Bretland Tölvuþrjótar komust í kerfi breskrar kjörstjórnar Yfirkjörstjórn Bretlands segir að hún hafi orðið fyrir barðinu á „óvinveittum aðilum“ sem brutust inn í tölvukerfi hennar síðasta haust. Þrjótarnir fengu meðal annars aðgang að tölvupóstum, stjórnkerfum og kjörskrám. Erlent 8.8.2023 13:53 Íslandsvinurinn William Morris á nýjum fótboltatreyjum Fótboltafélagið Walthamstow FC tilkynnti um treyjur félagsins fyrir næsta tímabil í síðustu viku. Treyjurnar eru skreyttar mynstri eftir textílhönnuðinn og íslandsvininn William Morris. Tíska og hönnun 8.8.2023 13:16 Opnar sig um líkamsskynjunarröskun og lýtaaðgerðir Söngvarinn Robbie Williams opnaði sig í síðasta mánuði um glímu sína við líkamsskynjunarröskun og sjálfshatur vegna slæmrar líkamsímyndar. Í gær greindi hann frá því að hann hygðist fara í lýtaaðgerðir til að laga sokkin augu sín. Lífið 7.8.2023 15:00 Heimsfrægur barnaníðingur í lífshættu eftir stunguárás Ian Watkins, fyrrverandi söngvari velsku rokkhljómsveitarinnar Lostprophets, berst nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að þrír samfangar hans réðust á hann vopnaðir eggvopni í klefa hans í fangelsi. Hann afplánar 29 ára langan fangelsisdóm fyrir gróft barnaníð. Erlent 6.8.2023 09:27 Veikindi sextíu sjósundskappa mögulega vegna skólps Að minnsta kosti 57 manns veiktust af bæði ælupest og niðurgangi eftir að hafa keppt í sjósundi á heimsmótaröðinni í þríþraut í borginni Sunderland í Bretlandi síðustu helgi. Erlent 5.8.2023 18:44 Bókasafnsbók skilað 53 árum of seint Eintaki af klassísku vísindaskáldsögunni 2001: A Space Odyssey birtist á bókasafni í Scunthorpe 53 árum eftir að hún var tekin að láni. Erlent 4.8.2023 16:05 Sögð hafa látið illa á Love Island settinu Keppendur í núverandi seríu af Love Island eru sagðir hafa látið afar illa á setti seríunnar í ár og meðal annars stolið áfengi. Lífið 31.7.2023 16:46 Youtube-stjarna eldaði örbylgjurétt á glóandi hrauninu Breska YouTube-stjarnan Max Fosh kom til landsins á dögunum í þeim tilgangi að sjá eldgosið við Litla-Hrút. Á meðan flestir hefðu látið sjónarspilið við hraunið nægja sér gerði Fosh sér lítið fyrir og eldaði sér örbylgjurétt á hrauninu. Lífið 31.7.2023 14:17 Aukin borun eftir eldsneyti samrýmist loftslagsmarkmiðum Bresk stjórnvöld hafa samþykkt að veita um hundrað ný leyfi fyrir borun eftir olíu og gasi á Norðursjó. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af umhverfisverndarsamtökum sem segja hana atlögu að þeim loftslagsskuldbindingum sem Bretar hafi gengist undir. Erlent 31.7.2023 13:21 Fann ástina í örmum barnastjörnunnar úr Love Actually Talulah Riley, leikkona og fyrrverandi eiginkona Elon Musk, og Thomas Brodie-Sangster, barnastjarna sem er þekktastur fyrir leik sinn í Love Actually, eru trúlofuð. Lífið 30.7.2023 09:32 Hættu saman í laumi örfáum dögum eftir þáttinn Love Island stjörnur úr nýjustu þáttaröðinni af bresku veruleikaþáttunum vinsælu hættu saman einungis örfáum dögum eftir að hafa dottið úr leik. Lífið 27.7.2023 16:10 Neyddust til að bjóða farþegum upp á KFC um borð Farþegar í flugferð British Airways frá Turks- og Caicoseyjum til London á sunnudag brá svo sannarlega við þegar í ljós kom að boðið yrði upp á veitingar frá KFC um borð vegna „ófyrirséðra aðstæðna“. Erlent 27.7.2023 00:07 Kom að líki hinnar 16 ára Amber Gibson: Snerti líkið á óviðeigandi hátt og faldi það svo Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið fundinn sekur um að hafa snert lík hinnar sextán ára Amber Gibson á óviðeigandi hátt, eftir að hann kom að því, og í kjölfarið falið það. Bróðir stúlkunnar var á dögunum fundinn sekur um kynferðisbrot og morð á henni. Erlent 26.7.2023 18:38 Spacey grét er hann var sýknaður Breskir kviðdómendur hafa sýknað bandaríska leikarann Kevin Spacey af tólf ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum breskum mönnum. Það var gert í dag eftir þriggja vikna réttarhöld í Lundúnum. Erlent 26.7.2023 14:20 Kemur að lokuðum dyrum hjá Menntasjóði og útskriftin í hættu Guðrún Helga Ástudóttir, sem stundar háskólanám við sviðstjórn í Bretlandi, fær ekki námslán hjá Menntasjóði námsmanna fyrir síðasta árinu í draumanáminu. Útskriftin er því í hættu en Guðrún segist ekki fá mikla hjálp frá stofnuninni. Innlent 25.7.2023 13:48 Ríkissjóður Íslands ekki lengur með hæstu vaxtagreiðslurnar Bretar hafa yfirtekið Íslendinga yfir þau vestrænu lönd sem greiða hæstu vexti af skuldum sínum. Heilt yfir er vaxtabyrði að lækka í Vestur Evrópu en hækka í Bandaríkjunum. Erlent 25.7.2023 12:59 George Alagiah látinn Breski fréttamaðurinn George Alagiah er látinn, 67 ára að aldri, eftir níu ára langa baráttu við krabbamein. Erlent 24.7.2023 20:50 Love Island stjörnur trúlofaðar Love Island stjörnuparið Molly-Mae Hague og Tommy Fury eru trúlofuð. Tommy fór á skeljarar á spænsku eyjunni Ibiza um helgina en fjögur ár eru síðan þau kynntust í raunveruleikaþáttunum. Lífið 24.7.2023 08:43 Hyggjast rannsaka fangabúðir nasista á breskri grundu Bresk stjórnvöld hyggjast í fyrsta sinn rannsaka til hlýtar einu fangabúðir nasista sem vitað er að voru reistar á breskri grundu, á eyjunni Alderney í Ermasundi. Er það gert eftir að ný sönnunargögn fundust sem varpað hafa ljósi á grimmdarverk nasista á eyjunni. Erlent 22.7.2023 22:46 „Ef ekki væri fyrir þessa íslensku fjölskyldu þá væri ég ekki til“ „Með því að hjálpa þeim er ég í raun að endurgjalda þeim mitt eigið líf,“ segir hin breska Sue Frecklington í samtali við Vísi. Á hernámssárunum var faðir Sue heimtur úr helju af íslenskum bónda hér á landi. Mennirnir tveir þróuðu í kjölfarið með sér vináttu sem átti eftir að spanna marga áratugi og ná þvert yfir fjórar kynslóðir. Innlent 22.7.2023 09:00 Peysa Díönu prinsessu á uppboði Peysa sem Díana prinsessa klæddist í upphafi níunda áratugar síðustu aldar er nú til sölu á uppboði. Um er að ræða rauða peysu með mynstri af hvítum kindum. Ein kindin er þó svört og er talið að Díana hafi þess vegna verið hrifin af peysunni. Lífið 19.7.2023 16:11 Hadid handtekin í fríinu Fyrirsætan Gigi Hadid var handtekin ásamt vinkonu sinni þegar þær mættu til Cayman-eyja á dögunum. Vinkonurnar ferðuðust með einkaflugvél og voru með í fórum sínum kannabis og áhöld til að neyta þess. Lífið 19.7.2023 08:28 Fyrstu Íslendingarnir í virtu söngleikjanámi slógu í gegn Þeir Ari Ólafsson og Pétur Ernir Svavarsson, sem báðir hafa gert það gott sem söngvarar hér á landi, útskrifuðust á dögunum úr virtu söngleikjanámi Royal Academy of Music í London. Báðir voru þeir í aðalhlutverki í sinni lokasýningu. Ari, sem eignaðist sitt fyrsta barn í apríl, segir námið hafa verið gríðarlega þroskandi og lítur björtum augum til framtíðar. Lífið 16.7.2023 19:41 Jane Birkin fannst látin á heimili sínu Söng- og leikkonan Jane Birkin er látin, 76 ára að aldri. Hún var best þekkt fyrir að hafa sungið dúetta með tónlistarmanninum Serge Gainsbourg og leikið í kvikmyndum á borð við Evil Under The Sun og Blow-up. Erlent 16.7.2023 14:02 Hugljúf ástarsaga Arnars og Kamillu Röð tilviljana leiddi til þess að Örn S. Kaldalóns, kerfisfræðingur og fálkaorðuhafi, kynntist eiginkonu sinni, Kamillu Suzanne Kaldalóns, í Englandi á fyrri hluta áttunda áratugarins. Hann var þá 29 ára og hún rétt rúmlega tvítug. Kamilla fluttist búferlum til Íslands til að vera með Erni sem á þeim tíma þótti nokkuð óvenjuleg og djörf ákvörðun. Lífið 15.7.2023 09:00 „Ég er mikill daðrari“ Kevin Spacey, hinn þekkti bandaríski leikari, segist miður sín yfir því að maður hafi sakað sig um nauðgun. Spacey segist hafa liðið eins og hann hafi verið stunginn í bakið þegar hann heyrði fyrst af ásökunum. Erlent 13.7.2023 11:19 Love Island stjarna rýfur þögnina um hvíta duftið Davide Sanclimenti, samfélagsmiðlastjarna sem gerði garðinn frægan í Love Island, hefur rofið þögnina eftir að myndband birtist af honum á samfélagsmiðlum þar sem hann virtist neyta eiturlyfja á skemmtistað á Ibiza. Lífið 13.7.2023 10:34 Nafngreina fréttaþulinn sem borgaði táningi fyrir nektarmyndir Breski sjónvarpsfréttamaðurinn Huw Edwards er sá sem stendur frammi fyrir ásökunum um að hafa borgað táningi fyrir kynferðislegt myndefni. Erlent 12.7.2023 19:04 „Við erum ekki Amazon“ Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“. Erlent 12.7.2023 15:00 Fá grænt ljós á stærsta samruna leikjaiðnaðarins Microsoft fékk í gær grænt ljós á að ganga frá 69 milljarða dala kaupum fyrirtækisins á leikjarisanum Activision Blizzard. Samruninn verður sá stærsti í sögu leikjaiðnaðarins og með kaupunum mun Microsoft koma höndum yfir vinsæla tölvuleiki eins og Call of Duty seríuna, Diablo, Overwatch, World of Warcraft og Candy Crush. Viðskipti erlent 12.7.2023 10:40 « ‹ 15 16 17 18 19 20 21 22 23 … 129 ›
Tölvuþrjótar komust í kerfi breskrar kjörstjórnar Yfirkjörstjórn Bretlands segir að hún hafi orðið fyrir barðinu á „óvinveittum aðilum“ sem brutust inn í tölvukerfi hennar síðasta haust. Þrjótarnir fengu meðal annars aðgang að tölvupóstum, stjórnkerfum og kjörskrám. Erlent 8.8.2023 13:53
Íslandsvinurinn William Morris á nýjum fótboltatreyjum Fótboltafélagið Walthamstow FC tilkynnti um treyjur félagsins fyrir næsta tímabil í síðustu viku. Treyjurnar eru skreyttar mynstri eftir textílhönnuðinn og íslandsvininn William Morris. Tíska og hönnun 8.8.2023 13:16
Opnar sig um líkamsskynjunarröskun og lýtaaðgerðir Söngvarinn Robbie Williams opnaði sig í síðasta mánuði um glímu sína við líkamsskynjunarröskun og sjálfshatur vegna slæmrar líkamsímyndar. Í gær greindi hann frá því að hann hygðist fara í lýtaaðgerðir til að laga sokkin augu sín. Lífið 7.8.2023 15:00
Heimsfrægur barnaníðingur í lífshættu eftir stunguárás Ian Watkins, fyrrverandi söngvari velsku rokkhljómsveitarinnar Lostprophets, berst nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að þrír samfangar hans réðust á hann vopnaðir eggvopni í klefa hans í fangelsi. Hann afplánar 29 ára langan fangelsisdóm fyrir gróft barnaníð. Erlent 6.8.2023 09:27
Veikindi sextíu sjósundskappa mögulega vegna skólps Að minnsta kosti 57 manns veiktust af bæði ælupest og niðurgangi eftir að hafa keppt í sjósundi á heimsmótaröðinni í þríþraut í borginni Sunderland í Bretlandi síðustu helgi. Erlent 5.8.2023 18:44
Bókasafnsbók skilað 53 árum of seint Eintaki af klassísku vísindaskáldsögunni 2001: A Space Odyssey birtist á bókasafni í Scunthorpe 53 árum eftir að hún var tekin að láni. Erlent 4.8.2023 16:05
Sögð hafa látið illa á Love Island settinu Keppendur í núverandi seríu af Love Island eru sagðir hafa látið afar illa á setti seríunnar í ár og meðal annars stolið áfengi. Lífið 31.7.2023 16:46
Youtube-stjarna eldaði örbylgjurétt á glóandi hrauninu Breska YouTube-stjarnan Max Fosh kom til landsins á dögunum í þeim tilgangi að sjá eldgosið við Litla-Hrút. Á meðan flestir hefðu látið sjónarspilið við hraunið nægja sér gerði Fosh sér lítið fyrir og eldaði sér örbylgjurétt á hrauninu. Lífið 31.7.2023 14:17
Aukin borun eftir eldsneyti samrýmist loftslagsmarkmiðum Bresk stjórnvöld hafa samþykkt að veita um hundrað ný leyfi fyrir borun eftir olíu og gasi á Norðursjó. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af umhverfisverndarsamtökum sem segja hana atlögu að þeim loftslagsskuldbindingum sem Bretar hafi gengist undir. Erlent 31.7.2023 13:21
Fann ástina í örmum barnastjörnunnar úr Love Actually Talulah Riley, leikkona og fyrrverandi eiginkona Elon Musk, og Thomas Brodie-Sangster, barnastjarna sem er þekktastur fyrir leik sinn í Love Actually, eru trúlofuð. Lífið 30.7.2023 09:32
Hættu saman í laumi örfáum dögum eftir þáttinn Love Island stjörnur úr nýjustu þáttaröðinni af bresku veruleikaþáttunum vinsælu hættu saman einungis örfáum dögum eftir að hafa dottið úr leik. Lífið 27.7.2023 16:10
Neyddust til að bjóða farþegum upp á KFC um borð Farþegar í flugferð British Airways frá Turks- og Caicoseyjum til London á sunnudag brá svo sannarlega við þegar í ljós kom að boðið yrði upp á veitingar frá KFC um borð vegna „ófyrirséðra aðstæðna“. Erlent 27.7.2023 00:07
Kom að líki hinnar 16 ára Amber Gibson: Snerti líkið á óviðeigandi hátt og faldi það svo Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið fundinn sekur um að hafa snert lík hinnar sextán ára Amber Gibson á óviðeigandi hátt, eftir að hann kom að því, og í kjölfarið falið það. Bróðir stúlkunnar var á dögunum fundinn sekur um kynferðisbrot og morð á henni. Erlent 26.7.2023 18:38
Spacey grét er hann var sýknaður Breskir kviðdómendur hafa sýknað bandaríska leikarann Kevin Spacey af tólf ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum breskum mönnum. Það var gert í dag eftir þriggja vikna réttarhöld í Lundúnum. Erlent 26.7.2023 14:20
Kemur að lokuðum dyrum hjá Menntasjóði og útskriftin í hættu Guðrún Helga Ástudóttir, sem stundar háskólanám við sviðstjórn í Bretlandi, fær ekki námslán hjá Menntasjóði námsmanna fyrir síðasta árinu í draumanáminu. Útskriftin er því í hættu en Guðrún segist ekki fá mikla hjálp frá stofnuninni. Innlent 25.7.2023 13:48
Ríkissjóður Íslands ekki lengur með hæstu vaxtagreiðslurnar Bretar hafa yfirtekið Íslendinga yfir þau vestrænu lönd sem greiða hæstu vexti af skuldum sínum. Heilt yfir er vaxtabyrði að lækka í Vestur Evrópu en hækka í Bandaríkjunum. Erlent 25.7.2023 12:59
George Alagiah látinn Breski fréttamaðurinn George Alagiah er látinn, 67 ára að aldri, eftir níu ára langa baráttu við krabbamein. Erlent 24.7.2023 20:50
Love Island stjörnur trúlofaðar Love Island stjörnuparið Molly-Mae Hague og Tommy Fury eru trúlofuð. Tommy fór á skeljarar á spænsku eyjunni Ibiza um helgina en fjögur ár eru síðan þau kynntust í raunveruleikaþáttunum. Lífið 24.7.2023 08:43
Hyggjast rannsaka fangabúðir nasista á breskri grundu Bresk stjórnvöld hyggjast í fyrsta sinn rannsaka til hlýtar einu fangabúðir nasista sem vitað er að voru reistar á breskri grundu, á eyjunni Alderney í Ermasundi. Er það gert eftir að ný sönnunargögn fundust sem varpað hafa ljósi á grimmdarverk nasista á eyjunni. Erlent 22.7.2023 22:46
„Ef ekki væri fyrir þessa íslensku fjölskyldu þá væri ég ekki til“ „Með því að hjálpa þeim er ég í raun að endurgjalda þeim mitt eigið líf,“ segir hin breska Sue Frecklington í samtali við Vísi. Á hernámssárunum var faðir Sue heimtur úr helju af íslenskum bónda hér á landi. Mennirnir tveir þróuðu í kjölfarið með sér vináttu sem átti eftir að spanna marga áratugi og ná þvert yfir fjórar kynslóðir. Innlent 22.7.2023 09:00
Peysa Díönu prinsessu á uppboði Peysa sem Díana prinsessa klæddist í upphafi níunda áratugar síðustu aldar er nú til sölu á uppboði. Um er að ræða rauða peysu með mynstri af hvítum kindum. Ein kindin er þó svört og er talið að Díana hafi þess vegna verið hrifin af peysunni. Lífið 19.7.2023 16:11
Hadid handtekin í fríinu Fyrirsætan Gigi Hadid var handtekin ásamt vinkonu sinni þegar þær mættu til Cayman-eyja á dögunum. Vinkonurnar ferðuðust með einkaflugvél og voru með í fórum sínum kannabis og áhöld til að neyta þess. Lífið 19.7.2023 08:28
Fyrstu Íslendingarnir í virtu söngleikjanámi slógu í gegn Þeir Ari Ólafsson og Pétur Ernir Svavarsson, sem báðir hafa gert það gott sem söngvarar hér á landi, útskrifuðust á dögunum úr virtu söngleikjanámi Royal Academy of Music í London. Báðir voru þeir í aðalhlutverki í sinni lokasýningu. Ari, sem eignaðist sitt fyrsta barn í apríl, segir námið hafa verið gríðarlega þroskandi og lítur björtum augum til framtíðar. Lífið 16.7.2023 19:41
Jane Birkin fannst látin á heimili sínu Söng- og leikkonan Jane Birkin er látin, 76 ára að aldri. Hún var best þekkt fyrir að hafa sungið dúetta með tónlistarmanninum Serge Gainsbourg og leikið í kvikmyndum á borð við Evil Under The Sun og Blow-up. Erlent 16.7.2023 14:02
Hugljúf ástarsaga Arnars og Kamillu Röð tilviljana leiddi til þess að Örn S. Kaldalóns, kerfisfræðingur og fálkaorðuhafi, kynntist eiginkonu sinni, Kamillu Suzanne Kaldalóns, í Englandi á fyrri hluta áttunda áratugarins. Hann var þá 29 ára og hún rétt rúmlega tvítug. Kamilla fluttist búferlum til Íslands til að vera með Erni sem á þeim tíma þótti nokkuð óvenjuleg og djörf ákvörðun. Lífið 15.7.2023 09:00
„Ég er mikill daðrari“ Kevin Spacey, hinn þekkti bandaríski leikari, segist miður sín yfir því að maður hafi sakað sig um nauðgun. Spacey segist hafa liðið eins og hann hafi verið stunginn í bakið þegar hann heyrði fyrst af ásökunum. Erlent 13.7.2023 11:19
Love Island stjarna rýfur þögnina um hvíta duftið Davide Sanclimenti, samfélagsmiðlastjarna sem gerði garðinn frægan í Love Island, hefur rofið þögnina eftir að myndband birtist af honum á samfélagsmiðlum þar sem hann virtist neyta eiturlyfja á skemmtistað á Ibiza. Lífið 13.7.2023 10:34
Nafngreina fréttaþulinn sem borgaði táningi fyrir nektarmyndir Breski sjónvarpsfréttamaðurinn Huw Edwards er sá sem stendur frammi fyrir ásökunum um að hafa borgað táningi fyrir kynferðislegt myndefni. Erlent 12.7.2023 19:04
„Við erum ekki Amazon“ Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“. Erlent 12.7.2023 15:00
Fá grænt ljós á stærsta samruna leikjaiðnaðarins Microsoft fékk í gær grænt ljós á að ganga frá 69 milljarða dala kaupum fyrirtækisins á leikjarisanum Activision Blizzard. Samruninn verður sá stærsti í sögu leikjaiðnaðarins og með kaupunum mun Microsoft koma höndum yfir vinsæla tölvuleiki eins og Call of Duty seríuna, Diablo, Overwatch, World of Warcraft og Candy Crush. Viðskipti erlent 12.7.2023 10:40