Samráð olíufélaga

Fréttamynd

Helmingur vill afsögn Þórólfs

Helmingur borgarbúa vill að Þórólfur Árnason borgarstjóri segi af sér og helmingur að hann sitji áfram samkvæmt könnun sem Gallup gerði dagana 5.-8. þessa mánaðar. Hann nýtur meirihlutastuðnings í yngstu og elstu aldursflokkunum en andstaða við hann er mest meðal miðaldra fólks.

Innlent
Fréttamynd

Þórólfur sagði af sér

Þórólfur Árnason sagði af sér sem borgarstjóri á blaðamannafundinum sem boðað var til í Höfða klukkan 18. Hann sagðist hafa komið hratt inn í starfið og farið hratt úr því. Hann hættir störfum 30. nóvember. Þórólfur kveðst ekki vita hver taki við af honum sem borgarstjóri.  Nánar verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.

Innlent
Fréttamynd

Thomas hættir í stjórn Símans

Thomas Möller, fyrrverandi markaðsstjóri Olís, sagði sig úr stjórn Símans í gær vegna niðurstöðu samkeppnisráðs um verðsamráð olíufélaganna. Samkvæmt niðurstöðunni átti Thomas aðild að samráðinu, meðal annars í viðskiptum við Símann.

Innlent
Fréttamynd

Olíudreifing var skálkaskjól

Forystumenn Essó og Olís fullyrtu þegar Olíudreifing var stofnuð árið 1995 að samkeppni yrði ekki minni en áður. Á sama tíma nýttu þeir Olíudreifingu til að miðla upplýsingum sín á milli um viðskiptaleyndarmál.

Innlent
Fréttamynd

R-listinn harmar aðstæðurnar

Reykjavíkurlistinn harmar að þær aðstæður hafi komið upp að Þórólfur Árnason borgarstjóri hefur kosið að láta af störfum, í tilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér á sjöunda tímanum. Þar lýsa borgarfulltrúar listans því yfir að samstarfið um Reykjavíkurlistann og þau stefnumál sem hann stendur fyrir haldi áfram.

Innlent
Fréttamynd

Stefán Jón harmi sleginn

Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi R-listans, er harmi sleginn yfir uppsögn Þórólfs Árnasonar. Hann vill ekki staðfesta að Dagur B. Eggertsson verði næsti borgarstjóri - enn sé eftir að ákveða hver taki við af Þórólfi.

Innlent
Fréttamynd

Þórólfur hættir 30. nóvember

Þórólfur Árnason mun hætta sem borgarstjóri 30. nóvember. Hann tilkynnti þetta á blaðamannafundi á sjöunda tímanum og sagði ekki sitt að dæma hvort það væri sanngjarnt eða ekki. Þetta eru vissulega tíðindi þótt ekki sé hægt að tala um að ákvörðun hans komi algerlega á óvart. Það hefur verið fátítt á Íslandi að háttsettir embættismenn segi af sér embætti vegna pólitískra álitamála.

Innlent
Fréttamynd

Enn óvissa um Þórólf

Þótt allt útlit sé fyrir að Vinstri - grænir hafi ekki endurheimt traust sitt á Þórólfi Árnasyni er ekki hægt að gefa sér að hann hætti sem borgarstjóri R-listans á næstunni. Ný skoðanakönnun Gallups sýnir að íbúar Reykjavíkur skiptast í tvær fylkingar í afstöðunni til þess hvort Þórólfur eigi að fara eða vera.

Innlent
Fréttamynd

Borgarstjóri boðar til fundar

Þórólfur Árnason borgarstjóri hefur boðað til blaðamannafundar í Höfða klukkan 18. Þar mun hann að öllum líkindum tilkynna afsögn sína sem borgarstjóri Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Kristinn hætti í stjórn Straums

Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hætti sem stjórnarformaður fjárfestingarbankans Straums í gær, vegna opinberrar umræðu um meint samráð olíufélaganna. Með þessu segist Kristinn gæta hagsmuna Straums og koma í veg fyrir að bankinn blandist í umræðu sem sé bankanum algerlega óviðkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Thomas hættir í stjórn Símans

Thomas Möller hefur ákveðið að segja sig úr stjórn Símans. Í tilkynningu sem birt var á vef Kauphallar Íslands segir að hann hafi ákveðið að segja sig úr stjórninni í framhaldi af ákvörðun Samkeppnisráðs um samráð olíufélaganna. Thomas var framkvæmdastjóri markaðssviðs Olís og kemur ítrekað við sögu í skýrslu Samkeppnisstofnunar.

Innlent
Fréttamynd

Mörg siðferðileg álitamál

Mörg siðferðileg álitamál skutu upp kollinum samtímis þegar maður fyllti tankinn af bensíni á sjálfsafgreiðslustöð í Reykjavík og ók brott án þess að fara fyrst inn og borga. Hann sagðist svo eftir á hafa verið að taka upp í það sem olíufélögin væru búin að stela af honum með ólöglegu samráði í gegnum tíðina.

Innlent
Fréttamynd

Hættir störfum í bankaráðinu

Einar Benediktsson, forstjóri Olís, hefur ákveðið að taka ekki þátt í störfum bankaráðs Landsbanka Íslands fyrst um sinn, þar til annað hefur verið ákveðið. Segir í yfirlýsingu frá honum að þessi ákvörðun sé tekin í ljósi þeirrar umræðu sem orðið hefur í þjóðfélaginu í kjölfar birtingar skýrslu Samkeppnisstofnunar um meint samráð olíufélaganna.

Innlent
Fréttamynd

Kristinn hættir í stjórn Straums

Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, sendi frá sér tilkynningu nú rétt fyrir fréttir og lýsti því yfir að hann myndi frá og með deginum í dag hætta þátttöku í störfum stjórnar Straums Fjárfestingarbanka.

Innlent
Fréttamynd

Essó sker á öll tengsl

Stjórn olíufélagsins Essó hefur ákveðið að skera á öll tengsl við hin olíufélögin, hætta strax í dag samstarfi um samreknar bensínstöðvar og starfsmenn félagsins munu í dag segja sig úr öllum stjórnum þar sem fulltrúar hinna olíufélaganna sitja jafnframt.

Innlent
Fréttamynd

Olíufélögin biðjast afsökunar

Olíufélögin þrjú, Esso, Olís og Skeljungur, hafa beðið þjóðina afsökunar á framferði sínu á undanförnum árum. Esso gekk lengst í dag þegar félagið ákvað að hætta öllum samskiptum við önnur olíufélög og starfsmenn þeirra, boðaði örari verðbreytingar og sjálfstæð innkaup á eldsneyti.

Innlent
Fréttamynd

Afsökunarbeiðnirnar mismunandi

Olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís hafa nú öll beðist afsökunar á ólöglegu samráði félaganna um verðlagningu en gera það með býsna mismunandi hætti. 

Innlent
Fréttamynd

Borgarstjóraembættið þrískipt

Líkur eru taldar á því að þrír menn skipti með sér borgarstjóraembættinu láti Þórólfur Árnason af störfum. Sá möguleiki hefur að minnsta kosti verið ræddur af fullri alvöru meðal félagsmanna þeirra þriggja flokka sem standa að Reykjavíkurlistanum. Borgarfulltrúar meirihlutans funduðu í dag en þeir segja við fréttastofu að ekkert hafi verið ákveðið um framtíð Þórólfs.

Innlent
Fréttamynd

Skeljungur biðst afsökunar

Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, harmar þátt félagsins í þeim starfsháttum sem gagnrýndir eru í skýrslu Samkeppnisráðs um ólögmætt samráð olíufélaganna. Hann biður viðskiptavini Skeljungs jafnframt afsökunar.

Innlent
Fréttamynd

Vilja engin samskipti

Olíufélagið Essó tilkynnti í gær um breytingar sem ætlaðar eru til að koma í veg fyrir grunsemdir um óeðilegt samstarf olíufélaganna. Í tilkynningu er þátttaka félagsins í samráði íslenskra olíufélaga hörmuð og beðist velvirðingar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Framtíðin í höndum Vinstri grænna?

Líklegt er talið að framtíð Þórólfs Árnasonar borgarstjóra ráðist á félagsfundi Vinstri grænna sem haldinn verður annað kvöld. Þórólfur fékk frest til þess að útskýra mál sitt fyrir borgarbúum og hefur hann gert það um helgina með ítarlegum viðtölum í sjónvarpi og dagblöðum.

Innlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra olíufélaganna

Halldór Ásgrímsson krafðist þess í umræðum á Alþingi í dag að Össur Skarphéðinsson bæði afsökunar á því að hafa kallað hann sérstakan forsætisráðherra olíufélaganna. Snörp orðaskipti um olíumálið voru á þinginu.

Innlent
Fréttamynd

Essó harmar þátt sinn

Stjórn, stjórnendur og starfsmenn Olíufélagsins Essó harma þátt félagsins í samráði íslenskra olíufélaga á árum áður og biðjast afsökunar fyrir hönd fyrirtækisins í heilsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Forstjóri Olís biðst afsökunar

Einar Benediktsson, forstjóri Olís, biður viðskiptavini félagsins og aðra landsmenn afsökunar á því sem miður hefur farið í starfsemi félagsins, í tilkynningu sem send var rétt í þessu. Hann segir félagið, og hann sjálfan sem forstjóra þess, munu axla þá ábyrgð sem réttarkerfi landsins ákvarðar.

Innlent
Fréttamynd

VG stendur fast á sínu

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Vinstri-grænir krefjist þess að Þórólfur Árnason, borgarstjóri, láti af embætti vegna aðildar hans að verðsamráði olíufélaganna. Félagsfundur Vinstr-grænna í Reykjavíkur fer fram á þriðjudagskvöld og þá er talið að flokkurinn taki formlega afstöðu í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Thomas situr í stjórn Símans

Thomas Möller, fyrrverandi markaðsstjóri Olís, sem átti stóran þátt í verðsamráði olíufélaganna samkvæmt niðurstöðu samkeppnisráðs, situr nú í stjórn Símans og er stjórnarformaður Iceland Naturally. Geir H. Haarde fjármálaráðherra skipaði Thomas í stjórn Símans í mars á þessu ári þrátt fyrir að hann hafi vikið úr stjórninni hálfu ári fyrr vegna rannsóknar Samkeppnisstofnunar á samráði olíufélaganna.

Innlent
Fréttamynd

Viðskiptaráðherra beitir sér ekki

Viðskiptaráðherra ætlar ekki að beita sér fyrir því að Fjármálaeftirlitið skoði lagalega stöðu þeirra fjármálafyrirtækja þar sem fyrrverandi stjórnendur olíufélaganna sitja í stjórn. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins vill ekkert tjá sig um hvort eftirlitið ætli að grípa til aðgerða, eins og því er heimilt að gera lögum samkvæmt.

Innlent
Fréttamynd

Vísvitandi rangar ályktanir

Svo virðist sem Samkeppnisstofnun hafi vísvitandi dregið rangar ályktanir í einstökum efnisatriðum skýrslunnar um meint ólögmætt samráð olíufélaganna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Einari Benediktssyni, forstjóra Olís.

Innlent
Fréttamynd

Sala Atlantsolíu margfaldast

Bifreiðaeigendur láta olíufélögin, sem stunduðu ólögmætt samráð, gjalda þess með því að sniðganga þau í ríkum mæli. Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu, segir dagsölu félagsins hafa tuttugu og fimm faldast.

Innlent