Fangelsismál

Fréttamynd

Fleiri fangar koma út úr fangelsum í verri stöðu

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir fleiri fanga koma í verri stöðu út úr fangelsinu en þeir voru í þegar þeir hófu afplánun. Hann kveðst bjartsýnn á að breytingar verði gerðar en Guðmundur Ingi ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Innlent
Fréttamynd

Leggur til nýtt úr­ræði fyrir al­var­lega veika fanga

Dómsmálaráðherra mun leggja fyrir ríkisstjórnina tillögur að nýju úrræði fyrir fanga sem glíma við alvarleg andleg veikindi og þá borgara sem þurfa á öryggisvistun að halda. Hann undirbýr nú minnisblað um málið sem hann segir forgangsmál í ráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Eigi sama rétt og aðrir en ekki sömu mögu­­leika

Lögfræðingur sem rannsakaði hvort heilbrigðisþjónustu fanga væri ábótavant segir auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki haft áhuga á málaflokknum enda hafi lítið sýnilegt breyst til batnaðar í málaflokknum þrátt fyrir mikinn þrýsting eftirlitsaðila.

Innlent
Fréttamynd

„Hann er svo hættulegur að það veit enginn hvernig á að höndla hann“

„Auðvitað þarf hann hjálp en hann þarf líka að vera móttækilegur fyrir henni og taka ábyrgð. Þetta er vinna sem hann sjálfur þarf líka að sinna. Ætlar hann bara alltaf að vera svona? Ætlar hann ekkert að gera sjálfur til að bæta sig?“ segir Svava Líf Jónsdóttir og vísar þar í nýjan þátt af Kompás þar sem rætt er við Sigurð Almar Sigurðsson, dæmdan kynferðis-og ofbeldismann á Litla Hrauni, og móður hans.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægt að standa saman að bættum kjörum fanga

Rauði krossinn deilir þeim áhyggjum sem fram komu í umfjöllun Kompás um andlega veika fanga á Stöð 2 á mánudag. Við höfum verulegar áhyggjur af einstaklingum sem glíma við fatlanir og alvarlegan geðrænan vanda og eru að afplána dóma í fangelsum landsins, en samkvæmt Páli Winkel, fangelsismálastjóra, eru um fjórir til átta einstaklingar hverju sinni í fangelsunum sem ættu frekar að vera á geðheilbrigðisstofnunum.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég er al­einn allan daginn mamma“

Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er svipað því að vera lokaður inni í íbúð“

Tveir hinna handteknu í manndrápsmálinu í Hafnarfirði eru í einangrunarúrræði á vegum barnaverndaryfirvalda, þar sem þeir eru undir átján ára. Þriðji sakborningurinn, sem einnig er undir lögaldri, er á Hólmsheiði. Fangelsismálastjóri segir kappkostað við að draga úr neikvæðum áhrifum einangrunar á börn þegar svo ber undir.

Innlent
Fréttamynd

Féllu á því að lesa ekki bréf frá presti

Karlmaður sem dæmdur var í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn andlegra fatlaðri konu hefur unnið mál gegn Fangelsismálastofnun. Maðurinn var ósáttur við hvernig stofnunin brást við beiðni hans um að afplána refsingu með samfélagsþjónustu. Umsögn frá presti um manninn var ekki lesin.

Innlent
Fréttamynd

„Einhver öfl urðu til þess að mér var kippt út á síðasta degi“

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir skrýtið að líta um öxl og hugsa til þess að hann hafi verið í fangelsi stóran hluta ævi sinnar. Guðmundur er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Hann segir leiðinlegt að honum hafi verið kippt út úr prófkjöri Samfylkingarinnar á síðustu stundu.

Innlent
Fréttamynd

Réðst á sam­fanga og skallaði fanga­vörð á Hólms­heiði

Gabríel Douane neitaði að svara flestum spurningum saksóknara og dómara varðandi tvær líkamsárásir sem hann er ákærður fyrir innan veggja fangelsisins á Hólmsheiði. Annars vegar er um að ræða alvarlega líkamsárás gagnvart samfanga sínum og hins vegar árás á fangavörð. Eftir að myndbandsupptökur af atvikunum voru spilaðar í dómsal tjáði hann sig lítillega.

Innlent
Fréttamynd

Standast tilraunir á föngum skoðun?

Undirrituð fagnar þeirri gagnrýni sem komið hefur fram á hugmyndir dómsmálaráðherra um tilraunir hugvíkkandi efna á föngum. Tillögurnar eru merki um skammsýni og vanþekkingu ráðherrans á flóknum vandamálum fanga.

Skoðun
Fréttamynd

Læknar tækju aldrei þátt í rann­sóknum á föngum

Formaður Geðlæknafélags Íslands fullyrðir að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi samþykkti aldrei að taka þátt í rannsóknum á áhrifum hugvíkkandi efna á fanga vegna siðferðislegra sjónarmiða. Umræðan um efnin sé komin út á villigötur.

Innlent
Fréttamynd

Munu aldrei gefa föngum hug­víkkandi efni án sam­þykkis allra

Fangelsismálastjóri segir að ekki verði gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, liggi fyrir. Hann kveðst opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál séu áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast.

Innlent
Fréttamynd

Fangi dæmdur fyrir brot í nánu sam­bandi

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann, sem afplánar fyrri dóm, í þriggja mánaða fangelsi fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa ítrekað hringt í konu og endurtekið ógnað lífi, heilsu og velferð hennar á alvarlegan hátt.

Innlent
Fréttamynd

Skora á íslensk stjórnvöld að banna strax einangrun á börnum

Íslensk stjórnvöld fremja mannréttindabrot með óhóflegri beitingu einangrunarvistar í gæsluvarðhaldi, samkvæmt svartri skýrslu Amnesty International. Framkvæmdastjóri samtakanna á Íslandi segir ítrekuð einangrunarvist barna sérstaklega sláandi og skorar á stjórnvöld að banna hana tafarlaust.

Innlent