

Þúsundir streyma nú að Buckingham höll þar sem þess er minnst í dag að sjötíu ár eru liðin frá því Elísabet önnur Englandsdrottning tók við krúnunni. Einnig er haldið upp á opinberan afmælisdag drottningar í dag.
Fjölmiðlakonan Fanney Birna Jónsdóttir tilkynnti á Facebook síðu sinni í gær að annað barn þeirra hjóna, lítil stúlka, væri komin í heiminn.
Það stendur mikið til hjá Drengjakór Reykjavíkur því kórinn er að fara að halda upp á 30 ára afmæli sitt með tónleikum. Tónleikarnir áttu reyndar að vera fyrir tveimur árum en út af Covid hefur ekki verið hægt að halda þá fyrr en nú. Sextán drengir á aldrinum átta til fimmtán ára syngja með kórnum í dag.
Tvíburasystur sem dúxuðu menntaskóla með sömu lokaeinkunn, upp á kommu, segja dýrmætt að eiga lærdómsfélaga í gegnum skólagönguna. Þrátt fyrir að hafa hjálpast að með námið var keppnisskapið aldrei langt undan.
Laugardaginn 28. maí stíga leikarar í Þjóðleikhúsinu á svið í hundraðasta sinn í hlutverkum sínum í Kardemommubænum. Nú eru tæp tvö ár frá frumsýningu og á þeim tíma hafa ríflega 40.000 gestir komið að sjá sýninguna. En allt tekur enda og nú er komið að leiðarlokum að sinni. Þetta var sjötta uppsetning Þjóðleikhússins á Kardemommubænum, en sýningar Torbjörns Egners hafa notið ótrúlegra vinsælda frá árinu 1960 þegar Kardemommubærinn var settur upp í fyrsta sinn.
Fjölmiðlakonan Björg Magnúsdóttir og auglýsingahönnuðurinn Tryggvi Þór Hilmarsson eiga von á barni. Frá þessu greinir Björg á Instagram.
Handboltakappinn Alexander Petersson hefur tilkynnt að hann muni hætta í handbolta eftir yfirstandandi leiktímabil.
Hörður Björgvin hefur verið í röðum CSKA síðan 2018 en er samningslaus í dag. Hann ræddi við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakka Stöðvar 2. Ræddi hann meðal annars um tíma sinn hjá CSKA og tímann eftir að Rússland réðst inn í Úkraínu.
Elín Anna Óladóttir er dúx Framhaldsskólans á Húsavík árið 2022. Brautskráning var á laugardaginn og gleðin allsráðandi, sér í lagi hjá Elínu Önnu enda árangurinn ekkert smáræði: Hún útskrifast með tíu í öllum áföngum og þar með tíu í meðaleinkunn.
Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir eignuðust sitt fjórða barn á dögunum en fyrir áttu þau einn son og tvær dætur.
Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran og eiginkona hans, Cherry Seaborn, hafa eignast sína aðra dóttur.
Stórsöngkonan Rihanna og rapparinn A$AP Rocky eignuðust son í síðustu viku. Um er að ræða fyrsta barn parsins, sem aðdáendur þeirra um víða veröld hafa beðið með mikilli eftirvæntingu.
Garðar Guðmundsson fagnar 80 ára afmælinu sínu í dag. Garðar er af fyrstu kynslóð rokksöngvara. Þótti sækja sinn stíl til Tommy Steele og varð síðar nafnkunnur sem hinn íslenski Cliff Richards.
Anna Fríða Gísladóttir forstöðumaður markaðsmála hjá Play og kærasti hennar, Sverrir Falur Björnsson, eiga von á barni. Anna Fríða deildi þessum gleðifréttum á samfélagsmiðlum rétt í þessu.
Jake Daniels hefur átt sannkallað draumatímabil. Braut sér lið inn í aðallið Blackpool, skrifaði undir atvinnumannasamning, raðaði inn mörkum fyrir unglingalið félagsins og naut sín í botn. Það var þó alltaf eitthvað sem lá þungt á honum, þangað til nú.
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og Laufey Rún Ketilsdóttir, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, eignuðust stúlkubarn fyrr í mánuðinum.
Kristjón Kormákur Guðjónsson blaðamaður og Sunna Rós Víðisdóttir lögfræðingur eru enn saman. Vísir greindi frá því mánudaginn 16. maí að upp úr sambandi þeirra hefði slitnað og vísaði til upplýsinga um sambandsstöðu Kristjóns á Facebook þar sem hann var skráður einhleypur. Það átti eftir að breytast og ljóst að ástin lifir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að bæði aldurinn og staðan í kórónuveirufaraldrinum séu ástæður þess að hann ætli að hætta störfum í haust. Ákvörðunin sé algjörlega tekin á hans forsendum.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum frá og með 1. september næstkomandi. Hann segir ástæður uppsagnarinnar bæði persónulegar og faglegar.
Brynjólfur H. Björnsson, framkvæmdastjóri og stærsti eigandi verslunarinnar Brynju við Laugaveg, hefur sett verslunina á sölu.
Kylie Minogue mun snúa aftur í Nágranna eftir meira en þrjátíu ára fjarveru áður en framleiðslu þáttanna verður hætt í sumar. Jason Donovan, sem lék unnusta Kylie í þáttunum, snýr einnig til baka.
Sautján blaðamenn gullmerki Blaðamannafélags Íslands í gær. Þeir sem hljóta gullmerkið hafa helgað líf sitt blaðamennsku, hafa starfað við það í fjörutíu ár eða helgað sig hagsmunum blaðamannastéttarinnar.
Trendnet bloggarinn og athafnakonan Elísabet Gunnars á von á sínu þriðja barni í haust með eiginmanni sínum, handboltamanninum Gunnari Stein Jónssyni.
Samfélagsmiðlastjarnan, guðfræðingurinn og rithöfundurinn Erna Kristín Stefánsdóttir, betur þekkt undir nafninu Ernuland, hefur eignast tvíburadrengi með eiginmanni sínum, trommuleikaranum Bassa Ólafssyni.
Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir og golfarinn Haraldur Franklín Magnús eru trúlofuð.
Hnefaleikakappinn Tyson Fury segist ekki geta beðið eftir því að leggja hanskana á hilluna. Hann hefur fengið mikla umfjöllun fyrir sigra sína innan hringsins og baráttu við þunglyndi utan hans.
Tónlistarmaðurinn Flóni og Hrafnkatla Unnarsdóttir kærasta hans eiga von á sínu fyrsta barni.
Elísabet önnur drottning Bretlands fagnar 96 ára afmæli í dag. Hún hyggst eyða deginum með fjölskyldu og vinum á býli í Norfolk í Englandi.
Bandaríska söngkonan Britney Spears á von á barni með unnusta sínum, Sam Asghari.
Bogi Ágústsson, fréttaþulur á Ríkisútvarpinu, fagnar sjötugsafmæli í dag. Bogi hefur starfað hjá Ríkisútvarpinu síðan á áttunda áratug síðustu aldar og óhætt að segja að hann sé reglulegur gestur á heimilum landsmanna.