Slökkvilið

Fréttamynd

Fara ekki inn í bústaðinn í kvöld

Eldur kom upp í húsi skammt frá Hafravatni fyrr í dag en búið var að slökkva eldinn á tíunda tímanum í kvöld. Bústaðurinn er ónýtur en slökkvilið telur ólíklegt að einhver hafi verið inni þegar eldurinn kom upp. 

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu og tveir kafarar taka þátt

Ríflega tuttugu kafarar koma að því að ná þeim sem fórust með flugvélinni í Þingvallavatni og flugvélinni sjálfri upp á yfirborðið. Aðgerðin sem hefst í fyrramáli er mjög flókin þar sem kafarar geta ekki athafnað sig nema í örfáar mínútur á svo miklu dýpi og kulda.

Innlent
Fréttamynd

Kviknaði í bíl í Hamra­borg

Eldur kviknaði í bifreið í bílageymslu í Hamraborg í Kópavogi á níunda tímanum í kvöld. Slökkvilið segir að vel hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins.

Innlent
Fréttamynd

„Hef þurft að úrskurða vinnufélaga minn látinn“

„Maður veit aldrei hvað vaktin ber í skauti sér. Stundum er maður að fara til fólks sem maður þekkir ekki neitt en stundum er þetta fólk sem maður þekkir allt of vel og jafnvel þínir nánustu,“ segir Stefnir Snorrason bráðatækni í síðasta þætti af Baklandinu á Stöð 2.

Lífið
Fréttamynd

Eldur kviknaði í íbúð í Furugerði

Fjölmennt lið slökkviliðs var sent á vettvang við Furugerði 1 í Reykjavík á öðrum tímanum í nótt eftir að eldur kviknaði í íbúð. Um er að ræða níu hæða fjölbýlishús.

Innlent
Fréttamynd

Tveir á­­rekstrar með skömmu milli­­bili í Garða­bæ

Tveir tveggja bíla árekstrar áttu sér með stað með skömmu millibili á Hafnafjarðarvegi á fimmta tímanum nærri Olís í Garðabæ. Sjúkrabíll og dælubíll var sendur á vettvang frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði og var einn fluttur með minniháttar meiðsli á slysadeild.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í bíl í Breiðholti

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti á fimmta tímanum útkalli við verslun Bónus í Lóuhólum í Breiðholti í Reykjavík hvar kviknað hafði í bíl.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert brunavarnarkerfi og engir reykskynjarar hjá slökkviliðinu í Vík

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur gert fjölmargar athugasemdir við aðbúnað slökkviliðsins í Vík í Mýrdal, meðal annars að það sé ekkert brunavarnarkerfi á slökkvistöðinni og engir reykskynjarar. Oddviti Mýrdalshrepps hefur ekki áhyggjur af athugasemdum og segir að þeim verði öllum kippt í liðinn.

Innlent
Fréttamynd

„Enn einn sólar­hringurinn að baki“

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins virðist orðið nokkuð þreytt á ástandi síðustu vikna ef marka má færslu slökkviliðsins á Facebook. Flugeldar koma við sögu enn sem áður.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um í­kveikju í Borgar­túni

Eldur kviknaði í húsnæði Þjóðskrár í Borgartúni laust eftir kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en talið er að um íkveikju hafi verið að ræða.

Innlent