Sveitarfélagið Hornafjörður

Fréttamynd

Líta aksturinn alvarlegum augum

Eimskip líta glæfralegan framúrakstur bílstjóra á þjóðveginum alvarlegum augum. Myndband af löngum vörubíl Eimskipa í framúrakstri hefur vakið athygli og hneykslan. Rætt verður við bílstjórann í dag.

Innlent
Fréttamynd

Olli stórhættu með glæfralegri framúrkeyrslu

Bílstjóri Eimskipa olli mikilli hættu á þjóðveginum við Skeiðarársand með glæfralegri framúrkeyrslu sem náðist á myndband. Stutt er síðan sambærilegt myndband náðist af flutningabíl Samskipa sem varð til þess að bílstjóranum var sagt upp störfum.

Innlent
Fréttamynd

Patreksfjörður í efsta sæti strandveiðanna

Strandveiðunum þetta sumar lýkur að öllu óbreyttu í næstu viku en þá stefnir í að útgefinn kvóti klárist. Eftir fyrstu tvo mánuði er búið að landa afla í alls 49 höfnum og er Patreksfjörður í efsta sæti með mestan landaðan afla og fjölda báta.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstir undir 18 ára aldri til að kjósa

Tímamót urðu í lýðræðissögu landsins í dag á Höfn í Hornafirði þegar fyrstu kjósendurnir undir átján ára aldri tóku þátt í almennum kosningum. Það voru þeir Ingólfur Vigfússon og Maríus Máni Jónsson, sem eru báðir 17 ára og kusu um hvort aðal- og deiliskipulag, um þéttingu byggðar Innbæ á Höfn, skuli halda gildi sínu.

Innlent
Fréttamynd

Giftu sig í fjórða sinn á Íslandi

„Þegar ég lagði af stað í þetta óhefðbundna ævintýralíf þá hafði ég síst af öllu ímyndað mér að ég ætti eftir að gifta mig- hvað þá að ég ætti eftir gera það í lítilli kirkju á Íslandi, af öllum stöðum.“

Lífið
Fréttamynd

Voru sex­tán klukku­stundir að ná konunni af jöklinum

Um klukkan þrjú í gær óskaði hópur gönguskíðafólks á Vatnajökli eftir aðstoð viðbragðsaðila eftir að kona úr hópnum hafði fengið sleða sem hún dró á eftir sér í höfuðið. Björgunarsveitir héldu af stað úr tveimur áttum, en þegar komið var á staðinn þar sem talið var að fólkið væri, bólaði ekkert á hópnum.

Innlent
Fréttamynd

Skíða­göngu­fólkið er fundið

Hópur skíðagöngufólks, sem leitað hafði verið frá því um klukkan 15 í dag, er fundinn. Í kvöld náðist samband við fólkið en langan tíma tók að fá staðsetningu þeirra staðfesta. Ástand fólksins er gott miðað við aðstæður, það var komið í tjöld og enginn kennir sér meins nema konan sem fékk sleða í höfuðið í dag.

Innlent
Fréttamynd

Skíða­fólkið á Vatna­jökli finnst ekki

Síðdegis í dag óskaði hópur gönguskíðafólks á Vatnajökli eftir aðstoð viðbragðsaðila eftir að kona úr hópnum datt og fékk sleða, sem hún var með í eftirdragi, í höfuðið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang ásamt björgunarsveitarfólki frá Höfn í Hornarfirði. Þegar björgunarsveitin kom að þeim stað þar sem talið var að hópurinn væri bólaði ekkert á honum. Nú er víðtæk leit hafin að fólkinu.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlusveitin reynir að sækja slasaða skíðakonu

Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar nú síðdegis vegna skíðaslyss á Grímsfjalli í Vatnajökli. Þyrlusveit gæslunnar er á leið á vettvang en óvíst er hvort hún komist að slysstað vegna veðurs.

Innlent
Fréttamynd

Hefja gjald­töku við Jökuls­ár­lón í sumar

Stefnt er að því að hefja gjaldtöku við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Þjóðgarðsvörður á svæðinu segir það vera löngu tímabæra aðgerð en fjármunirnir verða nýttir í viðhald á svæðinu og fleira. 

Innlent
Fréttamynd

Vanbúnum ferðamönnum bjargað af Ketillaugarfjalli

Björgunarsveitafólk bjargaði í dag tveimur hollenskum ferðamönnum sem lent höfðu í sjálfheldu á Ketillaugarfjalli. Fjallið er nærri Höfn í Hornafirði en mennirnir höfðu ekki verið hefðbundna gönguleið sem gerði björgunarfólki erfiðara að finna þau.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú loftför, tvö slys og tíu slasaðir

Landhelgisgæslan vill hafa flugvél sína, sem gegndi mikilvægu hlutverki þegar alvarlegt umferðarlys varð á Suðurlandi í gær, oftar til taks hér á Íslandi. Tíu manns úr tveimur slysum voru fluttir til Reykjavíkur með þremur loftförum gæslunnar í gær; bæði erlendir ferðamenn og Íslendingar.

Innlent
Fréttamynd

Erlendir ferðamenn í öðrum bílnum en Íslendingar í hinum

Fólkið sem lenti í hörðum árekstri suður af Öræfajökli síðdegis í gær er bæði erlendir ferðamenn og Íslendingar. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan þeirra sem slösuðust en allir níu sem lentu í slysinu voru fluttir með flugi til Reykjavíkur. 

Innlent
Fréttamynd

Mikil tilhlökkun fyrir nýjum miðbæ á Höfn

Mikil eftirvænting er hjá íbúum á Höfn í Hornafirði fyrir nýjum miðbæ, sem er nú búið að teikna upp og er verið að undirbúa að byggja. Nýi miðbærinn verður í gömlum stíl líkt og miðbærinn á Selfossi.

Innlent
Fréttamynd

Hrak­farir við Jökuls­ár­lón: „Þetta var smá hasar“

„Hún gleymir þessu líklega seint. Menn geta nú ekki alltaf valið hvað minningar þeir taka með frá Íslandi,“ segir Tómas Ragnarsson, leiðsögumaður sem staddur var við Jökulsárlón á fjórða tímanum í dag þegar ferðamaður steypti bifreið niður brekku og beint út í lónið.

Innlent