björgunarsveitarfólk kom að umfangsmikilli leit að níu ára dreng í Vatnaskógi í nótt. Sá hafði horfið frá sínum stað í sumarbúðunum KFUM og KFUK í Vatnaskógi en fannst svo nokkrum klukkustundum síðar undir sæng hjá vini sínum.

Innlent
Fréttamynd

Koma börnum í erfiðri stöðu til að­stoðar

Starfsmaður félagsmiðstöðvar einu færanlegu félagsmiðstöðvar landsins segir að hægt sé að taka á ofbeldi meðal barna með því að vera þeim innan handar þegar bjátar á. Félagsmiðstöðin sé öryggisnet fyrir þá sem eru á leið af réttri braut. 

Innlent
Fréttamynd

Þrí­­bura­­for­eldarnir fá fyrstu vöggu­gjafirnar

Í apríl varð Íslandsmet í þríburafæðingum, en þrjár fjölskyldur eignuðust þríbura. Ástrós Pétursdóttir er ein þeirra mæðra og lýsir hún því bæði sem dásamlegu og krefjandi verkefni.  Fjölskyldurnar þrjár, þáðu fyrr í dag fyrstu Vöggugjafirnar frá Lyfju, ein gjöf fyrir hvert barn.

Lífið
Fréttamynd

Ung­menni viti oft ekki hvað megi ekki segja

Taka þarf hart á auknu ofbeldi meðal ungmenna að sögn skrifstofustjóra frístundamála hjá Reykjavíkurborg. Hún segir það vanta að börn læri hvað megi segja og hvað megi ekki segja í samskiptum við annað fólk. 

Innlent
Fréttamynd

Fékk blóð­nasir af á­lagi eftir að hafa séð til­boð borgarinnar

Kona sem átt hefur í lögfræðideilu við Reykjavíkurborg í áratug vegna svokallaðs „Shaken baby“-máls segir mikinn létti að geta lokið málinu. Borgarráð samþykkti í dag samkomulag hennar við borgina um tugmilljóna króna bætur. Hún segir fyrsta tilboð borgarinnar um bætur hafa verið svívirðilegt. 

Innlent
Fréttamynd

Silver Cross barnavagnar til sýnis á Skagaströnd

Þrettán Silver Cross barnavagnar eru nú til sýnis á Skagaströnd en kona á staðnum hefur safnað vögnunum saman og skrifað sögu hvers og eins. Hún segir glæsileikann verða merkilegast við Silver Cross vagna.

Innlent
Fréttamynd

Söknuðurinn er alltaf til staðar

Brynja Eiríksdóttir var einungis 12 ára gömul þegar faðir hennar, Eiríkur Örn Stefánsson, var bráðkvaddur. Á þeim tíma, árið 2004, var lítill sem enginn stuðningur í boði fyrir einstaklinga sem misst hafa maka og börn þeirra. Það breyttist árið 2013 þegar samtökin Ljónshjarta voru stofnuð og segir Brynja gífurlega mikilvægt að aðstandendur hafi slíkt bakland á meðan tekist er á við sorgina.

Lífið
Fréttamynd

Þrí­burakrílin komin með nöfn

Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur Andri Ingvarsson eignuðust nýverið þríbura en fyrir átti parið tvær dætur á aldrinum tveggja til fimm ára. Fjölskyldan stækkaði því fljótt en nú hafa yngstu meðlimirnir fengið nöfnin sín við fallega athöfn fyrr í dag.

Lífið
Fréttamynd

Mál­skots­beiðni móður sem dæmd var fyrir tálmun sam­þykkt

Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni móður sem var dæmd í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tálmun. Var hún dæmd í bæði héraðsdómi og Landsrétti fyrir að fara með börn sín úr landi og halda þeim þar í tvö ár og þar með svipta föður forsjá.

Innlent
Fréttamynd

Að­gerðir hafi á­hrif á sumar­nám­skeið barna

Formaður BSRB segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilu bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á óformlegum fundi með ríkissáttasemjara í gær. Í vikunni leggja starfsmenn niður störf í ellefu sveitarfélögum og munu aðgerðir sem hefjast í næstu viku hafa áhrif á sumarnámskeið barna.

Innlent
Fréttamynd

Kennari mátti ekki löðrunga barn eftir allt saman

Dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra um skaðabætur til handa konu, sem var rekin úr starfi grunnskólakennara fyrir að löðrunga þrettán ára stúlku, hefur verið snúið við í Landsrétti. Landsréttur telur háttsemi konunnar hafa falið í sér gróft brot í starfi sem heimilaði skólanum að segja henni fyrirvaralaust upp störfum.

Innlent