Utanríkismál

Fréttamynd

Góð sam­skipti við Banda­ríkin gríðar­lega mikil­væg

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að sagan sýni að tollastríð séu aldrei af hinu góða og gagnist engum, sérstaklega ekki útflutningsdrifinni þjóð eins og Íslendingum. Hún segir að gott samband okkar við Bandaríkin hafi verið okkur gríðarlega dýrmætt og mikilvægt sé að samskipti þar á milli séu góð. Ekkert bendi enn til þess að Ísland lendi í tollaálögum Trumps.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingar fá leið­beiningar um við­brögð við stríði

Stefnt er að því að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra gefi út leiðbeiningar til þjóðarinnar brjótist út stríðsátök eða í tilfelli stóráfalla. Utanríkisráðherra segir ekki verið að mála skrattann á vegginn en undirstrikar mikilvægi þess að vera viðbúinn.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsti full­trúi Ís­lands á minningar­at­höfninni í Auschwitz

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, var fyrsti fulltrúi íslenskra stjórnvalda til þess að sækja alþjóðlega athöfn til minningar um fórnarlömb helfararinnar í Auschwitz. Fyrrverandi utanríkisráðherra gagnrýndi forsætisráðherra harðlega fyrir að sækja ekki minningarathöfnina, einn norrænna leiðtoga.

Innlent
Fréttamynd

Hvers vegna Evrópu­sinni?

„Hvers vegna í ósköpunum ert þú svona hlynntur því að við göngum í þetta samband?“ Ég var spurður þessarar spurningar ekki alls fyrir löngu af góðum kunningja sem furðaði sig á þeirri afstöðu minni að við Íslendingar ættum að ganga í Evrópusambandið.

Skoðun
Fréttamynd

Skýtur fast á Krist­rúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fjarvera forsætisráðherra á fundi leiðtoga Norðurlandanna um helgina sýni okkar nánustu bandamönnum að Ísland forgangsraði með allt öðrum og undarlegri hætti en löndin í kringum okkur.

Innlent
Fréttamynd

Æfðu við­brögð við svörtustu sviðs­myndinni

Það er afar brýnt að kunna að bregðast við svörtustu sviðsmyndinni sem upp gæti komið ef netsamband við Ísland rofnar segir sviðstjóri hjá CERT-IS. Stefnt er að því að fara í raunprófanir til að æfa viðbragð við slíku ástandi og hvernig eina og takmarkaða varanetsamband Íslands um gervihnött yrði nýtt í neyð.

Innlent
Fréttamynd

Pawel stýrir utan­ríkis­mála­nefnd

Pawel Bartoszek verður tilnefndur til formennsku í utanríkismálanefnd Alþingis þegar þing kemur saman. Skipan í fastanefndir þingsins er langt komin en þing kemur saman þriðjudaginn 4. febrúar næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Krist­rún upp­lýst um fundinn með skömmum fyrir­vara

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. 

Innlent
Fréttamynd

Trumpaður heimur

Ákvarðanir Trumps geta haft veruleg áhrif á daglegt líf Íslendinga og viðskiptaumhverfi. Þetta eru viðmiðaumskipti sem við neyðumst til að taka með í reikninginn í framtíðinni. Þetta er kannski ekki súrnun hafsins en það getur fleira súrnað hratt ef við erum ekki vakandi. Það styttist í krísufund.

Umræðan
Fréttamynd

Ís­land yrði betra með aðild að Evrópu­sam­bandinu

Það er enginn vafi á því að með aðild að Evrópusambandinu yrði Ísland betra. Þá skiptir mestu að gæði lífs fólks á Íslandi mundu aukast til muna frá því sem er í dag. Lífsgæði eru flókið fyrirbæri og þýða margt fyrir fullt af fólki. Það sem ég álít vera lífsgæði eru ekki endilega lífsgæði í augum annara.

Skoðun
Fréttamynd

Beint streymi: Er Græn­land til sölu?

Málþingið „Er Grænland til sölu?“ sem er á vegum Norræna hússins og Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands fer fram í Norræna húsinu frá 12 til 13 í dag. Rætt verður um sjálfstæði Grænlands, áhuga Bandaríkja á landinu og öryggi á norðurslóðum.

Innlent
Fréttamynd

Evrópu­sam­bandið eða nas­ismi

Stefnt er að því af hálfu sitjandi ríkisstjórnar að koma Íslandi inn í Evrópusambandið og vinnan er hafin. Þegar svona mikið stendur til duga engin vettlingatök í áróðursstarfseminni.

Skoðun
Fréttamynd

Lík­lega búi meira að baki hug­myndum Trumps

Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, telur ólíklegt að Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, láti verða af því að taka yfir Grænland þegar hann tekur á ný við stjórnartaumunum vestanhafs. Þó sé mikilvægt að taka orð hans alvarlega og velta fyrir sér orðræðunni sem hann notar.

Innlent
Fréttamynd

Brugðið vegna um­mæla Trumps og segir blikur á lofti í al­þjóða­málum

Utanríkisráðherra Íslands segir blikur á lofti í alþjóðamálum og áréttar að Grænland sé ekki til sölu. Verðandi Bandaríkjaforseti ásælist landsvæði Grænlendinga og í gær sagðist hann ekki útiloka að hervaldi verði beitt til að svo megi verða. Á meðan spókaði sonur hans sig í umdeildri heimsókn á Grænlandi.

Innlent
Fréttamynd

Þor­gerður Katrín í Úkraínu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, er í Úkraínu. Þangað fór hún í vinnuheimsókn og mun hún funda með ráðamönnum þar, kynna sér stöðu mála og árétta stuðning Íslands við varnarbaráttu landsins gegn innrás Rússa.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lensku þjóðinni of­bjóði á­standið

Ísland mun greiða framlög til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrr en áætlað var og segir utanríkisráðherra öruggt að alvarleg brot á alþjóðalögum hafi verið framin í Gaza. Ekki sé hægt að skera úr um hvort um þjóðarmorð sé að ræða nema fyrir alþjóðadómstólum. 

Innlent
Fréttamynd

Verið að at­huga frekari þvingunar­að­gerðir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt fyrir Íslendinga að efla varnir þegar kemur að neðansjávarstrengjum. Atlantshafsbandalagið ætlar að auka varnarbúnað sinn á Eystrasaltinu eftir að sæstrengur skemmdist á jóladag.

Innlent
Fréttamynd

„Ein allra besta jóla­gjöfin“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, afhenti í dag Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, nýjum utanríkisráðherra, lyklana að ráðuneytinu. Vel fór á með þeim og gaf Þórdís Þorgerði einnig ljóð eftir Árna Grétar Finnsson, sem Þorgerður sagði eina þá allra bestu jólagjöf sem hún hafi fengið.

Innlent