Mosfellsbær

Fréttamynd

Hrækt framan í öryggisvörð í miðbænum

Upp úr klukkan átta í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um mann sem var að áreita gangandi vegfarendur auk viðskiptavina og starfsfólk verslunar í miðbænum. Maðurinn hrækti einnig framan í öryggisvörð verslunarinnar. Þetta og fleira segir í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Yfirlýsing um Sundabraut: „Má segja að framkvæmdin sé hafin þótt engin sjáist grafan“

Framkvæmdir við Sundabraut eiga að hefjast eftir fimm ár og brautin að vera tilbúin eftir tíu ár, samkvæmt yfirlýsingu sem samgönguráðherra og borgarstjóri undirrituðu á Vogabakka í Sundahöfn síðdegis. Leggja á brautina alla leið í einni samfelldri framkvæmd og efna til alþjóðlegrar hönnunarsamkeppni um útlit Sundabrúar, verði hún fyrir valinu.

Innlent
Fréttamynd

Kynntu fyrirhugaðar stofnvegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu

Betri samgöngur ohf. og Vegagerðin halda í dag fund þar sem farið verður yfir þær stofnvegaframkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á höfuðborgarsvæðinu næstu árum. Um er að ræða kynningarfund um stofnvegaframkvæmdir Samgöngusáttmálans og verður streymt frá fundinum í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Kona dæmd vegna bana­slyss á Þing­valla­vegi árið 2018

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu á fertugsaldri í þriggja mánaða fangelsi vegna banaslyss sem varð á Þingvallavegi í Mosfellsbæ, nálægt Æsustöðum, í júlí 2018. Fullnusta refsingarinnar skal frestað í tvö ár, haldi dæmda almennt skilorð.

Innlent
Fréttamynd

Sagðist vera að prufukeyra bifreið en reyndist sjálfur eigandinn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi ökumann bifreiðar í Mosfellsbæ þar sem bifreiðin var án skráningarnúmera og ótryggð. Sagðist ökumaðurinn vera að prufukeyra bílinn þar sem hann væri að hugsa um að kaupa hann en reyndist vera skráður eigandi bifreiðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Sinubruni í Mosfellsbæ

Slökkviliðsmenn úr Mosfellsbæ voru um klukkustund að ráða niðurlögum sinubruna sem kviknaði í bænum á sjötta tímanum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hafa samband við eigendur brunnhúss þar sem kona féll

Fulltrúar Mosfellsbæjar ætla að hafa samband við eigendur brunnhúss eftir að kona féll þar niður og lenti í sjálfheldu í gærkvöldi. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir að brunnhúsið hafi verið lokað en einhver hafi opnað það.

Innlent
Fréttamynd

Hífðu konu upp úr brunni við Lágafellskirkju

Kona sem féll um tvo metra niður í brunn nærri Lágafellskirkju í Mosfellsbæ var orðin köld og þrekuð þegar slökkviliðsmenn náðu að bjarga henni upp. Samferðarfólk konunnar náði að halda henni upp úr vatni þar til slökkvilið kom á staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Ungar stúlkur í sjálfheldu á Helgafelli

Lögregla var kölluð til í gærkvöldi þegar tvær ungar stúlkur lentu í sjálfheldu á Helgafelli í Mosfellsbæ. Stúlkurnar voru aðstoðaðar niður og ekið heim til sín en samkvæmt dagbók lögreglu amaði ekkert að þeim annað en kuldi.

Innlent
Fréttamynd

Hver reglan á fætur annarri brotin í aðdraganda banaslyss

Vinnueftirlitið segir að fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar hafi ekki verið gætt á verkstað þegar starfsmaður Inga & son ehf., pólskur karlmaður á sextugsaldri, lést þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ þann þriðja mars í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð

Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu.

Innlent
Fréttamynd

Steindi og Sigrún selja raðhúsið í Mosó

„Jæja, þá er elsku Víðiteigurinn farinn á sölu. Ég mun kveðja þetta hús með miklum söknuði, hér hefur verið yndislegt að búa síðustu ár en kominn tími til að stækka við sig þar sem Sigrún hættir ekki að væla um fleiri krakka (djók, við erum hætt) við lofuðum nágrönnum okkar að aðeins gott fólk kæmi til greina. Það er best að búa í Mosó,“ skrifar Steinþór Hróar Steinþórsson en hann og Sigrún Sig hafa sett raðhús sitt á sölu í Mosfellsbænum.

Lífið
Fréttamynd

Björgunar­sveitir kallaðar út vegna konu sem datt á Grímans­­felli

Björgunarsveitir voru kallaðar út á öðrum tímanum í dag eftir að tilkynning barst frá göngufólki á Grímansfelli í Mosfellsdal vegna konu sem hafði dottið og slasast á fæti ofarlega í hlíðum fjallsins. Björgunarsveitarfólk úr sveitum í Mosfellsbæ og Reykjavík hefur verið sent á staðinn auk sjúkraflutningamanna frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Ákærð vegna banaslyss á Þingvallavegi

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út ákæru á hendur 33 ára konu vegna banaslyss á Þingvallavegi í Mosfellsbæ í júlí 2018. Kona á níræðisaldri lést í slysinu.

Innlent
Fréttamynd

Játaði leynilega upptöku af ungum stúlkum inni á baðherbergi

Karlmaður búsettur í Mosfellsbæ hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið upp myndskeið á símann sinn af tveimur ólögráða stúlkum sem voru þar naktar eða hálfnaktar að skipta um föt. Þá þarf karlmaðurinn að greiða hvorri stúlku fyrir sig eina milljón króna í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Féll niður vök á Hafravatni

Upp úr hádegi í dag var manneskju bjargað sem hafði fallið niður vök á Hafravatni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent