Reykjavík Vigdís Hafliðadóttir frumflutti lag Barnamenningarhátíðar Tónlistarkonan Vigdís Hafliðadóttir frumflutti lag Barnamenningarhátíðar árið 2023 í Engjaskóla klukkan 13 í dag. Lagið ber heitið Kæri heimur og verða nemendur skólans viðstaddir flutninginn. Lífið 12.4.2023 12:13 Reykur í Rimaskóla eftir að kveikt var í rusli Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynning barst um að brunakerfið hafði farið í gang í Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík um klukkan fimm í morgun. Innlent 12.4.2023 07:27 Hrækti í auga lögreglumanns og skallaði hann í andlitið Einstaklingur sem grunaður er um líkamsárás og eignarspjöll hrækti í auga lögreglumanns og skallaði hann í andlitið þegar unnið var að því að flytja hann á lögreglustöð í höfuðborginni í gær. Innlent 12.4.2023 06:19 Ekki bara lagt til að taka mið af snjómagni Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir stýrihóp sem átti að endurskoða vetrarþjónustu í borginni hafa gert meira en að leggja til að snjómokstur taki mið af veðri. Það sé ekki stóra niðurstaðan í skýrslunni sem stýrihópurinn skilaði frá sér. Innlent 11.4.2023 19:12 Meintur skotmaður á Dubliner dæmdur fyrir fjölda ótengdra brota Tæplega þrítugur karlmaður sem er grunaður um að hleypa af skoti á skemmtistaðnum The Dubliner í síðasta mánuði var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda ótengdra brota. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að berja mann með kylfu. Innlent 11.4.2023 17:52 Stofnandi Mandi dæmdur fyrir líkamsárás Hlal Jarah, stofnandi og fyrrverandi eigandi veitingastaðarins Mandi, hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað á öðrum degi jóla 2020 þar sem hann veittist að konu, sló hana í höfuðið og sparkaði í maga hennar. Honum ber að greiða 400 þúsund krónur í miskabætur og allan sakarkostnað málsins sem nemur rúmum 2,2 milljónum króna. Innlent 11.4.2023 16:42 Um 70 prósent fæðinga landsins fara fram á Landspítalanum „Það er lífstíll og list“ að vera ljósmóðir segir rúmlega þrítug ljósmóðir, sem segist vera í draumastarfinu. Um 70% allra fæðinga landsins á hverju ári fara fram á fæðingadeild Landspítalans. Við fengum að kynnast störfum ljósmæðra í þættinum „Mig langar að vita“, sem sýndur var á Stöð 2 mánudagskvöldið 10. apríl. Hægt er að nálgast þáttinn í heild sinn á Stöð 2+. Magnús Hlynur Hreiðarsson er umsjónarmaður þáttanna. Innlent 11.4.2023 10:30 Lögreglumaður kýldur í andlitið af ósáttum vegfaranda Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til ásamt sjúkraliði þegar tilkynnt var um bráðaveikindi á veitingastað í miðborginni. Veikindin reyndust minniháttar en vegfarandi var ósáttur við viðveru lögreglu og brást við með því að kýla lögreglumann í andlitið. Innlent 11.4.2023 06:18 Sólin sest á Granda Sólum Jógastúdíói á Fiskislóð í Reykjavík hefur verið lokað eftir um átta ára starfsemi. Stöðin var lengst af í eigu Sólveigar Þórarinsdóttur, sjúkraþjálfara og jógakennara sem stofnaði Sólir eftir að hún hætti störfum sem verðbréfamiðlari og sneri sér alfarið að jóganu. Viðskipti innlent 10.4.2023 21:51 „Virðingin sem hann fékk var núll“ Barnsfaðir Guðbjargar Hrafnhettu Ragnarsdóttur, Þorvaldur Þórarinsson, lést úr briskrabbameini í mars 2019. Átta mánuðum áður hafði hann leitað til heimilislæknis sem taldi ekkert ama að og ráðlagði Þorvaldi að slaka á og njóta. Aðstandendur Þorvaldar sendu inn kvörtun til Landlæknis árið 2021 en þau telja að krabbameinið hefði greinst mun fyrr ef ekki hefði verið fyrir vanrækslu umrædds heimilislæknis. Innlent 10.4.2023 13:01 Missti meðvitund undir stýri og endaði utan vegar Ökumaður missti meðvitund undir stýri við Esjumela í gærkvöldi, með þeim afleiðingum að bifreið hans hafnaði utan vegar. Innlent 10.4.2023 08:17 Þrjár líkamsárásir á borði lögreglu eftir gærkvöldið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í þrjú útköll vegna líkamsárása í gærkvöldi. Innlent 10.4.2023 07:18 Vilja að snjómokstur taki mið af snjómagni Á snjóþungum dögum í Reykjavík ræður tækjakostur ekki við ástandið þar sem núverandi verklag tekur ekki mið af snjómagni. Þetta kemur fram í skýrslu stýrihóps sem átti að endurskoða vetrarþjónustu í borginni. Stýrihópurinn leggur til að þessu verði breytt þannig að snjóhreinsun taki mið af veðri. Innlent 9.4.2023 20:29 Ók á 170 á stolnum bíl Karlmaður olli í gær mikilli hættu þegar hann ók stolnum bíl á allt að 170 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er sextíu kílómetrar á klukkustund. Lögregla veitti manninum eftirför í mikilli umferð og hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Innlent 9.4.2023 07:21 Ekki vissir um hvor ók bifreiðinni á ljósastaur Tveir menn voru handteknir í dag eftir að bifreið var ekið á ljósastaur í Háaleitishverfi. Hvorugur hinna handteknu vissi hvor þeirra hafi ekið bifreiðinni. Innlent 8.4.2023 19:32 Svört gæs vekur athygli Myndir náðust af sérkennilegri grágæs í Háaleitishverfinu í vikunni. Grágæsin er sérkennileg fyrir þær sakir að hún er ekki grá heldur svört. Líklega er um genagalla að ræða, svokallaða sortu sem veldur ofgnótt af litarefninu melaníni í húð dýra. Innlent 8.4.2023 11:25 Sex skemmtistöðum lokað tímabundið í nótt vegna réttindalausra dyravarða Nokkur erill var á lögreglunni í nótt. Meðal þeirra verkefna sem lögreglan sinnti var eftirlit með skemmtistöðum í miðborginni en þar kom í ljós að fjöldi réttindalausra dyravarða var að störfum. Einnig var aðstoðar lögreglu óskað vegna líkamsárásar í vesturbænum. Þá gerðist fjöldi ökumanna sekir um akstursbrot vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið. Innlent 8.4.2023 07:40 Tapparnir nú áfastir á plastflöskum Nýir tappar á plastflöskur hafa fengið góðar viðtökur en tappana er hægt að sveigja aftur án þess að losa hann af flöskunni. Tilgangurinn er að allt plast, sem fylgir flöskunni sé endurunnið saman. Innlent 7.4.2023 20:05 Lögreglan skorar á verktaka að bregðast skjótt við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skorar á verktaka að bregðast skjótt við og huga strax að vinnusvæðum sínum. Einnig eru íbúar beðnir um að huga að lausamunum sem gætu fokið í hvassviðrinu enda mun það ekki ganga niður fyrr en í kvöld. Veður 7.4.2023 16:33 Allar björgunarsveitir höfuðborgarsvæðisins kallaðar út vegna hvassviðris Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út vegna gríðarlegs fjölda tilkynninga um foktjón. Meðal þeirra verkefna björgunarsveita, sem eru orðin hundrað talsins, er hjólhýsi sem fauk á hliðina í Kórahverfinu. Flugvél Play neyddist til að lenda á Akureyri þar sem ekki tókst að lenda henni í Keflavík. Innlent 7.4.2023 16:16 Fannst meðvitundarlaus eftir líkamsárás í Breiðholti Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, líkt og búast mátti við kvöldið fyrir almennan frídag. Meðal verkefna sem lögreglan sinnti var tilkynning um meðvitundarlausan mann í Breiðholti. Sá kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás og var með sjáanlega áverka. Innlent 7.4.2023 07:47 Eftirlýstur reyndi að hlaupa frá lögreglu Ökumaður reyndi að flýja lögreglu á bifreið sinni í gærkvöldi en þegar það gekk ekki fór hann úr bílnum og reyndi að komast burt á hlaupum. Það tókst honum ekki og voru bæði hann og farþegi bifreiðarinnar handteknir grunaðir um að selja fíkniefni en töluvert magn þeirra fundust í fórum þeirra ásamt fjármunum sem taldir eru vera hagnaður af sölu. Þá reyndist ökumaðurinn einnig vera eftirlýstur. Innlent 6.4.2023 07:20 Leigusalar nýti sér slæma stöðu fólks til að græða Ekki er leyfi fyrir búsetu í leiguherbergjum við Funahöfða í Reykjavík, þar sem eldur kom upp í gær. Borgarfulltrúi segir að verið sé að nýta slæma stöðu leigjenda til að græða á þeim. Áratugur er síðan fjallað var um slæman aðbúnað í húsnæðinu. Innlent 5.4.2023 20:01 Húsnæðið ósamþykkt og slökkvilið gert athugasemdir við brunavarnir Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft augu með íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði við Funahöfða, þar sem eldur kom upp í gær. Íbúðarhúsnæðið er ósamþykkt og sextíu skráðir þar til húsa, þrátt fyrir að um þrjátíu leiguherbergi séu í húsinu. Innlent 5.4.2023 12:31 „Við klárum bara rannsóknina“ Yfirlögregluþjónn segir að rannsókn á einkar grófri líkamsárás í Reykjavík sé vel á veg kominn. Mennirnir sem grunaðir eru um árásina voru leystir úr varðhaldi í fyrradag. Innlent 5.4.2023 11:54 Hjörvar sigurvegari eftir æsispennandi viðureign Hjörvar Steinn Grétarsson er sigurvegari skákmótsins Ísland gegn áhrifavöldunum, útsláttarhraðskákmóti sem fram fór í dag. Lífið 4.4.2023 22:22 Maðurinn er fundinn Maðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir er fundinn heill á húfi. Innlent 4.4.2023 16:15 Bein útsending: Ísland gegn áhrifavöldunum Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið, Reykjavik Open, klárast í dag og í tilefni af því verður blásið til lokaveislu í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Útsláttarhraðskáksmót sem ber yfirskriftina Ísland gegn áhrifavöldunum hefst klukkan 15:30. Einnig er vakt neðst í fréttinni þar sem hægt er að fylgjast með gangi mála. Lífið 4.4.2023 14:51 Slökkvilið kallað út vegna elds við Funahöfða Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í húsi við Funahöfða í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11:30. Innlent 4.4.2023 11:56 Gert upp á milli barna í Reykjavík Opið bréf til borgarstjórnar og menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Nú hefur menningar-, íþrótta- og tómstundarráð Reykjavíkurborgar ákveðið að stytta sér leið til að efna þau hagræðingarloforð sem borgarstjórn lagði upp með í desember síðastliðnum. Eins og svo oft áður í rekstri borgarinnar er sparnaður látinn bitna á varnarlausum hópum sem geta ekki varið hagsmuni sína sjálfir, í þessu tilviki börnum sem iðka íshokkí og listskauta. Skoðun 4.4.2023 08:01 « ‹ 117 118 119 120 121 122 123 124 125 … 334 ›
Vigdís Hafliðadóttir frumflutti lag Barnamenningarhátíðar Tónlistarkonan Vigdís Hafliðadóttir frumflutti lag Barnamenningarhátíðar árið 2023 í Engjaskóla klukkan 13 í dag. Lagið ber heitið Kæri heimur og verða nemendur skólans viðstaddir flutninginn. Lífið 12.4.2023 12:13
Reykur í Rimaskóla eftir að kveikt var í rusli Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynning barst um að brunakerfið hafði farið í gang í Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík um klukkan fimm í morgun. Innlent 12.4.2023 07:27
Hrækti í auga lögreglumanns og skallaði hann í andlitið Einstaklingur sem grunaður er um líkamsárás og eignarspjöll hrækti í auga lögreglumanns og skallaði hann í andlitið þegar unnið var að því að flytja hann á lögreglustöð í höfuðborginni í gær. Innlent 12.4.2023 06:19
Ekki bara lagt til að taka mið af snjómagni Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir stýrihóp sem átti að endurskoða vetrarþjónustu í borginni hafa gert meira en að leggja til að snjómokstur taki mið af veðri. Það sé ekki stóra niðurstaðan í skýrslunni sem stýrihópurinn skilaði frá sér. Innlent 11.4.2023 19:12
Meintur skotmaður á Dubliner dæmdur fyrir fjölda ótengdra brota Tæplega þrítugur karlmaður sem er grunaður um að hleypa af skoti á skemmtistaðnum The Dubliner í síðasta mánuði var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda ótengdra brota. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að berja mann með kylfu. Innlent 11.4.2023 17:52
Stofnandi Mandi dæmdur fyrir líkamsárás Hlal Jarah, stofnandi og fyrrverandi eigandi veitingastaðarins Mandi, hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað á öðrum degi jóla 2020 þar sem hann veittist að konu, sló hana í höfuðið og sparkaði í maga hennar. Honum ber að greiða 400 þúsund krónur í miskabætur og allan sakarkostnað málsins sem nemur rúmum 2,2 milljónum króna. Innlent 11.4.2023 16:42
Um 70 prósent fæðinga landsins fara fram á Landspítalanum „Það er lífstíll og list“ að vera ljósmóðir segir rúmlega þrítug ljósmóðir, sem segist vera í draumastarfinu. Um 70% allra fæðinga landsins á hverju ári fara fram á fæðingadeild Landspítalans. Við fengum að kynnast störfum ljósmæðra í þættinum „Mig langar að vita“, sem sýndur var á Stöð 2 mánudagskvöldið 10. apríl. Hægt er að nálgast þáttinn í heild sinn á Stöð 2+. Magnús Hlynur Hreiðarsson er umsjónarmaður þáttanna. Innlent 11.4.2023 10:30
Lögreglumaður kýldur í andlitið af ósáttum vegfaranda Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til ásamt sjúkraliði þegar tilkynnt var um bráðaveikindi á veitingastað í miðborginni. Veikindin reyndust minniháttar en vegfarandi var ósáttur við viðveru lögreglu og brást við með því að kýla lögreglumann í andlitið. Innlent 11.4.2023 06:18
Sólin sest á Granda Sólum Jógastúdíói á Fiskislóð í Reykjavík hefur verið lokað eftir um átta ára starfsemi. Stöðin var lengst af í eigu Sólveigar Þórarinsdóttur, sjúkraþjálfara og jógakennara sem stofnaði Sólir eftir að hún hætti störfum sem verðbréfamiðlari og sneri sér alfarið að jóganu. Viðskipti innlent 10.4.2023 21:51
„Virðingin sem hann fékk var núll“ Barnsfaðir Guðbjargar Hrafnhettu Ragnarsdóttur, Þorvaldur Þórarinsson, lést úr briskrabbameini í mars 2019. Átta mánuðum áður hafði hann leitað til heimilislæknis sem taldi ekkert ama að og ráðlagði Þorvaldi að slaka á og njóta. Aðstandendur Þorvaldar sendu inn kvörtun til Landlæknis árið 2021 en þau telja að krabbameinið hefði greinst mun fyrr ef ekki hefði verið fyrir vanrækslu umrædds heimilislæknis. Innlent 10.4.2023 13:01
Missti meðvitund undir stýri og endaði utan vegar Ökumaður missti meðvitund undir stýri við Esjumela í gærkvöldi, með þeim afleiðingum að bifreið hans hafnaði utan vegar. Innlent 10.4.2023 08:17
Þrjár líkamsárásir á borði lögreglu eftir gærkvöldið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í þrjú útköll vegna líkamsárása í gærkvöldi. Innlent 10.4.2023 07:18
Vilja að snjómokstur taki mið af snjómagni Á snjóþungum dögum í Reykjavík ræður tækjakostur ekki við ástandið þar sem núverandi verklag tekur ekki mið af snjómagni. Þetta kemur fram í skýrslu stýrihóps sem átti að endurskoða vetrarþjónustu í borginni. Stýrihópurinn leggur til að þessu verði breytt þannig að snjóhreinsun taki mið af veðri. Innlent 9.4.2023 20:29
Ók á 170 á stolnum bíl Karlmaður olli í gær mikilli hættu þegar hann ók stolnum bíl á allt að 170 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er sextíu kílómetrar á klukkustund. Lögregla veitti manninum eftirför í mikilli umferð og hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Innlent 9.4.2023 07:21
Ekki vissir um hvor ók bifreiðinni á ljósastaur Tveir menn voru handteknir í dag eftir að bifreið var ekið á ljósastaur í Háaleitishverfi. Hvorugur hinna handteknu vissi hvor þeirra hafi ekið bifreiðinni. Innlent 8.4.2023 19:32
Svört gæs vekur athygli Myndir náðust af sérkennilegri grágæs í Háaleitishverfinu í vikunni. Grágæsin er sérkennileg fyrir þær sakir að hún er ekki grá heldur svört. Líklega er um genagalla að ræða, svokallaða sortu sem veldur ofgnótt af litarefninu melaníni í húð dýra. Innlent 8.4.2023 11:25
Sex skemmtistöðum lokað tímabundið í nótt vegna réttindalausra dyravarða Nokkur erill var á lögreglunni í nótt. Meðal þeirra verkefna sem lögreglan sinnti var eftirlit með skemmtistöðum í miðborginni en þar kom í ljós að fjöldi réttindalausra dyravarða var að störfum. Einnig var aðstoðar lögreglu óskað vegna líkamsárásar í vesturbænum. Þá gerðist fjöldi ökumanna sekir um akstursbrot vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið. Innlent 8.4.2023 07:40
Tapparnir nú áfastir á plastflöskum Nýir tappar á plastflöskur hafa fengið góðar viðtökur en tappana er hægt að sveigja aftur án þess að losa hann af flöskunni. Tilgangurinn er að allt plast, sem fylgir flöskunni sé endurunnið saman. Innlent 7.4.2023 20:05
Lögreglan skorar á verktaka að bregðast skjótt við Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skorar á verktaka að bregðast skjótt við og huga strax að vinnusvæðum sínum. Einnig eru íbúar beðnir um að huga að lausamunum sem gætu fokið í hvassviðrinu enda mun það ekki ganga niður fyrr en í kvöld. Veður 7.4.2023 16:33
Allar björgunarsveitir höfuðborgarsvæðisins kallaðar út vegna hvassviðris Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út vegna gríðarlegs fjölda tilkynninga um foktjón. Meðal þeirra verkefna björgunarsveita, sem eru orðin hundrað talsins, er hjólhýsi sem fauk á hliðina í Kórahverfinu. Flugvél Play neyddist til að lenda á Akureyri þar sem ekki tókst að lenda henni í Keflavík. Innlent 7.4.2023 16:16
Fannst meðvitundarlaus eftir líkamsárás í Breiðholti Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, líkt og búast mátti við kvöldið fyrir almennan frídag. Meðal verkefna sem lögreglan sinnti var tilkynning um meðvitundarlausan mann í Breiðholti. Sá kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás og var með sjáanlega áverka. Innlent 7.4.2023 07:47
Eftirlýstur reyndi að hlaupa frá lögreglu Ökumaður reyndi að flýja lögreglu á bifreið sinni í gærkvöldi en þegar það gekk ekki fór hann úr bílnum og reyndi að komast burt á hlaupum. Það tókst honum ekki og voru bæði hann og farþegi bifreiðarinnar handteknir grunaðir um að selja fíkniefni en töluvert magn þeirra fundust í fórum þeirra ásamt fjármunum sem taldir eru vera hagnaður af sölu. Þá reyndist ökumaðurinn einnig vera eftirlýstur. Innlent 6.4.2023 07:20
Leigusalar nýti sér slæma stöðu fólks til að græða Ekki er leyfi fyrir búsetu í leiguherbergjum við Funahöfða í Reykjavík, þar sem eldur kom upp í gær. Borgarfulltrúi segir að verið sé að nýta slæma stöðu leigjenda til að græða á þeim. Áratugur er síðan fjallað var um slæman aðbúnað í húsnæðinu. Innlent 5.4.2023 20:01
Húsnæðið ósamþykkt og slökkvilið gert athugasemdir við brunavarnir Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft augu með íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði við Funahöfða, þar sem eldur kom upp í gær. Íbúðarhúsnæðið er ósamþykkt og sextíu skráðir þar til húsa, þrátt fyrir að um þrjátíu leiguherbergi séu í húsinu. Innlent 5.4.2023 12:31
„Við klárum bara rannsóknina“ Yfirlögregluþjónn segir að rannsókn á einkar grófri líkamsárás í Reykjavík sé vel á veg kominn. Mennirnir sem grunaðir eru um árásina voru leystir úr varðhaldi í fyrradag. Innlent 5.4.2023 11:54
Hjörvar sigurvegari eftir æsispennandi viðureign Hjörvar Steinn Grétarsson er sigurvegari skákmótsins Ísland gegn áhrifavöldunum, útsláttarhraðskákmóti sem fram fór í dag. Lífið 4.4.2023 22:22
Maðurinn er fundinn Maðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir er fundinn heill á húfi. Innlent 4.4.2023 16:15
Bein útsending: Ísland gegn áhrifavöldunum Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið, Reykjavik Open, klárast í dag og í tilefni af því verður blásið til lokaveislu í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Útsláttarhraðskáksmót sem ber yfirskriftina Ísland gegn áhrifavöldunum hefst klukkan 15:30. Einnig er vakt neðst í fréttinni þar sem hægt er að fylgjast með gangi mála. Lífið 4.4.2023 14:51
Slökkvilið kallað út vegna elds við Funahöfða Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í húsi við Funahöfða í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11:30. Innlent 4.4.2023 11:56
Gert upp á milli barna í Reykjavík Opið bréf til borgarstjórnar og menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Nú hefur menningar-, íþrótta- og tómstundarráð Reykjavíkurborgar ákveðið að stytta sér leið til að efna þau hagræðingarloforð sem borgarstjórn lagði upp með í desember síðastliðnum. Eins og svo oft áður í rekstri borgarinnar er sparnaður látinn bitna á varnarlausum hópum sem geta ekki varið hagsmuni sína sjálfir, í þessu tilviki börnum sem iðka íshokkí og listskauta. Skoðun 4.4.2023 08:01