Tyrkland

Fréttamynd

Þíða í sam­skiptum Armena og Tyrkja

Utanríkisráðherrar Armeníu og Tyrklands funduðu í Tyrklandi á laugardaginn og voru viðræðurnar, sem miða að því að bæta samskipti ríkjanna, sagðar hafa verið bæði „árangursríkar“ og „uppbyggilegar“. Um er að ræða fyrsta eiginlega fund utanríkisráðherra nágrannaríkjanna frá árinu 2009.

Erlent
Fréttamynd

„Íslenskri“ lægð kennt um ófarir Tyrkja

Þúsundir Tyrkja sátu fastir í bílum vegna snjókomu við Eyjahaf. Loka þurfti vegum í Istanbúl og hafa þúsundir manna unnið við hreinsunarstörf eftir mikla snjókomu frá því í gær en almannavarnir Istanbúl segja að kenna megi íslenskri lægð um ófarirnar.

Erlent
Fréttamynd

Spjöldin vinni gegn hlýnun jarðar

Knattspyrnusamband Tyrklands kynnti til sögunnar athyglisverða herferð í dag. Sambandið ætlar að standa að plöntun trjáa fyrir hvert spjald sem gefið er í fótboltadeildum í landinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Tyrk­land komið á lista yfir ríki sem tengjast barna­her­mennsku

Tyrklandi var bætt við lista Bandaríkjanna yfir ríki sem hafa tengingu við notkun barnahermanna á undanförnu ári. Þetta er fyrsta skiptið sem Tyrkland, sem er í Atlantshafsbandalaginu, hefur komist á slíkan lista. Talið er að þetta muni flækja samskipti ríkjanna, sem þegar eru nokkuð slæm, umtalsvert.

Erlent
Fréttamynd

Mót­mæla að Tyrkir dragi sig úr Istanbúl-samningnum

Þúsundir leituðu á götur út í stærstu borgum Tyrklands í dag til að mótmæla því að landið hafi formlega dregið sig einhliða úr Istanbúl-samningnum. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af öðrum þjóðum sem eru aðilar að samningnum.

Erlent
Fréttamynd

Tyrkir segjast hafa handsamað frænda Gulen í Kenía

Útsendarar tyrkneskar stjórnvalda eru sagðir hafa handsamað frænda Fetuhallahs Gulen, klerksins sem þau kenna um blóðuga valdaránstilraun árið 2016, í Kenía. Frændinn hafi verið fluttur til Tyrklands þar sem hann bíða réttarhöld.

Erlent
Fréttamynd

Umdeild moska við Taksim torg vígð

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, vígði í gær umdeilda mosku við Taksim torg í Istanbúl. Moskan er afar umdeild og var byggingu hennar harðlega mótmælt. 

Erlent
Fréttamynd

Biden viðurkennir þjóðarmorð Tyrkja á Armenum

Joe Biden Bandaríkjaforseti varð í gær fyrsti forseti Bandaríkjanna til þess að formlega lýsa fjöldamorðunum á Armenum árið 1915 sem þjóðarmorði. Morðin áttu sér stað í þá deyjandi Ottómanveldinu þar sem nú er Tyrkland.

Erlent
Fréttamynd

Tyrkir neita því að þeir hafi snuprað von der Leyen

Utanríkisráðherra Tyrklands segir fráleitt að Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafi verið sýnd óvirðing vegna kynferðis hennar á fundi með Recep Erdogan forseta á þriðjudag. Von der Leyen var látin sitja á sófa til hliðar við Erdogan og Charles Michel, forseta leiðtogaráðs ESB.

Erlent
Fréttamynd

Hópsmit hjá tyrkneska landsliðinu

Nokkrir leikmenn tyrkneska landsliðsins í knattspyrnu hafa greinst með kórónaveiruna. Þeirra á meðal er Cagl­ar Söyüncü, varnarmaður Leicester, en Brendan Rodgers, stjóri liðsins, staðfesti það í samtali við Sky Sports.

Fótbolti
Fréttamynd

Árás á kvenréttindi í einu landi er árás á kvenréttindi alls staðar

Það berast slæmar fréttir frá Tyrklandi þar sem Recep Tayyip Erdogan forseti lýsti nýlega því yfir að Tyrkland segði sig frá samningi Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi, svokölluðum Istanbúlsamningi. Þessi ákvörðun Tyrklandsforseta er mikið bakslag í jafnréttisbaráttunni á alþjóðavettvangi og skýrt merki þess að kvenréttindi og mannréttindi eiga undir högg að sækja.

Skoðun