Reykjavík

Fréttamynd

Fólk furði sig oft á því hversu ódýrt farið er

Lögregla lokaði Tjarnargötu í miðborg Reykjavíkur í morgun vegna mótmæla leigubílstjóra, sem óku þar bílum sínum og þöndu flautur, á meðan ríkisstjórnin fundaði í ráðherrabústaðnum. Leigubílstjórar krefjast þess að afgreiðslu leigubílafrumvarps innviðaráðherra, sem verður til umræðu á Alþingi í dag, verði frestað. 

Innlent
Fréttamynd

Braust inn og stal sjóðs­vél

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynning barst um þjófnað og innbrot í fyrirtæki í miðborg Reykjavíkur um klukkan þrjú í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Skallaði lögregluþjón

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um mann í annarlegu ástandi í Vesturbæ Reykjavíkur í dag. Þegar lögregluþjóna bar að garði skallaði maðurinn þó einn þeirra og var hann í kjölfarið handtekinn.

Innlent
Fréttamynd

Óvenjulegt kuldaskeið hefur víða gríðarleg áhrif

Heimilislaus maður vonar að borgin hafi neyðarskýli fyrir heimilislausa opin allan sólarhringinn meðan kuldakastið sem nú er varir. Borgin hefur virkjað neyðaráætlun og ætlar að minnsta kosti hafa skýlin þannig opin á morgun. Ískuldinn sem nú ríkir kemur líka afar illa niður á smáfuglum.

Innlent
Fréttamynd

Mögulega viðvarandi mengun í borginni

Loftmengun var mikil í frosti og hægviðri í höfuðborginni í dag. Spáð er svipuðu veðri áfram og því vara borgaryfirvöld við því að mengunin gæti orðið viðvarandi. Hvetja yfirvöld almenning til þess að draga úr notkun einkabílsins á meðan.

Innlent
Fréttamynd

Landtenging muni spara 750 tonn af losun gróðurhúsalofttegunda

Landtenging flutningaskipa Eimskips við Sundahöfn var tekin í notkun í gær þegar gámaskipið Dettifoss var formlega tengt við rafmagn í Sundahöfn. Um er að ræða tímamótaverkefni á sviði loftlagsmála á Íslandi þar sem unnið er að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og loftmengandi efna frá flutningastarfsemi.

Innlent
Fréttamynd

Vatns­­­leki í World Class Laugum

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna vatnsleka í líkamsræktarstöðinni World Class Laugum í Laugardal í Reykjavík upp úr klukkan sex í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Lækka há­marks­hraða um gjör­valla Reykja­víkur­borg

Hámarkshraði verður lækkaður um alla Reykjavíkurborg á næsta ári. Götur, þar sem hámarkshraði var áður 50 kílómetra hraði á klukkustund, fer ýmist niður í 30 eða 40 kílómetra hraða. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti breytingarnar í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Bílskúr brann á Kjalarnesi

Kalla þurfti slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins út í kvöld eftir að eldur kviknaði í bílskúr á Kjalarnesi. Bílskúrinn er nánar tiltekið við gamla bæinn í Saltvík en eldurinn var bundinn við bílskúrinn og bíl sem stóð við hann.

Innlent
Fréttamynd

Krefur Orku náttúrunnar um 125 milljónir króna

Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem Orka náttúrunnar braut gegn með uppsögn árið 2018, krefst 125 milljóna króna í skaða- og miskabætur. Hún hafði áður hafnað boði fyrirtækisins um 13,6 milljónir króna í bætur.

Innlent