Reykjavík

Fréttamynd

Efstu tíu safnað rúmum fjórum milljónum

Þeir tíu hlauparar sem hafa safnað mest fyrir góðgerðarsamtök með þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hafa samtals safnað rúmum fjórum milljónum króna. Hlaupararnir hlaupa fyrir átta mismunandi góðgerðarfélög.

Lífið
Fréttamynd

Aldrei sé betra að vera í Reykja­vík en þegar „fíflin eru farin til Eyja“

Í Vestmannaeyjum er allt að verða klárt en hátíðinni var aflýst árin 2020 og 2021 vegna kórónuveirufaraldursins. Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn snýr ekki aftur í ár en aðrir aðilar taka við. Í Reykjavík verður Innipúkinn haldinn hátíðlegur og verður starfsfólk reykvískra skemmtistaða sent á námskeið til þess að bregðast við ofbeldi í skemmtanahaldi.

Innlent
Fréttamynd

Mikið um slagsmál í nótt

Lögreglu barst fjöldinn allur af tilkynningum um slagsmál og líkamsárásir í nótt ef marka má dagbók lögreglu. Alls er minnst á sex líkamsárásir í tilkynningu frá lögreglu í morgun, jafnt í miðbænum sem og í úthverfum.

Innlent
Fréttamynd

Barn féll fimm­tán metra út um glugga á fjöl­býlis­húsi

Ungt barn féll út um glugga á fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu í dag. Samkvæmt dagbók lögreglu var fallhæðin um fimmtán metrar en ekki kemur fram hver nákvæmur aldur barnsins er. Barnið var flutt á bráðamóttöku til aðhlynningar en er ekki með alvarlegt beinbrot. Innvortis meiðsli eru til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Druslu­gangan haldin í tíunda sinn

Druslugangan var haldin í tíunda sinn í dag eftir tveggja ára hlé. Mikill fjöldi fólks safnaðist saman við Hallgrímskirkju og gekk að Austurvelli þar sem var haldinn samstöðufundur með ræðuhöldum og tónlistarflutningi.

Innlent
Fréttamynd

Sparkaði í dyraverði og lögreglumenn

Óskað eftir aðstoð lögreglu að á skemmtistað í miðbænum vegna tveggja einstaklinga sem voru til vandræða. Annar einstaklingurinn handtekinn en hann er gurnaður um að hafa sparkað bæði í dyraverði og lögreglumenn en einstaklingurinn var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Innlent
Fréttamynd

Tælandi tölvutorg eða raunverulega vinsæl torg?

Berleggjuð kona í hvítum kjól og sambýlismaður með uppbrettar skyrtuermar og sólgleraugu eiga í djúpum samræðum á rölti sínu um bæinn. Skammt frá heldur maður ástúðlega utan um unnustu sína á meðan þau labba í takt yfir götuna. Á undan þeim labbar kona með sólhatt og bók í hönd með ekkert nema í slökun á dagskrá. Það er heitt og logn. Hvert sem litið er fallegt, léttklætt og hamingjusamt fólk. Allt iðar að lífi við þetta velheppnaða torg i hjarta Reykjavíkur. Eða hvað?

Skoðun
Fréttamynd

Starf­semi Hjalla­stefnunnar flyst tíma­bundið í Skógar­hlíð

Skólastarf leikskólans Öskju og Barnaskólans í Reykjavík flyst tímabundið í Skógarhlíð og mun skólastarf þar hefjast að loknum sumarleyfum. Foreldrar barna í Öskju fá undanþágu á uppsagnarfresti á samningi við aðra leikskóla borgarinnar kjósi þeir að börnin haldi áfram dvöl þar.

Innlent
Fréttamynd

Hefja at­hugun á starf­semi tveggja vöggu­stofa

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að skipa nefnd um heildstæða athugun á starfsemi vöggustofu að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins. Börn sem dvöldu á vöggustofunum hafa bent á að sum barna hafi hlotið varanlega skaða vegna rofs á tilfinningalegum þroska þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Druslu­gangan haldin á ný

Nú á laugardaginn, þann 23. júlí, verður samstaða með þolendum kynferðisofbeldis sýnd í verki á nýjan leik þegar við göngum saman frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll kl. 14:00.

Skoðun
Fréttamynd

Misheppnuð tilraun til að kveikja líf

Hjartagarðurinn, torg á milli Hverfisgötu og Laugavegs, hefur ekki beint slegið í gegn hjá borgarbúum og hefur torgið staðið nánast autt frá því framkvæmdum lauk. Umhverfis- og skipulagsráð er meðvitað um vandann og borgarfulltrúi segir torgið misheppnaða tilraun til að kveikja líf.

Innlent