Um 200 bíða þess að vera flutt af landi í þvinguðum brottflutningi Lovísa Arnardóttir skrifar 29. maí 2024 06:46 Hópur fólks mótmælti því nýlega þegar fjórir nígerískir ríkisborgarar, þar af þrjár konur sem eru þolendur mansals, voru flutt af landi brott í þvinguðum flutningi. Aðsend Á lista stoðdeildar ríkislögreglustjóra eru 227 verkbeiðnir um þvingaðan brottflutning einstaklinga. Þar af er verið að afla ferðaskilríkja fyrir 58 einstaklinga. Síðustu tólf mánuði hafa alls 188 einstaklingar verið fluttir á brott í þvinguðum flutningi til margra ólíkra landa. Af þeim 188 sem hafa verið flutt á brott eru 150 fyrrum umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem hafa fengið endanlega synjun. Af þessum 150 voru 26 börn. Auk þessara 150 voru 38 voru einstaklingar fluttir burt í þvinguðum flutningi sem eru fyrrum brotamenn eða fólk sem hefur verið hér í ólöglegri dvöl. „Ávallt er kynnt vel fyrir öllum kosti þess að fara sjálfviljug af landinu,“ segir í svari frá ríkislögreglustjóra um málið. Um 100 á þessu ári Frá janúar til apríl á þessu ári voru alls 93 fluttir af landi í þvinguðum flutningi. Auk þeirra hafa á árinu verið flutt úr landi í það minna fjórir til viðbótar en í maí voru fjórir nígerískir ríkisborgarar fluttir burt í þvinguðum flutningi til Nígeríu. Í svari frá stoðdeild ríkislögreglustjóra kemur fram að þjóðerni þess fólks sem hefur verið flutt úr landi eru afar fjölbreytt. Þau voru frá Palestínu, Georgíu, Albaníu, Sómalíu, Nígeríu, Írak, Sýrland, Afganistan, Íran, Jórdaníu, Pakistan, Grikkland, Kólumbíu, Tyrklandi, Líbíu, Mongólíu, Moldóvu, Hvíta Rússlandi, Taílandi, S Kóreu, Perú, Frakklandi, Gíneu, Úkraínu, Gana, Gíneu, Ástralíu, Lettlandi, Jemen, Kína, Rúmeníu, Tadsíkistan, Erítreu, Alsír og svo síðast frá Bretlandi. Áfangastaðir þessa fólks voru einnig nokkur margir. Þeir voru Grikkland, Spánn, Albanía, Georgía, Frakkland, Svíþjóð, Ítalía, Þýskaland, Sviss, Lettland, Belgía, Austurríki, Malta, Hvíta Rússland, Kólumbía, Kýpur, Moldóva, S-Kórea, Taíland, Tyrkland, Ástralía, Bretland, Danmörk, Finnland, Gana, Holland, Írak, Íran, Ísland, Litáen, Noregur, Rúmenía og Tékkland. Ekki endilega fylgt alla leið Í svari frá stoðdeild kemur fram að fólki er ekki í öllum tilvikum fylgt alla leið en lögreglu ber þó að gæta þess að fólk yfirgefi Schengen-svæðið. Í þeim tilfellum er einstaklingnum fylgt á millilendingarstað og passað upp á að hann fari um borð í vél og út fyrir Schengen svæðið. Einhverjum þessara einstaklinga hafi því ekki verið fylgt alla leið til þess áfangastaðar sem hann átti að fara til. Ekki var spurt um fjölda sem hefur farið í sjálfviljugri brottför á sama tíma en fram kom í frétt á vef mbl.is nýlega að á þessu ári hefðu 120 ríkisborgarar Venesúela verið aðstoðaðir með það frá áramótum. Þá var fjallað um það í fréttum fyrir áramót að um 300 Venesúelabúum hefði verið flogið heim í sjálfviljugri brottför. Færri umsóknir í ár en í fyrra Munurinn á þvingaðri og sjálfviljugri brottför er sá að í sjálfviljugri brottför dregur umsækjandi umsókn sína til baka. Við slíkar aðstæður er fólki veitt ýmis aðstoð í aðdraganda brottfarar, yfirleitt þarf það ekki að yfirgefa húsnæði ríkislögreglustjóra eða Útlendingastofnunar auk þess sem það fær ferðastyrk. Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað mikið á árinu frá því sem var í fyrra. Samkvæmt tölfræði Útlendingastofnunar fyrir janúar til apríl hafa 748 sótt um alþjóðlega vernd á þessu ári. Á sama tímabili í fyrra voru umsóknirnar 1.758. Alls voru umsóknirnar í fyrra 4.157. Flestar voru þær frá Venesúela og Úkraínu, eins og í ár. Á þessu ári hafa 109 einstaklingar fengið vernd og 492 fengið synjun. Langflestar synjanir eru vegna fólks frá Venesúela. Mikill fjöldi fólks bíður þess að kærunefnd útlendingamála afgreiði mál þeirra. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Fangelsismál Nígería Úkraína Tengdar fréttir Hverjir hafa verið að koma og hverjir eiga að fá að vera? Umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi fjölgaði gríðarlega árin 2022 og 2023, ekki síst vegna umsókna einstaklinga frá Úkraínu og Venesúela. Ef þessi tvö ár eru tekin út fyrir sviga hafa hins vegar litlar breytingar orðið á fjölda umsókna síðustu ár. 5. mars 2024 07:17 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira
Af þeim 188 sem hafa verið flutt á brott eru 150 fyrrum umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem hafa fengið endanlega synjun. Af þessum 150 voru 26 börn. Auk þessara 150 voru 38 voru einstaklingar fluttir burt í þvinguðum flutningi sem eru fyrrum brotamenn eða fólk sem hefur verið hér í ólöglegri dvöl. „Ávallt er kynnt vel fyrir öllum kosti þess að fara sjálfviljug af landinu,“ segir í svari frá ríkislögreglustjóra um málið. Um 100 á þessu ári Frá janúar til apríl á þessu ári voru alls 93 fluttir af landi í þvinguðum flutningi. Auk þeirra hafa á árinu verið flutt úr landi í það minna fjórir til viðbótar en í maí voru fjórir nígerískir ríkisborgarar fluttir burt í þvinguðum flutningi til Nígeríu. Í svari frá stoðdeild ríkislögreglustjóra kemur fram að þjóðerni þess fólks sem hefur verið flutt úr landi eru afar fjölbreytt. Þau voru frá Palestínu, Georgíu, Albaníu, Sómalíu, Nígeríu, Írak, Sýrland, Afganistan, Íran, Jórdaníu, Pakistan, Grikkland, Kólumbíu, Tyrklandi, Líbíu, Mongólíu, Moldóvu, Hvíta Rússlandi, Taílandi, S Kóreu, Perú, Frakklandi, Gíneu, Úkraínu, Gana, Gíneu, Ástralíu, Lettlandi, Jemen, Kína, Rúmeníu, Tadsíkistan, Erítreu, Alsír og svo síðast frá Bretlandi. Áfangastaðir þessa fólks voru einnig nokkur margir. Þeir voru Grikkland, Spánn, Albanía, Georgía, Frakkland, Svíþjóð, Ítalía, Þýskaland, Sviss, Lettland, Belgía, Austurríki, Malta, Hvíta Rússland, Kólumbía, Kýpur, Moldóva, S-Kórea, Taíland, Tyrkland, Ástralía, Bretland, Danmörk, Finnland, Gana, Holland, Írak, Íran, Ísland, Litáen, Noregur, Rúmenía og Tékkland. Ekki endilega fylgt alla leið Í svari frá stoðdeild kemur fram að fólki er ekki í öllum tilvikum fylgt alla leið en lögreglu ber þó að gæta þess að fólk yfirgefi Schengen-svæðið. Í þeim tilfellum er einstaklingnum fylgt á millilendingarstað og passað upp á að hann fari um borð í vél og út fyrir Schengen svæðið. Einhverjum þessara einstaklinga hafi því ekki verið fylgt alla leið til þess áfangastaðar sem hann átti að fara til. Ekki var spurt um fjölda sem hefur farið í sjálfviljugri brottför á sama tíma en fram kom í frétt á vef mbl.is nýlega að á þessu ári hefðu 120 ríkisborgarar Venesúela verið aðstoðaðir með það frá áramótum. Þá var fjallað um það í fréttum fyrir áramót að um 300 Venesúelabúum hefði verið flogið heim í sjálfviljugri brottför. Færri umsóknir í ár en í fyrra Munurinn á þvingaðri og sjálfviljugri brottför er sá að í sjálfviljugri brottför dregur umsækjandi umsókn sína til baka. Við slíkar aðstæður er fólki veitt ýmis aðstoð í aðdraganda brottfarar, yfirleitt þarf það ekki að yfirgefa húsnæði ríkislögreglustjóra eða Útlendingastofnunar auk þess sem það fær ferðastyrk. Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað mikið á árinu frá því sem var í fyrra. Samkvæmt tölfræði Útlendingastofnunar fyrir janúar til apríl hafa 748 sótt um alþjóðlega vernd á þessu ári. Á sama tímabili í fyrra voru umsóknirnar 1.758. Alls voru umsóknirnar í fyrra 4.157. Flestar voru þær frá Venesúela og Úkraínu, eins og í ár. Á þessu ári hafa 109 einstaklingar fengið vernd og 492 fengið synjun. Langflestar synjanir eru vegna fólks frá Venesúela. Mikill fjöldi fólks bíður þess að kærunefnd útlendingamála afgreiði mál þeirra.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Fangelsismál Nígería Úkraína Tengdar fréttir Hverjir hafa verið að koma og hverjir eiga að fá að vera? Umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi fjölgaði gríðarlega árin 2022 og 2023, ekki síst vegna umsókna einstaklinga frá Úkraínu og Venesúela. Ef þessi tvö ár eru tekin út fyrir sviga hafa hins vegar litlar breytingar orðið á fjölda umsókna síðustu ár. 5. mars 2024 07:17 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira
Hverjir hafa verið að koma og hverjir eiga að fá að vera? Umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi fjölgaði gríðarlega árin 2022 og 2023, ekki síst vegna umsókna einstaklinga frá Úkraínu og Venesúela. Ef þessi tvö ár eru tekin út fyrir sviga hafa hins vegar litlar breytingar orðið á fjölda umsókna síðustu ár. 5. mars 2024 07:17