Tímamót

Fréttamynd

Edrú í þúsund daga og ein­hleyp á ný

Það er óhætt að segja að leikkonan og handritshöfundurinn Dóra Jóhannsdóttir standi á miklum tímamótum í sínu lífi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa Dóra og eiginmaður hennar, Egill Egilsson, haldið í sitthvora áttina.

Lífið
Fréttamynd

Flóni er orðinn faðir

Tónlistarmaðurinn vinsæli Flóni er orðinn faðir. Hann greindi frá þessum gleðitíðindum á Instagram síðu sinni nú í morgun.

Lífið
Fréttamynd

Landsmenn gráta Svala og sumir óttast það versta

Ávaxtasafinn Svali er allur, ef svo má segja. Það virðast vera ein stærstu tíðindi dagsins ef marka má viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum við tíðindunum. Sumir minnast blás Ópals og Frissa fríska við þessi tímamót. Aðrir velta upp hvaða vörur gætu horfið af markaði.

Neytendur
Fréttamynd

Stjörnulífið: Góðverk, þrítugsafmæli og Plóma

Brúðkaup og barneignir voru áberandi á samfélagsmiðlum en glæsilegt þrítugsafmæli yfirtók Instagram í miðri vikunni sem leið. Þar voru nokkrar af stærstu samfélagsmiðlastjörnum Íslands samankomnar. Miðillinn hefur einnig verið nýttur til góðs og fór af stað söfnun í Asíu.

Lífið
Fréttamynd

„Hringarnir gleymdust rétt fyrir athöfnina“

Innanhússhönnuðurinn Stella Birgisdóttir og Jakob Helgi Bjarnason, framkvæmdarstjóri Modulus giftu sig við fallega athöfn í Flórens í síðasta mánuði. Þau hafa verið saman í níu ár og eiga eina dóttur, Katrínu Önnu.

Lífið
Fréttamynd

Elsti starfandi barnaskóli landsins 170 ára

Það var mikið um dýrðir í Barnaskólanum á Eyrarbakka- og Stokkseyri í dag því skólinn fagnar 170 afmæli en hann er elsti starfandi barnaskóli landsins. Afmælisdagurinn er þó ekki fyrr en 25. október en þann dag 1852 var skólinn stofnaður fyrir samskot almennings í héraðinu.

Innlent
Fréttamynd

Elísabet Metta og Áki trúlofuð í París

Parið Elísa­bet Metta Ásgeirs­dótt­ir og Ágúst Freyr Halls­son, betur þekktur sem Áki, deildu fréttum af trúlofun sinni í París á Instagram. Saman reka þau staðinn Maikai og hafa verið par í sex ár. Ágúst bað hennar með hring ömmu Elísabetar sem hún hefur haft augastað á frá unga aldri. 

Lífið
Fréttamynd

„Þrjú í apríl“

Ari Ólafs­son og kær­astan hans Sól­veig Lilja Rögn­valds­dótt­ir, hjúkrunarfræðingur, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Söngvarinn vann hug og hjörtu landsmanna þegar hann sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins og keppti í Eurovision með lagið Our Choice.

Lífið
Fréttamynd

Fimmtán nýir athafnastjórar hjá Siðmennt

Fimmtán nýir athafnastjórar útskrifuðust úr nýliðaþjálfun Siðmenntar á Hellu um helgina. Um er að ræða hóp nema sem hefur verið í þjálfun frá því í vor, en þjálfunin byggði á námskeiðum og handleiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Einn helsti höfundur landsins hunsaður

Guðbergur Bergsson rithöfundur var níræður um helgina. Svo umdeildur er Guðbergur að ekki einu sinni getur ríkt sæmilegur friður um þau tímamót hans. Á Facebook fór allt í hnút í gær þar sem brigslyrðin gengu á víxl.

Menning
Fréttamynd

Kveður eftir tuttugu ár sem hafnar­stjóri

Guðmundur Magnús Kristjánsson hefur starfað sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar síðastliðin tuttugu ár. Nú er komið að starfslokum og ætlar Guðmundur að kveðja með flugeldasýningu á gamlársdag. Fyrsta verkefni eftir starfslok verður að læra á básúnu.

Innlent
Fréttamynd

Pétur Jóhann og Sigrún giftu sig

Leikarinn Pétur Jóhann Sigfússon og Sigrún Halldórsdóttir giftu sig um helgina við litla athöfn. Grínistinn greindi frá því í Blökastinu fyrir nokkrum vikum að til stæði að hafa brúðkaupið lítið við dræmar undirtektir frá þáttastjórnendum. Parið kynntist árið 2007 eftir að hún sendi honum skilaboð á Myspace.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Laxness, leður og Borat

Úlpurnar eru komnar á kreik, hrekkjavöku skreytingar eru mættar í verslanir og pumpkin spice latte er orðið aðgengilegt á kaffihúsum. Haustið er að ná hápunkti. Myndir frá ferðalögum eru enn áberandi á Instagram og virðast Íslendingar æstir í að ná nokkrum sólargeislum.

Lífið
Fréttamynd

„Glæsileg Gunnarsdóttir kom í heiminn með hvelli“

Trendnet bloggarinn og athafnakonan Elísabet Gunnarsdóttir og handboltamaðurinn Gunnar Steinn Jónsson hafa tekið á móti sínu þriðja barni. „Glæsileg Gunnarsdóttir kom í heiminn með hvelli,“ segja hjónin í sameiginlegri Instagram færslu. 

Lífið
Fréttamynd

Skráðu sig í maraþon í tilvistarkreppu

Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir og unnusti hennar Hannes Halldórsson fengu tilvistarkreppu í kjölfar þrjátíu ára aldursársins og skráðu sig í maraþon í London. Þetta var þeirra fyrsta maraþon og voru þau haltrandi um London að jafna sig eftir átökin þegar Vísir náði tali af þeim.

Lífið