Slökkvilið

Fréttamynd

Slökkvi­lið höfuð­borgar­svæðisins biðlar til fólks um að hætta að skjóta upp flug­eldum

„Þetta er bara skelfilegt,“ sagði vaktmaður hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum rétt í þessu. Vísi hefur borist fjöldi ábendinga um gróðurelda sem hafa kviknað útfrá brennum eða flugeldum og samkvæmt upplýsingum frá vakt slökkviliðsins hefur mannskapurinn farið í 50 útköll það sem af er kvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Eldur logaði í öskubíl og tveimur öðrum bílum

Eldur logaði í sorphirðubíl Kubbs í Vestmannaeyjum í gær og tveimur öðrum bifreiðum. Talið er að kviknað hafi í bifreið sem ekið var á öskubílinn en lögregla hefur ekki nánari upplýsingar um tildrög atviksins.

Innlent
Fréttamynd

Sinu­bruni vegna flug­elda: „Það mátti litlu muna“

Betur fór en á horfðist þegar sinubruni braust út á Flötum skammt frá Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fyrr í kvöld. Verið var að sprengja flugelda á svæðinu og er líklegt að glóð úr flugeldum hafi borist í sinu. Mjóu mátti muna en eldurinn kom upp í sumarbústaðarbyggð. 

Innlent
Fréttamynd

Reyndust vera að bræða tjöru­pappa

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í þaki einbýlishúss í Bakkaflöt í Garðabæ út á ellefta tímanum í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Gray line léttir undir með slökkviliðinu

Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við rútufyrirtækið Gray Line um að annast flutninga Covid-smitaðra á höfuðborgarsvæðinu sem ekki þurfa á flutningi í sjúkrabíl að halda.

Innlent
Fréttamynd

Slökkvi­liðið kannar bruna­lykt á Grandanum

Slökkviliðið sendi tvo slökkvibíla út á Granda í Vesturbæ Reykjavíkur rétt í þessu. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fengu þeir tilkynningu um að brunalykt væri að finna á Grandanum.

Innlent
Fréttamynd

Konan fannst heil á húfi eftir leit á Norðurbakka

Lögregla og slökkvilið var kallað út að Norðurbakka í Hafnarfirði á ellefta tímanum í kvöld eftir að tilkynning barst um að kona hafi mögulega farið út í sjó. Konan fannst heil á húfi rétt eftir miðnætti fjarri sjónum. 

Innlent
Fréttamynd

Allt til­tækt lið sent í út­kall sem reyndist ó­þarft

Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, fjórir dælubílar, tveir körfubílar og tveir sjúkrabílar, var sent á Seltjarnarnes á þriðja tímanum í dag vegna tilkynningar um reyk. Þegar á staðinn var komið varð ljóst að ekki væri um neinn eld að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Tók langan tíma að fatta að vinna þyrfti úr áfallinu

Sólrún Alda Waldorff, sem komst lífs af en brenndist illa í bruna í Mávahlíð í október fyrir tveimur árum, segir það hafa tekið langan tíma að átta sig á að hún þyrfti að vinna úr áfallinu. Sólrún Alda segir sögu sína í tilefni af eldvarnarátaki Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar með Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Innlent
Fréttamynd

Tilkynnt um svartan reyk frá Eldsmiðjunni

Talsverður viðbúnaður var við Suðurlandsbraut 12 nú fyrir stuttu og voru bæði slökkvilið og lögregla á staðnum. Að sögn slökkviliðs tilkynnti vegfarandi um svartan reyk stíga upp frá húsinu. 

Innlent
Fréttamynd

Rýmdu leikskóla á Ísafirði vegna reyks

Börn og starfsfólk á leikskólanum Eyrarskjóli á Ísafirði drifu sig í flýti út úr leikskólanum á tíunda tímanum vegna reyks sem lagði frá byggingunni. Var öllum nemendum og starfsfólki beint í Safnahúsið, við hlið Eyrarskjóls.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegt bílslys í hálku í Kjós

Tveir eru sagðir alvarlega slasaðir eftir að bíll þeirra lenti utan vegar í hálku við Félagsgarð í Kjós um klukkan fjögur síðdegis í dag. Þeir voru fluttir á slysadeild og er aðgerðum viðbragðsaðila á vettvangi lokið.

Innlent