Georgía

Fréttamynd

Hótar því að banna georgísku stjórnar­and­stöðuna

Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs.

Erlent
Fréttamynd

Dælir peningum í lands­liðs­menn eftir sigurinn sögu­lega

Bidzina Ivanishvili, fyrrverandi forsætisráðherra Georgíu hefur ákveðið að láta því sem nemur rétt tæpum einum og hálfum milljarði íslenskra króna af hendi til karlaliðs Georgíu í fótbolta eftir sögulegan sigur liðsins á Portúgal á Evrópumótinu í fótbolta í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Þór­dís í sendi­nefnd til Georgíu vegna um­deildra laga

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, lýsir áhyggjum af því að nýsamþykkt lög um félagasamtök og fjölmiðla í Georgíu hafi neikvæð áhrif á stöðu landsins í hinum frjálsa heimi. Hún er stödd í Georgíu ásamt utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna.

Innlent
Fréttamynd

„Rúss­nesku lögin“ sam­þykkt í Georgíu

Georgíska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Þúsundir manna mótmæltu frumvarpinu við þinghúsið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram.

Erlent
Fréttamynd

Mót­mælin gegn „rúss­nesku“ lögunum stækka enn

Gífurlega umfangsmikil mótmæli fóru fram í Tíblisi í Georgíu í gær. Þar hafa fjöldi mótmælenda komið saman á undanförnum vikum vegna umdeildra laga sem yfirvöld vinna að. Mótmælin virðast hafa náð nýjum hæðum í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælendur ruddust inn í þinghús Georgíu

Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Tiblisi, höfuðborg Georgíu, í kvöld. Mótmælendur hafa grýtt lögregluþjóna, kastað bensínsprengjum að þeim og reynt að ryðja sér leið inn í þinghúsið. Öryggissveitir hafa meðal annar beitt stórum vatnsbyssum og táragasi gegn mótmælendum.

Erlent
Fréttamynd

Rússar flýi her­kvaðningu Pútíns

Mikil örtröð er sögð hafa myndast á landamærum Rússlands í kjölfar herkvaðningar Pútíns. Mikill fjöldi karlmanna bíði í bílaröð á landamærunum og freisti þess að komast hjá því að vera skikkaðir í herinn.

Erlent
Fréttamynd

Georgíska fjölskyldan flutt úr landi í morgun

Georgísku hjónin, sem eiga barn sem er fætt hér á landi og annað sem er jarðað hér, voru flutt úr landi í morgun. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Útlendingastofnun við fyrirspurn fréttastofu.

Innlent