Þingeyjarsveit

Fréttamynd

Svæðinu við Detti­foss lokað vegna færðar

Svæðinu við Dettifoss hefur verið lokað vegna mikils vatnselgs. Mikið magn af snjó safnaðist fyrir á svæðinu í óveðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku og með hlýnandi veðri hefur hann tekið að bráðna mjög hratt. Aðstæður sem hafa skapast eru orðnar varasamar, segir í tilkynningu Vatnajökulsþjóðgarðs.

Innlent
Fréttamynd

Apollo-geimfarinn sem laumaði ís­lenskum peningi til tunglsins

„Hann var sá af Apollo-geimförunum sem mest var tengdur Íslandi,” segir Húsvíkingurinn Örlygur Hnefill Örlygsson um geimfarann og Íslandsvininn William Anders. Geimfarinn lést í flugslysi við strönd Washington-ríkis á föstudag, níræður að aldri, en vináttubönd hans við Ísland og Íslendinga áttu sér 67 ára sögu.

Innlent
Fréttamynd

Fólki bjargað á landi sem sjó

Skúta komst í hann krappann á Suðurlandi, lítill fiskibátur á Patreksfirði sömuleiðis og ferðamenn á Mývatnsheiði festu bíla sína. Björgunarsveitarfólk hefur haft í nægu að snúast síðan í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Leitin ekki borið árangur í nótt

Leit að karlmanni um tvítugt sem féll í Fnjóská hefur enn ekki borið árangur. Leitað hefur verið að manninum síðan um klukkan 18.30 í gær. Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að viðbragðsaðilar hafi verið við leit að manninum í nótt og að leitin hafi ekki borið árangur. Þegar maðurinn hvarf ofan í ánna var hann með þremur félögum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Leitin hefur enn ekki borið árangur

Maðurinn sem féll í Fnjóská er enn ekki fundinn eftir umfangsmikla leit viðbragðsaðila í kvöld. Leitin mun þó halda áfram inn í nóttina og þá er verið að skipuleggja frekari leit í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Þrjá­tíu og fimm kíló­metrar í kjör­stað

Mývetningar eru margir hverjir afar ósáttir með tilætlaða framkvæmd forsetakosninga í Þingeyjarsveit. Aðeins einn kjörstaður verður í sveitinni og verður hann í Félagsheimilinu Breiðumýri nálægt Laugum. Ragnheiður Jóna Grétarsdóttir, íbúi á svæðinu segir segir fólk ekki ánægt.

Innlent
Fréttamynd

Ók blind­fullur við Gríms­vötn og hótaði að drepa alla

Maður sem var handtekinn á Grímsfjalli í gær var sauðdrukkinn og ógnandi að sögn fararstjóra á svæðinu. Maðurinn var með hópi fólks í skála á Grímsfjalli þegar hann sýndi af sér ógnandi hegðun við samferðafólk sitt og ók svo burt. Samferðafólk hans leitaði aðstoðar í næsta skála.

Innlent
Fréttamynd

Hríðar­veður og erfitt yfir­ferðar á Norður­landi í dag

Varað er við hríðarveðri og allhvössum vindi yfir miðjan daginn á Norðurlandi. Búast má því að það verði víða blint og erfitt yfirferðar norðanlands. Einkum í Húnaþingi og Skagafirði, en einnig við utanverðan Eyjafjörð og austur með ströndinni.

Veður
Fréttamynd

Jarð­skjálfta­hrina í Öskju í gær

Í gær varð skjálftahrina í norðvesturhluta Öskju og mældust tæplega 30 skjálftar frá því klukkan átta um morguninn og til hádegis. Sá stærsti sem mældist var 3,5 að stærð og var á um fimm kílómetra dýpi. Þrír skjálftar mældust frá 2,0 til 2,5 að stærð, en aðrir skjálftar voru minni.

Innlent
Fréttamynd

Geimskot olli ljósasýningu yfir Mý­vatni

Mikilfengleg ljósasýning sást á himnum yfir Mývatni í gærkvöldi. Þar var að öllum líkindum um að ræða fyrirbæri sem til var komið vegna mannaðs geimskots SpaceX frá Bandaríkjunum í gær.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfanda­fljót á­fram ó­beislað

Vinir Skjálfandafljóts fagna nýlegri vinnslutillögu Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2023‒2043 og því að ekki skuli gert ráð fyrir iðnaðarsvæði vegna virkjana í Skjálfandafljóti.

Skoðun
Fréttamynd

Skóla­fé­lagarnir kölluðu hann „Kidda kóng“

Þann 2.febrúar árið 2022 átti sér stað skelfilegur harmleikur við Framhaldsskólann á Laugum í Reykjadal. Hópur nemenda hafði verið að renna sér í snjó í brekku við skólann; hefð sem hefur tíðkast í áratugi. Einn nemandinn, Kristinn Aron Curtis Arnbjörnsson varð fyrir bíl og lést. Hann var einungis 19 ára gamall. Samfélagið í Þingeyjarsveit var slegið.

Innlent