Bretland

Fréttamynd

Fyrstu Íslendingarnir í virtu söngleikjanámi slógu í gegn

Þeir Ari Ólafsson og Pétur Ernir Svavarsson, sem báðir hafa gert það gott sem söngvarar hér á landi, útskrifuðust á dögunum úr virtu söngleikjanámi Royal Academy of Music í London. Báðir voru þeir í aðalhlutverki í sinni lokasýningu. Ari, sem eignaðist sitt fyrsta barn í apríl, segir námið hafa verið gríðarlega þroskandi og lítur björtum augum til framtíðar. 

Lífið
Fréttamynd

Jane Birkin fannst látin á heimili sínu

Söng- og leikkonan Jane Birkin er látin, 76 ára að aldri. Hún var best þekkt fyrir að hafa sungið dúetta með tónlistarmanninum Serge Gainsbourg og leikið í kvikmyndum á borð við Evil Under The Sun og Blow-up. 

Erlent
Fréttamynd

Hugljúf ástarsaga Arnars og Kamillu

Röð tilviljana leiddi til þess að Örn S. Kaldalóns, kerfisfræðingur og fálkaorðuhafi, kynntist eiginkonu sinni, Kamillu Suzanne Kaldalóns, í Englandi á fyrri hluta áttunda áratugarins. Hann var þá 29 ára og hún rétt rúmlega tvítug. Kamilla fluttist búferlum til Íslands til að vera með Erni sem á þeim tíma þótti nokkuð óvenjuleg og djörf ákvörðun.

Lífið
Fréttamynd

„Ég er mikill daðrari“

Kevin Spacey, hinn þekkti bandaríski leikari, segist miður sín yfir því að maður hafi sakað sig um nauðgun. Spacey segist hafa liðið eins og hann hafi verið stunginn í bakið þegar hann heyrði fyrst af ásökunum.

Erlent
Fréttamynd

Love Is­land stjarna rýfur þögnina um hvíta duftið

Davi­de Sancli­menti, sam­fé­lags­miðla­stjarna sem gerði garðinn frægan í Love Is­land, hefur rofið þögnina eftir að mynd­band birtist af honum á sam­fé­lags­miðlum þar sem hann virtist neyta eitur­lyfja á skemmti­stað á I­biza.

Lífið
Fréttamynd

„Við erum ekki Amazon“

Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“.

Erlent
Fréttamynd

Fá grænt ljós á stærsta samruna leikjaiðnaðarins

Microsoft fékk í gær grænt ljós á að ganga frá 69 milljarða dala kaupum fyrirtækisins á leikjarisanum Activision Blizzard. Samruninn verður sá stærsti í sögu leikjaiðnaðarins og með kaupunum mun Microsoft koma höndum yfir vinsæla tölvuleiki eins og Call of Duty seríuna, Diablo, Overwatch, World of Warcraft og Candy Crush.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kóngurinn nennti ekki að bíða eftir Biden

Karl Breta­konungur var ekkert sér­stak­lega þolin­móður þegar hann tók á móti Joe Biden, Banda­ríkja­for­seta, í Windsor kastala í dag. Biden tók sér góðan tíma í samræður við líf­vörð konungsins, sem var ekkert sér­stak­lega skemmt.

Lífið
Fréttamynd

Karl III krýndur konungur Skotlands

Karl III var í dag krýndur konungur Skotlands samkvæmt hefð sem nær allt aftur til sautjándu aldar þegar Karl I Englandskonungur var krýndur konungur Skotlands.

Erlent
Fréttamynd

Segist ekki hafa gert sér grein fyrir aldri Kólos­seum

Enskur ferðamaður, sem skar á dögunum nafn sitt og kærustu sinnar á vegg ítalska hringleikahússins Kólosseum, segist ekki hafa gert sér grein fyrir aldri mannvirkisins. Hann hefur nú beðið borgarstjóra Rómarborgar afsökunar á athæfinu og segir það „vandræðalegt“ að hann hafi ekki verið meðvitaður um háan aldur Kólosseum.

Innlent
Fréttamynd

Enn eitt Love Is­land parið í valnum

Enn eitt parið úr bresku raun­veru­leika­þáttunum Love Is­land er hætt saman. Að þessu sinni eru það þau Ron Hall og Lana Jenkins sem byrjuðu saman fyrir þremur mánuðum síðan í vetrar­út­gáfu raun­veru­leika­þáttanna vin­sælu.

Lífið
Fréttamynd

Ó­sáttir Orkn­eyingar horfa aftur til Noregs

Óánægja yfirvalda á Orkneyjum með framkomu breskra stjórnvalda í sinn garð gæti orðið til þess að eyjarnar verði að norsku yfirráðasvæði. Þau kanna nú önnur möguleg stjórnkerfi, þar á meðal að leita aftur í faðm Norðmanna.

Erlent
Fréttamynd

Harry og Meghan búin að skila lyklunum

Harry Bretaprins og Meghan Markle var gert að tæma Frogmore-bústaðinn (e. Frogmore Cottage) í mars á þessu ári. Um er að ræða híbýli hjónanna á lóð Windsor-kastala sem staðsettur er vestur af Lundunúm. Hjónin eru nú búin að tæma bústaðinn og skila lyklunum að þeim.

Lífið
Fréttamynd

Flutningur hælis­leit­enda til Rúanda dæmdur ó­lög­legur

Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan.

Erlent
Fréttamynd

Giftist fyrrverandi bestu vinkonu dóttur sinnar

Richard Keys, fyrrverandi fjölmiðlamaður á Sky Sports, og Lucie Rose gengu í það heilaga um helgina. Fyrrverandi eiginkona Richard skildi við hann árið 2016 eftir að upp komst um framhjáhald hans með bestu vinkonu dóttur hans, Lucie Rose.

Lífið
Fréttamynd

Craig Brown látinn 82 ára að aldri

Craig Brown, fyrrum þjálfari skoska landsliðsins í knattspyrnu, er látinn 82 ára að aldri.  Enginn þjálfari í sögu liðsins hefur stýrt því í jafn mörgum leikjum, en alls lék liðið 71 leik undir hans stjórn og hann er síðasti þjálfarinn sem kom liðinu í lokakeppni HM.

Fótbolti
Fréttamynd

Fundu lík á svæðinu þar sem Juli­an Sands hefur verið leitað

Göngumenn í San Bernardino-sýslu í suðurhluta Kaliforníu fundu á laugardag lík á því svæði þar sem breska leikarans Julian Sands hefur verið leitað síðustu mánuði. Talsmaður lögreglu segir að reiknað sé með að vinnu við að bera kennsl á líkið muni ljúka í þessari viku.

Erlent
Fréttamynd

Taylor Swift skellti skolla­eyrum við boði Meg­han Mark­le

Taylor Swift þáði ekki boð Meg­han Mark­le, her­toga­ynjunnar af Sus­sex, um að mæta sem gestur í hlað­varps­þátt hennar Arche­types. Her­toga­ynjan sendi henni skrif­lega beiðni um að mæta sem gestur, að því er breska götu­blaðið The Sun full­yrðir.

Lífið