Írak Alþingi og Íraksmálið Utanríkisráðherra og forsætisráðherra ákváðu að setja Ísland á lista yfir hinar staðföstu þjóðir og veita þar með innrásaröflunum í Írak móralskan stuðning. Málið virðist ekki hafa komið til kasta utanríkismálanefndar eins og lög kveða á um. Erlent 13.10.2005 15:08 Þúsundasti hermaðurinn fallinn Þúsundasti bandaríski hermaðurinn er fallinn í átökum í Írak samkvæmt upplýsingum frá bandaríska hersetuliðinu. Hann féll þegar skotárás var gerð á hersveit hans sem var í eftirlitsferð. Alls hafa hátt í þrettán hundruð hermenn týnt lífi í Írak, þar af dágóður hluti í slysum af ýmsu tagi. Erlent 13.10.2005 15:08 Kröfur um frestun kosninga aukast Nær hundrað manns létust í árásum vígamanna í Írak frá föstudegi til sunnudags. Aukið mannfall hefur orðið mörgum tilefni til að krefjast þess að kosningunum í næsta mánuði verði frestað. </font /></b /> Erlent 13.10.2005 15:07 21 hefur látist í Írak í morgun Sautján Írakar létust og þrettán særðust í árás uppreisnarmanna í norðurhluta Íraks í morgun. Uppreisnarmennirnir óku tveimur bifreiðum og gerðu skothríð á strætisvagna. Í vögnunum var fólk á leið til vinnu. Yfirmaður í þjóðvarðliði Íraka var einnig drepinn skammt norður af Bagdad í morgun, sem og þrír lífverðir hans. Erlent 13.10.2005 15:06 Uppreisnarmenn sækja í sig veðrið 21 Íraki lést í þremur árásum uppreisnarmanna í landinu í morgun. Svo virðist sem uppreisnarmenn sæki í sig veðrið eftir því sem nær dregur kosningum í landinu. Erlent 13.10.2005 15:07 Þúsundir hermanna til Íraks Fimmtán létust og um fimmtíu manns slösuðust þegar tvær öflugar bílasprengjur sprungu í nágrenni við græna beltið í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Pentagon tilkynnti í gær að þúsundir hermanna yrði sendir til Íraks til að reyna tryggja ástandið fyrir kosningarnar sem fram fara í næsta mánuði. Erlent 13.10.2005 15:06 Hermönnum fjölgað um tólf þúsund Að minnsta kosti sextán létust og tugir manna slösuðust þegar tvær öflugar bílasprengjur sprungu í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Bandarísk hernaðaryfirvöld stefna nú að því fjölga í hersetuliði sínu um tólf þúsund til að tryggja ástandið. Þá verða 150 þúsund bandarískir hermenn við störf í Írak. Erlent 13.10.2005 15:06 Nýtt Abu Grahib hneyksli? Bandarísk hernaðaryfirvöld kanna nú myndir sem virðast sýna sérsveitarmenn flotans beita írakska fanga pyntingum. Þær þykja minna um margt á hinar óhugnanlegu myndir frá Abu Grahib fangelsinu í Írak. Erlent 13.10.2005 15:06 Sjö Kúrdar drepnir í Mósúl Að minnsta kosti sjö Kúrdar létust þegar sjálfsmorðsárás var gerð á rútu sem þeir voru í í borginni Mósúl í Írak í dag. Í morgun dóu fimmtán manns og um fimmtíu slösuðust þegar tvær öflugar bílsprengjur sprungu í nágrenni við græna svæðið svokallaða í Bagdad. Erlent 13.10.2005 15:06 15 lögreglumenn drepnir í Írak Tugir manna særðust og að minnsta kosti fimmtán írakskir lögreglumenn létust þegar tvær öflugar bílasprengjur sprungu í nágrenni við græna beltið í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Sprengjunum var komið fyrir í nágrenni opinberra bygginga og erlendra sendiráða þar sem gríðarlegri öryggisgæslu er haldið uppi Erlent 13.10.2005 15:06 Blóðugur dagur í Bagdad Hryðjuverkamenn myrtu nær þrjátíu manns þegar þeir létu til skarar skríða með tveimur árásum í Bagdad. Abu Musab al-Zarqawi, sem Bandaríkjamenn og Írakar freistuðu að ná með árásinni á Falluja, lýsti árásunum á hendur sér. Erlent 13.10.2005 15:06 25 Írakar hafa fallið í morgun Tuttugu og fimm Írakar féllu í árásum hryðjuverkamanna í morgun, þar af ellefu lögreglumenn. Sjálfmorðsárás var gerð á mosku sjíta í Bagdad við föstudagsbæn. Fyrr í morgun gerði hópur hryðjuverkamanna árás á lögreglustöð í suðvesturhluta borgarinnar. Erlent 13.10.2005 15:06 Ellefu lögreglumenn drepnir Vopnaðir uppreisnarmenn réðust inn á lögreglustöð í vesturhluta Bagdad í Írak í morgun. Þeir kveiktu í fimm lögreglubílum og að sögn sjónvarvotta létust ellefu lögreglumenn í árásinni. Lögreglustöðin er við þjóðveg í útjaðri Bagdad en fara þarf um hann þegar farið er á alþjóðaflugvöllinn í Bagdad. Erlent 13.10.2005 15:06 Fjölga hermönnum um tólf þúsund Bandaríkjastjórn ætlar að fjölga hermönnum í Írak um tólf þúsund fyrir kosningarnar sem áætlaðar eru 30. janúar. Hermennirnir eru 138 þúsund í dag en verða 150 þúsund þegar kosningarnar fara fram og hafa ekki verið fleiri síðan George W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að meiriháttar átökum væri lokið. Erlent 13.10.2005 15:06 Vissu af misþyrmingum fyrir ári Háttsettir herforingjar í Bandaríkjaher voru varaðir við því fyrir ári síðan að sérsveitarmenn og leyniþjónustumenn misþyrmdu föngum í Írak. Viðvaranirnar birtust í leynilegri skýrslu en þrátt fyrir hana hefur yfirstjórn Bandaríkjahers haldið því fram að henni hafi fyrst orðið kunnugt um misþyrmingarnar í byrjun þessa árs. Erlent 13.10.2005 15:05 Danskur herforingi fær dóm Fyrrverandi foringi í leyniþjónustu danska hersins hefur verið dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að leka innihaldi leyniskýrslu um gereyðingarvopn í Írak. Foringinn, Frank Grevil, sakaði einnig Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra um að hafa logið til þess að afla stuðningi við innrásina í Írak. Erlent 13.10.2005 15:05 40 manns drukkna í Írak Að minnsta kosti fjörutíu manns drukknuðu í Írak í morgun þegar þeir reyndu að komast yfir beljandi á nyrst í landinu á pramma. Skyndilegur vatnselgur skolaði þeim af prammanum á andartaki. Aðeins fjórir komust lífs af að sögn sjónarvotta. Erlent 13.10.2005 15:05 Starfa fyrir breskt fyrirtæki Íslendingarnir tveir sem fóru til starfa í Írak fyrir mánuði voru í þjálfun í Bretlandi í sumar. Þeir sinna öryggisgæslu á vegum bresks fyrirtækis en slík störf geta verið mjög hættuleg. Innlent 13.10.2005 15:05 12 látnir eftir sjálfsmorðsárás Að minnsta kosti tólf létust og tíu eru særðir eftir sjálfsmorðsárás fyrir utan írakska lögreglustöð í útjaðri Ramadí-borgar í Írak í morgun. Að sögn talsmanns sjúkahússins þangað sem hinir særðu voru fluttir eru um 90% fórnarlambanna lögreglumenn. Erlent 13.10.2005 15:04 Ísland ekki af listanum Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segist ekki vita til þess að ríkisstjórnin ætli að endurskoða stuðning sinn við innrásina í Írak. Hún segir ummæli þingflokksformanns Framsóknarflokksins í Silfri Egils í gær hafa komið sér á óvart. Innlent 13.10.2005 15:04 Hátt í 20 þúsund borgarar látnir 1237 bandarískir hermenn hafa látist í Írak síðan stríðið þar hófst í mars á síðasta ári, þar af 1098 síðan George Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að stríðinu væri „að mestu leyti“ lokið þann 1. maí í fyrra. Nákvæmar tölur yfir fall írakskra borgara liggur ekki fyrir en áætlað er að þeir séu á bilinu 14.500-18.000 að sögn Reuters-fréttastofunnar. Erlent 13.10.2005 15:04 Tilraunastofa til efnavopnagerðar Tilraunastofa til efnavopnagerðar hefur fundist í Fallujah-borg í Írak að sögn utanríkisráðherra landsins, Kassims Daouds. Hernámsliðið náði borginni á sitt vald, eða svo gott sem, á dögunum með því að ráðast gegn skæruliðum sem höfðu borgina í herkví og í kjölfarið uppgötvaðist þessi tilraunastofa. Erlent 13.10.2005 15:03 Sprengjudrunur í Bagdad Sprengjudrunur heyrast víða í Bagdadborg nú um stundir en engar fréttir hafa borist af særðum eða látnum. Öflug sprenging kvað við í miðborginni fyrir stuttu og fréttamaður Reuters í borginni segist sjá reyk stíga upp til himins norðan við Græna svæðið svokallaða þar sem meðal annars er aðsetur hernámsliðsins og bráðabirgðastjórnar Íraks. Erlent 13.10.2005 15:03 80 uppreisnarmenn handsamaðir Hundruð breskra hermanna réðust á bækisstöðvar meintra stuðningsmanna Saddams Hússeins nærri Bagdad í Írak í morgun en hersveitir hafa undanfarna daga reynt að knésetja uppreisnarmenn suður af höfuðborginni. Áttatíu Írakar voru handsamaðir og hald lagt á tæki sem talin eru vera til sprengjugerðar. Erlent 13.10.2005 15:03 Aukið hungur kemur ekki á óvart Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir skýrslu um aukna vannæringu íraskra barna ekki koma á óvart. Hann telur ástand í landinu þó betra en áður en ráðist var inn. Þingflokksformaður Vinstri grænna segir niðurstöðurnar skelfilegar Erlent 13.10.2005 15:02 Boðað til kosninga í Írak Boðað hefur verið til þingkosninga í Írak þrítugasta janúar á næsta ári þrátt fyrir það upplausnarástand sem ríkir í landinu. Dagsetningin fyrir kosningarnar var kunngerð í dag en fyrirfram höfðu margir haft uppi varnaðarorð og efast um að kosningar geti verið óhlutdrægar við núverandi kringumstæður. Erlent 13.10.2005 15:01 80% skuldanna felld niður Rússar hafa samþykkt að fella niður 80 prósent skulda Íraka sem hljóða upp á um það bil 125 milljarða dollara. Þetta er haft eftir bandarískum embættismanni en Bandaríkjamenn leggja mikla áherslu á að skuldirnar verði felldar niður. Erlent 13.10.2005 15:01 Ghazi Allawi sleppt úr gíslingu Ghazi Allawi, frændi Iyads Allawi, forsætisráðherra Íraks, var látinn laus á sunnudag í Bagdad en hann var tekinn í gíslingu þann 10. nóvember. Erlent 13.10.2005 15:01 Fleiri lík finnast Lík þriggja manna sem skotnir höfðu verið í höfuðið fundust á götum Mósúl í Írak í dag. Líklegt er talið að mennirnir séu úr þjóðvarðaliði Íraka en það hefur ekki verið staðfest. Í gær fundust lík níu írakskra þjóðvarðliða á víðavangi í borginni sem einnig höfðu verið drepnir með skoti í höfuðið. Erlent 13.10.2005 15:01 Kosningar í Írak 30. janúar Kosninganefnd Íraks ákvað í morgun dagsetningu á fyrirhugaðar kosningar í landinu og var ákveðið að Írakar gangi að kjörborðinu þann 30. janúar næstkomandi. Mikil óöld ríkir í landinu og margir fréttaskýrendur hafa talið óvarlegt að boða til kosninga að svo komnu máli á meðan ekki hefur tekist að ná tökum á uppreisnarhópum víðs vegar um landið. Erlent 13.10.2005 15:01 « ‹ 17 18 19 20 21 22 23 24 25 … 27 ›
Alþingi og Íraksmálið Utanríkisráðherra og forsætisráðherra ákváðu að setja Ísland á lista yfir hinar staðföstu þjóðir og veita þar með innrásaröflunum í Írak móralskan stuðning. Málið virðist ekki hafa komið til kasta utanríkismálanefndar eins og lög kveða á um. Erlent 13.10.2005 15:08
Þúsundasti hermaðurinn fallinn Þúsundasti bandaríski hermaðurinn er fallinn í átökum í Írak samkvæmt upplýsingum frá bandaríska hersetuliðinu. Hann féll þegar skotárás var gerð á hersveit hans sem var í eftirlitsferð. Alls hafa hátt í þrettán hundruð hermenn týnt lífi í Írak, þar af dágóður hluti í slysum af ýmsu tagi. Erlent 13.10.2005 15:08
Kröfur um frestun kosninga aukast Nær hundrað manns létust í árásum vígamanna í Írak frá föstudegi til sunnudags. Aukið mannfall hefur orðið mörgum tilefni til að krefjast þess að kosningunum í næsta mánuði verði frestað. </font /></b /> Erlent 13.10.2005 15:07
21 hefur látist í Írak í morgun Sautján Írakar létust og þrettán særðust í árás uppreisnarmanna í norðurhluta Íraks í morgun. Uppreisnarmennirnir óku tveimur bifreiðum og gerðu skothríð á strætisvagna. Í vögnunum var fólk á leið til vinnu. Yfirmaður í þjóðvarðliði Íraka var einnig drepinn skammt norður af Bagdad í morgun, sem og þrír lífverðir hans. Erlent 13.10.2005 15:06
Uppreisnarmenn sækja í sig veðrið 21 Íraki lést í þremur árásum uppreisnarmanna í landinu í morgun. Svo virðist sem uppreisnarmenn sæki í sig veðrið eftir því sem nær dregur kosningum í landinu. Erlent 13.10.2005 15:07
Þúsundir hermanna til Íraks Fimmtán létust og um fimmtíu manns slösuðust þegar tvær öflugar bílasprengjur sprungu í nágrenni við græna beltið í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Pentagon tilkynnti í gær að þúsundir hermanna yrði sendir til Íraks til að reyna tryggja ástandið fyrir kosningarnar sem fram fara í næsta mánuði. Erlent 13.10.2005 15:06
Hermönnum fjölgað um tólf þúsund Að minnsta kosti sextán létust og tugir manna slösuðust þegar tvær öflugar bílasprengjur sprungu í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Bandarísk hernaðaryfirvöld stefna nú að því fjölga í hersetuliði sínu um tólf þúsund til að tryggja ástandið. Þá verða 150 þúsund bandarískir hermenn við störf í Írak. Erlent 13.10.2005 15:06
Nýtt Abu Grahib hneyksli? Bandarísk hernaðaryfirvöld kanna nú myndir sem virðast sýna sérsveitarmenn flotans beita írakska fanga pyntingum. Þær þykja minna um margt á hinar óhugnanlegu myndir frá Abu Grahib fangelsinu í Írak. Erlent 13.10.2005 15:06
Sjö Kúrdar drepnir í Mósúl Að minnsta kosti sjö Kúrdar létust þegar sjálfsmorðsárás var gerð á rútu sem þeir voru í í borginni Mósúl í Írak í dag. Í morgun dóu fimmtán manns og um fimmtíu slösuðust þegar tvær öflugar bílsprengjur sprungu í nágrenni við græna svæðið svokallaða í Bagdad. Erlent 13.10.2005 15:06
15 lögreglumenn drepnir í Írak Tugir manna særðust og að minnsta kosti fimmtán írakskir lögreglumenn létust þegar tvær öflugar bílasprengjur sprungu í nágrenni við græna beltið í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Sprengjunum var komið fyrir í nágrenni opinberra bygginga og erlendra sendiráða þar sem gríðarlegri öryggisgæslu er haldið uppi Erlent 13.10.2005 15:06
Blóðugur dagur í Bagdad Hryðjuverkamenn myrtu nær þrjátíu manns þegar þeir létu til skarar skríða með tveimur árásum í Bagdad. Abu Musab al-Zarqawi, sem Bandaríkjamenn og Írakar freistuðu að ná með árásinni á Falluja, lýsti árásunum á hendur sér. Erlent 13.10.2005 15:06
25 Írakar hafa fallið í morgun Tuttugu og fimm Írakar féllu í árásum hryðjuverkamanna í morgun, þar af ellefu lögreglumenn. Sjálfmorðsárás var gerð á mosku sjíta í Bagdad við föstudagsbæn. Fyrr í morgun gerði hópur hryðjuverkamanna árás á lögreglustöð í suðvesturhluta borgarinnar. Erlent 13.10.2005 15:06
Ellefu lögreglumenn drepnir Vopnaðir uppreisnarmenn réðust inn á lögreglustöð í vesturhluta Bagdad í Írak í morgun. Þeir kveiktu í fimm lögreglubílum og að sögn sjónvarvotta létust ellefu lögreglumenn í árásinni. Lögreglustöðin er við þjóðveg í útjaðri Bagdad en fara þarf um hann þegar farið er á alþjóðaflugvöllinn í Bagdad. Erlent 13.10.2005 15:06
Fjölga hermönnum um tólf þúsund Bandaríkjastjórn ætlar að fjölga hermönnum í Írak um tólf þúsund fyrir kosningarnar sem áætlaðar eru 30. janúar. Hermennirnir eru 138 þúsund í dag en verða 150 þúsund þegar kosningarnar fara fram og hafa ekki verið fleiri síðan George W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að meiriháttar átökum væri lokið. Erlent 13.10.2005 15:06
Vissu af misþyrmingum fyrir ári Háttsettir herforingjar í Bandaríkjaher voru varaðir við því fyrir ári síðan að sérsveitarmenn og leyniþjónustumenn misþyrmdu föngum í Írak. Viðvaranirnar birtust í leynilegri skýrslu en þrátt fyrir hana hefur yfirstjórn Bandaríkjahers haldið því fram að henni hafi fyrst orðið kunnugt um misþyrmingarnar í byrjun þessa árs. Erlent 13.10.2005 15:05
Danskur herforingi fær dóm Fyrrverandi foringi í leyniþjónustu danska hersins hefur verið dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að leka innihaldi leyniskýrslu um gereyðingarvopn í Írak. Foringinn, Frank Grevil, sakaði einnig Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra um að hafa logið til þess að afla stuðningi við innrásina í Írak. Erlent 13.10.2005 15:05
40 manns drukkna í Írak Að minnsta kosti fjörutíu manns drukknuðu í Írak í morgun þegar þeir reyndu að komast yfir beljandi á nyrst í landinu á pramma. Skyndilegur vatnselgur skolaði þeim af prammanum á andartaki. Aðeins fjórir komust lífs af að sögn sjónarvotta. Erlent 13.10.2005 15:05
Starfa fyrir breskt fyrirtæki Íslendingarnir tveir sem fóru til starfa í Írak fyrir mánuði voru í þjálfun í Bretlandi í sumar. Þeir sinna öryggisgæslu á vegum bresks fyrirtækis en slík störf geta verið mjög hættuleg. Innlent 13.10.2005 15:05
12 látnir eftir sjálfsmorðsárás Að minnsta kosti tólf létust og tíu eru særðir eftir sjálfsmorðsárás fyrir utan írakska lögreglustöð í útjaðri Ramadí-borgar í Írak í morgun. Að sögn talsmanns sjúkahússins þangað sem hinir særðu voru fluttir eru um 90% fórnarlambanna lögreglumenn. Erlent 13.10.2005 15:04
Ísland ekki af listanum Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segist ekki vita til þess að ríkisstjórnin ætli að endurskoða stuðning sinn við innrásina í Írak. Hún segir ummæli þingflokksformanns Framsóknarflokksins í Silfri Egils í gær hafa komið sér á óvart. Innlent 13.10.2005 15:04
Hátt í 20 þúsund borgarar látnir 1237 bandarískir hermenn hafa látist í Írak síðan stríðið þar hófst í mars á síðasta ári, þar af 1098 síðan George Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að stríðinu væri „að mestu leyti“ lokið þann 1. maí í fyrra. Nákvæmar tölur yfir fall írakskra borgara liggur ekki fyrir en áætlað er að þeir séu á bilinu 14.500-18.000 að sögn Reuters-fréttastofunnar. Erlent 13.10.2005 15:04
Tilraunastofa til efnavopnagerðar Tilraunastofa til efnavopnagerðar hefur fundist í Fallujah-borg í Írak að sögn utanríkisráðherra landsins, Kassims Daouds. Hernámsliðið náði borginni á sitt vald, eða svo gott sem, á dögunum með því að ráðast gegn skæruliðum sem höfðu borgina í herkví og í kjölfarið uppgötvaðist þessi tilraunastofa. Erlent 13.10.2005 15:03
Sprengjudrunur í Bagdad Sprengjudrunur heyrast víða í Bagdadborg nú um stundir en engar fréttir hafa borist af særðum eða látnum. Öflug sprenging kvað við í miðborginni fyrir stuttu og fréttamaður Reuters í borginni segist sjá reyk stíga upp til himins norðan við Græna svæðið svokallaða þar sem meðal annars er aðsetur hernámsliðsins og bráðabirgðastjórnar Íraks. Erlent 13.10.2005 15:03
80 uppreisnarmenn handsamaðir Hundruð breskra hermanna réðust á bækisstöðvar meintra stuðningsmanna Saddams Hússeins nærri Bagdad í Írak í morgun en hersveitir hafa undanfarna daga reynt að knésetja uppreisnarmenn suður af höfuðborginni. Áttatíu Írakar voru handsamaðir og hald lagt á tæki sem talin eru vera til sprengjugerðar. Erlent 13.10.2005 15:03
Aukið hungur kemur ekki á óvart Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir skýrslu um aukna vannæringu íraskra barna ekki koma á óvart. Hann telur ástand í landinu þó betra en áður en ráðist var inn. Þingflokksformaður Vinstri grænna segir niðurstöðurnar skelfilegar Erlent 13.10.2005 15:02
Boðað til kosninga í Írak Boðað hefur verið til þingkosninga í Írak þrítugasta janúar á næsta ári þrátt fyrir það upplausnarástand sem ríkir í landinu. Dagsetningin fyrir kosningarnar var kunngerð í dag en fyrirfram höfðu margir haft uppi varnaðarorð og efast um að kosningar geti verið óhlutdrægar við núverandi kringumstæður. Erlent 13.10.2005 15:01
80% skuldanna felld niður Rússar hafa samþykkt að fella niður 80 prósent skulda Íraka sem hljóða upp á um það bil 125 milljarða dollara. Þetta er haft eftir bandarískum embættismanni en Bandaríkjamenn leggja mikla áherslu á að skuldirnar verði felldar niður. Erlent 13.10.2005 15:01
Ghazi Allawi sleppt úr gíslingu Ghazi Allawi, frændi Iyads Allawi, forsætisráðherra Íraks, var látinn laus á sunnudag í Bagdad en hann var tekinn í gíslingu þann 10. nóvember. Erlent 13.10.2005 15:01
Fleiri lík finnast Lík þriggja manna sem skotnir höfðu verið í höfuðið fundust á götum Mósúl í Írak í dag. Líklegt er talið að mennirnir séu úr þjóðvarðaliði Íraka en það hefur ekki verið staðfest. Í gær fundust lík níu írakskra þjóðvarðliða á víðavangi í borginni sem einnig höfðu verið drepnir með skoti í höfuðið. Erlent 13.10.2005 15:01
Kosningar í Írak 30. janúar Kosninganefnd Íraks ákvað í morgun dagsetningu á fyrirhugaðar kosningar í landinu og var ákveðið að Írakar gangi að kjörborðinu þann 30. janúar næstkomandi. Mikil óöld ríkir í landinu og margir fréttaskýrendur hafa talið óvarlegt að boða til kosninga að svo komnu máli á meðan ekki hefur tekist að ná tökum á uppreisnarhópum víðs vegar um landið. Erlent 13.10.2005 15:01