Heilbrigðismál

Fréttamynd

Brutu sóttvarnareglur og nú hafa yfir 100 smitast

Af þeim þrjátíu sem greindust með veiruna í gær voru fimmtán ekki í sóttkví. Þá má rekja um helming smitanna til skemmistaða. Alls eru 242 í einangrun og tveir á sjúkrahúsi. 2102 eru í sóttkví. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Ég þoldi ekki þetta óréttlæti“

Með hjálp íslensku heimildarmyndarinnar Human Timebombs hafa safnast yfir 600 milljónir króna í rannsóknir á AHC taugasjúkdómnum á síðustu fimm árum. Kvikmyndagerðakonan Ágústa Fanney Snorradóttir leikstýrði myndinni.

Lífið
Fréttamynd

Tvö sam­bæri­leg mál fari á borð land­læknis­em­bættisins

Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku mun eftir helgi senda gögn í tveimur málum sem hann telur sambærileg til landlæknisembættisins. Um er að ræða mál tveggja kvenna sem látist hafa af völdum leghálskrabbameins.

Innlent
Fréttamynd

Sprittbrúsum stolið af Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Sprittbrúsum hefur verið stolið af og til af Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi eftir að kórónaveiran kom upp. Forstjóri stofnunarinnar segir það mjög leitt en það sé fórnarkostnaðurinn, sem stofnunin taki á sig til að geta tryggt sóttvarnir.

Innlent