Tímamót

Fréttamynd

Drengjakór Reykjavíkur með 30 ára afmælistónleika

Það stendur mikið til hjá Drengjakór Reykjavíkur því kórinn er að fara að halda upp á 30 ára afmæli sitt með tónleikum. Tónleikarnir áttu reyndar að vera fyrir tveimur árum en út af Covid hefur ekki verið hægt að halda þá fyrr en nú. Sextán drengir á aldrinum átta til fimmtán ára syngja með kórnum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hundraðasta sýningin á Karde­mommu­bænum um helgina

Laugardaginn 28. maí stíga leikarar í Þjóðleikhúsinu á svið í hundraðasta sinn í hlutverkum sínum í Kardemommubænum. Nú eru tæp tvö ár frá frumsýningu og á þeim tíma hafa ríflega 40.000 gestir komið að sjá sýninguna. En allt tekur enda og nú er komið að leiðarlokum að sinni. Þetta var sjötta uppsetning Þjóðleikhússins á Kardemommubænum, en sýningar Torbjörns Egners hafa notið ótrúlegra vinsælda frá árinu 1960 þegar Kardemommubærinn var settur upp í fyrsta sinn.

Samstarf
Fréttamynd

Útskrifast með tíu í meðaleinkunn

Elín Anna Óladóttir er dúx Framhaldsskólans á Húsavík árið 2022. Brautskráning var á laugardaginn og gleðin allsráðandi, sér í lagi hjá Elínu Önnu enda árangurinn ekkert smáræði: Hún útskrifast með tíu í öllum áföngum og þar með tíu í meðaleinkunn.

Innlent
Fréttamynd

Nýr Friðrik kominn í fjölskylduna

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir eignuðust sitt fjórða barn á dögunum en fyrir áttu þau einn son og tvær dætur.

Lífið
Fréttamynd

Anna Fríða á von á öðru barni

Anna Fríða Gísladóttir forstöðumaður markaðsmála hjá Play og kærasti hennar, Sverrir Falur Björnsson, eiga von á barni. Anna Fríða deildi þessum gleðifréttum á samfélagsmiðlum rétt í þessu. 

Lífið
Fréttamynd

Kristjón og Sunna enn í sambandi

Kristjón Kormákur Guðjónsson blaðamaður og Sunna Rós Víðisdóttir lögfræðingur eru enn saman. Vísir greindi frá því mánudaginn 16. maí að upp úr sambandi þeirra hefði slitnað og vísaði til upplýsinga um sambandsstöðu Kristjóns á Facebook þar sem hann var skráður einhleypur. Það átti eftir að breytast og ljóst að ástin lifir.

Lífið
Fréttamynd

Þórólfur Guðnason segir upp störfum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum frá og með 1. september næstkomandi. Hann segir ástæður uppsagnarinnar bæði persónulegar og faglegar.

Innlent
Fréttamynd

Kylie Minogue snýr aftur í Nágranna

Kylie Minogue mun snúa aftur í Nágranna eftir meira en þrjátíu ára fjarveru áður en framleiðslu þáttanna verður hætt í sumar. Jason Donovan, sem lék unnusta Kylie í þáttunum, snýr einnig til baka.

Lífið
Fréttamynd

Afmælisbarnið Bogi les áfram fréttir

Bogi Ágústsson, fréttaþulur á Ríkisútvarpinu, fagnar sjötugsafmæli í dag. Bogi hefur starfað hjá Ríkisútvarpinu síðan á áttunda áratug síðustu aldar og óhætt að segja að hann sé reglulegur gestur á heimilum landsmanna.

Lífið